Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 30
46 DV. FÖSTUDAGUR 3. AGUST1984. Gluggað í gærdaginn: — neðstir um páska, nr. 14 í lokin Árið 1928 var upphaf ið á mikilli velgengni Sheffield Wednesday — en það hefði getað farið á hinn veginn London þar sem Tottenham Hotspur hefur aösetur sitt. Liö, sem um pásk- ana haföi verið í 10.sæti,var nú komiö í 21. sæti. Liðið hafði lokiö öllum sínum leikjum fyrir síðasta dag keppnistíma- bilsins og höfðu leikmenn þess haldið í frí til Hollands, fullvissir þess að þau 38 stig sem þeir höfðu unnið sér inn væru nóg til að halda þeim í deildinni. Maðurinn á bak við þennan mikla fallflótta Sheffield Wednesday var fyrirliðinn, Jimmy Seed. Á því lék eng- inn vafi, hann hafði stjórnað spili liðs- ins á glæsilegan hátt. Það er því kald- hæðnislegt að hann var fyrrum leik- maöur Tottenham. Hann hafði misst stööu sína hjá liðinu og komið til Wednesday áriö áður. Það var mönnum raunar undrunar- efni aö liöið skyldi standa í þessari miklu fallbaráttu, það léku úr- valsmenn með liöinu á þessum tíma. Fyrsta ber að telja Jimmy Seed og svo einnig Ellis Rimmer sem lék á vinstri kantinum. Meö þeim í sókninni voru Mark Hooper, Jimmy Trotter og Jack Allen, allt nöfn sem segja okkur lítið í dag, en voru svo stór á þessum tíma. Mark- vörðurinn, Jack Brown, var enskur landsliðsmaður og allir varnarleik- mennimir spiluöu einhvern tímann fyrir enska landsliðið aö einum undan- skildum og var hann talinn síst lakari en hinir. Velgengnin hefst Þessi ævintýralegi flótti reyndist vendipunktur gæfu og gengis Sheffield liðsins. Liðið, sem næstum var fallið í aðra deild áriö 1928,vann meistaratitil- inn á næsta keppnistímabili. Leikmenn sem ekki höfðu fundið sitt rétta form nokkrum mánuðum fyrr léku nú eins og af himnum ofan væru sendir. Og velgengnin hélt áfram, 1929-30 unnu þeir deildina aftur og nú mun glæsileg- ar. Skoruðu 105 mörk og voru 10 stigum ofar en Derby sem lenti í öðru sæti. Og í fjórum af fimm næstu leiktímabilum endaði liðið í þriðja sæti. Það er skammt milli hláturs og gráturs í knattspyrnunni. ..—— yi Síðastí leikur Sheff. Wed. á keppnistímabilinu. Mótherjarnir eru Aston Villa en örin bendir á Jimmy Seed. STUÐNINGSMENN KIOSA LEIKMENN VETRARINS Það er ekkert eins neyðarlegt né dapurlegt fyrir knattspyrnufélag eins og að falla. Fall þýðir færri áhorfend- ur, og þar af leiðir minni tekjur, sem getur valdið því að félagið verði að selja bestu leikmenn sína tii að geta starfað. Árið 1928 virtist það nokkuð öruggt að Sheffield Wednesday þyrfti að sætta sig við að yfirgefa fyrstu deildina. Lið- ið hafði farið hræðilega af stað og um miðjan október 1927 sat liðið eitt og yfirgefið á botni fyrstu deildar. í nóvember birti að vísu aðeins til en um áramótin 1927-28 var aftur búið að troða þetta fornfræga lið niður í svaðið á botni deildarinnar. Bilið eykst Næstu vikur jókst bilið á milli Wednesday liðsins og hinna liðanna mikið og um miöjan mars var liðið sjö stigum á eftir næsta liði. Dæmin sanna að það er um páskana sem úrslitin ráöast, ef eitthvert lið er iila statt þá, þá mun það ilia statt verða er yfir líkur. Því grunaði engan hvers- lags tímar væru að ganga í garð í stál- iðnaðarborginni Sheffield. Bæði liðin (Wednesday og United) voru í mikilli fallhættu, það fyrmefnda þó hálfu verra statt. Það var á föstudaginn langa sem dæmið snerist við. Leikmenn Miðviku- dagsiiðsins sóttu Tottenham heim, en það var í 10. sæti með 35 stig, Wednes- day var enn á botninummeö 25 stig, nú I lok hvers keppnistímabils kjósa að- dáendur félaganna í Englandi leikmann liösins eftir síðasta keppnistímabil. Við skulum líta á leikmenn liðanna í fýrstu deild. Hjá Arsenal var Tony Woodcock kjörinn leikmaður keppnistímabilsins af aðdáendum félagsins. Woodcock, sem kom frá FC Köln í V-Þýskalandi árið 1982, lék 37 af 42 leikjum félagsins og skoraði 21 mark í þeim. Hann skyggði því veruiega á undrastrákinn Charlie Nicholas sem keyptur var fyrir ári frá Celtic á 750.000 pund, 250.000 pundum dýrari en Woodcock. Alls hefur hinn síðamefndi leikið 71 leik fyrir félagið og skorað 35 mörk. Mortimer átti að fara Dennis Mortimer, fyrmm fyrirliði Aston Viila, hlaut flest atkvæði í kosn- ingunni um besta leikmann liðsins 1983—’84. En það er eiginlega helber „heppni” að Mortimer er ennþá hjá Aston Villa. Hin alvarlegu meiðsl sem „aðeins” fjórum stigum á eftir næsta liði sem var Manchester Utd. Leik- mennimir frá Sheffield komu feikilega á óvart og sigruðu 3—1, enginn haföi búist viö þessu en samt sem áður virt- ist liöið dæmt til að falla. Daginn