Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 9
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
9
Eg þekki hvorki haus né sporö á
Guðríði Elíasdóttur, nýkjömum vara-
forseta Alþýðusambands islands.
Hún hefur um árabil verið formaöur
verkakvennafélagsins Framtíðar-
innar í Hafnarfirði en að ööru leyti er
konan óþekkt öllum almenningi.
Engu aö síður mælist kjör hennar vel
fyrir, kemur þægilega á óvart.
Sennilega vegna þess að á því er
manneskjulegur blær.
Guðríður segir frá því í blaða-
viðtali aö hún sé næstelst fjórtán
systkina og hafi sína starfsævi verið
sjómannskona og húsmóðir. Hún
unir því hlutskipti vel.
Guðriður Elíasdóttir mun varla
efna til byltingar í verkalýös-
hreyfingunni eöa bíta í skjaldar-
rendur í stíl við forna kappa verka-
lýðsbaráttunnar, en kosning hennar
felur í sér straumhvörf aö því leyti aö'
hún er fyrsta konan sem kjörin er til
varaforsetatignarí ASI. Henni fylgja
sex aðrar konur inn í miöstjórn sam-
bandsins. Ef til vill er þetta mark-
verðasti árangur sem konur hafa náð
í baráttu undanfarinna ára til auk-
inna réttinda sér til handa. Jafnvel
meiri árangur en kosningar kvenna í
borgarstjórn og alþingi.
Guðríður Elíasdóttir sómir sér vel
í hinni nýju áhrifastööu vegna þess
aö hún þekkir vel til alþýöukjara;
réttur og sléttur fulltrúi þeirrar
kynslóöar og þeirra kvenna sem hafa
tekist á viö lífið án fyrirferðar og
gauragangs. Það að vera sjó-
mannskona og húsmóöir er vega-
nesti og lífsreynsla sem varaforseti
ASI getur verið f ullsæmdur af.
Húsfreyjan
Húsmóðurstarfið er mesta
ábyrgðar- og virðingarstaðan í sam-
félaginu. Sú staða hefur verið van-
virt og vanþökkuð alltof lengi.
Jafnvel konumar sjálfar hafa gert
lítið úr því, í ákafa sínum í jafnréttis-
baráttunni.
öll höfum við átt mæður og
ömmur, og karlpeningurinn hefur átt
eiginkonur og bamsmæður.
Flest þekkjum við
mæðraþelið
af eigin reynslu
Hin hefðbundna húsmóðir, elda-
buskan, þvottakonan, uppalandinn,
kennslukonan, húsfreyjan á heimil-
inu, hefur gegnt lykilhlutverki.
Móöirin, sem hefur veitt bömunum
athvaf og uppörvun, konan á bak við
eiginmanninn, hinn óeigingjami
förunautur og bakhjall hverrar
fjölskyldu, er sú kjölfesta sem haft
hefur meiri áhrif en nokkurn grunar
og almennt er viðurkennt.
Þjóöfélagsaðstæður hafa rekið
konurnar út á vinnumarkaðinn.
Kannske hefur þar mestu ráðið að
efnahagur og launakjör einnar fyrir-
vinnu hefur gert það óumflýjanlegt
að konan hefur þurft að leggja á sig
tvöfalda vinnu, utan og innan heim-
ilis. En vaxandi nienntun kvenna og
krafan um jafnan rétt kynjanna
hefur og átt sinn þátt í þessari þróun.
Þá sögu er óþarft að rifja hér upp.
Hún er eölileg og óhjákvæmileg.
Konur em sjálfstæöari og virkari
meö hverju árrnu, samfara
breytingum í sifjamálum, heimilis-
haldi og lífsháttum almennt.
Það er því löngu tímabært aö þær
hasli sér völl í æöstu forystu samtaka
á borö við Alþýðusamband Islands.
Það fer þar að auki vel á því að
húsmóðir veljist til þessarar virðing-
arstöðu, vegna þess að húsmóðirin er
og veröur vandasamasta og verðug-
asta hlutverk hverrar konu.
Karlaveldið
Fjölgun kvenna í miðstjórn ASI
ber þó þann skugga aö karlaveldið í
klúbbnum sat viö sinn keip. Enginn
þeirra vildi víkja. Niðurstaðan varð
því sú að fjölgað var í miðstjóminni
sem nam sætum kvennanna. Þær
mega sem sagt komast að, blessað-
ar, meðan þær stugga ekki viö karla-
valdinu. Vonandi verða þær ekki upp
á punt í miöstjóminni, konurnar sjö.
Það er auðvitað undir þeim sjálfum
komið.
Konur eru nú til jafns við karla á
vinnumarkaðinum, en misrétti í
launum og kjömm milli kynjanna er
ennþá hróplega mikið. I framtíöinni
þarf að eyða þeim fordómum, að
konur séu óverðugur starfskraftur,
enda hlýtur sú regla að eiga að gilda
í þessum efnum sem öðrum aö hver
einstaklingur og vinnuframlag hans
sé metið að verðleikum en ekki
hormónum.
Kurteisishjal
Þaö sama á og að gilda í kjöri til
miöstjómar og forystustarfa í verka-
lýðshreyfingunni. Sú staölaða
Ellert B. Schram
skrifar:
skipting í kyn, flokka og búsetu, sem
nú virðist ríða húsum í Alþýðusam-
bandinu, verður aðeins til að hneppa
þessa fjöldahreyfingu enn frekar í
fjötra heföbundinna og staðnaðra
vinnubragöa.
