Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Síða 30
30
DV. FIMMTUDAGUR 22. NOVEMBER1984.
Myndbönd
Myndbönd
Myndbandaæði um allan heim:
Fjöldaframleiðsla og
samkeppni gera
myndbönd auökeypt
Myndbandabyltingin svokallaöa
sem hófst skömmu fyrir síöustu ára-
tugaskipti nær nú um allan heim. Hér á
Islandi er erfitt aö fá haldgóöar tölur
um f jölda myndbandatækja en varlega
áætlaö er þriöjungur heimila meö
myndbandstæki eöa hefur tök á aö
horfa á myndbandaspólur í gegnum
kapalkerfi. Svipaða sögu er aö segja
frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Jap-
an. I Ástralíu hafa sprottið upp
myndbanda-„barir” og myndbanda-
leigur í flugvélum eru algengar þar. Á
einangruöum stööum á Indlandi ganga
farandsölumenn á milli þorpa og selja
tæki og nýjustu vestrænu myndböndin
og svo mætti lengi telja.
Fjöldaframleiðsla og hörö sam-
keppni á myndbandatækjamarkaðn-
um hefur gert tækin auðkeypt fyrir
stóran hluta mannkyns og einhvern
tímann í náinni framtíö er áætlaö ai
hvert heimili, sem á annað borð hefui
sjónvarp, hafi einnig myndband enda
veitir myndbandið neytendum oft á tíö-
um velkonina tilbreytingu frá leiö-
inlegri sjónvarpsdagskrá.
Myndbandabyltingin hefur haft viss
vandamál í för með sér, eitt þeirra er
'að mikiö hefur dregið úr aðsókn í kvik-
myndahús en annað og verra sem veld-
ur kennurum og foreldrum áhyggjum
er aö auöveldur aögangur aö mynd-
böndum dragi úr lestri ungs fólks og
haldi því aö einhverju leyti frá námi.
Auk þess eru kennarar og foreldrar
ekki ánægöir meö þaö sem börn horfa
á.
Engin könnun hefur verið fram-
kvæmd hérlendis á þvi hvaöa mynd-
bandaefni er vinsælast hjá bömum en í
Bretlandi eru ofbeldismyndir og klám-
myndir mjög vinsælar, kallaðar
„Video-nasties” þar og í Vestur-
Þýskalandi er taiiö að allt aö helming-
ur keyptra eöa leigöra myndbanda sé
meö þessu efni. I sumum þeirra er lítið
skafiö af hlutunum. Á vinsælu mynd-
bandi í Þýskalandi sést ung stúlka í
minipilsi keyra ísöxi í háls manni og
bútar hún hann svo í hluta. Sum atriöin
eru verri en í nýlegri könnun í Þýska-
landi kom í ljós að tveir þriðjuhlutar
skólabama á aldrinum 12—13 ára
höföu séð a .m.k. eina s vona my nd.
Vmis lönd eru þegar farin að bregð-
ast viö þessu vandamáli meö lagasetn-
ingum. I Þýskalandi hefur stjórnin
óskaö eftir herferð gegn ósómanum, í
Ástralíu er bannað að leigja eöa selja
svona efni og í breska þinginu liggja
fyrir lög sem kveöa á um að stjórnin
geti takmarkað sölu og dreifingu á nýj-
um myndböndum.
Eins og fram hefur komiö í fréttum
hér er mikiö af ólöglegu efni á mynd-
bandamarkaönum og er rannsókn á
þeim málum tiltölulega nýhafin í kjöl-
far nýrra laga um höfundarrétt. I
Vestur-Þýskalandi var velta 5000
myndbandaleiga á síöasta ári í kring-
um 13,6 milljaröar kr. en talið er að um
helmingur myndbandanna hafi verið
„stolinn”. Olöglegt efni er taliö vera
um þriðjungur af breska markaönum
og um 40% af þeim ítalska, svo dæmi
séu tekin. Olögleg myndbönd eru oft á
tíðum komin á markaðinn áöur en viö-
komandi mynd hefur veriö sýnd í kvik-
myndahúsum eins og mörg dæmi eru
um hérlendis.
