Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Side 16
16
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Spurningin
Átt þú gæludýr?
":W~ Æ
Auður Guðjónsdóttir verslunarstúlka:
Nei, ég á ekki gæludýr og hef engan
áhuga á aö halda slíkt.
Arnar Aðaibjörnsson jarðýtumaður:
Nei, núna held ég ekkert gæludýr en
þegar ég var bóndi þá átti ég mikið af
gæludýrum ásamt öðrum dýrum auð-
vitað. Eg hef ekki hugsað mér að fá
mér gæludýr eftir að ég flutti í þéttbýl-
ið.
María Magnúsdóttir húsmóðir: Nei, ég
á ekkert gæludýr núna, það er svo erf-
itt að hafa gæludýr hér í Reykjavík. En
þegar ég var lítil átti ég kött.
Andrés Ólafsson kirkjuvörður: Nei,
sem betur fer. Það er ómögulegt að
hafa gæludýr í Reykjavík. Við áttum
hund þegar við bjuggum úti á landi þar
sem aðstaða var til að vera með gælu-
dýr.
Sverrir Ulfarsson lagermaður:
Nei, ekki lengur. Ég átti einu sinni
hund en ég kæri mig ekki um að hafa
dýr í þéttbýli.
Nina Hafsteins húsmóðir: Já, ég á lít-
inn poodle hund. Mér finnst það vera í
lagi að vera með svona lítinn hund í
Reykjavík. Eg hef átt hundinn í tvö og !
hálft ár og gengið mjög vel með hann.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Er afnotagjald RÚV
óhjákvæmikg kvöd?
Myndbandsnotandi skrifar:
Eg er einn þeirra sem keyptu sér
myndbandstæki til að geta horft á
margar þær úrvalskvikmyndir sem
eru á boðstólum í myndbandaleigum
héríborg.
Eg tók ákvörðunina um að kaupa
myndbandstæki þegar íslenska sjón-
varpiö hætti sýningu þáttanna Dall-
as. Ekki endilega vegna þess að Dall-
as væri það eina og sanna sjónvarps-
efni, þótt gott væri, heldur vegna
þess aö hér var komið aö vendipunkti
hjá mér með þjónkunina við RUV-
sjónvarp.
Þegar ríkisstofnun tekur þá
ákvörðun að hætta sýningum á vin-
sælum framhaldsþætti, eins og oft
áður, og vísa sjónvarpsnotendum
bara á bensínstöðvar eöa annað með
framhaldiö þá er mér nóg boðið. Ég
tel efni sjónvarpsins hvergi nærri
uppfylla þær kröfur sem gera verður
til þess sem f jölmiöils og því vil ég nú
hætta aö þurfa að greiða afnotagjald
þess en hljóövarpi vil ég halda.
Ég vildi fá leyfi til að láta innsigla
sjónvarpið fyrir útsendingar til mín
en geta notað „kassann” til aö sjá
kvikmyndir og annað efni sem fæst á
myndbandaleigum borgarinnar. Mig
langar að biðja DV að kanna fyrir
mig, hvort það er hægt að komast hjá
því að greiða afnotagjald sjónvarps
ef ég nota ekki þjónustu þess. Eg trúi
því varla að það sé ævalöng kvöð að
þurfa að greiöa afnotagjald fyrir þaö
sem maður ekki vill sjá þótt maöur
þurfi á tæki að halda fyrir mynd-
bandið.
DV hafði samband við Theodór
Georgsson innheimtustjóra ríkisút-
varpsins.
Hann sagöi það ekki tæknilega
mögulegt eins og máiin væru í dag að
innsigla sjónvarpstæki þannig aö
einungis væri hægt að nota þau fyrir
myndbönd. Afnotagjöld hefðu að
vísu verið felld niður á sjónvarps-
tækjum sem notuð væru viö kennslu í
skólum og einnig hefðu nokkur fyrir-
tæki sótt um slíka niðurfellingu og
fengið þar sem sjónvarpstækin voru
notuð í atvinnurekstri. Ómögulegt
væri hins vegar að fylgjast með því
hjá einstakiingum úti um allan bæ aö
tækin væru aðeins notuð fyrir mynd-
band en ekki til að ná sjónvarpsút-
sendingum.
