Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 4
4
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Gildismat
íslendinga
—hamingjusöm þjóð í
tímabundnum erfiðleikum
I gær kynnti Hagvangur hf. niðurstöður könnunar á gildismatí Islendinga og
mannlegum viðhorfum þeirra. Er þar um að ræða lið í alþjóðlegri könnun sem
hrundið var af stað 1978. Forkönnun fór fram 1980 í Frakklandi, V-Þýskalandi
og Spáni og var eftir hana gengið frá endanlegum spurningalfsta sem hefur
siðan verið þýddur og staðfsrður i þelm löndum sem könnunin hefur farið
fram í. Með þessari könnun f æst samanburður á gildismati íslendinga við mat
u.þ.b. 25 annarra þjóða.
28 stofnanir og fyrirtæki lögðu fram fé til þess að gera mætti könnunina og
sagði Jóhannes Nordal seðlabankastjóri, formaður yfirstjórnar könnunarinn-
ar, að hér væru kynntar frumniðurstöður úr henni, en frekari vinnsla væri
mikil ef tir. Benti hann þó á að af könnuninni mætti draga þá ályktun að Islend-
ingar væru hamingjusöm þjóð sem ættí við tímabundna erflðleika að etja. Af-
henti Jóhannes síðan Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra frumgögn
könnunarinnar, en hann mun afhenda Háskólanum þau til umsjónar.
Hjónabandið
í fullu gildi
Frá blaðamannafundi tíl kynningar á könnuninni. Steingrímur Her-
mannsson forsætísráöherra ræðir við Stefán Hiimarsson bankastjóra,
herra Pótur Sigurgeirsson biskup og Jónas Haraiz bankastjóra.
DV-mynd KAB.
Islendingar skera sig úr að því
leyti aö þeim finnst langflestum í
lagi aö konur eignist böm þó þær óski
ekki að bindast karlmanni varanleg-
um böndum. Hvaö varðar f jölskyldu-
líf almennt telja Islendingar gott
kynlíf mikilvægara en hinar þjóðim-
ar sem könnunin nær tii. Þá telja Is-
lendingar, frekar en aörar þjóðir, að
ófulinægjandi kynlíf sé næg skiln-
aöarástæða.
Hvergi eru fleiri en á Islandi sem
afneita þeirri skoðun að hjónabandið
sé úrelt stofnun. Islendingar telja
mikilvægt fyrir farsæld í hjónabandi
aö hjónin virði og meti hvort annað.
Þar á eftir telja þeir mikilvægt að
hjónin séu hvort öðm trú og sýni
skilning og umburðarlyndi og í
fjórða sæti forsenda fyrir góðu
hjónabandi telja þeir gott kynlíf. Þá
nefnir engin þjóö böm jafnoft í þessu
sambandi og Islendingar en h'ta svo
á að sameiginlegar stjórnmála-
skoðanir skipti htlu máli í hjóna-
bandi.
Meöal skilnaðarástæðna, sem Is-
lendingar nefna, eru ofbeldi, ítrekað
framhjáhald og að annaö hjónanna
séhættað elskahitt.
Góð laun og
metnaður
— aðalatriði við vinnu
Þrír af hverjum f jórum Islending-
um sem taka þátt í könnuninni starfa
utan heimihs. 81% karla telur sig fyr-
irvinnu heimihs en aðeins 52%
kvenna. Rúmlega helmingur Islend-
inga telur æskilegt að konur vinni ut-
anheimilis.
Þegar spurt er um hvaöa atriöi séu
mikilvæg varðandi störf kemur í ljós
að örugg ráðning er ekki tahn með
mikilvægustu atriöum á Islandi en er
það í flestum öðrum löndum. Islend-
ingar leggja meiri áherslu á góð laun
en aðrir Norðurlandabúar en minni
áherslu þó en Bandaríkjamenn eöa
S-Evrópubúar. Þá teljast Islending-
ar leggja meiri metnað í vinnu sína
en aðrir Norðurlandabúar.
