Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984. ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Kukl: FIMM STJÖRNUR í SOUNDS Nýjasta plata hljómsveitarinnar Kukl, The Eye, fær frábæra dóma í breska tónlistartímaritinu Sounds sem er eitt útbreiddasta tímarit sinnar tegundar í Bretlandi. Fær platan fimm stjörnur hjá gagnrýnanda blaðsins sem á vart orð til að lýsa hrifningu sinni. t umfjöllun Sounds um piötuna er sagt m.a. að hún minni léttilega á plöt- una The scream með Siouxie and the Banshees sem löngu er orðin klassisk á sinu sviði. Besta lag plötunnar segir Sounds vera lagið Assassln sem það kallar „rosalegt”. I umfjölliuiinni segir svo: „Merki- lega góð plata og rós í hnappagatið fyrir ótrúlegt albúm Dada Nana og fyrir Crass-merkiö sem endurnærir hugann en ekki heilaþvær hann eins og önnurmerkigera”. Kukl hefur að undanförnu verið á tónleikaferðalagi um Bretland og komið fram á einum tug staða ásamt hljómsveitinni Flux of Pink Indians. I því tölublaði Sounds sem birtir gagn- rýnina er einnig umf jöllun um eina af tónleikum Kukl og þar segir m.a. að tónlist þeirra sé eitruð og spaugileg til skiptis... „Hvílíkir tónleikar...” hefst greinin á og í henni segir svo aö Kukl sé ein af fimm bestu Anarcho- pönk hljómsveitum í heiminum. Tón- leikar þeir sem hér um ræðir voru haldnir í Conway-Hall í London. Ferðalag um Evrópu Eftir helgina fer Kukl frá Bretlandi og yfir til Hollands en í Evrópu mun hljómsveitin troða upp víða. Dagana 4.-6. september kemur Kukl fram í borgunum Utrecht, Hom og Middle- burg í Hollandi og heimsækir svo landið aftur þann 22. september þar sem Kukl kemur fram á Pandoras Box, stærstu tónleikahátíö Hoilands, sem haldin er í Rotterdam. Frá Hollandi liggur leiðin til Berlín- ar þar sem Kukl kemur fram í klúbbunum NOX og KOB auk þess að leika á Metropolluft sem mun vera aöalnýbylgjustaöurinn þar í borg. Þann 14. september er Kukl svo í- París þar sem sveitin kemur fram á Eldorado-tónieikahátíðinni ásamt hljómsveitunum Spear of Destiny, X Mal Deutschland og Sisters of Mercy en X Mal. . . átti fyrir skömmu plötu í efsta sæti breska „independent-list- ans”. Frá París halda þau til Barselóna en þegar þetta er skrifaö voru dag- setningar á tónleikum þar ekki á hreinu. Kukl kemur fram á tvennum tónleikum þar í borg dagana 16,—19. september. Síðan fara þau aftur til Hollands eins og áður hefur verið greint frá en þaöan fara þau til Ham- borgar og koma fram í Knust-klúbbn- um en eftir þaö verður haldið til Norðurlandanna og byrjað í Club 7 í Osló. Frá Osló fara þau síöan til Kaup- mannahafnar og- leika þar, m.a. á Loppen. -FRI DAS SAFARI „Skreppum í Safari og hverf- um aftur til sjötta áratugarins,” sagði einn af gestum á tónleik- um Das Kapital í Safari á fimmtudagskvöldið, setning sem lýsir tónleikum þessum mætavel, Das Kapital er að grunni til hrein og bein rokk- hljómsveit eins og þær gerðust á þessum tíma og fer það nokkuð vel, að minnsta kosti var gaman að sjá Björgvin Gíslason í einu af sínum nettu sólóum á þessu sviði. Það var töluverður fjöldi fólks sem kom í Safari að berja augum þessa nýjustu hljómsveit Bubba Morthens og hlusta á rokk þeirra kryddað blús og fönk-lögum. Blúsinn var í stíl Billie Holliday en fönkið frábærlega mjúkt og gott, kom hreyfingu á fólkið en einhvem veginn kem ég ekki orð- inu gettófönk úr heilanum á mér sem nánari lýsingu á því. Tónleikar þessir voru öðru fremur hugsaðir sem kynning á væntanlegri plötu Das Kapital þótt eitt besta lag þeirra þetta kvöld „Love will tear us apart” veröi sennilega ekki á henni, enda samið af öðrum. Um fagmannlegar hliðar þeirrar tónlistar, sem flutt var af Das Kapital, þarf lítið að efast, miðað við það sem gengur og gerist hér, enda er hljómsveitin samansett af pott- þéttum spilurum, Bubbi meira að segja plokkandi gítar nær allt pró- grammið í gegn, en hún hefur á sér gamaldags blæ sem sumum finnst eflaust þreytandi, og jafnmörgum heillandi og sem stig í þróun ferils Bubba verður að telja hana millibils- ástand meðan kappinn leitar sér nýrra leiða í tónlist sinni. Hvað um það, margir bráð- skemmtilegir punktar voru í pró- grammi Das Kapital, enkum blús- og fönk lögin. Hvaö rokkið varðar telur undirritaður það ávallt hina traust- ustu skemmtun, hver svo sem flytur það. -FRI Fjörorka Hljómsveitin Fjörorka er með nýrri nöfnum í hljómsveitabransan- um um þessar mundir en hún var stofnuð í upphafi þessa árs af Bjarna Sveinbjörnssyni bassaleikara. Hljómsveitin lék svo til eingöngu í veitingahúsinu Klúbbnum fram á vor en hefur borið hér og þar niður síðan, þó aðallega á Suðurnesjum. Fjörorka er danshljómsveit og hefur á efnisskrá sinni vinsælustu lögin hverju sinni svo og gamlar lummur í bland. Núverandi skipun hljómsveitar- innar er þessi: Jón Þór Gíslason söngvari, Baldur Þórir Guðmunds- son hljómborösleikari, Hafsteinn Valgarðsson bassaleikari, Ivar Sigurbergsson gitarleikari og Olafur J. Kolbeinsson trommuleikari. Gítarskólinn í gang aftur Gítarskólinn „Gítar-Inn” verður formlega settur á ný í dag laugardag kl. 2 eftir hádegi með tónleikum í Hljóðfæraversluninni Tónkvísl að Laufásvegi 17. „Gítar-Inn” hefur verið starfræktur í eitt ár og hefur það sýnt sig að mikill áhugi er hjá öllum aldurshópum á námi þar. Á fyrsta árinu var kennt á Raf-gítar, bassa og trommur en á þessu ári er ætlunin að bæta við kennslu á hljóö- gervla. Það sem má telja til nýjunga við kennslu er notkun video, þar sem ekki ómerkari menn en t.d. Steve Gadd, Ritcard Tee og John Scofield leiða nemendur i sannleikann um hvað hljóðfærið er í raun og veru og hversu gífurlegum árangri er hægt að ná meö skipulögöum æfingum. Reynsla síðasta vetrar sýndi aö 2ja mánaða annir mæltust vel fyrir hjá nemendum og verður svo áfram í vetur. -FRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.