Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Blaðsíða 28
DV. FÖSTUDAGUR3. ÁGUST1984. HEFNDARSTUND A VETRARNÓTT Þaö djarfaöi fyrir nýjum janúardegi í austri er Morton Whitley, fulltrúi sýslumanns, og E.N. Booker renndu eftir götu 301 í átt aö heimili Raynor hjónanna í Norður-Karólínuhéraöi í Bandaríkjunum. Svipbrigöalaus, al- varleg andlitin gáfu það ekki á nokk- urn hátt til kynna aö þeir voru ný- skriðnir upp úr rúmunum eftir aö hafa verið kvaddir til nokkrum mínútum áöur. Frosnir akrarnir og nakin trén þutu hjá í grámósku morgunsins eins og myndröö út úr draugalegri forneskju. Gangur vélarinnar blandaðist þytinum af bílnum sem hvein í rifu á opnum glugga. Þaö var Booker sem rauf þögnina: „Raynor skipstjóri var fínn náungi,” sagöi hann. ,,Ég get bara ekki skilið hvernig nokkur maöur getur viljaö hann feigan.” Andlit Whitleys var eins og gríma. Hann horföi einbeittur á veginn fyrir framan sig um leið og hann sagöi: „Ég hef hugsað mér aö komast aö því hver hefur skotiö hann og hvers vegna.” Mennirnir þögnuöu aftur og bíllinn brunaði áfram. Eftir að hafa ekiö nokkra stund áfram á köldum morgn- inum sveigöi Whitley yfir á hliöarveg og að lokum aö heimreið upp aö glæsi- legu hvítu sveitasetri. Sofandi Þyrping manna stóö fyrir framan húsiö. Þegar lögreglubíllinn ók upp aö húsinu og foringjarnir tveir klifruðu út úr bílnum bakkaði hópurinn meö virö- ingu til aö hleypa þeim að. Fyrir framan aöaldymar lá lífvana líkami hávaxins manns sem einungis var klæddur í náttfót. Booker stikaöi aö líkinu í nokkrum skrefum og stans- aði viö hlið þess. Hann lagði svarta læknatöskuna frá sér viö hlið líksins og kraup viö hlið þess. Hann leit upp til Whitley sem horföi á hann spyrjandi. „Hann hefur verið skotinn í tætlur,” sagöi hann alvarlegur. Whitley kinkaöi kuldalega kolli, snerist á hæli og gekk inn í húsiö. Þar var frú Raynor ásamt nokkrumkonum — nágrönnum. Hún heilsaöi honum og augun voru grátbólgin. Nágrannamir drógu sig hljóðlega í hlé. Whitley sett- ist niöur og hóf aö hlýöa á sögu frú Raynor. „Við vorum sofandi,” byrjaði hún. „Þetta hlýtur aö hafa verið stuttu eftir þrjú. Eg vaknaði, hrökk upp viö há- vært bank á aöaldyrnar. Ég varö hrædd og vakti eiginmann minn og baö hann aö gæta hvaö væri aö. Ég hélt að þaö væri kannski einhver nágranni okkar og eitthvaö hefði komiö fyrir hjá honum...” Haföi eiginmaöur þinn einhverja hugmynd um hver þetta gæti veriö?” spurði Whitley. „Ég held ekki,” sagði frú Raynor. „Hann sagöi að minnsta kosti ekkert. Hann var hálfsofandi og muldraöi eitt- hvaö um hvers konar fólk þaö væri sem bankaði á þessum tíma sólar- hringsins. Ég heyrði hann ganga niöur í anddyrið og aö útidyrunum. Þar sagöi hann reiður: ,,Sjáðu nú til. Ég var búinn aö vara þig viö... „Lengra komst hann ekki. Ég heyrði háværan skothvell og hljóp til. Hann lá fyrir framan húsið og ég sá samstundis aö hann vardauður. ,,Sástu einhvem þama þegar þú fórst?” „Nei, það var of mikið myrkur. En ég heyrði fótatak sem fjarlægðist....” Hættur