Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 680611. Auglýsingar: SÍDUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiösla.áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF„ SÍDUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 19.
Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helaai blað 28 kr.
Mat á skoðanakönnunum
Nokkrar umræöur hafa orðiö um skoðanakannanir í
framhaldi af dularfullri skoðanakönnun framsóknarmál-
gagnsins NT. Hér á blaðinu hefur verið bent á, að í könn-
unum flokksblaða hafa stuðningsmenn viðkomandi flokks
tilhneigingu til að skila sér betur en ella en stuðnings-
menn annarra flokka verr. En hvers vegna fara hin
flokksblöðin ekki að fordæmi NT? Væri ekki upplagt fyrir
Þjóðviljann að hafa skoðanakönnun til að hressa upp á
sjálfumgleði Alþýðubandalagsins? Væri ekki góður kost-
ur fyrir nýkjörinn formann Alþýðuflokksins að Alþýðu-
blaðið stæði fyrir skoðanakönnun, áöur en það deyr, og
nýi formaðurinn gæti fagnað fylgisaukningu Alþýðu-
flokksins og þakkað hana því, að hann náði kjöri?
I reyndinni dæmir fólk skoðanakannanir af þeirri
reynslu, sem af þeim fæst. Og hvaða reynslu? Skoöana-
kannanir um fylgi flokka er auðvitað einungis unnt að
dæma eftir því hversu nærri þær fara um úrslit kosninga.
Þetta hefur hinn heimsfrægi frumkvöðull skoðanakann-
ana, Gallup, margoft sagt. Enginn ætlast til þess, að
skoðanakannanir segi nákvæmlega til um, hvernig kosn-
ingar fara, en Gallup telur, að reynsla af aðferð við könn-
un sé góð, ef ekki munar nema 2—3 prósentustigum á
kosningaúrslitum og síðustu könnun fyrir kosningar.
DV og fyrirrennarar þess hafa haft skoðanakannanir í
fimmtán ár. Almenningur hefur smám saman fengið
traust á þessum könnunum og hið sama gildir um flesta
stjórnmálamenn. Auðvitað er orsök þess ekki bara sú, að
DV haldi því fram, að þetta séu svo góöar kannanir.
Orsökin er, að almenningur og stjórnmálamenn hafa séð|
á kosningaúrslitum, hversu góðar þær aðferöir eru, sem
DV og fyrirrennarar þess hafa notað.
Samanboriö viö kosningar hafa kannanir DV verið inn-
an þeirra marka, sem Gallup nefndi. Þetta er fimmtán
ára reynsla. Svo dæmi séu tekin, reyndi mjög á skoðana-
kannanir blaöanna fyrir kosningarnar 1978. Þá kom fram
bæði hjá Dagblaðinu og Vísi, að Alþýðuflokkur og Alþýðu-
bandalag myndu vinna stórsigur en þáverandi stjórnar-
flokkar, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur, tapa
gífurlega. Hvað gerðist? Auðvitað risu talsmenn þáver-
andi stjórnarflokka upp á afturfæturna og sögðu, að kann-
anirnar væru bull og vitleysa. En kosningarnar fóru eins
og kannanirnar gáf u til kynna.
Eftir þetta dró mjög úr gagnrýni á skoðanakannanir
með þeirri aðferð, sem DV notar nú. Aftur blossuðu þó
upp deilur í hörðum forsetakosningum 1980. Stuðnings-
menn þeirra frambjóðenda, sem komu illa út úr skoðana-
könnunum með þessari aðferð, æptu jafnvel um svindl.
En svo fór, að úrslit kosninganna voru ekki nema brot úr
prósenti frá niðurstöðum síðustu könnunar.
Æ síðan hafa menn fengið sömu reynsluna. Svo að ný-|
legt dæmi sé tekið má nefna kosningarnar í fyrra.
Þá gerðu þrír aðilar skoðanakannanir á fylgi flokk-
anna, DV, Hagvangur og Helgarpósturinn. Skoðanakönn-
un DV reyndist fara miklu nær um kosningaúrslitin en
hinar. Frávikin frá niðurstöðum DV og úrslitum kosning-
anna voru að meðaltali 2,2 prósentustig á framboð. Hjá
Helgarpóstinum var frávikið 2,8 prósentustig á framboð,
og verst var það hjá Hagvangi eða 3,1 prósentustigs mis-
munur á framboð. Skoðanakönnun DV fór meðal annars
miklu nær um kjörfylgi Sjálfstæðisflokksins og Fram-
sóknarflokks hvors um sig en hinar kannanirnar og mun-
aði þar sáralitlu, sem hrekur þvætting óvandaðra skrif-
finna síðustu daga. Haukur Helgason.
