Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Qupperneq 1
si» s
SÍMI 6866
Frjálst,óháð dagblað
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR
254. TBL. — 74. og 10. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 1984.
Húfverðtrygging fiskiskipa yfir 100 tonn hækkuð um 20%:
Flotinn hækkadi um 2,8
milliarða á einni nóttu
Húfverðtrygging íslenskra fiski-
skipa yfir 100 tonn að stærð var
hækkuð um 20% á miðnætti í fyrri-
nótt í kjölfar gengisfellingarinnar.
Samkvæmt upplýsingum Bjarna
Þórðarsonar hjá Islenskri endur-
tryggingu var verðmæti þessa flota
fyrir hækkunina um 14 milljarðar
króna þannig að segja má að þessi
floti hafi hækkað í verði um 2,8 millj-
arðaáeinninóttu.
Annaö mál er hvort um svo mikla
raunhækkun hefur verið að ræða því
að veruleg hækkun varð á skuldum
þeim sem hvíla á mörgum þessara
skipa vegna gengisfellingarinnar.
Síðast var húfverðtryggingin
hækkuðí júlííárog þá um5%.
Bjarni Þórðarson sagði að
hækkunin um 20% hefði verið ákveð-
in með hliðsjón af þeirri hækkun sem
orðið hefði á gjaldeyri á þessum
tíma, en þó hefði ekki verið tekið f ullt
tillit til dollarans í því dæmi.
Þessi hækkun kemur í veg fyrir að
fleiri skip en orðið er lendi undir
þeim mörkum sem ríkisstjómin
ákvað að yrðu notuð vegna skuld-
breytinganna hjá skuldseigustu
skipunum í flotanum, en þau mörk
voru sem kunnugt er 90% af húf-
tryggingarmati.
-FRI
Eskifjardarhöfn.
DV-mynd Emil Thorarensen.
Laxeldið í Ólafsf jarðarvatni:
HAFNA MILUÓNUM KRÓNA í FÉLAGIÐ
t
t
t
t
Fyrir jólin verður reynt til þrautar
að stofna hlutafélag um fiskeldi í
Olafsfjarðarvatni. I sumar þurfti að
fresta stofnfundi þess þar sem ein-
staklingar og fyrirtæki voru of viljug
að leggja fram fé í það. Akveðiö hafði
veriö að hlutafé yrði 5 milljónir en á
fundinum komu fram loforð upp á um
10 milljónir króna. Veiðifélag Olafs-
f jarðar hafði ætlað sér að eiga 20 pró-
sent í fyrirtækinu og hafa oddaaöstöðu.
Með þessari aukningu á hlutafé töldu
veiðifélagsmenn að þeir yrðu kaffærð-
ir og var f undi þá frestað.
Síöan hefur undirbúningsnefnd skip-
uð fimm mönnum unnið aö málinu.
Þann 19. nóvember sendi hún hlutað-
eigendum bréf þar sem segir að stefnt
verði að því að hlutafé verði fimm
milljónir króna eins og upphaflega var
gert ráð fyrir. Veiðifélag Olafsfjaröar
haldi 20 prósentum hlutafjár, Kaupfé-
lag Eyfirðinga og SlS 40 prósentum og
aðrir 40 prósentum. Þeim sem ekki
höfðu skráð sig fyrir hlutafé fyrr en á
fundinum 22. ágúst er boðið að stað-
festa loforð til hlutaf járkaupa fyrir 1/5
þeirrar upphæðar sem þeir nefndu þá.
Með því er verið að hafna nokkrum
mill jónum króna en að vísu er ta lað um
að hlutafé verði hugsanlega aukið á
næstaári.
I bréfinu er talað um að félagið
verði stofnað innan 40 daga frá dag-
setningu bréfsins. Fundurinn í ágúst
þótti fjörlegur í meira lagi og er búist
við öðrum álíka í desember. Deiluefnið
er óneitanlega sérstakt, það er ekki á
hverjum degi sem menn fá ekki að
leggja fram eins mikla peninga og þeir
vilja.
JBH/Akureyri.
Kristján Ragnarsson:
Skuldir
útgerðarínn-
araukast
umnær
milljarð
Kristján Ragnarsson, formaður
LlU, álítur að erlendar skuldir út-
gerðarinnar hafi aukist við gengis-
fellinguna um 800—l.OOOmilljónir
króna. Samkvæmt því hafa þær
verið í nánd við sjö milljarða fyrir
gengisfellinguna en nálgast átta
milljarða eftir hana. -HERB.
Ólympíuskákmótið:
Léttgegn
Argentínu
Islenska karlasveitin er nú í 3.-4.
sæti ásamt Englendingum á ólym-
píuskákmótinu i Saloniki, en Sovét-
menn eru i efsta sæti og Hol
lendingar í öðru. I gær unnu
íslensku strákarnir argentínsku
sveitina með fjórum vihningum
gegn engum og gekk sú viðureign
ákaflega vel, engin skákanna fór i
bið. Þá lauk skák Helga Olafssonar
við Bouaziz frá Túnis úr fyrstu
umferð, eftir 150 leiki, með jafn
tefli. Hefur íslenska sveitin nú 10
vinninga.
Á móti Argentínumönnum sat
Helgi Olafsson hjá og kom
Guðmundur Sigurjónsson inn á
fjórða borði en aörir færðust upp
um eitt borð. I dag mun islenska
sveitin liklega tefla við ensku
sveitina sem hefur sama vinninga-
fjölda. Mun Jón L. Árnason sitja
hjá í þeirri viðureign.
Stúlkurnar tefldu við brasilísku
sveitina og lauk þeirri viðureign
með jafntefli, fengu báöar
sveitirnar, 1,5 vinninga.
Það vakti athygli að sovéska
sveitin burstaði ungversku sveitina
sem fy rirfram var talin líklegust til
þess að veita Sovétmönnum
keppni. Hafa Sovétmenn unniö
allar sínar skákir til þessa á
mótinu. -ógb
48s