á sjó „Hefuröueinhverja hugmynd...” ..Um hver geröi þaö?” sagði frú Raynor. Hún hristi höfuðið. „En eigin-i maöur minn fór til Smithfield í gær-> kvöldi og þegar hann kom til baka sagðist hann lent í deilum viö mann. Hann sagöi ekki hver það var.” Whitley andvarpaði. Hann vissi aö Raynor hafði eytt mestum hluta lífs síns á sjó og þekkti ekki mjög marga á staðnum. „Hvaö er langt síðan hann varsíðastásjó?” „Um þaö bil þrír mánuðir,” sagöi ekkjan. „Ég var hrædd viö tundur- skeytin svo ég lét hann lofa mér því aö fara ekki aftur á sjó fyrr en styrjöld- inni lyki.” „Gekk síöasta ferö vel?” spuröi Whitley. Hún hristi höfuöið. „Langt frá því. Helmingur áhafnarinnar var nasistar. Hann var alltaf að lenda í árekstrum viðþá.” Þetta kom vel heim við þaö sem Whitley haföi heyrt áöur. Hann sann- færöi konuna um aö hann myndi gera allt sem í sínu valdi stæði til aö finna morðingjann. Hann yfirgaf hana síöan og hóf aö litast um á búgarðinum. Hann fór inn í garðinn þar sem hann yfirheyröi marga nágranna. Engúin þeirra gat gefið nokkra skýringu. Þar næst fór hann í rólegheitum um húsiö og geröi strax smáuppgötvun er hann fann hvítan vasaklút. Hann var ekki merktur. Raynor hafði verið í náttfötunum þannig aö hann gat ekki hafa borið vasaklútinn. Þegar frú Raynor var spurö sagöi hún ákveðið aö maöur hennar ætti ekki vasaklútinn. Fleiri morð Whitley velti því fyrir sér hvort moröinginn heföi týnt honum. Hann fór út úr húsinu og fann þar fótaför. Þau voru eftir karlmann og virtust eftir nýja skó. Hvert einasta fótspor var fullkomiö. Hann flýtti sér aftur inn í húsiö til aö senda eftir mönnum meö tæki til að gera afsteypur. Booker kallaöi á hann innan úr hús- inu: , ,Sýslumaöurinn er í símanum og vill tala viö þig.” Whitley hljóp upp tröpp- urnar og inn í húsiö. Á næsta andartaki glumdi rödd Klrby R. Rose sýslu- manns í eyrum hans. „Hvað er á seyði?” spuröi hann. Whitley sagöi honum þaö. Hann heyrði sýslumanninn anda djúpt. Þaö varð smáþögn og síðan sagöi Rose. „Heyröu nú. Taktu Booker meö þér og hittu mig við Grady Lee-búgarðinn. Hann er fimm eða sex mílur frá bú- garöi Raynors. Eg var að heyra af því aö einhver br jálæöingur hefði farið þar um og skotiö á allt k vikt. ” Nú var komið aö fulltrúa sýslu- manns að veröa undrandi. Hann flaut- aöi lágt og sagöi síöan: „Viö komum einsogskot.” Það var þögult yfir Grady-Lee-bú- garöinum og ekki nokkurt h'fsmark. Tveir lögreglumenn og læknir gengu að aðaldyrunum með frú Lee. Þeir hrukku viö er þeir komu aö líki hins 28 ára gamla Grady Lee sem lá látinn á gólfinu. Hann hafði verið skotinn. Lifandi barn Rose sýslumaður spurði: „Hverjir fleiri búa hér?” Gamla konan sagöi aö þaö væri dóttir sín, Ruth Allen, og Rufus Messingill, sem var ellefu ára gamall sonur hennar af fyrra hjóna- bandi. Hún sagði aö Herman Allen, maður Ruth, sem byggi í Selma, kæmi þama umhelgar. „Sástu árásarmanninn?” spurði sýslumaður. „Nei, ég heyröi hann bara öskra. Röddin í honum líktist ekki neinni rödd sem ég hafði áður