Konur á skákborði
stjómmálaflokkanna
Pólitískt valdatafl er ekki öllum
augljóst. Þetta vita þeir sem beita
því. Pólitískt valdatafl er óspart not-
að á lesendur blaða því í huga al-
mennings er það sem stendur prent-
að ætíð svolítið sannara en það sem
er sagt. Og það er eins og þurfi helm-
ingi meiri orku til að afsanna lygina
sem skrifuð er en þá sem töluð er. Og
um hvað skyldi þessi grein vera? Jú,
hún er um skipulagðar herferðir sem
pólitískir f lokkar fara til þess að hafa
áhrif á fólk, herferðir þar sem vopn-
in eru ósönn orð, vísvitandi rangtúlk-
anir og getgátur gripnar úr lausu
lofti. Hvers vegna grípa stjórnmála-
flokkar til vopna, munda herstílana?
Vegna þess að þeir eru hræddir viö
fylgistap. Og um hvað skyldi þessi
grein nú vera? Hún er um nýjustu til-
raunir Sjálfstæöisflokksins til að
kenna Kvennalistann við Alþýðu-
bandalagið og tilraunir Alþýðu-
bandalagsins til þess að eigna sér
Kvennalistann.
Kvennalistinn stofnar nú anga i æ
fleiri kjördæmum. Konur flykkjast
saman til þess að verja sameiginleg
hagsmunamál sín óháðgömlu stjórn-
málaflokkunum. I Kvennalistanum
geta þær þjálfað sína stjórnmálalegu
vitund með stallsystrum sinum,
óþvingaðar af karlastarfsreglum og
þar getur þeim vaxiö sjálfstraust
sem konur vantar svo sárlega. Og
þetta vita Sjálfstæöisflokkurinn og
Alþýðubandalagið. Þeir sjá loksins
að Kvennalistinn er til vegna þarfa
kvenna, sem þeir hafa ekki sinnt, og
að ef þeir eru búnir að gera sér grein
fyrir þessu þá sé konum sem áður
kusu þá þessi staðreynd einnig ljós.
Ognúhefst taflið.
Brögð í valdatafli
Sjálfstæðisflokkurinn, sem ekki
Kjallarinn
SIGRÚN
HARÐARDÓTTIR
KENNARI
getur státað af neinu því sem ein-
kennir mest og er Kvennalistanum
til mests sóma, er tilneyddur til þess
að bendla hann við andstæðing sinn í
þeirri von aö ljóta oröiö kommúnisti
komi til með að loöa fast við Kvenna-
listann og fæla burt hverja þá konu
frá honum sem trúir blint á Morgun-
blaðiö ellegar óttast rauöa stimpil-
inn. Ég þarf ekki að rekja nánar um-
mæli Morgunblaðsins um Kvenna-
listann. Þau eru allt of mörgum
kunn. En allt of fáum er ljóst hve
hættulegt er að taka orð bókstaflega
sem eru bein brögð í valdatafli
stjórnmálamanna.
Alþýðubandalagiö, sem réðst með
hvaö mestum ótta og hvað mestri
hörku á Kvennalistann þegar hann
var í bernsku, sér nú hag sinn vænst-
an í aö reyna að sigla undir sama
flaggi með því að eigna sér málefni
Kvennalistans. Þannig eigi vinstri
sinnaðar konur að láta blekkjast til
aö kjósa sömu karlana í Alþýðu-
bandalaginu enn einu sinni á þing.
Bæði þessi mismunandi herbrögð
vísa til kænsku þeirra sem útlærðir
eru í valdatafli. Og á hverja er verið
að herja? Á konur sem eru óvarðar
fyrir pólitískum kænskubrögðum og
óvanar að skyggnast á bak við póli-
tísk orð til þess að finna hinar huldu
ástæður þeirra. Kvennalistinn er
vettvangur fyrir konur til þess að
læra að varast og verjast.
