Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.1984, Síða 40
Svona var umhorfs i vé/arrúmi Gideons frá Vestmannaeyjum en eins og skýrt var fri i DV i gær sprakk
oliumælirþannig að mikilleidur braust út iskipinu. EH/DV-mynd — Grímur Gíslason
FRETT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
sima 68-78-58. Fyrir
SIEV5INN
SEM
ALDREI
SEFUR
Sími ritstjórnar: 68-66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krénur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Rækjunes hirti 5%
aukalega af skipta-
verðmæti sjómanna:
MISTÖK
í TÖLVU-
UTSKRIFT?
Fyrirtækið Rækjunes hirti 5%
aukalega af skiptaverðmæti sjó-
manna á 5 bátum á hörpuskel í
septembermánuði. Er sjómennirn-
ir kvörtuöu var því lofað að þeim
yrði endurgreidd þessi upphæð í
næsta mánuöi en þá brá svo við aö
aftur vorutekinaf þeim5%.
Hér er um töluveröar upphæðir
að ræða því skiptaverðmæti bát-
anna báöa mánuöina nam á milli 8
og lOmilljónum kr.
Finnur Jónsson hjá Rækjunesi
sagöi i samtali við DV að mistök
hefðu orðið í tölvuútskrift sem ollu
því að 5% voru tekin af sjómönnun-
uin. Svokölluð ruslaprósenta hefði
óvart verið hækkuð um5%.
Hann sagði að þegar væri byrjað
aö handvinna leiðréttingu á þessu
hjá fyrirtækinu og bjóst hann viðað
sjómennirnir fengju þetta endur-
greittáallranæstudögum. -FRI
Biskup
til Póllands
Biskupinn yfir Islandi, herra
Pétur Sigurgeirsson, og eiginkona
hans, Sólveig Ásgeirsdóttir,
halda til Póllands á morgun í boöi
pólska samkirkjuráðsins. Með
þeim í för verða þeir Guðmundur
Einarsson framkvæpidastjóri og
Páll Jónsson, sparisjóðsstjóri í
Keflavík.
Biskup mun predika í Varsjá og
meðan á heimsókn hans stendur
verður dreift 20 lestum af íslenskri
sild sem Hjálparstofnun
kirkjunnar hefur nýlega sent til
Póllands. -EIR.
Vegna gengisbreytingar, kann
verð sem upp er gefiö í jólagjafa-
handbók DV, sem fylgir blaðinu í
dag, að hafa breyst. Allt verð þar
er frá því fyrir gengisfellingu.
LOKI
Heitir þetta ekki að brjóta \
aiiar brýr að baki sór?
Kaldirkarlaráferð:
Frjalst,ohaö dagblaö
NÓVEMBER 1984
FIMMTUDAGUR 22
Skemmdu tíu
brýr í skióli
náttmyrkurs
Vöruflutningabíll með tengivagn í
eftirdragi á leið frá Reyðarfirði var
stöðvaður í Oræfasveitinni um síð-
ustu helgi og viö mælingar kom í ljós
að tengivagninn var of breiður til aö
komast yfir þær brýr sem eru á leið-
inni. Þótti þarna vera komin skýring
á skemmdum á einum 10 brúm sem
vegaeftirlitiö hafði veitt athygli.
Eigendur bílsins höfðu áöur fengið
synjun er þeir sóttu um leyfi til að
aka bílnum frá Hvolsvelli og austur á
land með vélar á tengivagni þar sem
jjeim var bent á að vagninn væri of
breiður til að komast yfir brýr þær
sem eru á leiðinni. Þrátt fyrir það
hélt bíllinn af stað í skjóli myrkurs
og tróð sér yfir hverja brúna á fætur
annarri þannig að stórsá á flestum
þeirra. Verst mun þó Markarfljóts-
brú vera farin og ýmsar trébrýr
hreinlega brotnar að hluta.
Lögreglan rannsakar nú málið.
-EIR
Nemendur Breiðholtsskóla í sundnámi í Vesturbæjarlaug
þótt sundlaug sé við skólann:
STOÐUGAR RUTUFERÐIR
MEÐ TÆPLEGA 300 NEMA
Nemendur í 3., 5. og 9. bekk Breið-
holtsskóla, tæplega 300 talsins, eru
nú keyrðir á hverjum degi úr Breið-
holtsskóla og i Vesturbæjarlaugina i
sundkennslu þó að sundlaug sé við
skólann.