Ein af hinum krassandi aðferðum Ríkisútvarpsins við að innheimta af-
notagjöldin. En eruþau óhjákvœmiieg kvöð, spyr brófritari.
Hinrik og Skonrokk
Björn Halldórsson skrifar:
Nokkru fyrir verkfall tilkynnti Hin-
rik Bjarnason hjá sjónvarpinu aö
svalaauglýsingin með HLH-flokknum
yrði ekki sýnd í Skonrokki. I síðasta
Skonrokki fyrir verkfall brá hins vegar
svo við að svalaauglýsingin var sýnd í
Unglingur skrif ar:
Mig langar til að mótmæla bréfi sem
einhver J.J. skrifaði á lesendasíðuna
14. nóvember sl. Eg veit ekki hvar
þessi manneskja hefur haldið sig í allt
sumar því þá byggðist efni sjónvarps-
ins aðallega upp á dýramyndum. Ég er
orðin svo gegnumsýrð af aiis konar
kvikindum, pöddum og froskum að
mér verður óglatt.
Svo vill til að Skonrokk er eini ungl-
ingaþátturinn í sjónvarpinu svo að þú
Í.A.skrifar:
Fyrir nokkru birtist lesendabréf sem
bar yfirskriftina „Norræna kynstofn-
inn ber aö blanda en ekki stofna sam-
tök honum til verndar” eftir Jóhönnu
Hauksdóttur. Mig langar að leggja
fyrir greinarhöfund fáeinar spurning-
ar:
Veit hún einhver dæmi þess úr sög-
unni að hömlulaus innflutningur ólíkra
kynþátta hafi orðið tii að stórbæta kyn-
stofn þeirrar þjóðar sem fyrir var í
landinu? Talar hún í alvöru þegar hún
segir að mjög yrði til bóta fyrir
norræna kynstofninn og íslenska þjóð
að blanda hana svo til takmarkalaust?
Hvað þyrftu margar kynslóðir að lifa
hér á landi við slíka blóðblöndun þar til
heild, þriggja mínútna löng. Mig lang-
ar að vita hvaö olli þessari stefnu-
breytingu hjá Hinriki.
DV hafði samband við Hinrik Bjarna-
son:
Hann sagði að ekki væri rétt að hann
hefði iátið hafa eftir sér að myndin
J.J., þarft ekkert aö sjá eftir timanum
sem fer í að sýna hann því það er að-
eins klukkutimi á mánuði. Ekki er
heldur mikið um unglingaþætti í út-
varpinu. Það eru lög unga fólksins, 40
mínútna langir þættir tvisvar í viku.
Það er kannski eitthvaö á daginn líka
en þá eru allir unglingar í skólanum
eða aö vinna svo þeir heyra það varla.
Jú, ekki má gleyma Listapoppi sem er
á dagskrá kl. 12 á laugardagskvöldum
þegar flestir eru úti aö skemmta sér.
enginn „Islendingur” yrði eftir með
norrænu yfirbragði?
Eg fæ ekki betur séð en skrif eins og
Jóhönnu séu ákaflega óþjóðholl og þar
með óheimsholl. Hverri þjóð, hverjum
kynþætti mannkynsins er áreiðanlega
hollast aö halda sérkennum sínum,
þeim sem mótast hafa og þróast í rás1
tímans og einnig er hverri þjóð affara-
sælast að viðhalda tungu sinni, siðum
]og menningu. Að svo miklu leyti sem
unnt er og aö þaö skaöi ekki aðrar þjóð-
ir eða kynþætti. Mismunandi menning-
ararfleifð þjóöa og kynþátta á ótelj-
andi sviðum er einmitt eitt af þeim at-
riðum sem ekki mega glatast úr til-
veru mannkynsins heldur ber aö hlúa
með HLH-flokknum yröi ekki sýnd í
Skonrokki. Málið hefði snúist um það
hvort hér heföi verið um auglýsingu aö
ræða og var sent áfram til umfjöllunar
í útvarpsráði. Ákvörðunin var því út-
varpsráös og var myndin sýnd í Skon-
rokki um tveim vikum síðar.