Þegar spurningar um áhrif ýmissa
hagsmunaaðila voru lagðar fram
kom í ljós að 48% Islendinga telja
áhrif samtaka vinnuveitenda hæfileg
en 49% telja áhrif launþegasamtaka
of htil. Stuðningur við ríkiseign fyrir-
tæk ja er nánast enginn meðal Islend-
inga.
Hamingjusöm-
ust þjóða
Islenska þjóðin er hamingjusöm-
ust ahra Evrópuþjóða, að eigin mati,
og aðeins Danir telja sig ánægðari
með hfið. Þá hafa Islendingar meiri
trú á framtíðinni en aörar þjóðir.
Þegar spurt er hversu ánægðir menn
búist við að verða með lifið eftir
fimm ár lenda Islendingar í efsta
sæti.
Islendingar trúa þvi allra þjóða
mest aö þeir ráði örlögum sínum
sjálfir og telja sig einnig hafa meira
frelsi til þess að taka sjálfstæðar
ákvarðanir en aðrar þjóðir gera. I
öUum þessum atriðum svipar öðrum
Norðurlandaþjóðum tU Islendinga.
Islendingar skera sig hins vegar úr
hópi Norðurlandaþjóðanna þegar
spurt er um fjárhagslega afkomu.
Norðurlandaþjóðir lenda þar í hópi
ánægöustu þjóða nema Islendingar
sem teljast tU hinna óánægðustu og
eru í hópi meö Itölum, Frökkum og
Spánverjum.
Stoltiraf
þjóð sinni
— ogfúsirtilað
verja landið
Fáar þjóðir segjast stoltari af þjóð-
erni sínu en Islendingar og skera
þeir sig úr hópi Noröurlandaþjóð-
anna aö þessu leyti. Þá telja fleiri Is-
lendingar sig bundna þjóð sinni
sterkari böndum en byggðarlagi.
Islendingar eru vel reiðubúnir til
þess að berjast fyrir land sitt en telja
Utlar líkur á stórstyrjöld sem landið
myndi dragast inn í.
Islendingar greinast í tvo jafn-
stóra hópa þegar þeir eru beönir um
að gera upp á miUi frelsis og jafn-
réttis en aðrar Norðurlandaþjóðir
velja frekar frelsið.
Og Islendingar bera meira traust
tU kirkjunnar en aðrar Evrópuþjóð-
ir. Aðeins Norðmenn og Finnar
treysta löggjafarþingum sínum bet-
ur en Islendingar Alþingi. Og Islend-
ingar bera minna traust til dagblaða
en nokkur önnur þjóð í könnuninni.
Trúhneigð-
ust þjóða
— en hverásinnhátt
Islendingar segjast vera trú-
hneigðari en flestar nágrannaþjóðir
og svipar að því leyti mest tU S-Evr-
ópuþjóða og Bandaríkjanna. En þeg-
ar kemur að trúariðkunum er kirkju-
sókn Islendinga lítil, eins og hirrna
Norðurlandaþjóðanna. Innan við
helmingur Islendinga segist biðjast
fyrir, iðka hugleiðslu eða aðrar and-
legar iðkanir.
Almennt er trú Islendinga fjöl-
breytileg og um margt á skjön við
trúfræði kirkjunnar. Engin þjóð trúir
í jafnUtlum mæh á persónulegan
gluð og Islendingar, sem að meiri-
hluta telja fullyrðingar um einhvers
konar aUieimsanda eöa lífskraft
komast næst trú sinni. Islendingar
trúa öðrum þjóðum meira á líf eftir
dauöann og á sálina. Þá trúa fáar
þjóðir meira á tilvist himnaríkis en
þó afneita Islendingar allra þjóða
ákveðnast tUvist helvítis.