Það er dæmalaus hræsni þegar
því er haldiö fram að stjómmála-
flokkarnir ráði engu um stjórnarkjör
á ASl-þingi. Þar eru menn óspart
dregnir í dilka eftir flokkspólitískum
skoðunum og forystumenn flokkanna
halda jafnvel hádegisverði og klíku-
fundi með „sínum mönnum” til að
kippa í spotta. Fjölgunin í
miðstjórninni stafaði ekki síst af því
að ekki mátti raska valdajafnvæginu
flokkanna í milli.
Nú er ég ekki að segja að það sé
slæmt að mismunandi skoðanir fái
að njóta sín í stómm samtökum. En
þessar stífu leikreglur og jafnvægis-
kúnstir verða augljóslega til þess aö
enginn þorir aö gera neitt til aö
styggja ekki hina. Kjarabaráttan
verður að kurteisishjali og ásýnd Al-
þýöusambandsins verður verri en
hjákátlegar edikettur konungshirð-
arinnar, þar sem enginn mátti
móöga annan, nema vera settur út af
sakramentinu.
öllum ber saman um aö ASl-þingið
hafi verið máttlaust og tilþrifalítið.
Skort allan kraft. Viðhorf launþega
til kjaramála fóru fyrir ofan garö og
neðan. Sennilega hefur aldrei áður
gerst að 20% launahækkun sé aftur
tekin með dúndrandi gengisfellingu,
án þess að Alþýöusambandsþing
æmti né skræmti. Annaðhvort sætta
launþegar sig viö kjaraskeröingu
gengisfellmgarinnar möglunarlaust
ellegar Alþýðusambandið er orðiö
tannlaust ljón. Nema hvort tveggja
sé.
Hin dauða hönd
Víst em þeir Ásmundur Stefánsson
og Björn Þórhallsson hófsemdar-
menn í orði og verki og enginn skyldi
lasta það. Þeir ganga ekki lengra en
umbjóðendur þeirra leyfa. En það
vekur engu að síður athygli utanað-
komandi hve viðbrögö þingsins em
slöpp og laus við þann þunga og bar-
áttukraft sem búast hefði mátt viö.
Getur það verið að ástæðan sé sú,
sem aö framan er rakin, að hin
dauöa hönd flokkavaldsins og valda-
jafnvægisins sé búin að hertaka og
lama baráttuþrekið? Geturþað verið
að Alþýðusambandið sé að falla í
sömu gryfju og flokkamir sjálfir, að
vera svifasein stofnun sem hugsi
meir um innri völd, valdanna vegna,
heldur en hræringarnar í þjóðlífinu?
Jón Baldvin Hannibalsson sat fyrir
svöram í sjónvarpinu á þriðjudag-
inn. Hann fór mikinn og lét hvergi
deigan síga. Sumt var blaður, annað
bitastætt. Eitt var þaö sérstaklga
sem ég hjó eftir í oröum hans og sló
mig. Jón fullyrti að stærsti flokkur
þjóðarinnar hefði misst tilfinningu
fyrir högum launafólks og viðhorfum
þess. Átti hann þá einkum við
opinbera afstööu Sjálfstæðis-
flokksins til verkfalls opinberra
starfsmanna.
Nú má auðvitað um þessa full-
yrðingu deila, en ef eitthvaö er til í
henni þá er það nógu slæmt fyrir
stjórnmálaflokk. En verra er þaö
fyrir þau samtök sem beinlínis eru
mynduð af launþegunum sjálfum.
Pólitík er tilfinning
Alþýðusambandsþingið kemur
manni þannig fyrir sjónir aö þaö
endurspegli alls ekki, eða þá í skötu-
líki, þann tón og þau viðhorf sem
gætir meöal fólksins sjálfs.
Hvort sem mönnum líkar betur eða
verr þá er pólitík háð tilfinningum og
geðhrifum jafnt sem kaldri rök-
hyggju. Stjórnmálaflokkar og
alþýðusamtök, fjöldahreyfingar
hvers konar, eiga líf sitt undir því að
skynja undirölduna í þjóöfélaginu og
sveiflumar í almenningsálitinu.
Ekki endilega til að beygja sig fyrir
þeim, en allavega að skilja þær og
bregðast við þeim með ærlegum
hætti.
Pólitík flokka og stétta á ekki aö
stjórnast af lýðskrumi, en hún má
ekki missa jarðsamband.
Alþýöusambandsforystan ætti að
hugleiöa stöðu sína. Og það ættu
fleiri aö gera sem biöla til al-
mennings um fylgilag. Það er ekki
nóg að breyta skipulagi, punta upp á
stjórnarkjör og hrósa sigri í eigin
samtökum, ef tilfinninguna og jarð-
sambandið skortir. Þegar allt kemur
til alls þá em kjörnir fulltrúar og
foringjar aðeins þjónar fjöldans,
talsmenn og túlkendur umbjóðenda
sinna. Þaö gildir jafnt um pólitíkina
sem verkalýöshreyf inguna.
Vonandi er tilþrifaleysi ASl-þings
ekki tákn þess og vottur að samtök
alþýðunnar séu vaxin upp úr gras-
rótinni. Við skulum vona að
konumar í ASI haldi miðstjóminni
viöefnið.
Ellert B. Schram.
Hilsfreyja tíl hásætis