eftir var leikið gegn Derby County og jafn- tefli varð, 2—2. Þriðjudaginn eftir páska komu svo Tottenhamamir í heimsókn til Illsborough og fóru þaðan með 4—2 tap á bakinu. Fleiri sigrar Upp frá þessu gat ekkert stöðvaö liöið. Þeir sigruðu Portsmouth og tókst að merja jafntefli á útivelli gegn Arsenal þar sem fyririiöi liðsins, Jimmy Seed, skoraði á síöustu mínútu. Þegar fréttin um jafnteflið spurðist út greip um sig mikill uggur hjá að- standendum sex félaga sem fram að þessu höfðu álitið sig úr allri hættu. Með jafnteflinu hafði Wednesday færst upp að hlið Middlesbro, Sunderland og Manchester Utd. og nú var aðeins einn leikur eftir. Wednesday fékk Aston Vilia í heim- sókn og sigraöi 2-0. Með þessum sigri björguðu þeir sér ekki einungis frá falli heldur höluðu sig upp í 14. sæti og fólk- ið í Sheffield fagnaði. Og það gat fagn- að tvöfalt því að nágrannarnir, United, björguðu einnig eigin skinni, enduðu númer 13. Tottenham niður Sama gleðin ríkti ekki í Norður- Gordon Cowans varð fyrir í fyrrasum- ar urðu til þess að Tony Barton, fram- kvæmdastjóri Villa (búið að reka hann), hætti við að selja Mortimer frá liöinu, en hann hafði þá þegar svipt hann fyrirliðanafnbótinni. Dennis Mortimer lék 37 leiki í vetur og gerði í þeim 5 mörk. Ails eru leikir hans fyrir Aston Villa orðnir 311 og mörkin fylla þrjáoghálfantug. Þegar Howard Kendall, fram- kvæmdastjóri Everton, gaf Billy Wright fyrirliða liðsins „free transfer” í fyrra sagði hann að Billy væri of feitur til að komast í liðið. Sá feiti f ór til Birmingham en þar virðist sem aðdá- endur liðsins hafi bara kunnað vel við spikiö því að þeir kusu Wright leik- mann vetrarins um leið og þeir grétu fall liðsins í aðra deild. Wright hljóp af sér spikið í 50 leikjum í vetur og gerði 5 mörk, flestúrvíti. Einn af þeim nýju Einn af hinum fjölmörgu leikmönn- um Coventry hlaut titilinn leikmaður ársins hjá fylgjendum liðsins. Það er Nicky Platnauer, sem kom frá Black- pool, sem hnossið hreppti þrátt fyrir að hann léki aðeins 29 leiki. Hann skoraði sex mörkíþeim. Það ætti enginn að verða mjög hissa á því að Necille Southall hafi verið út- nefndur af aðdáendum Everton. Þessi velski landsliösmarkvörður varði næstum allt sem kom að Everton markinu í þeim 35 leikjum sem hann lék, en hann þurfti að byrja keppnis- tímabilið á bekknum. Það var Jim Amold sem var fyrst í markinu, en þeir hafa lengi glímt um peysu nr. eitt. Neville er nú óskoraður sigurvegari þessarar baráttu en hann hefur leikið 79 leiki fyrir Everton. Einn hinna ungu og efnilegu Liðsmenn yfirgáfu Ipswich eins og sökkvandi skip á síðasta keppnistíma- bili. Stjömur liðsins, Alan Brazil, Paul Mariner og John Wark, fóm einn af öðrum á meðan liðið hentist niður töfl- una og allt stefndi í fall. En liðið náði að bjarga sér, ekki síst fyrir tilstuðlan hinna ungu og óreyndu leikmanna félagsins. Trevor Putney er einn þeirra og hann reyndist bestur aö mati stuðningsmanna liðsins. Putney lék 32 leiki, gerði tvö mörk og hækkaði markatöluna þar með upp í fimm. Leikirnir fyrir Ipswich eru orðnir 49. Eftir feykilega daufa byrjun tókst Leicesterliðinu að taka sig saman í andlitinu og seinni helming keppnis- tímabilsins tapaði liðið varla leik. Einn af máttarstólpum liðsins hlaut ,,að- dáendaverðlaunin” í ár. Þetta erSteve Lynex en hann spiiaði 40 leiki og gerði 12 mörk. Heildarmarkaf jöldinn er orð- inn 36 og leikirnir fyrir Leicester 123. Wilkins kvaddur Bakvörðurinn Kirk Stephens fékk flest atkvæði hjá stuðningsmönnum sóknarliðsins Luton. Hann er nú farinn frá liðinu en lék þó 40 leiki á síðasta keppnistímabili. Hann skoraði ekki mark, en hafur náð að pota boltanum inn tveim sinnum á ferli sínum sem spannar2261eiki. Ray Wilkins kvaddi Manchester United með tilþrifum. Eftir að menn voru almennt farnir að efast um ágæti hans sem knattspymumanns sýndi hann hversu snjall leikmaður hann er með hverjum stórleiknum á fætur öðr- um í fyrra og aðdáendur United viður- kenndu mistök sín með því aö kjósa Wilkins leikmann ársins. Hann lék alla leikina 42 í vetur og gerði þrjú mörk. Þar meö jók hann markafjölda sinn fyrirUnited um helming, en það hefur verið hans helsta vandamál hjá United að skora mörk. Aðeins sex í 158 leikj- um. Margt er það sem bendir til þess að Chris Woods verði næsti markvörður enska landsliösins. Stuðningsmenn Norwich sýndu skoðun sína meö því að kjósa hann leikmann vetrarins. Woods lék alia leikina í vetur, en alls eru þeir orðnir 107 fyrir Norwich. Meira næst. SigA Dennis Mortimer.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.