Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 8
8 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍOUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf„ Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. LJt- gerd Úr ritvélinni Ólafur B. Guðnason Ræktum físk og tölvur Efnahags- og atvinnuframtíð Islendinga felst ekki í ess- unum fjölmörgu. Hún felst ekki í sykuriðju, steinullar- iðju, saltiöju, stáliðju og jafnvel ekki í stóriðju, nema að mjög takmörkuðu leyti. Hún felst yfirleitt ekki í neinu, þar sem ríkinu er ætlað að borga verulegan kostnað. Orkufrekur iðnaður er nytsamlegur, ef ríkið lætur sér nægja að reisa orkuver út á trygg viðskipti, sem afskrifi orkuverin á hæfilegum tíma. Hins vegar er innlent fé svo lítið og erlendar skuldir svo miklar, að ekki er verjandi að leggja peninga í orkufrekan iðnað. Þá peninga, sem þjóðin á, og þá, sem hún treystir sér til að taka að láiii, á að nota í iðnað, sem ekki krefst mikillar fjárfestingar að baki hvers atvinnutækifæris. Við höfum skínandi dæmi um þá möguleika. Fiskeldi er komið á strik og tölvutækni fylgir fast á eftir, hvort tveggja af eigin rammleik Gæluverksmiðjurnar, sem verið er að byggja eða stendur til að byggja að verulegu leýti á kostnaö ríkisins og skattborgaranna, þurfa mikla fjárfestingu á hvern starfsmann. Þetta er alvarlegt í járnblendinu á Grundar- tanga og verður enn verra í kísiliðjunni á Reyðarfirði. Viö sóum meira en nógu af takmörkuðu fé þjóðarinnar og af dýru lánsfé í hefðbundnar og úreltar atvinnugreinar á borð viö sauðfé og kýr, þótt við bætum ekki á okkur byrðum á borö við hin nýju gæludýr ríkisins í steinull og salti, járnblendi og kísli, sykri og stáli. Um þessar mundir er töluvert dreymt um glæsta fram- tíð í líftækni. Margir telja, að við getum þar farið sömu leið og í tölvutækninni, til dæmis notað sérstöðu okkar í sjávarútvegi til að þróa tækni á afmörkuðum sviðum, sem milljónafyrirtæki stórþjóðanna sinna ekki. Til viðbótar dreymir menn um, að jarðhitinn færi okkur ekki aðeins orku til notkunar í líftækni, heldur einnig sér- stæðar tegundir af örverum, sem þrífast í miklum hita og brennisteinssýru íslenzkra hvera. Allt er þetta mjög spennandi, en á auðvitað langt í land. Verkefni okkar í líftækni ættu helzt að vera á sviði há- skólakennslu og rannsókna til undirbúnings hugsanlegum efnahagsávinningi í framtíðinni. Um leið megum við ekki gleyma, að enn nærtækara er að efla báskólakennslu og rannsóknir í fiskeldi og tölvutækni. Ekki dugir, aö fiskeldi sé aðeins kennt við bændaskóla. A háskólastigi þurfum við að efla líffræði og fiskifræði, sem gagnast í fiskeldi. Islendingar eru með ráöagerðir um fiskeldi í öðrum hverjum firði, en skortir fólk með trausta þekkingu á þessu sviði. Ekki er síður nauðsynlegt, aö ríkið hætti að sóa dýr- mætu fé í úreltar greinar og gæluverkefni og beini fjár- magninu í staðinn að grein eins og fiskeldi, sem þegar hefur sannað gildi sitt, — sem vaxið hefur upp úr grasrót- inni án umtalsverðrar opinberrar aöstoðar. Tölvutæknin er ekki eins langt komin, en hefur þó sannað tilverurétt sinn í ýmsum smáfyrirtækjum, ekki bara í Reykjavík, heldur líka úti á landi. Meöan fiskeldið þarf bara venjulegt lánsfé, þarf tölvutæknin áhættufé, því að margar ráðagerðirnar munu mistakast. Ríkið á ekki aö sá peningum í grýtta jörð. Það á að hlúa að grasrótinni á þeim stöðum, þar sem grös hafa reynzt spretta af sjálfsdáðum. Það á vitanlega að halda opnum möguleikum á líftækni. En fyrst og fremst ber að magna kennslu, vísindi og fjármagn og aftur fjármagn í fiski- rækt og tölvutækni. Þar er efnahags- og atvinnuframtíð okkar. Jónas Kristjánsson. án tára — Nei! ert það þú? Komdu marg- blessaður og sæll og mikið er gaman að sjá þig! Hvernig hefurðu það? Eg man ekki hvernig ég svaraði þessum hversdagslegu spurningum, því ég gerði það nánast á sjálfstýr- ingunni. Eg einbeitti mér að því að rifja upp hver maðurinn væri. And- litiö kom mér kunnuglega fyrir sjónir, en var þó á einhvern óskilgreinanlegan hátt breytt. Eg mundi semsagt eftir manninum, eða einhverjum honum náskyldum og nauðalíkum, en það var einhver hár- fínn, en mikilvægur munur á minn- ingunni og raunveruleikanum, sem stóð frammi fyrir mér, og geislaði af ánægju. Það er aldeilis ótrúlegt hversu auðvelt það er að halda uppi samræðum við bláókunnugt fólk, sýna glaðværð og áhuga, á sama tíma og minnisbankarnir eru settir á hvolf í örvæntingarfullri leit að nafni, stað og stund. Fyrr eða síðar víkur talinu að sameiginlegum kunn- ingjum, og þá er bráönauösynlegt að upprifjun