Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 6
6
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Þarf að vera smá-göldróttur
svo að svepparækt takist
„Þaö eru engin tvö hús eins en
maöur reynir aö líkja sem mest eftir
raunveruleikanum. Þaö er svipaö meö
sveppina — ekki er hægt að gefa ná-
kvæma uppskrift að því hvernig
ræktunin fer fram. Eg held aö maöur
þurfi að vera svolítið göldróttur til aö
geta staðiö í þessu. Menn veröa aö
skynja þetta með augum og höndum til
að það geti gengið og þreifa sig áfram
samkvæmt því,” sagöi Pálmi
Karlsson, svepparæktandi í Reykja-
vík.
Pálmi hóf ræktina fyrir tveimur og
hálfu ári síðan og hefur allt gengiö
ljómandi vel, aö hans sögn. Sveppirnir
vaxa og dafna í Ártúnsbrekkunni, en
Pálmi hefur leigt helminginn af kart-
öflugeymslunum gömlu sem þar eru og
er hann meö eina sex skála fyrir
sveppina.
„Eg er gamall útgeröarmaöur frá
Húsavík og hélt áfram í þeim bransa
er ég fluttist til Reykjavíkur. En mér
fannst erfitt að gera út hér fyrir
sunnan, svo aö ég stóö uppi atvinnu-
laus. Eitthvað varö maður þó aö gera.
Eg fór aö blaða í auglýsingadálkum
DV og sá ég þar auglýst „Fyrirtæki til
sölu”. Þetta var á miðvikudegi og átti
ég aö koma og skoöa eftir viku — á
miðvikudegi, því fleiri aöilar höföu
áhuga. En á mánudagsmorgun var ég
búinn aö missa þolinmæðina og mætti
þá á staðinn og sagöist ætla aö kaupa
þetta. Nú, maöurinn spuröi hvort ég
heföi reynslu í grænmetisrækt og sagði
ég auðvitað nei, en hér er ég nú samt,
ræktandi sveppi á fullu.
Við framleiðum um 3 tonn á mánuði,
en viö framleiddum 5 tonn á mánuöi í
sumar. Viö þurftum aö láta einn
skálann af hendi svo að framleiðslan
datt niöur en við erum að reyna aö
komast upp í sama magn og eigum aö
geta framleitt 5—6 tonn á mánuöi. Viö
tínum alltaf á hverjum degi og keyrum
út til viöskiptavinanna í verslunum og
veitingahúsum í Reykjavík og ná-
grenni. Frá því ég bý til jarðveg og
strái fræjunum líöa um tveir mánuöir
þangaö til ég tíni fyrstu sveppina og
tíni ég úr hverju beöi í um 45 daga og
þá hefst sami hringurinn aftur og þarf
aö búa til nýjan jaröveg og strá nýjum
fræjum.”
Pálmi sagöi aö sveppirnir geymdust
Sveppirnir hans Pólma Karls. . .
auðveldlega í opnu íláti og í kæh í
hálfan mánuö og eru sveppirnir betri
eftir því sem þeir eru stærri.
Sveppirnir vaxa mjög hratt ef húsin
eru í lagi. „Þaö þarf að vaka yfir þessu
eins og ungabami,” sagði Pálmi „og
passa upp á raka, hita, vökvun og
fleira í þeim dúr. Við erum búnir að fá
marga byrjunarskelli og má segja aö
þetta hafi ekki komist á fastan punkt
fyrr en í vor, en þá fór ég til Kanada til
aö kynna mér svepparækt og erum viö
alltaf aö læra meira.
Við getum ræktaö sveppina áriö um
kring hér á Islandi og ættum ekki aö
þurfa aö flytja þetta inn og eyða gjald-
eyri í þaö sem viö getum gert sjálfir.
Grunur minn er sá aö svo sé einnig
farið meö flestar aörar grænmetis-
tegundir sem við þykjumst ekki geta
ræktað sjálfir. Viö kaupum hálminn
frá bændum — meö því skapast þar
aukabúgrein. Einnig er æskilegast aö
hafa ræktunina sem næst markaðnum
vegna flutninga.
Jú, jú, maöur vill nú alltaf stækka
við sig. Ég er orðinn svolitið spenntur
fyrir jarðarberjum sem er miklu betra
aðrækta.
Þaö er erfitt aö gera sér grein fyrir
markaðnum.en nú eru til dæmis flutt
inn um 200 tonn af dósasveppum á ári
og held ég aö þróunin veröi sú að fólk
fer frekar að kaupa ferskt. Þessi fimm
mánaöarlegu tonn í sumar seldust öll
og gæti ég trúaö aö markaðurinn taki
alla vega viö sjö tonnum. En við
flytjum ekkert út á landsbyggðina.”
