Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Qupperneq 4
4 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Frumsamningurinn f rá 1918 kominn í leitirnar: „Datt of- an á þessi skjöl” — segir Baldur Möller ráðuneytisstjóri semfann samninginn íkjallara Arnarhvols „Ég var aö leita aö einhverju, sem ég man ekki lengur hvað var, þegar ég datt ofan á þessi skjöl,” sagöi Baldur Möller, ráöuneytisstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í samtali viö DV. Fyrir nokkrum mánuðum átti Baldur erindi í skjalasafn dóms- málaráðuneytisins í kjallara Arnar- hvols þegar hann rakst á skjöl þau sem hann nefndi. Þaöeru sairbands- lagasamningurinn sem undiivitaöur var í Reykjavík 18. júlí 1918 af sam- bandslaganefndum Islands og Dan- merkur, svo og staðfesting konungs Kristjáns X. á lögunum. Skjöl þessi voru afhent Þjóöskjalasafni Islands til sérstakrar vörslu í gær, 30. nóvember, réttum 66 árum frá undir- ritun konungs á lögunum, en þau tóku gildi daginn eftir, 1. desember, eins og kunnugt er. „Þaö var fyrir tilviljun aö ég fann þessi skjöl hér í kjallaranum,” sagöi Baldur, „enþau voru þar meö öörum lagaskjölum frá árinu 1918. Þau hafa fariö víöa. I fyrstu voru þau geymd uppi á háalofti í Stjórnarráöinu þar til um áramótin '54—’55 aö dóms- og kirkjumálaráðuneytiö flutti aö Tún- „Það var hér sem skjöl/n voru." Ba/dur Möller bendir upp i hilluna i skjalageymslu Arnarhvols. Á innfelldu myndinni sjást undirskriftir samningsins. DV-mynd KAE. götu 18. Þá fóru þau í kjallarann þar innan um önnur skjöl. Síöan lá leiö þeirra hingað í kjallara Arnarhvols þegar ráöuneytiö flutti. Eftir aö ég rakst á þau geymdi ég þau í skjalaskápnum á skrifstofu minni. Ég vissi ekkert hvaö ég ætti aö gera viö þau. Einhverju sinni, ekid löngu síöar, hitti ég Aöalgeir Kristjánsson, skjalavörö í Þjóö- skjalasafninu, og minntist á þetta viö hann. Hann vildi fá þessi skjöl á safn- iö og í samráöi við ráðherra var ákveðið aö afhenda þau Þjóðskjala- safninu formlega 30. nóvember,” sagöi Baldur Möller. Skjöl þessi, ásamt konungsúr- skuröi um íslenska fánann sem undirritaöur var af konungi sama dag og sambandslögin, munu fylgja áöurnefndum skjölum og vera til sýnis á Þjóðskjalasafninu á næstunni. -KÞ Alltá Kjjóll kr. 1.840,- verðandi mæður Skokkur kr. 1.280,- Mussa kr. 1.008,- Buxur kr. 1.200,- Peysa kr. 1.450,- KJóll kr. 1.045,- Mussa kr. 740,- Peysa kr. 950,- PÓStSendum. Strokkur kr. 204,- Buxnasamfestingur kr. 1.785,- Blússa kr. 740,- Smekkbuxur kr. 1.640.- Blússa kr. 540,- DRAUMURINN, Kirkjuhvoli. Sími 22873. Opið kl. 12-—18. Verðhækkanir: Brauðið hækkar Um þessar mundir eru allflestir bakarar aö hækka framleiöslu sína. Á- stæöan fyrir því er nýafstaöin gengis- felling og hækkun launa. Nær allt hrá- efni sem bakarar nota er flutt til landsins. Frjáls álagning er á flestum vörum sem seldar eru í bakaríum. Hækkanir geta því veriö misjafnar milli bakaría. Hækkanir sem nefndar hafa veriö eru á bilinu 8—15 prósent. Svokölluö vísitölubrauö eru enn undir verölagsákvæðum. Verölags- stofnun hefur samþykkt hækkun á þeim. Nemur hún 2,8—9 prósentum. Vísitölubrauðin eru: seitt rúgbrauö, normalbrauö, maltbrauð, heilhveiti- brauö og franskbrauö. Seitt rúgbrauö, 750 g, kostar nú 17,40 kr. og 625 g af normalbrauði 16,80. -APH. Fyrirlestur um stöðu íslands Þriöjudaginn 4. desember flytur William Arkin fyrirlestur í boöi Félagsvísindadeildar Háskóla Islands er nefnist: Iceland’s Position in U.S. Security Policy (Staöa Islands í öryggisstefnu Bandaríkjanna). Fyrirlesturinn hefst kl. 20.30 í stofu 102 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Há- skóla Islands, og er öllum opinn. Hann veröur fluttur á ensku. Jólastemmningin verður ihávegum höfð á Hótel Loftleiðum á aðvent- unni. Jólastemmning á Loftleiðum Á aöventunni veröur mikiö um aö vera á hótel Loftleiðum. Aðventukvöld veröur í Blómasal 2. desember nk. Lúsíukvöld veröur svo 9. desember og jólapakkakvöld 15. og 16. desember. Öll hátíðarkvöldin veröa tískusýn- ingar þar sem sýndur verður fjöl- breyttur jólafatnaöur. Enn fremur verður víkingaskipiö sérstaklega skreytt og þar sýndar jólavörur og jólagjafir. Ýmislegt fleira verður til hátíöabrigöa ofangreind kvöld og hefur allt kapp verið lagt á aö vanda til þeirra skemmtiatriða. Allir aögöngumiðar aö hátíðar- kvöldunum eru númeraöir. Síöasta kvöldið verða dregnir út aöalvinningar sem eru feröir innan lands og utan. Þá veröur sú breyting á aðventunni að 3. desember verður boðiö upp á jóla- hlaðborð í staö sjávarréttahlaöborös áöur. Þá verður jólaglögg á boöstólum frábyrjunjólaföstu. -JSS Lokasprettur Grænfjöðrunga Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands sýnir ævintýraleikinn Græn- fjöðrungana næstkomandi mánudag, þriðjudag og fimmtudag í Lindarbæ. Nú fer hver aö veröa síðastur að sjá þennan bráðsmellna leik þar sem sýningum fækkar óðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.