Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 27
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. 27 Margir hafa veriö dæmdir til dauða gegnum tíöina. Hverjir sleppa á síöustu stundu? Rússneskar gervi-aftökur Ymsir þekkja söguna um það þegar rússneski rithöfundurinn Fjodor Dostoévskí, höfundur Glæps og refs- ingar, var dæmdur til dauða fyrir sam- særi gegn Rússakeisara en náöaöur á síöustu stundu, rétt í þann mund aö stilla átti honum upp fyrir framan aftökusveitina. Þaö mun raunar aldrei hafa veriö ætlun keisarans aö lífláta Dostoévskí og félaga, heldur var þykj- ustuaftaka af þessu tagi talin vel til þess fallin aö skjóta andspyrnu- mönnum skelk í bringu. Og þetta heillaráð virðist löngum hafa verið tíökaö austur þar. Maður hét Sjafíroff, barón aö nafn- bót og háttsettur viö rússnesku hirö- ina. Hann var fégjarn meö afbrigöum og greip þess vegna til ýmissa óráöa til aö þyngja pyngju sína meö þeim afleiðingum aö hann var aö lyktum dæmur til dauöa og skyldi hálshöggv- ast. Höfuö hans var lagt á höggstokk- inn, bööullinn lyfti öxi sinni og lét hana falla af öllu afli svo sem sentímetra frá höföi Sjafíroffs. Baróninum skjálfandi var síðan tjáö aö keisaranum hefði af ómældri visku sinni þóknast aö náöa hann. Keisarinn í þá daga var Pétur mikli. Dóttir hans var Elísabet keisaraynja og sitthvaö virðist hún hafa lært í föðurgarði. Henni sinnaðist einhverju sinni viö gamlan embættismann aö nafni Osterman og dæmdi hann um- svifalaust til dauða. Fyrst var ætlunin aö pynta hann til dauöa en síðan var refsingin „milduö”; Osterman skyldi „einungis” hálshöggvinn. A síðustu stundu, þegar böðullinn haföi reitt upp öxi sína, kom svo þjótandi sendiboði frá keisarahöllinni: „Guö og keisara- ynjan hafa þyrmt lífi yðar.” Eins og nærri má geta Iofaði Osterman bæöi guð og keisaraynjuna. Hershöfðingi blekktur Þessi skrýtna hefö austur í Rússía virðist hafa blekkt ýmsa illilega. Þar má sem dæmi nefna hershöfðingjann Sjein sem uppi var á sautjándu öld. Sjein tók þátt í stríöi viö Pólverja sem þá geisaði. Hann þótti ekki ganga vel fram og eftir slæman ósigur viö Smolensk var hermönnum hans nóg boðið. Þeir ásökuðu hann um svik, landráö og heigulshátt og kröföust þess aö honum yröi refsað. Asakanir þessar bárust aö sjálfsögöu fljótt til Moskvu og þangað var Sjein hershöfðingi flutt- ur í böndum. 1 fangelsinu komu aö máli viö hann ýmsir mektarmenn keisara- dæmisins og lýstu allir yfir fyllsta trausti á hann. Þaö yrði hins vegar að friöa óbreyttan almúgann og herinn sem heimtaði dauöa hans, og því stungu menn upp á því viö Sjein aö hann tæki þátt í „gervi-aftöku” sem myndi enda með því að hann yröi náðaður rétt í þann mund að böðullinn reiddi upp tól sitt. Þar eð Sjein vildi gjarnan bjarga lífi sínu féllst hann alls hugar feginn á þessa leyniáætlun og treysti samsærismönnum í hvívetna. Annaöhvort væri; meöal þeirra var sjálfur patríarkinn í Moskvuborg. Þaö fór allt samkvæmt áætlun. Gall- inn fyrir Sjein var bara sá aö honum haföi alls ekki verið sagt frá hinni raunverulegu áætlun mektarmann- anna í Moskvu. Hann gekk því hinn glaðasti upp á höggstokkinn, lagöi höfuðsittundiröxiböðulsinsog.. .-IJ. VANTAR ÞIC NOTAÐAN BIL? Range Rover árg. '82, Ijós- grár, útvarp/segulband. Ekinn aðeins 26.000 km, sérlega glæsilegur bíll. Verð kr. Lancer 1400 GL, sjálfskiptur, 4ra dyra, árg. '81, drappl. Ekinn 46.000 km. Verð kr. 215.000. 890.000. Mazda 323 4ra dyra árg. '82, silfurgrár. Ekinn aðeins 31.000 km. Verð kr. 240.000. Galant 1600 GL station árg. '82, brúnsans. Ekinn 48.000 km. Verð kr. 290.000. HEKLU bflasalurinn er opinn virkadagakl. 9.00-18.00 fimmtudaga kl. 9.00-22.00 laugardaga kl. 13.00-17.00 Glæsðegt úrval notaðra bfla Sími söludeiidar 11276 ARSHATIÐ VEISLUFAGNAÐUR Hótel Hvolsvöllur býður uppá mjög góðan veislumat í ágætum húsakynnum á einstöku verði, ásamt músik og dansaðstöðu. Tilboð: Þriggja rétta máitíð, gisting og morgunverður kr. 1.500.- pr. dag. Hlíðarvegur 7 - 860 Hvolsvölíur. Símar 99-8187 og 99-8351 Tilboðið miðast við 15-40 manns. Einnig er innifalið í verðinu sauna, heitur nuddpottur og músík (dans). Frá Reykjavík að Hvolsvelli eru aðeins 100 km. og er vegurinn lagður bundnu slitlagi alla leið. Austurleið h.f. býður hagstæð fargjöld fyrir eintaklinga og hópa, svo og dagsferðir í Þórsmórk, sem geta tengst þessu tilboði. Á haustin er mjög mikil litadýrð og fegurð í Þórsmork. Þeir sem vilja nota sér þetta tilboð og tækifæri ættu að panta sem fyrst í síma 99-8187 eða 91-8351. LÍTIÐ FJALL Œitt frábœrasta sœtgœlíð frá Sinss er alveg ómótstœMegt, ekta „miLcfitrujfes“ í aLpajjalLastíí, samúaLLað súfcÁulaðifjaLL. Œragðið er syndsamlega gott! Laugavegi S, sími 24545 \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.