„Þaö skortir búnings- og baöaö-
stöðu við sundlaugina. Á sínum tíma
voru settir upp þama 4—5 vinnu-
skúrar sem bráöabirgðaaöstaða en
þeim var svo lokað í fyrra af heil-
brigðisyfirvöldum,” sagði Jens
Sumarliðason, yfirkennari í Breið-
holtsskóla, í samtali við DV er viö
spurðum hann um þetta mál.
Að sögn Jens er laugin við skólann
10 ára gömul, lítil en nokkuð góð til
síns brúks. Mikið hefur verið leitað
eftir því að fá úrbætur á búnings- og
baöaðstööunni en ekkert gengið hing-
að til. Sagði Jens að mikill kostnað-
arauki og umstang fylgdi því að
þurfa aö senda nemenduma á hverj-
um degi vestur í bæ en Vesturbæjar-
laugin er sú laug sem lengst er
frá skólanum innan borgarmark-
anna.
„Við fengum ekki inni í öðrum
laugum, þær vom allar fullar og í
Vesturbæjarlauginni er aðeins um
3ja vikna námskeið að ræða sem nú
stendur yfir,” sagði hann.
-FRI
NÆR
DRUKKN-
AÐUR
ILODNU
Tvítugur háseti á Skarösvíkinni
frá Hellissandi, Tryggvi Leifur
Ottarsson, var nærri drukknaður í
loðnu þegar hann barst með loðnu
niður í skipslestina í fyrrakvöld.
Tryggvi var að spúla millidekkið
en tók þá eftir að stífla hafði mynd-
ast í ioðnudælunni. Hann losaði um
stifluna og skipti það þá engum
togum að hann barst með loðnunni
niöur um boxalokið á millidekki
skipsins. Þegar tókst aö bjarga
honum stóð höndin ein upp úr
loðnuhrúgunni. Tryggvi var fluttur
meðvitundarlaus á heilsugæslu-
stööina á Raufarhöfn til súrefnis-
gjafar, en síðan á Borgarspitalann
í Reykjavík. Tryggvi er nú á bata-
vegi.
-EH.
Gríðarlegt
arganga erverra
en búistvarvið
Talið er að í 250 þúsund tonna
þorskafla okkar í ár verði 50
milljónir fiska fimm ára og yngri
og 30 milljónir sex ára og eldri.
Ætlunin var aftur á móti að veiöa
38 milljónir yngri og 42 milljónir
eldrifiska.
Frá þessu skýrði Kristján
Ragnarsson, formaður LIO, í setn-
ingarræðu á þingi útvegsmanna I
gær. Ástæöuna nefndi hann að
ástand eldri árganga virtist enn
verra en talið hefði veriö.
Þá sagði Kristján að enda þótt
álitið væri að þorskurinn hefði
þyngst að jafnaði um 10—15%
vegna hagstæðarí lífsskilyrða skil-
aöi það sér ekki í afla sem í væm
fleiri og smærri fiskar.
HERB
fækkað íþrjá
i
t
i
Ríkisstjómin stefnir að því aö
einfalda fjárfestingalánakerfi at-
vinnuveganna þannig aðframvegis
verði aöeins starfandi þrír sjóðir,
búnaöarsjóöur, sjávarútvegssjóð-
ur og iðnaðarsjóður. Núna eru f jár-
festingasjóðirnir hátt í tuttugu.
Þetta var eitt af því sem Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
skýröi frá á þingi Landssambands-
islenskra útvegsmanna í gær.
Hann sagði að jafnframt ætlaði
hann aö skipa nefnd til þess að
endurskoða lög og reglur um sjóði
og lögbundnar greiðslur tengdar
fiskverði.
Markmiðiö er að skýra og ein-_
falda fjárstreymi og tekjuskiptingu"
innan sjávarútvegsins. Ekki er að
búast við nef ndaráliti fy rr en í vor.
HERB
Sjóðakerfið loksins
stokkað upp:
Fjárfestingar- |
sjóðum