1. BLUE THUNDER
2. THE EMPIRE STRIKES BACK
3. ABSENCE OF MALICE
4. CALIFORNIA SUITE
5. MIDNIGHT EXPRESS
6. DYNASTY
7. VICESQUAD
8. THETOY
9. GANDHI
10. ENGLAR REIÐINNAR
Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu viö 10 stærstu mynd-
bandaleigumar innan SIM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd-
bandaleigu kvikmyndahúsanna( 6 leigur).
FALLNA FYRIRSÆTAN (LIPSTICK)
Leikstjóri: Lamont Johnson.
Aöalleikendur: Margaux Hemingway, Anne
Bancroft, Chris Sarandon og Mariel Heming-
way.
Lipstick tekur á þörfu máli, sem sagt
nauðgun, og hversu auöveldlega
nauögarinn getur komist undan refs-
ingu. En þaö er ekki nóg aö hafa góöa
hugmynd, vinnslan veröur helst að
vera í samræmi viö hugmyndina, en
því miður er þar nokkru ábóta vant.
Margaux Hemingway leikur þekkta
fyrirsætu sem verður fyrir því að vera
nauðgaö af hálfbrjáluöum tónlistar-
kennara. Hún tekur þá áhættu aö
ákæra, þótt lögfræöingur hennar vari
hana við að málaferli gætu farið verr
með hana en nauðgarann. Það reynist
rétt vera. Nauðgarinn telur að samfar-
ir hafi farið fram meö vilja hennar og
kviðdómurinn trúir honum. Hann er
sýknaöur og hún er dregin niöur í svaö-
iö af blöðunum. En nauðgarinn lætur
ekki staöar numiö og er endirinn nokk-
uöóvæntur.
Lipstick er nokkuö spennandi kvik-
mynd. Það er helst leikur Margaux
Hemingway sem fer í taugamar á
mér. Henni er greinilega eitthvaö ann-
að tO lista lagt en leikur. En yngri syst-
ir hennar, Mariel, sem þama er barn
aðaldri, erafturámótimjöggóö.
THE NORSEMAN
Aóalhlutvork Lee Majors.
LoikstjórcSamuel Z. Arkoff.
Ég er ekki viss um hvort ætlunin
hafi veriö aö Lee Majors léki Leif
heppna eöa Þorfinn karlsefni. Þaö
er allavega á hreinu aö þeir sem
sömdu handrit þessarar myndar
hafa ekki haft hugmynd um tilvist Is-
lendingasagnanna en kannski var
ekki við ööm að búast. Þaö sem
meira fer í taugamar er aö allir
víkingarnir í myndinni em klæddir í
rómverska búninga eöa þannig.
Lee Majors leikur víkingaprinsinn
Þorvald sem kemur til Ameríku í leit
aö föður sínum, víkingakóngi sem
horfið hefur á þessum slóöum. Þor-
valdur og menn hans lenda í miklum
bardögum viö skrælingja en dúndur
eitt úr þeim hópi veröur ástfangiö af
Þorvaldi og hjálpar honum viö að
hafa uppi á fööur hans. Þetta er
söguþráðurinn í stuttu máli.
Lee Majors er vonlaus Hollywood-
útgáfa af víkingi og því fellur þessi
B-mynd um sjálfa sig. Eg er ekki
viss um aö þeir Leif ur heppni og Þor-
finnur hafi haft tíma til aö raka sig á
hverjum degi og fá permanent í hár-
ið einu sinni í viku er þeir voru aö
þvælast á þessum slóðum í „den tid”.
-FRI
THELADY VAHISHES
AðalhlutverkiE/liott Gouid, Cybill Shepherd.
