Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 6
6
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
VERKAMANIMABUSTAÐIR í REYKJAVÍK
SUÐURLANOSBRAUT 30, REYKJAVÍK. SÍMI81240.
Fáir vilja veröa
skattrann-
sóknarmenn
—aðeins búið að ráða í tíu stöður af
tuttugu sem auglýstar voru í sumar
Ula hefur gengiö aö ráöa í stööur þær
sem auglýstar voru lausar til
umsóknar á skattstofum og skattrann-
sóknardeild í sumar. Alls voru auglýst-
ar 20 nýjar stöður. Hefur aöeins veriö
ráöiö í helming þeirra.
Fjölgun stöðugilda á skattstofunum
er liöur í aðgerðum gegn skattsvikum.
Garöar Valdimarsson skattrann-
sóknarstjóri sagöi í viðtali viö DV aðtil
heföi staðiö aö ráða fjóra skattrann-
sóknarmenn til rannsóknardeildar-
innar í Reykjavík. Þá heföi átt aö ráöa
sextán manns í samsvarandi störf á
skattstofunum. Vel heföi gengið aö fá
fólk til starfa á rannsóknardeildinni en
aðeins hefðu verið ráönir sex til skatt-
stofanna. Sagöi Garöar aö stöðurnar
tíu sem enn væri óráöiö í yrðu væntan-
lega auglýstar aftur eftir áramót.
„Þaö hlýtur aö vera erfitt fyrir
hvaöa stofnun sem er aö ráða allt í einu
tuttugu manns til starfa,” sagði
Garðar aöspurður um hvers vegna svo
treglega heföi gengiö aö ráöa í
umræddar stööur á skattstofunum.
„Þaö er ekki hægt aö kasta höndunum
til slíkra mannaráðninga því þama er
veriö að ráöa í viðkvæm störf sem
krefjast þjálfunar. Þaö er því ekki
hægt að ráöa fólk til þess eins aö fylla í
stöðurnar.”
Garöar sagði ennfremur að laun hjá
því opinbera væru þá „ekki eins aölaö-
andi” og á einkamarkaöinum. Auglýst
heföi verið eftir fólki meö háskóla-
menntun í viökomandi greinum eöa
meö staögóöa reynslu í bókhaldi og
skattskilum. Launamál hefðu þvívafa-
laust átt sinn þátt í því aö ekki hefði
tekist aö ráöa í allar stööumar á skatt-
stofunum. -JSS.
SODA STREAM
TÍÐINDIEFTIR
MÁNAÐAMÓTIN?
Hér sést bifreid Sigurðar Daníelssonar kennara í botni gilsins við brúna á Ytri-
Laxá enþar féll bifreiðin um 60 metra niður eins og sagði frá íDV ígœr.
DV-mynd: Rannveig Sigurðardóttir, Blönduósi.
„Lögfræðingur minn er búinn aö
senda svar til Verðlagsstofnunar. Eg
var búinri að ráðfæra mig viö mina lög-
fræöinga áöur en ég byrjaöi aö aug-
lýsa. Viö töldum þá og teljum enn aö
þetta sé í lagi,” segir Davíö Scheving,
forstjóri Sólar hf. Eins og kunnugt er
hefur Verðlagsráö fariö þess á leit aö
fyrirtækið hætti aö auglýsa gjöf á bíl til
Soda Stream eigenda.
Auglýsingin brýtur í bága viö 33. gr.
laga um verðlagsmál. Þar segir:
Oheimilt er í því skyni aö örva sölu á
vöra, þjónustu eöa öðru því, sem í té er
látið og lög þessi taka til, aö úthluta
vinningum meö hlutkesti, í formi verö-
launasamkeppni eða á annan hliðstæð-
an hátt, þar sem tilviljun ræöur að öllu
leyti eöa aö hluta, hver niðurstaöan
verður.
Utgefendum blaöa og tímarita er þó
heimilt aö úthluta vinningum með hlut-
kesti í sambandi viö lausn verölauna-
samkeppni.
Davíð segist ekki skilja hvers vegna
þetta f jaöraf ok sé í kringum þessa aug-
lýsingu. Þaö séu bunkar af öömm aöil-
um sem séu meö svipaöa hluti í boði.
Boðið er upp á ókeypis sólarlandaferð-
ir og morgunmatarpakkar eru margir
fullir af alls kyns drasli til að lokka aö
kaupendur.
„Þaö getur vel veriö aö mér veröi
bannað að auglýsa. En ég er búinn aö
lofa aö gefa bílinn og þaö mun ég
standa við,” segir Davíð. „Annars er
til mjög einföld lausn á þessu máli.
Fyrst blaðaútgefendur eru undanþegn-
ir þessum lögum ætla ég aö gefa út
blað. Ég gef bara út Soda Stream tíð-
indi. Ég get fjölritaö þau á ljósritunar-
vélina. Fimm eintök ættu aö vera nóg.
Þau ættu aö geta komiö út upp úr mán-
aðamótum.”
Enn hefur ekki veriö tekin nein
ákvörðun um hvemig bregöast á viö
svari Sólar hf. hjá Verðlagsstofnun.
Máliö veröur tekiö til athugunar eftir
helgina. APH
Umsóknir um íbúðakaup
Stjórn Verkamannabústaða i Reykjavik óskar eftir umsóknum um
63 nýjar íbúðir í Ártúnsholti.
íbúðir þessar eru tveggja til fjögurra herbergja og verða væntanlega
afhentar siðla árs 1985 og fyrri hluta árs 1986.
Ennfremur er óskað eftir umsóknum um eldri ibúðir, sem koma til
endursölu síðari hluta árs 1985 og fyrri hluta árs 1986.
Um ráðstöfun, verð og greiðsluskilmála þessara ibúða gilda lög nr.
60/1984.
Umsóknareyðublöð verða afhent á skrifstofu VB Suðurlandsbraut
30, og verða þar einnig veittar allar almennar upplýsingar.
Skrifstofan er opin mánudaga — föstudaga kl. 9—12 og 13—16.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 4. jan. 1985.
Vakin er athygli á að eldri umsóknir eru fallnar úr gildi.
STJÓRN VERKAMANNABÚSTAÐA í REYKJAVÍK.