Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 17
0*Lrn
Þessi frábœri „litii bróðir" BBC tölvunnar sem getur þó fleslallt
á aðeins Kr. 8.980,- (staðgreiðsla)
eða Kr. 3.000,- úlborgun og eftirstöðvar á 6 mánuðum.
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
acorriw electron
„Ég ákvað strax að gefa
KGB aldrei neinar upp-
lýsingar sem gætu skaðað
samstúdenta mína."
öllu aö tapa ef ég færi ekki eftir fyrir-
mælum yfirvaldanna. Þar aö auki var
mér tjáö aö KGB starfaði einungis til
heilla rússnesku þjóöinni. Þess vegna
svaraði ég, skjálfandi á beinum: Já, já
*>
Ashkenazy var þessu næst spurður
hvers konar upplýsingar sovéska
leyniþjónustan hefði fariö fram á aö
hann veitti um erlendu stúdentana.
„Æ, alls konar upplýsingar um
einkalíf þeirra. Ég var neyddur til þess
aö skrifa ítarlegar skýrslur sem ég
fékk síðan í hendur KGB en ég ákvaö
strax aö skrifa aldrei neitt í þessar
skýrslur sem gæti skaðaö samstúdenta
mína. Eg gaf aldrei annaö en jákvæö-
ar, almennar upplýsingar sem ekkert
var hægt aö nota. Þetta var spuming
um samvisku mína. Ég fylgdi bara til-
finningu minni fyrir því hvaöa upplýs-
ingar voru skaölausar en annars er ég
hálfgeröur einfeldningur í málum af
þessu tagi. Þaö kom líka aö því aö KGB
gáfu mig upp á bátinn. Þeir geröu sér
grein fyrir því aö eina áhugamál mitt
var tónlistin og að ekki væri hægt aö
notamigtilannars.”
Þaö var, sem kunnugt er, á tónlistar-
háskólanum í Moskvu sem Vladimir
Ashkenazy kynntist Þórunni Jóhanns-
dóttur og gekk aö eiga hana. Eftir að
hann sigraöi í hinni merkilegu
Tjækovskí-keppni fyrir píanóleikara í
Moskvu áriö 1962 fékk hann tækifæri til
þess aö ferðast til útlanda. Ari síðar
lék hann á tónleikum á Englandi og
ákvaö að snúa ekki aftur til Sovétríkj-
anna. Hann geröist „tengdasonur
íslensku þjóðarinnar” en býr nú í Sviss
ásamt f jölskyldu sinni.
Ástfanginn átta
ára gamall
I fyrrnefndu viötali í Politiken segist
Ashkenazy nú hafa fundiö hárrétt jafn-
vægi milli hljómsveitarstjómar og
píanóleiks. Hann stjómar nú hér um
bii fimmtíu tónleikum á ári, meöal
annars hjá ýmsum frægustu sinfóníu-
hljómsveitum heims en einleikur á
píanó þrisvar sinnum oftar.
„Þaö er til svo mikið af fallegri
hljómsveitartónlist að ég stóðst aö lok-
um ekki þá freistingu aö fara að
stjórna líka,” sagöi Ashkenazy í Kaup-
mannahöfn. „Ég get ekki lýst sam-
bandi mínu við hljómsveitina ööruvísi
en sem gömlu ástarævintýri sem hófst
þegar ég var átta ára gamall í Moskvu.
Þá heyrði ég í fyrsta skipti í sinfóníu-
hljómsveit leika og þaö haföi
ógleymanleg áhrif á mig. Og eins og
allirvita: Fyrsta ástin erætíðsústerk-
asta í lífi manns. Maður gleymir henni
aldrei.”
Danski blaðamaöurinn lýsti því næst
æfingu hjá Utvarpshljómsveitinni
undir stjórn Ashkenazys.
„Hann virðist enn vera litli átta ára
drengurinn sem varö ástfanginn af sin-
fóníuhljómsveitinni heima í Moskvu.
Hann brosti hamingjusamur meðan
tónlistarmennimir léku langa og fall-
ega melódíu úr þriöju sinfóníu
Brahms. Þaö lýsti af honum langar
leiðir, bæöi sem manneskju og lista-
manni. Enginn myndi trúa því aö hann
heföi nokkru sinni verið í sambandi viö
KGB...” Endursagt:-IJ.
YIEM
MISSTU EKKI
VIKU ÚR LÍFI ÞÍNU
ASKRIFTARSlMINN ER
27022
FULLKOMIN
FRAMTÍÐARTÖLVA
FYRIR HEIMILI.SKÓIA
LEIKIOG LÆRDÓM
Eftir 3 ára sigurgöngu hafa framleiðendur
BBC tölvunnar hannað nýja undratölvu, sem
gœdd er flestum helslu kostum BBC tölvunnar.
ÍSLEIMSK RITVINNSLA
ELECTRON TÖLVA FYRIR ALLA!
ÚTSÖLUSTAÐIR:
m 'samband!
TRYGGVAGÖTU • SÍIVII: 19630
Akranesi: Bókaskemman
Akureyri: Skrifstofuval
Bolungarvík: Einar Guflfinnsson
ísafirði: Póllinn
Hafnarfirði: Kaupfélag Hafnfirðinga
Patreksfirði: Radióstofa Jónasar Þór
Keflavik: Stúdeó
Vestmannaeyjar: Músik og myndir
Reykjavik: Hagkaup
TiMABÆR