Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 11
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984. 11 Nýjar bækur Nýjar bækur ; ÍSLENSK HAGLÝSING | GREINAR UM ISLENSK EFNAHAGSMAL íslensk haglýsing Bók um íslensk efnahagsmól. Ut er komin á vegum Almenna bókafélagsins bók um íslensk efna- hagsmál undir nafninu tslensk haglýs- ing. Er hér um að ræða 12 ritgerðir eft- ir íslenska hagfræðinga um mismun- andi þætti í þjóðarbúskap okkar en rit- stjóri og umsjónarmaður verksins er Þórður Friðjónsson hagfræðingur. Höfundar ritgerðanna eru þessir: Ásmundur Stefánsson, Bjöm Matthiasson, Bolli Þór Bollason, Eirík- ur Guönason, Guðmundur Magnússon, Jóhannes Nordal, Jón Sigurðsson, Jón- as H. Haralz, Olafur Bjömsson, Þórð- ur Friðjónsson og Þráinn Eggertsson. Auk þess fylgja bókinni Viðauki I, sem er annáll heÚdarráöstafana í efna- hagsmálum 1956—1983, og Viðauki II sem er töfluyfirlit um þróun nokkurra hagstærða. Bókin er einkum ætluö til kennslu í íslenskri haglýsingu við Háskóla Is- lands en hver sá sem áhuga hefur á hagfræði og íslenskum efnahagsmál- um getur haft gagn og ánægju af bók- inni, enda er í henni að finna sumt af því besta sem skrifað hefur verið um þjóðarbúskap Islendinga, segir Þóröur Friðjónsson í formála fyrir henni. Bókin er 237 bls. að stærð og gefin út semkilja. EINKATÖLVUR Bókaklúbbur Almenna bókafélags- ins hefur sent frá sér mikla bók um tölvur og tölvunotkun eftir enska tölvu- sérfræðinginn Peter Rodwell, en þýð- andi er Björn Jónsson. Bókin ber heitið EINKATÖLVUR. I kynningu forlagsins á bókinni segir á þessa leiö: Einkatölvur er afar handhæg og glögg handbók um örtölvur, val þeirra og notkun. Höfundurinn er einn af virt- ustu sérfræðingunum í örtölvutækn- inni. Bókin er auðveld byrjendum og leiðir þá langt fram á leið í þekkingu á samsetningu og eiginleikum tölvanna og hvemig er unnt að hagnýta sér þá til gagnsogtilleikja. Einkatölvur er mikil bók og ítarleg, 208 bls. að stærð, i stóru broti og með f jölda mynda til skýringar efninu. Hún skiptist í sjö aðaikafla sem heita Inn- gangur — Hafist handa — Tölvur að störfum — Vélbúnaður — Hugbúnaður — Framtíðin — Tölvuval. Hver aöalkafli skiptist svo í marga undirkafla (einingar) og síðast eru skýringar á orðum tölvumálsins og at- riðisoröaskrá. Bókin er sett og brotin um i Prent- smiðju Áma Valdemarssonar en prentuð í Verona á Italiu. Lotto leikfimifatnadur. Lotto glanshettugallar. Verð adeins kr. 1.710. Tískusýmng á Lotto og Airbalance fatnadi verdur haldin í Kópn- um, Audbrekku kvöld kl. 22.30. Dúnúlpur kr. 5.750. Verið velkomin. leóffurmti LAUGAVEGI 13 SÍMI 13508 BRAUN GETRAUINIASAMKEPPNINIMI LOKIÐ: VINNINGARNIR UM ALLT LAND OG KYNJAMISMUIMUR ENGINN-10 KARLAR OG 10 KONUR SKIPTU MEÐ SÉR VINNINGUNUM! Mjög góð þátttaka var í getraunaleik okkar og bárust alls 1482 svör sem flest voru rétt. Rétt röð var: 2, 1, x, 1. Það voru þær Guðlaug Þorkelsdóttir og Gislína Hinriksdóttir, er starfa á auglýsingadeild DV, sem drógu út vinningshafa að við stöddum fulltrúa Pfaff, Guðmundi Árnasyni. Vinningana munum við senda til þeirra heppnu næstu daga. Þeir sem hlutu klukku í verðlaun (Braun klukku sem hlýðir kalli) voru: Jón Guðmundsson, Strandgötu 82, Eskifirði. Árný V. Steingrímsdóttir, Dalengi 3. Selfossi. Unnur Siguröardóttir, Faxabraut 81, Keflavík. Elin Bjarnadóttir, Látraströnd 46, Seltjarnarnesi. Anton Sigfússon, Aðalbraut 45, Raufarhöfn. Þeir sem hlutu krullujárnið góða voru að meirihluta karlkyns: Sigursteinn Kristinsson, Borgarsiðu 31. Akur- eyri. Sigrún Sólmundardðttir. Belgsholti, 301 Akra- nesi. Sigurður Blöndal, Engjaseli 85.109 Reykjavik. Sigurður Ingþórsson. Urðarbraut 23, Blönduösi. Kristin Jóhannsdóttir, Strandgötu 27, Eskifirði. Þá er það rakvélin handhæga sem þegar hefur vakið mikla athygli. Þann kjörgrip hlutu: Sólrún Ósk ðskarsdóttir, Hliðarási, A Eyjafjöllum. Ingvar Ísdal Sigurðsson, Ásbraut 11, Kópavogi. Pál Mortensen, Vallholti 16, Ólafsvik. Jón Eðvarð Jónsson, Lögbergsgötu 9, Akureyri. Þóra Þórhallsdóttir, Háaleiti 37. Keflavík. Kaffikannan er verðmest vinninga, enda mikið þarfaþing og snjöll nýjung. Hinir heppnu voru: Guðrún Guðmundsdóttir, Heiðarbraut 1A. Keflavík. Sigurveig Sveinsdóttir, Sunnuflöt 2, Garðabæ. Erna Jóna Gestsdóttir, Laugarnesvegi 38, Reykjavík. Finnur Björnsson, Ytra Skörðugili, 551 Sauöárkróki. Leifur Eyjólfsson, Gauksrima 11, 800 Selfossi. Við þökkum að lokum mjög góða þátttöku og samhryggjumst þeim sem ekki unnu að þessu sinni. Kannski bregðum við á leik síðar því að við sjáum svart á hvitu að lesendur blaðsins hafa haft gaman af. Kannski heilsið þið upp á okkur á næstunni? VERSLUNIN PFAFF BORGARTÚNI 20.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.