Því Kvennalistinn afneitar
kommúnistastimplinum og gengur
ótrauður fram í aö verja hagsmuni
kvenna og barna sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vanrækir. Og Kvennalist-
inn afþakkar blíðuhót Alþýðubanda-
lagsins og kýs að sigla undir eigin
flaggi, merki friðar og merki kon-
unnar.
Slgrún Harðardóttir.
A ,, Því Kvennalistinn af neitar kommúnista-
™ stimplinum og gengur ótrauður fram í að
verja hagsmuni kvenna og barna sem Sjálf-
stæðisflokkurinn vanrækir.”
Formaður
i vígahug
Ekki verður k vartað yfir tíðindaleysi
í íslenskum þjóðmálum, þótt vafalítið
séu ekki allir sammála um ágæti
sumra atburöa er hæst ber. Hver
þeirra eftir annan hverfur í skugga
hins næsta þannig að viðburðir sem að
öðru jöfnu myndu þykja ærið umræðu-
efni vikum saman gleymast á dægri
eða svo.
Hann mun vafalaust fó fleiri til að
hlusta á sjónarmið flokksins en lengi
hefur tekist, eöa síðan Vilmundur
heitinn Gylfason var í eldlinu hans.
Það er fyrst og fremst tvennt sem
menn velta fyrir sér í sambandi við
Jón. Hið fyrra er hvort hann hafi nægi-
Kjallari
á fimmtudegi
f
MAGNÚ8
BJARNFREÐSSON
„Mönnum hefur eðlilega orðið nokkuð
tíðrætt um það hvert hinn nýi formaður
hyggist fyrst og fremst sækja sér það fylgi sem
honum er nauðsynlegt að bæta við Alþýðu-
flokkinn svo hann rísi undir býsna stórum
orðum.”
Nýr formaður hjá krötum
Einn er þó sá atburöur sem orðið
hefur í þjóðmálum sem ekki mun strax
gleymast og það er formannskjörið í
Alþýðuflokknum. Ekki fyrst og fremst
vegna þeirrar spennu sem í kringum
það ríkti heldur mun hinn nýkjömi for-
maður áreiðanlega sjá til þess að
menn muni þennan atburð um sinn.
Líklega hafa úrslitin komið flestum
á óvart, þar á meðal frambjóðendun-
um báöum, aö minnsta kosti fram á
kjördag. Það hlýtur að vera bæði Jóni
og flokknum styrkur að úrslitin urðu
svo ótvíræð sem raun ber vitni, því það
hefði verið erfitt að fella formann
flokksins meö nokkurra atkvæða mun.
Hið mikla fylgi sem Jón Baldvin fékk
sýnir einnig að flokksmenn hafa talið
nauösynlegt að skipta um forystu og fá
meiri kraft í baráttuna en verið hefur.
Enginn vafi leikur á því að það mun
sópa aö Jóni í formannssætinu. Hann
er mikill og skeleggur baráttumaður
og fer gjama á kostum í ræðustóli.
legt úthald og hið síðara hvort hann
gæti sín að ganga ekki of langt í bar-
áttu sinni fyrir því að koma Alþýðu-
flokknum inn í þjóðmálaumræðuna.
Hvert hyggst hann sækja
fylgi?
Jón mun leggja á það höfuöáherslu
að auka fylgi flokksins. Það verður
ekki gripið úr loftinu, heldur þarf að
sækja það í greipar annarra flokka.
Mönnum hefur eðlilega orðiö nokkuö
tíðrætt um þaö hvert hinn nýi for-
maöur hyggist fyrst og fremst sækja
sér það fylgi sem honum er nauðsyn-
legt aö bæta viö Alþýðuflokkinn svo
hann rísi undir býsna stórum orðum.
Ef marka má yfirlýsingar á sigur-
stundu þá hyggst hann víða leita
fanga. Hann ætlar að egna fyrir
alþýöubandalagsmenn með stór-
eignaskatti og jafnari verðmæta-
myndun og hefur hlotið fyrir það nokk-
urt hrós formanns bandalagsins. Til
sjálfstæðismanna hyggst hann biöla
m.a. með því að lýsa yfir afdráttar-
lausum stuðningi við NATO og dvöl
varnarliðsins. Þetta kann að virðast