sé endanlega lokið. Því ef gamall vinur manns, sem maður hefur ekki séð í tíu ár, kemst að því, eftir hálftíma samtal, aö hans kæri sálufélagi man ekki einu sinni hvaö hann heitir, hvað þá, hvar þeir kynntust, er hætta á aö gamli vinur- inn veröi sár, og jafnvel móðgaður. Það var ekki fyrr en ég ætlaði aö kveikja í sígarettu fyrir hann, og kveikti næstum í vel snyrtu yfir- skegginu, að það rann upp fyrir mér hver maöurinn var. Það var angist- arsvipurinn, sem kom á hann, sem rifjaði upp fyrir mér gamlar minn- ingar. Hann var útgeröarmaöur þegar ég kynntist honum, og gerði út gamlan ryökláf, sem var yfirleitt í slipp á vertíð. Þegar þessi manndrápsfleyta komst á sjó, fiskaöist undantekning- arlítið illa, og þegar það þó gerðist, að netadræsurnar flæktu sér utan um fisk, þá rifnaöi allt draslið, þegar átti aðhífainn. Það var angistarsvipurinn, sem rif jaði þetta upp fyrir mér, því þessi ágæti útgerðarmaður lifði í óttalegri bið eftir næsta áfalli. Allt sumariö, sem við vorum nágrannar, man ég ekki eftir aö hafa séð ánægjusvip á andliti hans, nema einu sinni. Það var þegar dallurinn sigldi mjúklega upp í f jöru. Þá brosti hann stanslaust þar til búið var aö draga fleyiö óskemmt á flot að nýju, en þá gat hann byrjað að hafa áhyggjur af því, sem ky nni að gerast næst. Mér sýnist reyndar að útgerðar- menn séu almennt óhamingjusamir. Þegar ekki fiskast, er það slæmt! En þegar fiskast vel er það slæmt líka, því þá reynist yerðið allt of lágt. Svo kostar olían svo mikiö. Og áhafn- irnar hafa svo há laun, en launin verða að vera há til þess að fá mann- skap á skipin. Ofan á allt annað, er ekki hægt að gera út, nema hafa skip! En skip eru dýr, og það þarf að taka dýr lán, til þess að kaupa þau og útbúa. Blessuö lánin eru verðtryggð, og þess vegna eru gengisfellingar stóráföll, en um leið bráönauðsynleg- ar, því þær hækka veröiö sem fæst fyrir fiskinn. Það krefst semsagt sálarstyrks að stunda útgerð. Og sálarstyrkur var ekki helsta skapgerðareinkenni vin- ar míns. Hann óttaðist að vísu aðeins eitt, en það var framtíðin, og þess vegna gekk hann um alla tíð með grátviprur viö munnvikin og vinir hans kölluðu hann Kökkinn, eftir því sem hann haföi alltaf í hálsinum. En frammi fyrir mér stóð nú glað- vær pattaralegur maður, sem aug- ljóslega hafði ekki frekar áhyggjur af framtíðinni en æviráöinn fulltrúi í stjórnarráðinu. Hann var ögn feit- lagnari en hann haföi verið þegar við sáumst síöast, og sællega ljósbrúnn í andliti. I stuttu máli sagt, maöur, sem ögraði framtíðinni með geisl- andi hamingju sinni. Eg fékk ekki oröa bundist, og spuröi hann hvernig útgerðin gengi nú. — Fínt, gengur fínt! Aldrei gengið betur! Eg lét kurteislega í ljós undrun mína, og vitnaði til fyrri kynna okkar, og yfirlýsinga útgeröar- manna almennt í fjölmiðlum. Hann hló góölátlega og vísaði athugasemd- um mínum á bug. — Eflaust gengur það illa hjá þeim, en hjá mér gengur þaö fínt. Þegar ég gekk á hann, viöurkenndi hann að hafa aukiö nokkuö umsvifin frá því foröum. — Eg er meö fjóra báta nú, og hef mjög þokkalega upp úr því. Get ekki kvartað. Ef útgeröarmaður segist hafa mjög þokkalega upp úr starfseminni, þýðir þaö á mannamáli, að hann græöir á tá og fingri. Svo ég kraföist frekari skýringa. — Fiska þeir þá svona vel hjá þér? Hafðirðu vit á því að verða fyrstur í rækjuna? Hann hló svo mikið að honum svelgdist á, og velti um koll viskí- glasinu. Það tók tíma að panta nýja drykki og fá skipt um dúk, og á meðan náði hann sér af kátínunni, svo að hann mátti mæla. — Elskanmín! Þaö er vonlaust að útgerö beri sig á f iskiríi! Honum fannst fákunnátta mín svo fyndin, aö hann gerði aftur smáhlé, til þess að hlæja aö henni, en varlega þó, því viskí er fínn drykkur. — Sjáöu til, ég hef mína báta annaðhvort í slipp, eöa við bryggju. Þannig spara ég mér olíukostnaðinn, og þarf ekki aö borga áhöfnunum. Semsagt enginn tilkostnaður! — Þú hefur þó þurft að kaupa bát- ana? — Gamlir og verðlausir ryðkláfar, fékk þá fyrir ekki neitt, til þess að gera! — En ef þú ekki fiskar. . .? — Eg fiska ekkert, en ég sel samt fisk! Sjáöu til, ég krækti mér í kvóta út á alla bátana, í upphafi! Svo sel ég fiskinn, sem ég veiði ekki, þeim sem vilja taka sénsinn á því að hann gefi sig! Fjallviss peningur, og engin áhætta! Hann varö alvarlegur á svip, og hallaöi sér yfir boröiö, um leið og hann lækkaðiröddina. — Þetta kvótakerfi er það besta, sem gert hefur veriö í útgerðar- málum hér, frá því landhelgin var færð út! Eg segi það satt! Utgerð án tára!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.