Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 2
2 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Laxnesshjón- insenda frá sér sína bókina hvort Hjónin á Gljúfrasteini, Halidór Laxness og Auöur Sveinsdóttir, senda frá sér sína bókina hvort fyrir þessi jól. Bók Halldórs nefnist Og árin líða en bók Auöar A Gljúfrasteini. Og árin líöa er safn greina, erinda og bréfa frá liðnum árum. Sumt efni bókarinnar hefur birst áöur í blöðum en annaö birtist þar í fyrsta sinn. Efni bókarinnar er fjölbreytt en flestar greinanna fjalla um bók- menntir, kirkjusögu og þjóðernis- mál. Þá eru einnig greinar og bréf sem varöa skáldið sjálft. Þaö er Helgafell sem gefur bókina út og aðspurður sagöi Halldór að þetta væri 47. bókina í ritröð Helgafells. Væru þýðingar hans þá ekki meðtaldar. A Gljúfrasteini segir Auöur Sveinsdóttir frá lifsferli sínum og dagbókarbrotum í samtölum við Eddu Andrésdóttur. „Eg reyni svona að tína upp það sem Halldór heföi aldrei sagt, en ég er ekki að keppa við hann á þessum vettvangi,” sagöi Auöur aðspurð um bókina. Þótt nafn bókarinnar tengist beint heimili þeirra Auöar og Halldórs er ekki síður sagt frá ævintýrum þeirra utan iandssteinanna. Skemmtilegar minningar eru frá nóbelshátíðinni í Stokkhólmi ’55, ferðum til ísraels, Grikklands, Tékkóslóvakíu og Sovét- ríkjanna, svo og heimsreisu sem þau hjónin fóru í 1957—’58, svo eitthvaö sé nefnt. Þaö er bókaforlagiö Vaka sem gefur bókina út. -KÞ. Laxness-hjónin kynna b/aðamönnum bækur sinar. Með þeim á mynd- innier Edda Andrésdóttirsem skrifaðisamtalsbókina við Auði. DV-mynd KAE. Halldór Laxness um nóbelsverðlaunin: „Unnið mjög sterk- legaámótimér afíslandshálfu” — segir í bréfi sem birt er f endurminningabók AuðarLaxness I nýútkominni bók Auðar Sveins- dóttur Laxness, Á Gljúfrasteini, sem fjallar um lífsferil hennar og Halldórs, kemur fram að sterk and- staða hafi veriö af Islands hálfu fyrir því aö Halldór Laxness fengi nóbels- verðlaunm á sínum tíma vegna póli- tískra skoöana hans. I bókinni er vitnað í bréf sem HaUdórskrifaði Auöi konusinni frá Svíþjóð í maí 1955, þá nýkominn þangað frá Danmörku þegar bolla- leggingar um hver hlyti nóbelsverð- Iaunin þetta ár voru í hámæli. Þar segirorðrétt: „Bæði frú Krook frá Nordisk Tone- film og þýski þýðarinn minn Harthern létu mig heyra, þó eftir öörum, þær skoðanir úr átt sænsku Akademíunnar, að þetta væri í bigerð, en unnið væri mjög sterklega á móti mér af íslands hálfu á stjóm- málagrundvelU, og litlar Ukur til aö ég fengi nóbelsverðlaun nema ég breytti um afstööu í póUtík. Fyrir aUa muni farið ekki til Moskvu núna, ekki fyrr en í haust, segja þau. Svona skilaboð liggja fyrir mér hérna. Það er erfitt að hugsa sér nokkuö sem geti verkað jafnöfugt viö tilgang sinn á mig eins og svona umhyggja.” -KÞ. Ratsjárstöðvamálið: „Engin formleg beiðni komin frá Bandaríkjamönnum” „Þaö hefur engin formleg beiðni borist frá Bandaríkjamönnum heldur einungis veriö lýst yfir áhuga beggja aðila á uppsetningu ratsjárstöðv- anna,” sagði Sverrir Haukur Gunn- laugsson, deildarstjóri í varnarmála- deUd, í samtali við DV en hann er einn þeirra sem