Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 8
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Rúmlega 5000 manns búa nú á Keflavikurflugvelli. Varnarliðið kaupir alla búvöru frá Bandaríkjunum að undanskilinni mjólk, brauði, fiski, dilkakjöti og gosi. Skorar á Geir að skylda vamarliðið — til að kaupa íslenska búvöru Innflutningur á búvöru til varnar- liösins á Keflavíkurflugvelli hefur átt sér stað i áraraðir þó að nægar ís- lenskar búvörur hafi verið til í landinu. Er þetta brot á lagaákvæðum um Framleiðsluráð landbúnaðarins, verð- skráningu, verðmiðlun og sölu á land- búnaðarvörum sem er svohljóðandi: „Áður en ákvarðanir eru teknar um inn- og útflutning landbúnaðarafurða, svo sem kjöts, mjólkur, mjólkurvara, garöávaxta og gróðurhúsaframleiðslu, skulu aöilar sem með þau mál fara leita álits og tillagna Framleiösluráðs. Skal þess jafnan gætt að innflutningur á landbúnaðarvörum fari því aðeins fram, að innlend framleiðsla fullnægi ekki neysiuþörfum og útflutningur því aðeins að nægilegt sé eftir í landinu til nota fyrir almenning af þeirri vöru, semúter flutt.” Jafnframt því að þetta lagaákvæði hefur verið brotið hafa einnig ákvæöi’ tollalaga verið brotin með flutningi bú- vara og fleiri neysluvara út af flug- vallarsvæðinu til varnarliðsmanna og ef til vill fleiri aðila sem búa utan flug- vallarins. Að meðtöldum f jölskyldum varnarliðsmanna eru þetta um 5.000 manns, hermennirnir eru 3.000 en makar og börn um 2.200. A fundi framleiðsluráðs land- búnaðarins var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóöa: „Stjórn Banda- rikjanna beitir nú gömlum lagaákvæð- um til að útiloka íslensk skipafélög frá því að flytja vörur frá Bandaríkjunum til Keflavíkur. Með tilvísun til þess skorar Framleiösluráð landbúnaðar- ins á utanríkisráöherra Islands, Geir Hallgrímsson, aö beita ákvæöum ís- lenskra laga og skylda varnarliðið nú þegar til að kaupa islenskar búvörur til neyslu bæði á flugvellinum sjálfum sem ogutanhans.” Búvöruverð hér er ekki samkeppnishæft Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs, sagði í samtali við DV: „Vamarliöiö lét berklaprófa kýr fyrir þremur áratug- um og þá voru gerðar rannsóknir á gæðum mjólkurinnar sem síðan var viðurkennd sem góö neyslumjólk og er Upplýsingaseðilli til samanburðar á heimiliskostnaði |; Hvað kostar heimilishaldið? 11 Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- j) andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar |1 fjölskvldu af sömu stserð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks Kostnaður í júlí 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. Jfi keypt af vamarliðinu enn í dag. Eggin voru einnig keypt á meðan þau voru gæðaprófuö og stimpluð en þegar það féll niður voru egg flutt inn ásamt öðr- umbúvörum.” Þær upplýsingar fengust hjá Sverri Gunnlaugssyni í utanríkisráðuneytinu að árleg neysluþörf vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli væri um 123 tonn af nautakjöti, 108 tonn af svínakjöti og kjúklingakjöt, 72 tonn. Neysla þeirra á íslensku dilkakjöti nemur 4 tonnum. Aðrar íslenskar matvömr sem vamar- liöiö kaupir eru brauövörur og fiskur svo og eitthvað af gosi. Alfreð G. Alfreðsson, deildarstjóri birgðastofnunar á Keflavíkurflugvelli, sagði í samtali við DV: „Island er ekki eina landið með umframframleiðslu af landbúnaðarvörum. Flugher, sjóher og landher hafa eflaust gert samninga við landbúnaðarráðuneyti í Bandaríkj- unum um kaup á umframframleiðslu. Vömverð þar er margfalt lægra en bú- vömverð hér á landi. Það hafa verið gerðar athuganir á þessum kaupum hér og í Bandaríkjunum en verðmis- munur er gífurlegur. Okkur eru settar strangar reglur að leita tilboða en bú- vöruverð hér er ekki samkeppnis- hæft.” Umsögn Geirs Hallgrímssonar „Það er verið að vinna að þessum málum í ráðuneytinu. Kaup þeirra á ís- lenskum landbúnaöarafurðum hefur aðeins farið vaxandi en ekki nægilega mikið. Lambakjötið er ekki eftirsótt af Bandaríkjamönnum og hvað aðrar kjöttegundir snertir getur verðlagið ráðið miklu um sölu. Framleiðendur hér verða að gera upp við sig á hvaða verði þeir treysta sér til að bjóða fram vömsína.” Á síöastliönu ári var skipuð nefnd með fulltrúum frá landbúnaðarráðu- neytinu, vamarmáladeild utanríkis- ráðuneytisins, framleiðendum land- búnaöarvara og varnarliðinu. Nefndin vinnur nú aö þessum málum og athug- ar með hvaða hætti unnt sé að auka kaup varnarliðsins á íslenskum land- búnaðarvörum. -RR Neytendur Heimilisbókhald DV: Yfir ellefu þúsund fyrir þrjá í mat Landsmeöaltalið er 16,5% hærra í júní en það var í maí í heimilis- bókhaldi DV. Meðaltal