LoikstjóriiAnthony Poge.
Þessi endurgerö einnar af þekktari
myndum meistarans Alfred Hitch-
cock er í meöallagi traust skemmt-
un, einkum vegna leiks og látbragöa
þeirra félaga Arthur Lowe og Ian
Carmichael sem leika tvo breska
herramenn sem lifa og hrærast i
þeirri gegnensku íþrótt krikket.
Shepherd leikur ríka bandaríska
stelpu á ferðalagi um Bæjaraland
skömmu fyrir seinni heimsstyrjöld-
ina. Hún hittir enska fóstru sem síö-
an hverfur úr lestinni og gerir sú
bandaríska allt hvaö hún getur til aö
hafa upp á henni. Til liðs við sig fær
hún ljósmyndara frá Life (Gould) og
saman komast þau aö þvi aö þau eru
flækt í flókið njósnanet þar sem
skuggalegir nasistar, léttgeggjaöur
geðlæknir og fyrrum hóra meö
hjarta úr gulli koma við sögu.
Mörg skondin atriði er að finna í
þessari mynd þótt ekki sé hún jafn-
pottþétt og fyrirrennari hennar.
-FRI
HEATANDDUST
Leikstjóri: James Ivory.
Aðalleikendur: JuUe Christie, Sashi Kapoor,
Christopher Cazenova og Greta Scacchi.
James Ivory er bandarískur leik-
stjóri sem aö mestu hefur starfaö í Ind-
landi til að leita upplýsinga um ömmu-
systur sína, en hún haföi yfirgefiö
mann sinn, enskan liðsforingja, fyrir
háttsettan Indverja. Hún hefur í fórum
sínum bréf sem hún haföi sent ættingj-
um sínum. Julie Christie er fljót aö að-
lagast indverskum venjum og verður
ófrísk eftir indverskan mann. Kvik-
myndin segir til skiptis frá samskipt-
um þessara tveggja kvenna við inn-
fædda sem Evrópubúa. Báðar taka
þær dökka indverska menn fram yfir
hvíta menn.
Heat And Dust er nokkuö athyglis-
verö kvikmynd. James Ivory er greini-
lega mikill Indlandsvinur. Myndin er
aftur á móti nokkuö langdregin og
virkar ekki nógu heilsteypt. Leikur í
myndinni er allur til fyrirmyndar.
HK.
A mysterious
drama of love and murtíer
Starring: Alain Delon, Mireille Darc
and Claude Brasseur
SOMEONE IS BLEEDING
(LES SEINS DE GLACE)
Leikstjóri: Georges Lautner.
Aðalleikendur: Alain Delon, Mireille Darc og
Claude Brasseur.
Les seins de glace er frönsk saka-
málamynd og segir frá rithöfundi ein-
um, sem leikinn er af Claude Brasseur,
sem dag einn hittir unga stúlku niöri
viö ströndina. Hann hrífst af henni og
eftir nokkurt þóf kynnist hann henni
það vel að hún býður honum heim. Rit-
höfundurinn tekur fljótt eftir því að
þar erekki allt eins og á að vera. Stúlk-
unnar er gætt vandlega af gæslumanni
sem lítur rithöfundinn óhýru auga.
Lögfræöingur hennar, sem Alain Delon
leikur, virðist stjórna öllu lífi hennar
og hann segir rithöfundinum að hún sé
nýkomin af hæli. Áöur en rithöfundur-
inn veit af er hann orðinn flæktur í
morðmálogfleira.
Les seins de glace er frekar róleg í
allri uppbyggingu en spennan eykst
þegar líður á myndina. Alain Delon er í
sínu vanalega hlutverki, sem einstakl-
ingur sem lætur sér ekki allt fyrir
brjósti brenna. Helsti galli myndarinn-
ar er að það hefur verið sett enskt tal
inn á hana sem oft á tíöum virkar óeðli-
lega.
HK.