Dagblaðið Vísir - DV - 03.08.1984, Side 3
DV. FÖSTUDAGUR 3. ÁGUST1984.
3
Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans:
„EKKERT VERÐSTRÍÐ MILU
BANKA í UPPSIGUNGU”
— f k jölf ar vaxtaf relsis
„Eg tel aö með 2% hækkun vaxta af
almennum sparisjóðsbókum hafi
Seðlabankinn gefið tóninn og reikna
með svipaöri hækkun vaxta að öðru
leyti í kjölfarið,” sagði Ragnar
önundarson, bankastjóri Iðnaðar-
bankans, í samtali við DV. „Einhver
frávik geta þó orðið á þessu og þá helst
til jöfnunar á ávöxtun útlána. Ég
Hvaða áhrif hefur það?
„Eg geri ekki ráð fyrir að bankarnir
hætti að veita afurðalán en þessi
breyting felur þaö í sér að vextir af
afurðalánum verða samræmdir öðrum
vöxtum á lánamarkaðnum. Afurða-
lánin hafa verið á lægri vöxtum, sem
stundum hafa jafnvel verið lægri en
sparisjóðsvextir, til þess að ívilna
hinum svokölluðu undirstöðuatvinnu-
vegum, sjávarútvegi og landbúnaöi
umfram aðrar atvinnugreinar. Við
skilyrði vaxtafrelsis þá fá þessar
ívilnanir ekki staðist lengur og allir
lántakendur munu þurfa að greiða
sömuvexti.
Þessi breyting markar tímamót að
því leyti að síðasta vígi verðbólgu-
gróðans er fallið og það hlýtur að vera
mikið fagnaðarefni fyrir aðra lán-
takendur að þetta skuli gerast,” sagði
Ragnar. „Það verður að leysa vanda
sjávarútvegsins og landbúnaðarins
með öörum hætti en að leggja hann á
herðar sparifjáreigenda eða annarra
aðila á lánamarkaðnum.”
-þjh.
reikna ekki með að vextir geti orðið
mismunandi milli banka til neinnar
frambúðar þó aö á slíku geti borið fyrst
i stað. Lögmál markaðarins hljóta að
knýja fram sama verð fyrir sömu
þjónustu mjög fljótlega. Það er sem
sagt ekkert meiri háttar verðstríð í
uppsiglingu.”
— Hvaða þýðingu hafa hertari
reglur um viðskipti bankanna við
Seðlabankann sem eiga að miða að
auknu aöhaldi í útlánum?
„Eg tel að vaxtafrelsi sé rétta leiðin
og muni bæta stöðu bankanna við
Seölabankann. Við höfum ekki
áhyggjur af hertum reglum ef
raunverulegt vaxtaverð er komið á því
þetta tvennt vinnur saman.”
— Nú mun Seðlabankinn hætta
endurkaupum á afurðalánum og
afurðalánin flytjast til banka og spari-
sjóða.
Stöðvast
rækjuveiðar
lO.ágúst?
Á fundi forráðamanna rækju-
vinnslustöðva fyrir nokkru var þeim
tilmælum beint til félagsmanna að
hætta öllum rækjuveiðum frá og með
10. ágúst næstkomandi vegna
erfiðleika og stórlækkaös útflutnings-
verðsá rækju.
Theodór Norökvist, framkvæmda-
stjóri Rækjuverksmiðju 0. Olsen á Isa-
firði, sagði í samtali við DV að sérhver
rækjuvinnslustöð yröi að meta fyrir sig
hvort hún gæti stöðvað sína vinnslu, en
hann kvaðst vita um nokkrar stöðvar,
svo sem á Bíldudal og í Keflavík, sem
myndu stoppa. Theodór sagöist ekki
eiga von á stöðvun yfir h'nuna því
aðstæður væru mjög mismunandi.
Ástandið væri þannig að jafnerfitt væri
aö stöðva og halda áfram. „Mér skilst
að nú verði lánað 6% af veltu ársins 84,
mínus hráefni, og þaö gæti þýtt 2—3
milljónir fyrir okkur hér. Hvað okkur
snertir er ekki svo einfalt að hætta því
hérerumargirívinnu.” .
Aö sögn Theodórs stafa erfiðleikar
rækjuvinnslustöðvanna af stórlækkuðu
útflutningsverði og ískyggilegri
birgðasöfnun í kjölfar 10—12%
hækkunar á hráefnisveröi í byrjun
júní. „Þetta er dekksta útlit sem ég
man eftir og það er hálfskrítið að vera
að stofna nýjar rækjuvinnslustöðvar á
sama tíma og Norðmenn eru að stöðva
sínar veiðar til að draga úr offramboði
og halda í við það hrun sem hefur orðið
á markaðnum,” sagði Theodór Norð-
kvist.
-pá.
Mótettukór
Hallgrímskirkju:
Þrjár opnar
æfingar
Mótettukór Hallgrímskirkju heldur
til Þýskalands síðari hluta ágúst-
mánaðar. I tilefni af þessu verður kór-
inn meö opnar æfingar mánudaginn 6.
ágúst og þriðjudaginn 7. ágúst kl. 22 og
miðvikudaginn 8. ágúst kl. 21.30 í Hall-
grímskirkju.
HJÁ
OKKUR ER:
FJÖLBREYTNIN MEST 0G KJÖRIN BEST.
• MEÐ ÖFLUGRI 6 STROKKA DÍSILVÉL.
• MEÐ AFLSTÝRI, LÉTTU OG ÖRUGGU.
• 5GÍRA.
• MEÐ 24RA VOLTA RAFKERFI í STARTI.
• 7MANNA.
TÖKUM FLESTA GAMLA BÍLA UPP í IMÝJA.
í ALVÖRUFERÐALÖG
1HINGVAR HELGASON HF.
Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.