einstaklinga eftir fjölskyldustærðum hefur hækkað í öllum tilvikum. Einstaklingur sem býr einn komst af með 2.272 krónur fyrir mat- og hreinlætisvörur í maímánuði, en í júní hækkar matarreikningurinn í 3.649 krónur. Matarreikningur tveggja manna fjölskyldu eftir útreikningum okkar hefur verið 5.678 krónur í júní, eða 2.839 krónur á hvom aðilanna. Einstaklingar í þriggja manna fjöl- skyldunni virðast allt í einu þarfnast manna mest í mat og hreinlæti eða 3.684 krónur fyrir hvern. Matarreikningurinn í júní hjá þriggja manna fjölskyldunni fór í 11.052 krónur. Töluvert hærri reikningur en hjá fjögurra manna fjölskyldunni sem var 10.492 krónur eða 2.623 krónur á einstakling þar. Meðaltal á einstakling í fjögurra, fimm og sex manna fjölskyldum er líkt, hjá öllum rúmlega 2.600 krónur. En um hvem einstakling munar í mat og drykk og fór matar- reikningur fimm manna fjölskyldunnar í 13.265 krónur og sex manna fjölskyldunnar í 15.906 krónur. Og var matarreikningur sex manna fjölskyldunnar hærri en heildarreikningur sjö manna fjölskyldunnar sem var 14.882 krónur eða 2.126 krónur á hvem einstakling. Sem sagt matarreikningamir hafa hækkað, eflaust á hækkun búvöm eftir 1. júní sinn þátt í hærri matar- reikningum. Meðaltal þessa sex fyrstu mánuði ársins hefur aldrei verið hærra en í júní, en í mars var það þremur prósentum lægra en fór lækkandi tvo næstu mánuði, april og maí. -ÞG. Meðaltal einstaklinga eftír fjölskyldustærðum Mai 1984 Júni 1984 Einbúi kr. 2.272,- kr. 3.649.- Einst. 2 m.fj. kr. 2.358.— kr. 2.839— Einst. 3 m fj. kr. 2.472,- kr. 3.684— Einst. 4m.fj. kr. 2.560,- kr. 2.623— Einst. Sm.fj. kr. 2.439,- kr. 2.653— Einst. Sm.lj. kr. 2.458.- kr. 2.651— Einst. 7 m.fj. kr. 1.752.- kr. 2.126— _ Leigaaf tómu glasi „Við vomm þrjú saman. Keyptum Var í röðinni og var með kjötrétt á eina flösku af maltöli og eina af sínumdiski.spurðihvaðhannættiað pilsner. Tókum viö þrjú glös á greiða fyrir leiguna á diskinum sem bakkann. Þegar ég ætlaði að greiða hann ætlaði að borða af. Svona kom viö kassann er mér sagt að þetta sagan til okkar. Við könnuðum kostaði 154 krónur.” Á þessa leið málið. Fyrstu viðbrögð forráða- hefst saga neytanda eins sem var á ' manns kaffiteríunnar var: „Þetta ferðalagi um landið. Hann var getur ekki staðist. Ef fólk til dæmis staddur á kaffiteríu þegar sagan missir gaffal í gólfið og fær nýja, gerðist. látum við það ekki greiða aukag jald. „Eg hváði og spurði Nei, hér er ekki tekið gjald fyrir tóm afgreiðslustúlkuna hvað ölið glös, um einhvern misskilning er aö kostaði. Hún svaraöi því að hvor ræða.” flaska, eða innihaldið, kostaði Farið var að kanna málið í kjölinn þrjátíu og fimm krónur. Báðar sjötíu og kom í ljós að eitt glas með öli í — krónur. Og bætti svo við að ég ætti að kostar 28 krónur. Trúlega liggur þar greiða tuttugu og átta krónur fyrir hundurinn grafinn — óvanur starfs- hvert glas, samtals áttatíu og fjórar kraftur hefur misskilið hlutina og krónur fyrir þrjú glös.” Neytandinn ekki haft frekari hugsun þessu okkar afþakkaöi „leigugjaldiö” á lútandi eöa neytandinn beðið um tómu glösunum og hann og fylgdarlið ölglas. Á þessum veitingastað er drukku sitt öl af stút. Fleiri ekki tekið leigugjald fyrir tóm glös viðskiptavinir voru áheyrendur að frekar en á öðrum veitingastöðum. samskiptum vinar okkar og af- Misskilningi hefur veriðeytt. greiðslustúlkunnar. Sá sem næstur -ÞG. Kartöflurnar að koma: Verður salan gefinf rjáls? \ i Það er sjalfsagt flestum enn í fersku minni að kartöflumál voru ofariega á baugi snemma í vor. Talað var um kartöflustríð og var barist á mörgum vígstöðvum. Ekki er þörf á að rlf ja upp þá baráttu nú en hver er staðan í kartöflustríöinu um þessar mundir? Grænmetisverslun landbúnaðarins | hefur í fjöldamörg ár haft einkasölu á kartöflum og grænmeti. Það gerðist [hinsvegar í vor aö öðrum en Grænmetisversluninni var leyft að flytja inn bæði kartöflur og grænmeti. Þessum aðilum var leyft að annast þennan innflutning með þeim skilyröum aö innlend gæðaframleiðsla hefði forgang þegar hún kæmi á markaðinn. Nú liður senn að því að íslenskar kartöflur koma í verslanir og eru þegar nokkrir kartöflubændur byrjaðir að taka upp kartöflur. Þetta mun þó vera svoköUuð sumaruppskera og tæplega anna eftirspurninni. Tvö fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að selja kartöflur í umboössölu frá innlendum framleiðendum. Til þess aö það verði verða þeir að fá blessun Framleiðsluráðs. Þetta leyfi hefur ekki verið veitt en málið er í biðstöðu og unnið er við að kanna umsókn þessara fyrirtækja nánar. -APH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.