Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 3
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
3
Kristján Ragnarsson um veiðar íslendinga í lögsögu USA:
„Ótrúlega mikiö ver-
/ð gert úr litlu”
„Að mínu mati hefur ótrúlega
mikið verið gert úr litlu í þessu máli.
Við höfum engar veiðiheimildir feng-
ið ennþá,” sagði Kristján Ragnars-
son, framkvæmdastjóri LlU, í sam-
tali við DV er við inntum hann álits á
hugsanlegum veiöum Islendinga í
bandarískri lögsögu.
I máli hans kom fram að þetta
væri hugsað að hluta til sem skaöa-
bætur fy rir banniö við hvalveiðum en
að hans áliti væru þessar veiðar hé-
gómi miðað við hvalveiðarnar.
„Það sem rætt er um eru veiðar
viö vesturströnd Alaska. Þaö er ljóst
að þangaö er langt að fara. Við get-
um ekki landað afla okkar í banda-
rískum höfnum. Það geta aðeins
bandarísk skip samkvæmt lögum.
Við yrðum því að sigla sjálfir með
okkar afla á aðra markaði eða landa
honum í verksmiðjuskip. Við eigum
ekkert verksmiðjuskip og sá mögu-
leiki að landa í verksmiðjuskip ann-
arra þjóða er lítt boðlegur því verðið
er svo lágt,” sagði Kristján.
Hann sagði að allt þetta mál væri
enn sem komið er óljóst. Það skipti
okkur máli hvaða fisktegundir okkur
byðist að veiða og í hvaöa magni.
Ekkert hefur verið ákveðið í þeim
efnum.
,,Það er sjálfsagt að kanna þessi
mál betur og fá skýrari línur. Mér
virðist svo að Bandaríkjamenn vilji
með þessu læra af okkur saltfisk-
verkun og kynnast sölustarfsemi
okkar. Mér finnst það geta verið
skaðlegt að kynna þetta fyrir þeim,”
sagði hann,
-FRI
Litlu nemendumir í Tónlistarskóla Akureyrar spila fyrir dýrin i Náttúru-
gripasafninu. Vegna plássleysis í Tónlistarskólanum fengu þau að æfa sig í
Náttúrugripasafninu sem er . í sama húsi. EH/DV-mynd JBH/AKUREYRI
Uppsagnir f ramhaldsskólakennara:
VEKJA ATHYGLIÁ VANDA í MENNTAMÁLUM
Meirihluti framhaldsskólakennara
í HlK (70%) hefur sagt upp störfum
frá 1. desember 1984 og taka upp-
sagnimar gildi 1. mars 1985.
Kennarar grípa til þessara að-
geröa m.a. vegna þess að ríkisvaldið
hefur brugðist við eðlilegri fjölgun
kennara, sem hefur verið í sambandi
við aukið námsefni og fjölgun nem-
enda, með því að skera niður laun
kennara, segir í tilkynningu frá HlK.
Kennarar vinna af sér hluta sumars-
ins með því að skila 50 stunda vinnu-
viku að vetri og auk þess ber þeim að
nýta hluta sumarsins til endur-
menntunar. Því er vinnutími kenn-
ara fyllilega sambærilegur við
starfsstundir annarra hópa en laun
kennara í engu samræmi við vinnu-
álag þeirra.
Þá segir í tilkynningu HlK að
traust menntun sé forsenda allrar
velmegunar en launastefna ríkisins
hafi ekki sýnt menntun þá virðingu
sem skyldi. Því hafi fjöldi kennara
hrakist frá kennslu og því vilji kenn-
arar vekja athygli á vanda sínum
með uppsögnum nú.
Bíll ársins 1984
7 „BNFALDLECA BESTI
'• SMÁBÍLL HINGAÐ TIL"
Þetta er umsögn breska bílablaösins CAR MAGAZINE um FIAT UNO.
Blaöiö geröi samanburð á UNO og fjölda annarra smábíla eins og Metro, Charade, Fiesta, Polo, Vísa
Peugot 205 og Nova. Niöurstaöa þeirra var sú aö UNO væri „besti smábíll sem til þessa
hefur verid búinn til.”
Jafnframt segir í blaöinu aö einungis „besti smábíll hingaö til" heföi getað veriö svona framúrskarandi í
þessum hópi afburöabíla. Þaö þarf stórkostlegan bíl til þess.
Þennan yfirburöabíl bjóöum viö enn og alltaf á einstöku veröi. .
UNO 45 SUPER kr ZÖU.UUU."
á götuna með rydvörn og skráningu
ARGERÐ '85
Srntöjuvegi 4. Kópavogt. Simar 77200 ■ 77202.