Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR1. SEPTEMBER1984.
19
RANNSÓKNIN
HELDUR
Afram
A skrifstofu Milljóna hf. ríkti ekki
sami glaumurínn og gleðin og áður.
Skúli skrifstofustjóri hafði að vísu
vaknað af sinum væra blundi og var
að heimta meira stuð þegar Runki og
Binni bláþráöur héldu innreið sina á
skrifstofuna þar sem tómar bjórdós-
ir og flöskur af öllum mögulegum
gerðum lágu eins og hráviði út um
allt.
— Þið hafið vonandi ekki snert við
neinu, sagði Runki og beindi orðum
sínum til Gunna gjaldkera sem varö
fyrstur til að fagna komu lögreglunn-
ar. — Það er nefnilega mikilvægt
varðandi rannsókn málsins að hér sé
ekki allt vaöandi i fingraförum, bætti
hann viö og leit rannsakandi í kring-
umsig.
— Ja, ég kom pínulítið við hana
Aðalheiði, drafaði í Inga innkaupa-
stjóra sem gerði sér ekki almenni-
lega grein fyrir um hvað máliö sner-
ist.
— Við höfum ekki snert við neinu,
sagði Gunni gjaldkeri og gerði heið-
arlega tilraun til aö blanda sér í glas.
— Gott er nú það, sagði Runki og
skimaöi í allar áttir eftir líkinu sem
hann kom ekki auga á af þeirri ein-
f öldu ástæöu aö það var ekki þama.
Það gerði Runka dálítið argan að
líkið skyldi ekki vera í sjónmáli því
að án þess var morð svo sem ekki
mikils virði.
Runki sneri sér því aö Gunna
gjaldkera og spurði með óþolinmæði
i röddinni hvort hann gæti fengið að
líta á líkið.
— Sýndu honum lagerínn, sagði
Skúli skrifstofustjóri og fékk sér
vænan slurk úr glasinu sínu.
Viö þessa eölilegu og sjálfsögðu
spurningu Runka rannsóknarlög-
reglumanns rofaði svolítiö til í huga
Gunna gjaldkera og hann benti
Runka og Binna bláþræöi að fylgja
séreftir.
Síðan storrnaði starfsfólk Milljóna
hf., með Gunna gjaldkera, Runka og
Binna bláþráð í broddi fylkingar,
fram á klósett.
Lestina rak Skúli skrifstofustjóri
sem komst raunar aldrei alla leið því
að á leiðinni rakst hann á brjóst-
mynd af Jóni Jónssyni eldri, stofn-
anda fyrirtækisins, og hóf við hann
háfleygar viðræður um landsins
gagn og nauðsynjar.
Skúli hafði aldrei hitt jafnþolin-
móöan mann og lýsti þvi margoft
yfir hvað það væri gaman að hafa
loksins rekist á manneskju sem
nennti aö hlusta og væri ekki sifellt
að grípa fram í fyrir sér og Skúli
skrifstofustjóri faðmaði bronsmynd-
ina af Jóni Jónssyni aö sér og til-
kynnti henni að hún fengi stöðuhækk-
un strax á morgun því að svona fólk
væri ómissandi í hverju fyrirtæki.
Vegna þess hvað Skúli skrifstofu-
stjóri var upptekinn af að tiunda
verðleika brjóstmyndarinnar af Jóni
Jónssyni eldri heyrði hann ekki undr-
unarópið sem Olöf einkaritari rak
upp þegar hún komst að raun um
það, eins og allir hinir, að Jón Jóns-
son, hinn ástkæri forstjóri þeirra, lá
ekki lengur dauður á flísalögðu kló-
settgólfinu eins og hann hafði gert
'fyrr um kvöldiö.
BENEDIKT AXELSSON
Jón Jónsson var nefnilega horfinn
og var það síst til að bæta skap
Runka rannsóknarlögreglumanns
sem taldi víst að hér væri um gabb
að ræða í tilefni dagsins.
— Þetta getur ekki verið, sagði
Gunni gjaldkeri og undrunin í rödd-
inni leyndisérekki.
— Við sáum hann öll, kveinaði
Olöf einkaritari.
— Eg sá meira að segja tvo,
skrækti Siggi sendill.
— Þaö er ekki um annað að ræða
en rannsaka þetta mál nánar, sagði
Runki og benti öllum viöstöddum aö
fylgja sér aftur inn á skrífstofuna. Á
leiðinni slóst Skúli skrífstofustjóri i
hópinn enda orðinn hálfleiður á þegj-
andahætti brjóstmyndarinnar af
Jóni.
— Eg vil byr ja á að lýsa yfir, sagði
Runki þegar hann hafði fengið sér
sæti, — að ég hef alla hér inni grun-
aða um að vera aö plata rannsóknar-
lögregluna.
— Þú getur sjálfur verið bruna-
hani, drafaði í Skúla skrifstofustjóra
sem var sá eini sem hafði ekki hug-
mynd um hvað var að gerast.
Runki sendi Skúla stingandi
augnaráð en lét þar við sit ja.
— En úr því að ég er kominn á
staöinn tel ég rétt að athuga málið
örlítið nánar. Hver fann líkið af Jóni
Jónssyni, eða það sem hann taldi
vera líkið af honum? spurði Runki og
horfði vökulum augum í kringum
sig.
— Ég, snökti Olöf einkaritari og
reyndi af öllum mætti að snýta sér í
rimlagluggatjöldin sem nýbúið var
að setja fyrir alla glugga skrifstof-
unnar.
