Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
15
Menning Menning Menning
Jón E. Guðmundsson
yfirlit í Norræna húsinu
Leikbrúður og leikbrúðugerð er æva-
gömul listgrein sem mikið hefur borið
á víðs vegar í heiminum. 1 gegnum
tíöina hafa leikbrúöur ekki
einvörðungu verið álitnir listhlutir,
heldur einnig tæki í hinni samfélags-
legu umræðu. Leikbrúðumar hafa þá
komið fram sem „sjálfstæðir”
einstaklingar með persónulegar
skoðanir á mönnum og málefnum, eins
og t.d. í Brúðuleikhúsi Guignol í
Frakklandi á 19. öld. En leikbrúðan er
umfram allt sú listgrein sem „lífgað”
hefur við og gert aö „raunveruleika”
Myndlist
GunnarB. Kvaran
ýmsa drauma mannsins og tjáð okkur
huglægar fígúrur úr sögum,
ævintýrum og þjóðlegum minnum. Þvi
möguleikum leikbrúðunnar eru nánast
engin takmörk sett.
Frumkvöðull
Jón E. Guömundsson er f rumkvöðull
í leikbrúöugerö hér á landi. í áratugi
hefur hann mótað brúður og gefið líf
þekktum persónum úr íslenskum og
erlendum ævintýrum og leikritum.
Þaö er því mikil ánægja að skoða
sýningu listamannsins sem nú stendur
yfir í kjallara Norræna hússins. En þar
gefur að líta leikbrúður og vatnslita-
myndir sem Jón hefur skapaö á síðast-
liönum áratugum.
Brúðugerö Jóns. E. Guðmundssonar
er mikil persónusköpun og nátengd
bæði málverkinu og höggmyndinni.
Hann sker í tré, dregur fram sérkenni
sérhverrar brúöu og gefur þekktum
sagnapersónum viðeigandi útlit.
Brúður Jóns eru því nú orðnar sam-
ofnar mörgum sögum. En þegar betur
er að gáð er hér á ferðinni fígúratífur
expressionismi, eins og fram kemur í
skúlptúrum listamannsins. Efnið
heldur sínum séreinkennum og virkni
á sama tíma og það lýsir á einkar
raunsæjan hátt ýmsum þáttum úr
mannlífinu. Höggmyndir lista-
mannsins, sem vekja mikla athygli á
sýningunni, eru sagnatoyndir. Þær
hafa að geyma ákveðnar sögur sem
listamaöurinn meitlar í form og efni.
Fyrir alla
Þá sýnir listamaðurinn f jölda vatns-
litamynda. Þar gefur að líta landslags-
sýn sem unnin er af mikilli tækni og
trúmennsku við mótífið. Þetta eru oft
expressionískar stemmningsmyndir
sem oft gætu verið sögusvið fyrir
þjóðleg ævintýri og sögur brúðuleik-
hússins.
Sýning Jóns E. Guðmundssonar er
einkar lifandi og skemmtileg. Og vist
er að nú ættu listunnendur á öllum
aldri að líta inn í kjallara Norræna
hússins og kynnast ævistarfi lista-
mannsins.
-GBK.
:
' :
■ ■ :
LeikbrúOa eftir Jón E. Guðmundsson.
Höggmynd eftir Jón E. Guðmundsson.
ijósm. GBK.
k 1
TIIBDÐ .
ÆA ©
97"
114-
tfvasiuiHfy^
B/acksiOecker
ventla-og
sætavélar
fyrirliggjandi
álager
SDO150
ventlavél, kr. 60.301,-
6337
sætasett, kr. 28.757,-
Greiðslukjör eða
staðgreiðsluafsláttur.
rsteinsson
jonnsonhf
ARMÚLA 1 - SÍMI68-55-33