starfað hafa í ratsjárnefnd. I máU hans kom fram aö viðræöur mUU aðUa hefðu hafist í kjölfar stjómarmyndunarinnar hérlendis í fyrra og var nefndinni þá komið á laggimar. Auk varnarmáladeUdar eiga Landhelgisgæslan, Flugmála- stjórn, Póstur og sími og dr. Þorgeir Pálsson aðUd að nefndinni. „Aðalröksemdir Bandaríkjamanna fyrir uppsetningu stöðvanna eru að fyrir norðan og norövestan land sé ákveðiö gat í lofteftirUti þeirra sem þarf að fyUa upp í,” sagði Sverrir og bætti því við að í þessu samhengi mætti benda á að á síöustu sjö árum hefðu ferðir sovéskra herflugvéla tvöfaldast íkringumlandið. Nú værisvokomiðað þeúra yrði vart annan hvern dag. „Hér er einungis um endumýjun og endumppbyggingu á loftferðaeftirUti að ræöa. Stöðvarnar sem slíkar tengj- ast ekki þessari svoköUuðu sóknar- stefnu,”sagðihann. Hvaö varðar kostnaðarhUð stöðv- anna sagði Sverrir að smíöi þeirra yröi að mestu leyti greidd úr mannvirkja- sjóði NATO en Bandaríkjamenn myndu greiöa rekstrarkostnað þeú-ra ef af yrði. Gróflega áætlað mun hver stöö kosta á bUinu 30—35 miUjónir dollara en þar af Uggur mikil fjárhæð í tækja- búnaði. Ef af smíði stöðvanna verður munu þær verða boðnar út vestanhafs og í Evrópu á vegum NATO. -FRI Nú er kominn tími laufabrauös og alls þess sem tilheyrir jólaundir- búningi. Á þessari mynd sjáum við félaga í Skagfirsku söngsveitinni önnum kafna í laufabrauðsgerð nú í vikunni. Þetta laufabrauð, svo og margs konar kökur og annað, verð- ur svo á boöstólum á HaUveigar- stöðum á sunnudaginn kemur, kl. 14. AUan ágóða af laufabrauðs- og kökusölunni þar ætla söngfélagam- ir að láta renna í ferðasjóð en söng- sveitin hyggur á Italíuferö með vorinu í tUefni af 15 ára afmæli hennar. DV-mynd S. Island: Eitt %■ Blómum «Sa wrotd Sænskir aöventukransar urfuru með ?aS 'át'ausriskreytmgu. sSrjólalitir.Margargerön. Verð f rá 490-^1---------- Hefðbundnir aðventu kransar.Vafiðgrem ásamt skreytmgum. Lágir, á borð. Verð frá490.- kr. Hangandi.t.d.i glugga- Verð fra 545.- kr. Á borðstativi (sjámynd). |Verðfrá745.-kr. Gróðurhúsinu vió Sigtún Siar 36770-686340 Þriggja ríkja ánAIDS Samkvæmt skýrslu frá Evrópudeild Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, sem barst landlæknisembættinu í gær, er Island eitt þriggja ríkja í Evrópu þar sem AIDS (áunnin ónæmisbæklun) hefur ekki orðið vart. Hin tvö ríkin eru PóUand og Tékkóslóvakía. Skýrslan nær til 15 Evrópuríkja og á Usta þessum skipa Danir fyrsta sætið meö 6 AIDS-tilfelÚ á hverja miUjón íbúa. „Enn hefur ekkert það komiö fram sem bendir tU að Islendingur hafi sýkst af AIDS,” sagöi Guðjón Magnússon er nú gegnir störfum landlæknis. „Aftur á móti vitum við ekkert um Islendinga búsetta erlendis. Við höfum birt til- kynningu í Fréttabréfi lækna þar sem læknar eru hvattir til að gæta ýtrustu varkárni og tilkynna þegar í stað ef minnsti grunur leikur á AIDS- sýkingu,” sagði landlæknir. Umráðasvæði Bandarikjahers á KeflavíkurflugvelU feUur ekki undir íslenska landlæknisembættið þannig að AIDS-tilfeUi meöal bandarískra hermanna myndi alfarið lenda á bandarískum herðum. -EIR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.