heyrt. ” Þaö voru alls staðar merki um mikil átök. Þeir stungu upp á því aö gamla konan fengi sér sæti í ruggustól á meö- an þeir svipuöust um. Viö nánari rannsókn komu fram merki um svipuö átök alls staðar. I herbergi Ruth Allen fundu þeir blóö- bletti en hvorki hana né son hennar. Þeir gengu út fyrir og þar var frú Lee, mjög æst, og sagði: „Það hefur einhver stoliö bílnum mínum.” „Ég skil ekki hvernig þeir hafa getaö gert þaö. Það vantaöi annan afturhjól- barðann. Whitley tók eftir fari í jöröina og sagði. „Hann fer ekki langt á þess- um bíl. Það er best að gera viðvart.” Rose benti á önnur ummerki á jörö- inni og sagði: „Sjáöu, það hefur ein- hver verið dreginn út í hlööu.” Þeir gengu aö hlööunni og þar störöu þeir í hljóöum hryllingi á konulíkiö. Það var Ruth Allen látin. Þeir heyröu hávaöa uppi á lofti. Það var Rufus, sonur hennar. Whitley klifr- aöi upp stiga og náöi í hann. Rufus sagöi þéim söguna. Blóöþyrst- ur morðingi haföi komið í húsið. Mamma hans hafði sagt honum aö fela sig og hann haföi gert þaö uppi á hlööu- lofti þar sem hann haföi grafið sig í heyiö. Lögreglumennirnir spuröu hann hvort hann hefði nokkuð séö hver þaö var sem dró móöur hans út í hlöðu. Hann sagðist ekki vita þaö. Þegar þeir voru aö leiða drenginn og ömmu hans út í lögreglubíl sagöi Whitley: „Þetta er sami maöurinn.” Hann haföi séö sömu fótsporin og viö heimili Raynors. Þeir spuröu gömlu f rúna hver tengsl- in gætu verið milli þessara tveggja fjölskyldna. Hún sagði: „Þaö var ein- hver sem þau voru öll hrædd viö.” Grady kom heim meö skothylki í f yrra- dag. Raynor var eitthvaö meö í þessu líka. Hún byrjaöi að k jökra.” Hvar er Herman Allen? Rose sagði: „Hvar er Herman Allen, tengdasonur þinn? Þaö gæti verið aö byssumaðurinn væri að leita aö hon- um.” Konan sagöi aö hann byggi í Wellsboro á virkum dögum en kæmi í heimsókn um helgar. Þeir töldu sig þá auðveldlega geta haft uppi á honum. Þeir hringdu í vegalögregluna og báðu hana að fylg jast með Fordbíl með þremur dekkjum. Sýslumaöurinn lét Booker veröa eftir við Lee-húsiö til aö sjá um líkin og fór meö Whitley til Smithfield til aö skipuleggja leitina aö morðingjanum sem nú var búinn aö drepaþrjá. Þeir gerðu ráðstafanir til að lögregl- an í nágrenninu heföi upp á Herman Allen og geröi honum viðvart um moröin. Þeir fóru síðan á krá sem Raynor haföi veriö aö skemmta sér á kvöldið áður og reyndu aö afla upplýsinga um með hverjum hann hefði veriö en án árangurs. Þegar þeii- komu aftur spuröust þeir fyrir um hvort eitthvað hefði frést af Herman Allen. Það reyndist ekki vera. Whitley fékk nú upphringingu frá bif- vélavirkja sem hann þekkti sem sagöi honum f rá því aö Grady Lee heföi kom- iö meö Fordbíl móður sinnar í viðgerö og sagst ætla að flytja vestur. Þaö væri maöur sem ofsækti fjölskylduna. Whitley fór einnig í búöina þar sem Grady hafði keypt sér skothylki. Hann var farinn að velta því fyrir sér hvort byssan hans hefði hugsanlega getað verið notuð til drápanna. Þeir ákváöu aö athuga þaö strax