Pálmi selur kílóið af sveppunum á
250 krónur og er algengasta verö út úr
búö 325 krónur. Pálmi sagöi aö flestir
héldu að sveppir yxu í myrkri en þaö
væri bara draugasaga.
Pálmi sagðist vera meö um átta
manns í vinnu og voru tveir þeirra
staddir á staönum er blaöamaöur
heimsótti hann.
Annar þeirra var sonur Pálma,
Finnur, sem ber titilinn yfirtínslu-
meistari og hinn, Guðmundur Magnús
Thorarensen, er titlaöur sölustjóri.
Þeir voru ekki lengi að snara fram
uppskrift að „æöislegu sveppasalati”
sem þeir höfðu gætt sér á undanfarið
og vildu aö menn færu ekki á mis viö.
Innihaldiö er á þessa leiö:
SVEPPASALAT
saxaöirsveppir
skomir tómatar
ananasbitar
SOSAASALATIÐ
ma jones þynnt út meö ananassafa og
kryddað meö sinnepi.
Sveppabóndinn sjálfur lagöi síöan til
í sveppasúpuna:
SVEPPASUPA
Hita vatn upp í 90 gráöur.
300 grömm af söxuðum sveppum hit'
aðir í vatninu í 5 mínútur og þá færðir
uppúr.
Smjörbolla búin til og soðið af
sveppunum notað í hana.
l/81rjómi.
Sveppir látnir út í.
Einn biti af rjómaosti pískaöur út í.
(Súpan má ekki sjóða eftir að
rjóminn og osturinn em komnir út í.)
Heitt snittubrauð með osti og hvít-
laukssmjöri boriö fram með súpunni.
-JI.
Fæðuhringur
Grundvöllur þess aö halda
góöri heilsu er aö boröa hollan og góöan
mat. Þessi matur þarf að gefa okkur
nægilegar hitaeiningar og öil nauðsyn-
leg næringarefni til þess aö líkaminn
geti starfað á eðlilegan hátt.
Til þess aö fólk gæti á einfaldan og
auöveldan hátt fundiö út hvaö það ætti!
aö borða til aö fá öll næringarefni úr
fæöunni á hverjum degi var farið aö
skipta fæðutegundunum í flokka eftir
næringarefnainnihaldi þeirra.
1918 var fæðutegundum skipt í tvo
flokka í Bandaríkjunum. Annars vegar
voru þaö vemdar-fæðutegundir. Gildi
þeirra lá í því aö þær voru auðugar af
góðum próteinum, vítamínum og stein-
efnum. Hins vegar voru fæöutegundir
sem ekki voru til verndar og gáfu bara
orku.
1921 var fæðutegundum aftur skipt
upp og þá í 5 flokka í Bandaríkjunum.
Þessir flokkar voru grænmeti og
ávextir, kjöt, mjólk og aðrir góðir pró-
teingjafar, komvörur, sykur og sykur-
ríkar vörur og fita og fituríkar vörur.
1946 var flokkunum fjölgað í 7, en
1956 var fæöuflokkunum í Banda-
ríkjunum hins vegar aftur fækkaö i 4
og er sú skipting enn notuð þar í landi.
I Sviþjóö er fæðutegundum aftur skipt i
7 flokka.
Hér á landi gaf Manneldisfélag
Islands út næringarefnatöflu. Meöal
annars inniheldur þessi tafla mynd af
fæöuhring. Þessi fæðuhringur skiptist í
6 fæöuflokka.
Fæðuf/okkar og næringar-
efnainniha/d hvers um sig
Ef viö skoðum fæðuhringinn á
næringarefnatöflu Manneldisfélags-
ins, sjáum við að hann hefur aö
geyma:
a) Avaxtaflokk. I þessum flokki eru
ávextir, ber og ávaxtasafar. Mikilvæg-
asta næringarefnainnihald þessara
fæðutegunda er C-vítamín. Einnig
gefur ávaxtaflokkurinn nokkuö af
trefjaefnum og steinefnum.
b) Græumetisflokk. I þessum flokki
er allt grænmeti, auk kartaflna og
rétarávaxta. Fæðutegundir hafa að
geyma nokkuð af steinefnum og víta-
minum. Einnig trefjaefni.
Fæöutegundimar í þessum flokki eru
fitusnauðar. Gulrætur skipta máli
vegna mikils magns af karóten-efnum.
c) Brauð og mjölflokkur.