— Og hvað varst þú, meö leyfi að
spyrja, að gera frammi á karlakló-
setti?
Þetta fannst Runka rannsóknar-
lögreglumanni snjöll spurning.
— Eg var að kú.... byrjaði Olöf en
snarþagnaöi í miðri setningu. — Það
kemur þér bara ekkert við, sagði hún
og leit reiðilega til Runka.
Lengra komst Runki ekki i yfir-
heyrslunni því að um leið og Olöf
hafði sleppt orðinu kom steinn fljúg-
andi inn um einn gluggann á skrif-
stofunni. Við hann var bundinn bréf-
miði sem á stóð: Vi hövum Jon Jon-
son í haldi. Honu líðu vel osofram-
nesveg. Þi geti fengi han í heilum
skroki á 3 miljónir en á 50 kr kilóiö í
stikjatali. Meiri fyrimæli bráum.
Engin undirskrift var á miöanum
og fannst Runka rannsóknarlög-
reglumanni það dálitið slæmt.
Kveðja
Ben. Ax.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Skólinn veröur settur mánudaginn 3. sept. kl. 13.00. Aðeins
nýnemar og kennarar veröi viö skólasetningu.
Kl. 8.00— 9.30 Samningsbundnir iðnnemar og nemar í
framhaldsdeildum skólans sæki stundaskrá
og bókalista.
Kl. 10.00 Kennarafundur.
Kl. 13.30—15.00 Nýnemar sæki stundaskrá sína.
Kl. 17.00 Tækniteiknum og meistaranám byggingar-
manna. Nemendur sæki stundaskrá.
Svæðameðferð
viðbragðssvæða á fótum er góð heilsubót gegn t.d.
höfuðverk
bakverk
vöðvabólgu
gyllinæð
Góð heilsa er gulli dýrmætari.
Svæðanuddstofan
Lindargötu 38. Sími 18612.
Menningarsjóður
íslandsog Finnlands
Tilgangur sjóösins er að efla menningartengsl Finnlands og
íslands. I því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og
annan f járhagsstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir ein-
staklingum en stuðningur við samtök og stofnanir kemur einn-
ig til greina ef sérstaklega stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum skulu sendar stjóm Menning-
arsjóðs Islands og Finnlands fyrir 1. október nk. Áritun á Is-
landi er: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6, 101 Reykja-
vík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku,
finnsku eða norsku.
Stjóra Menningarsjóðs tslands ojg Finnlands,
1. september 1984.
Fjöldieignaaskr^
Stór kaupendaskra.
2JAHERB.
Eskihlíð, 70 fm. Verð 1.300 þús.
Bergþórugata, 55 fm. Verð 1.200 þús.
Hraunbær, 55 fm. Verð 1.250 þús.
Hraunbær, 65 fm. Verð 1.350 þús.
Krummahólar, 60 fm. Verð 1.350 þús.
Leifsgata, 70 fm.
Verð 1.450 —1.500 þús.
Hrísateigur, 65 fm. Verð 1.300 þús.
Skarphéðinsgata, 40 fm.
Verð 850 —900 þús.
Lyngmóar Gbæ, 60 fm.
Verð 1.650 þús., bílskúr.
Strandgata Hf., 50 fm. Verð 1.250 þús.
3JAHERB.
Álftahólar, 80 fm. Verð 1.800 þús.,
bilskúr.
Álftamýri, 80 fm. Verð 1.650 þús.
Bergþórugata, 70 fm. Verð 1.400 þús.
Hraunbær, 90 fm. Verð 1.750 þús.
Reykjavíkurvegur, 70 fm.
Verð 1.800 —2.000 þús., bílskúr.
Smyrilshólar, 85 fm. Verð 1.700 þús.
Vesturberg, 85 fm. Verð 1.650 þús.
Álfhólsvegur Kóp., 85 fm.
Verð 1.700 þús.
Engihjalli Kóp.,90fm.
Verö 1.700 þús.r—i
Opið
mán.— föst. 9—18,
um helgar 13—18.
Grænakinn Hf., 80 fm. Verð 1.650 þús.
Tjarnarstígur Seltj., 100 fm.
Verð 1.750 þús.
4RAHERB.
Hofteigur, 120 fm.
Verð 2.400 -2.500 þús.
Hraunbær, 118 fm. Verð 2.300 þús.
Kleppsvegur, 110 fm. Verð 1.900 þús.
Vesturberg, 110 fm. Verð 1.850 þús.
Þingholtsstr. Verð 2.000 þQs.
Melgerði Kóp., 106 fm. Verð 2.000 þús
Ásbraut Kóp.,100fm.
Verð 2.000 þús., bílskúr.
Þverbrekka Kóp., 117 fm.
Verð 2.200 bús.
SÉRHÆÐIR
Álfhólsvegur Kóp., 125 fm, verð 2,5 m
Dunhagi, 160 fm.
Verð 3.300 -3.400 þús.
Miðtún, 200 fm. Verð 3.900 þús.
Rauðilækur, 125 fm. Verð 2.800 þús.
Ægisíða, 130 fm. Verð 2.600 þús.
Óðinsgata, 137 fm. Verð 2.700 þús.
úldugata, 147 fm.
Verð 2.800 —2.900 þús.
V
Fasteignasaia&
Leitarþjonusta
Bolholti 6 4.hæö
FJÚLDI ANNARRA
EIGNA Á SKRÁ.
6875 21 39424