daginn eftir. Skömmu síöar hringdi lögreglustjór- inn í Wellsboro. Einn manna hans hafði fundið Herman Allen þar sem hann var að kaupa inn fyrir son sinn og eiginkonu. Hann vissi, aö því er virtist, ekkert um hræðilegan dauödaga eigin- konu sinnar. Afbrýði „Allen varö fyrir áfalli,” sagöi lög- reglustjórinn sýslumanni. „Hann ætl- ar aö koma og hitta þig. Hann var aö farafrámér.” „Þú ættir kannski aö senda hann til mín í lögreglubíl,” sagöi sýslumaður, hræddur um aö Herman væri í hættu vegna morðingjans. Lögregluforinginn taldi enga ástæöu til þess. Whitley kom nú til sýslumanns: „Mér var aö detta dálítið í hug,” sagöi hann. „Mig minnir að Allen hafi lent í einhverjum málum fyrir tíu til fimm- tán árum. Ég ætla aö skoöa skýrslum- ar.” Þegar hann kom til baka var hann æstur. „Hérna er þaö. Hann drap árið 1930 prest sem hét W. H. Hodges vegna þess aö hann sagöi aö hann væri í tygj- um við fyrri konu sína. Hann sat frem- ur stutt inni fyrir þaö.” Foringjamir tveir fóru nú aö fyllast grunsemdum. Allen skilaöi sér ekki til þeirra. Hann virtist horfinn. 1 dögun fóm þeir aftur út á Grady Lee-búgaröinn. Þar fundu þeir byssu Gradys og fullan kassa af skothylkj- um. Þeir spuröu gömlu frú Lee hvers vegna Herman Allen heföi aldrei kom- iö nema um helgar aö hitta eiginkonu sína? ,dlann kom ekki til aö hitta Ruth,” svaraði hún. „Hann kom til aö sjá strákinn þó hann væri aöeins fósturfaö- ir hans. Hann og Ruth hafa verið að- skilin mánuöum saman.” Þeir spuröu hvers vegna. „Herman var afbrýði- samur. Hann sakaöi Ruth um aö hitta aöra menn.” „Raynor, til dæmis?” sögöu lög- reglumennirnir. „Já, ég held þaö. Hann var vanur að koma hingað.” Þá var nú fariö aö gruna margt. Lík- legt var að Allen heföi drepiö Raynor og hin af sömu ástæöu og hann haföi drepið Hodges á árunum áöur. Þeir gáöu nú aö því hvort skot- in heföu getað komið úr byssu Grady Lee. Svo reyndist ekki vera. Þeir fengu einnig boð um að Fordbíllinn heföi fundist í runnaþykkni nálægt Grady Lee-búgarðinum. Þeir fóru nú aö leggja saman tvo og tvo. Þeir komust að því aö líklega heföi þetta veriö Herman. Þeir hófu nú leit aö honum. Sýslumanni datt í hug aö hafa samband viö fangelsisyfirvöld þar sem Allen hafði setið inni. Þau sögöu honum frá klefafélaga hans sem ætti búgarö ekki langt frá Wellsboro. Gas Báðir lögreglumennirnir auk nokk- urra þjóðvegalögreglumanna fóru nú aö búgarðinum. Þar náðu þeir hinum grunaða moröingja í rúminu. Allen viðurkenndi þegar. „Raynor var að kássast upp á konuna mína og hún neri mér því um nasir. Og Grady Lee hjálpaði þeim að hittast. Þau áttu þetta öllskilið.” Hann var leiddur fyrir rétt 11. febniar 1943 í Smithfield. Kviödómur- inn ræddi örlög hans í þrjátíu og þrjá tíma. Síðan var hann dæmdur sekur. Saksóknari kraföist þess aö þessi „óöi hundur yröi settur á þann staö sem hann ætti heima. I gasklefann. Þann sautjánda mars sama ár var hann tekinn af lífi. Hin fagra Ruth Allen sagði syni sinum að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.