Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Page 32
48
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
LÁTU DRAUMINN
RÆTAST
EIRÍKUR
KEPPIRÁ
FIMMTUDA G
Fyrír. Eiríkur eins og hann var fyrir.
Feitur og góðlegur.
Eftir. Eirikur Jónsson i dag. Grimm-
ur sóknaríeikmaður. Straumiinu-
lagaður.
gengið misjafnlega. Markyrði bónus.”
— Hefurðuæftstíft?
,,Að minnsta kosti hef ég verið stífur
eftiræfingar.”
— Hvaða leikaðferð myndiröu helst
kjósa?
„Opinn sóknarleik á báða bóga. Þaö
er skemmtilegasta knattspyman.”
— Hvaðastöðukýstuhelst?
„Baráttusætiö.”
— HvaösegirðuumFramliðið?
„Mér finnst liðið léttleikandi lið sem
leggur áherslu á að spila boltanum.
Sumariö hefur ekki gengið upp hjá
þeim að þessu sinni, því miður.”
Næst hringdum við upp á Skaga til
að heyra í Heröi, þjálfara Skaga-
manna.
„Við tökum nú lífinu létt nú í
kringum verslunarmannahelgina,”
sagöi Hörður þegar við inntum hann
eftir því hver undirbúningurinn væri.
„Svo byrjum við á fullu eftir helgi,”
bætti hann við.
—H vernig verður leikskipulagið?
„Viö leggjum allt í sóknina. Höfum
nógu marga frammi með Eiríki svo að
það verði léttara fyrir hann.”
Og þá er ekkert annaö eftir en aö
bíða eftir fimmtudeginum.
SGV
Fram á móti tíu Skagamönnum og Eiríki
' Fyrir nokkrum vikum byrjuðum við
að kynna nýjan dálk hérna í blaðinu:
Láttu drauminn rætast.
Við fengum Eirík Jónsson, safnvörð
á DV, til að kynna hugmyndina.
Draumur hans var að fá að leika einn
leik með Skagamönnum. Nú eftir
nokkurn undirbúning, eina æfingu og
hlaup rætist þessi draumur næstkom-
andi fimmtudag, 9. ágúst.
Þá mætast Skagamenn og Framar-
ar, liðin sem eiga eftir að bítast um
bikarinn. Eini munurinn á þessum leik
og bikarúrslitaleiknum verður sá að
Eiríkur okkar styrkir Skagaliðiö. Eftir
bikarúrslitaleikinn verður því hægt að
sjá það svart á hvítu hvort Skagamenn
eru betri eöa verri án Eiríks.
Eiríkur er um þessar mundir í
sumarleyfi frá blaðinu og æfir vafa-
laust stíft. Buxurnar hans eru að
mmnsta kosti orðnar hólkvíðar og
maginn sem gerði hann áður svo
góðlegan er að mestu horfinn.
Við tókum nýlega mynd af honum til
að geta sýnt hvernig hann leit út áður
en hann ákvað að láta drauminn rætast
og síðan eftir að hann hefur æft dálítið.
Munurinn er umtalsverður. Við
spurðum Eirík einnig nokkurra spum-
inga.
— Ætlarðu að skora mark í
leiknum?
„Eg hef alltaf reynt að gera mitt
besta í leikjum þó að þaö hafi nú
I
I
I
I
I
I
I
NÆSTIDRAUMUR
Við höfum áður kynnt drauminn.
Þið sendið okkur óskir og viö reynum
að gera þær að veruleika. Við vorum
búnir aö segja frá því aö við gerðum
engan aö milljónamæringi en mynd-
um gera okkar besta til að hafa milli-
göngu um að láta aðra drauma ræt-
ast. Við höfum fengið senda drauma
meðal annars um að kynnast starfi
flugþjóns, læra til listmálunar,
stjórna útvarpsþætti og fleira og
fleira sem krefst þess að fólk og fyr-
irtæki úti í bæ séu lipur og hjálpf ús.
Næsti draumur sem við tökum
fy rir er draumur Guömundar Hauks-
sonar, hestamanns og bifvélavirkja.
Hann dreymdi um aö fara í hestaferð
yfir Kjöl í sjö daga. Ferö sem var
kosin einn fýsilegasti ferðakostur á
Noröurlöndum fyrir ári.
Þeir sem standa að ferðinni hafa
boðist til að bjóða Guðmundi í
ferðina þann 19. ágúst næstkomandi
en það er síðasta ferð þeirra í sumar.
I næstu viku munum við segja frá
leik Eiríks og Skagamanna. Við
I
munum einnig heimsækja Guðmund |
á verkstæðið uppi í Mosfellssveit og ;
spyrja hann hvernig draumur hans |
kviknaði og hvaða vonir hann gerir ■
sér um ferðina.
Við biðjum alla sem eiga drauma i
hjá okkur að vera þolinmóða. Þeir ■
eru geymdir en ekki gleymdir.
Ef þú átt þér draum þá skrifaðu:
Láttu drauminn rætast
HelgarblaðDV
Síðumúla 14
105 Reykjavík.
(f
Fyrstir með fréttirnar
\5WKM
alla vikuna
Úrval
vid allra hœfi
H
<
o
z
í
D
FAST
Á BLAÐSÖLOS
3
Góða ferð!
Auglýsing
um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Með vísun til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með
auglýst breyting á staðfestu Aðalskipulagi Reykjavíkur, dags.
3. júlí 1967.
Breytingin er í því fólgin að Austurstræti, sem er flokkuð húsa-
gata samkvæmt Aðalskipulagi Reykjavíkur, verði frá Póst-
hússtræti að Lækjartorgi tekin undir miðbæjarsvæði.
Uppdráttur, ásamt greinagerð, liggur frammi almenningi til
sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og
með föstudeginum 3. ágúst til 14. september nk.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama stað
eigi síðar en kl. 16.15 föstudaginn 28. september 1984.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast
samþykkir breytingunni.
Reykjavík, 3. ágúst 1984.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR,
Þverholti 15,
105 Reykjavík.
Auglýsing
um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur.
Með vísun til 17. og 18. greinar laga nr. 19/1964 er hér með
auglýst landnotkunarbreyting á staðfestu Aðalskipulagi
Reykjavíkur, dags. 3. júlí 1967.
Breytingin er í því fólgin að landnotkun á staðgr. r. 1.246.118,
sem afmarkast af íbúðarbyggð við Skipholt og Nóatún og
götunni Stangarholti verði íbúðar- og stofnanasvæði í stað úti-
vistarsvæðis.
Uppdráttur, ásamt greinargerð, liggur frammi almenningi til
sýnis hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur, Þverholti 15, frá og
með föstudeginum 3. ágúst til 14.september nk.
Athugasemdum, ef einhverjar eru, skal skilað á sama stað
eigi síðar en kl. 16.15, föstudaginn 28. september 1984.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast
samþykkir breytingunni. Reykjavík, 3. ágúst 1984.
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR,
Þverholti 15,
105 Reykjavík.