j dag mælir Dagfari______________I dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari
Albert hefur níu líf
Þegar mestu átökin áttu sér stað í
verkfaUsstriði opinberra starfs-
manna beindust ÖU spjót að Albert
Guðmundssyni fjármálaráðherra og
þótti jafnvel tvisýnt um pólitískt líf
hans. Gefin voru út sérstök tíðindi á
vegum BSRB, prentað og dreift í
þrjátíu þúsund eintökum, sem að
mestu voru helguð níði og óhróðri um
Albert. Var honum fundið allt það til
foráttu sem miður fór í kjarabarátt-
unni og um tíma stóð maður í þelrri
trú að Albert værí eina hindrunin á
vegi opinberra starfsmanna tU
bættra kjara og betra lífs. Honum
var kennt um að hafa ekki greitt laun
á meðan á verkfaUinu stóð. Albert
var sakaður um óbilgirni í viðræðun-
um og siðan kórónaði ráðhcrrann
skammsýni sina með frægri ræðu um
letingja og liðleskjur í kennarastétt.
Sjálfur hafði Albert Guömundsson
lýst því yfir í bak og fyrir að ekki
kæmi til mála að semja um hærri
launagreiðslur en f járlagafrumvarp-
ið gerði ráð fyrir enda væri stjórnar-
stefnan þar með sprungin og ekki
annað að gera en efna til kosninga.
Svo fór þó að lokum að bæði f járlaga-
frumvarpið og stjórnarstefnan
sprungu í loft upp með samningum
sem Albert skrifaði sjálfur undir eft-
ir að hafa verið myndaður í faðmlög-
um með Kristjáni Thorlacius og Har-
aldi Steinþórssyni.
Var nú ekki lengur minnst á kosn-
ingar en í herbúðum sjálfstæðis-
manna voru brugguð launráð til höf-
uðs f jármálaráðherranum, sem bæði
hafði það til saka unnið að vera á
móti samningum og skrifa undir
samninga. Þótti ýmsum sem Aibert
lægi vel við höggi þegar stjarna hans
hafði hrapað svo skyndilega í darr-
aðardansi verkfallsins.
En það er eins með Aibert og kött-
inn. Hann kemur jafnan standandi
niður. Kemur það út á eitt þótt
maðurinn móðgi heilar stéttir, tali í
kross eða gleymi því sem hann ætiar
að segja í miðri setningu. Ailtaf skal
Albert Guðmundssynl takast að sigia
sinni skútu í höfn við lúðraþyt og
söng.
Ekki hafði verkfaliinu fyrr slotað
en hlustendur þeirrar einu rásar sem
hlustandi er á hjá Rikisútvarpinu út-
nefndu Albert sem mann mánaðar-
ins. Hafði hann þó bæði lýst frati á
Ríkisútvarpið og hent löggæslu-
mönnum á dyr þegar þeir hugðust
taka hús hjá frjálsu útvarpi.
En vinsældir Alberts takmarkast sama dag og rikisstjórnin feildi
ekki við hlustendur rásar tvö. Þann gengið og innsigiaðl sklpbrot stjórn-
arstefnunnar komu Dagsbrúnar-
menn saman til fundar til að hyiia
fjármálaráðherra með langvinnu
iófaklappi. Mun það sennilega eins-
dæmi í veraldarsögunni að rikis-
stjórn komist upp með það að svipta
burtu langsóttum kjarabótum með
einu pennastriki með þeim árangri
að fjármálaráðherra þelrrar ríkis-
stjórnar sé sérstaklega hylltur þann
sama dag. Verður það ekki af Albert
skafið að slik undur og stórmerki
eiga sér engan samjöfnuð og gætu
áreiðanlega hvergi gerst nema þar
sem hann á í hlut.
Eftir því sem fréttir herma munu
Dagsbrúnarmenn hafa risið úr sæt-
um sínum, þegar lófaklappið var
hvað ákafast, til að undirstrika vel-
þóknun sína á ástmegi sínum. Gott ef
ekki féllu gleðitár.
Það sannast hér sem áður að vegir
stjórnmálanna eru órannsakanlegir.
Fer nú að verða spurning hvort ekki
sé rétt að ramma Albert inn, sem
sérstakt sýnishorn af stjórnmála-
manni sem ávinnur sér vinsældir og
lýðhylll í öfugu hlutfalli við axar-
sköftin.
Dagfari