Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 16
16 DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984. NÚ FER HVER AÐ VERÐA SÍÐASTUR TILBOÐIÐ STENDUR TIL 2. DES. Opið laugardaga frá 10—16 og sunnudaga frá 14—16 É>ttrlð Auðbrekku 9 Kópavogi Sími 46460 Sendum í póstkröfu GAGNSLAUS NJÓSNARI — en enginn dregur í efa snilligáfu Ashkenazys sem tónlistarmanns Kynntust þau Vladimir Ashkenazy og Þórunn kona hans Jóhannsdóttir þegar Ashkenazy var settur til þess aö njósna um hana? Það skyldi þó aldrei vera. í nýrri ævisögu Ashkenazys, sem væntanleg er bæði á íslensku og ensku, dregur píanósnillingurinn enga dul á að hann hafi um hríð verið njósnari fyrir leyniþjónustuna KGB. Hlutverk hans hafi verið að afla upplýsinga um erlenda stúdenta í Moskvuborg. Þeirra á meðal var Þórunn Jóhannsdóttir. Það er maður aö nafni Jasper Parrott sem fært hefur sögu Ashkenazys í letur en Parrott þessi mun vera umboðsmaður Vladimirs. Bókin kemur út hjá forlaginu Collins á Englandi nú í haust og samtímis birtist íslensk þýðing sem Guðni Kolbeinsson hefur unnið fyrir bókaútgáfuna Vöku. Islenska útgáfan kallast Ashkenazy — austan tjalds og vestan og undirtitill hennar er: „Reynslusaga Vladimirs Ashkenazys og fjölskyldu hans”; enska frumútgáfan heitir á hinn bóg- inn „Beyond Frontiers”. Ashkenazy var fy rr í þessum mánuði staddur í kóngsins Kaupinhafn til þess að stjórna Útvarpshljómsveitinni á tveimur tónleikum. Koma hans vakti að sjálfsögöu töluverða athygli í Dan- mörku, því Ashkenazy er nú óðum að skipa sér í flokk fremstu stjórnenda heims. Blaöamaöur frá Politiken átti til dæmis samtal við Ashkenazy og fjallaði ekki síst um uppljóstranir tón- listarmannsins um að hann heföi verið í þjónustu KGB í Moskvu. Of óttasleginn til að hafna boði KGB „Hvers konar njósnari ég hafi ver- ið?” svaraöi Ashkenazy spurningu blaðamannsins og brosti breitt. ,,KGB ,komu til min og fóru fram á að ég njósnaði um erlenda stúdenta við tón- listarskólann í Moskvu. Eg var of ótta- sleginn til þess að hafna þessu boði. Á það ber að líta að ég var ekki nema tuttugu og eins árs að aldri og hafði vaxtareikningur ERÐBOLGU. Mánaðarlega eru borín saman kjör hávaxtareiknings og verðtryggðra reikninga hjá bankanum, og vaxtabreytingar gerðar svo að Hávaxtareikningur verði alltaf betri kostur. Betri kjör bjóðast varla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.