Um rás 2 veit ég ekki því ég bý úti á
landi en aö búa úti á landi er vist ekki
neitt því í verkfallinu var auglýst að
þetta fréttaútvarp væri orðið þjóðarút-
varp. Eg heyrði hins vegar ekkert út-
varp og ég held að þeir norðanlands og
austan hafi ekki heyrt neitt heldur.
Að lokum ætla ég líka aö kvarta yfir
kvikmyndavali sjónvarpsins. Það er
alls ekki gott og þessi japanska mynd
var alveg hræðileg.
að þessum þáttum, viðhalda þeim og
efla þá.
Utþurrkun þjóðlegra séreinkenna ér
eitt hiö versta sem einhverja þjóð get-
ur hent. I raun táknar það tortímingu
hennar, hún verður ekki lengur til sem
sérstök þjóð. Þetta sjónarmið að
steypa öllum kynþáttum jarðarinnar
saman í eina allsherjarblöndu er svo
skaðleg hugmynd aö engu tali tekur.
ömæld menningarverðmæti færu for-
görðum og mannkynið í heild yrði að
öllu leyti fátæklegra af því sem gefur
lífinu gildi.
Öskandi er aö svo eigi aldrei eftir að
fara. Utþurrkun kynþáttaeinkenna er
merki um öfgastefnu sem ekki ber að
styðja heldur spoma gegn.
Bókaunnandi telur verð bóka hór-
lendis alltof hátt og það só þess
vegna sem sala á bókum hefur
dregist jafnmikið sapnan og raunt
ber vitni.
Öfhátt
verð
bóka
Bókaunnandi skrifar:
Nú er ljóst að mun minna verður gef-
ið út af bókum fyrir jólin er verið
hefur. Margt spilar þar inn í aö sögn
útgefenda þ.á m. hefur minnkandisala
haft sín áhrif. Það er heldur ekkert
skrítiö að fólk skuli hafa dregið saman
seglin í bókakaupum frá því sem var.
Verð á bókum hér er svo óheyrilega
hátt að engu tali tekur. Um leiö og
bókaverð hækkaöi upp úr öllu valdi fór
það að verða aöeins á valdi þeirra, sem
meira höfðu af peningum handa í milli,
að kaupa slíka munaðarvöru. Þar af
leiðandi dróst bókasala saman.
Ég held að bókaútgefendur ættu að
fara að dæmi hljómplötuútgefenda og
lækka vöru sína. Með slíkri lækkun
myndu útgefendur vafalaust selja
meir af framleiðslu sinni. Einnig vil ég
koma því á framfæri aö bækur verði
gefnar út í vasabroti eins og mikið tíök-
ast erlendis. Það myndi líka vafalaust
lækka kostnaðinn við útgáfuna.
„Hægra blað”
„Hissa” skrifar:
Eg hef fylgst með nýja blaðinu,
Isafold, sem hóf göngu sína fyrir
skömmu og keypt öll þrjú tölublöðin
sem komin eru út. Við lestur þessa
blaös hefur mér orðið ljóst að hér um
algjört og grímulaust hægra Maö aö
ræða; á móti grundvallarrétti verka-
lýðsins að fara í verkfall en hins veg-
ar lofandi og prísandi taumlausan
rétt burgeisanna til að græöa og
græða peninga. Þess vegna skrifaöi
ég nokkrar línur á blað, frá sjónar-
hóli sameignarmanns, og fór með á
skrifstofu Isafoldar til að fá birtar í
blaðinu eins og ég sendi stundum lín-
ur tii DV og Velvakanda hér áður
fyrr. En þá bregður svo við að ungur
maður, sem titlaöi sig ábyrgðar-
mann Isafoldar, harðneitaöi að birta
bréfið mitt og sagði að Vikublaöiö
tsafold, sem þó kallar sig Vikublaö
fyrir íslendinga, áskUdi sér allan
rétt til að birta það sem því sýndist,
að því er mér skildist, og benti mér á
að fara til DV eða Morgunblaðsins.
Mér þóttu þetta svo undarleg við-
brögö aö ég fæ ekki orða bundist og
vil því vekja athygli á þessari fram-
komu hjá Vikublaði fyrir Islendinga,
sem er algjör tímaskekkja á þessari
öld ritfrelsis, á sama tíma og blaðið
heimtar „frjálst útvarp”.
Unglingar og ríkisfjölmiðlarnir
„Verndum norræna kynstofninn”