Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
Xts
t
jjrctiil
Kremlarfræöi eru sérstök vísindi
sem veröa æ meira áberandi eftir því
sem meiri harka sýnist færast í
valdabaráttuna í Kreml. Gorbatév,
Rómanov og hvaö þeir heita allir;
þeir boöa ekki blaöamannafundi til
þess aö klekkja hver á öörum, og at-
kvæðagreiöslur fara ekki fram til aö
sýna styrk þeirra, ó nei. Aftur rýna
Kremlarfræöingar ákafir í myndir frá
opinberum athöfnum; hver stendur
viö hliö hvers, hver er úti í homi, af
hverjum birtist mynd í Prövdu og
hvar, hver fer í leikhúsið meö
Téménkó? Og nú hafa þessir spek-
ingar fengiö nýtt viðfangsefni og
aukiö viö fræöi sín; hér er átt viö
klæöaburð sjónvarpsþula.
Raunar er orðið þó nokkuö síöan
vestrænir sendimenn í Moskvu tóku
eftir því aö þegar fréttaþulir í sjón-
varpinu klæöast svörtu þá boðar það
yfirleitt himnaför einhvers flokka-
broddanna. Þegar þulurinn þann 10.
nóvember síöastliöinn birtist á
skerminum svartklæddur frá hvirfli
til ilja þá fór kliöur um blaðamenn og
diplómata. Hver haföi nú horfiö á vit
Leníns og Stalíns? Svariö lá svo sem í
augum uppi: Ustínov marskálkur,
vamarmálaráöherra Sósíalísku
ráðstjómarríkjanna. Hann haföi ekki
verið við athöfn á Rauða torginu
nokkrum dögum fyrr þegar minnst var
afmælis byltingarinnar, en missi hátt-
settir Sovétleiötogar af þvílíkum viö-
buröi fara myllur Kremlarfræöinga
aö mala ósparlega. Blaöamenn tóku
aö ydda blýanta sína og hripa á blað
minningarorö um Ustínov.
Næsti dagur rann upp eins og lög
gera ráö fyrir og hvað var nú á
seyöi? Annar sjónvarpsþulur las upp
fréttirnar og hann var klæddur peysu
sem var tvílit: svört öörum megin en
hvít hinum megin. Haföi marskálkur-
inn snúið vöm í sókn? Blaðamenn-
irnir brutu odd af nýydduðu oflæti
sínu og biöu meö minningarorðin.
Biöin reyndist skynsamleg. Enn leiö
heill sólarhringur og næst á dag-
skránni voru fréttir. Þulurinn var að
þessu sinni kvenkyns og iklædd
skrautlegri blússu í öllum regnbogans
litum, frá hárauöu á hægri ermi og til
dökkblárrar vinstri ermar. Þaö var
gærdeginum ljósara aö marskálkur-
inn haföi sannlega ekki látið í minni
pokann fyrir sjúkdómum og elli, hann
hafði bersýnilega aldrei veriö hress-
ari! Diplómatar sneru sér aftur aö
kokkteilglösum og blaöamenn fleygöu
blýöntum sínum út í horn.
1 Moskvu er það sem sé ekkert
gamanmál aö rífa svörtu fötin sín út
úr klæðaskáp aö morgni. Þama
Júríj heitinn
Andrópov í
sínu fínasta
pússi.
austur frá lýtur þjóðfélagiö allt svo
ströngum og óbifanlegum siöareglum,
og ekki síst uppi í hæstu hæðum, aö
venjuleg föt verða óvænt aö
einkennisbúningi og svolitlar breyt-
ingar á klæðaburði leiötoganna eða
annarra sem alþýðan sér geta veriö
til vitnis um stórviöburöi. Kremlar-
fræöingar eru nú sem óöast aö veröa
sérfræðingar í fatatísku ofan á allt
annaö.
Og rétt eins og Kremlarfræöingar
fylgjast meö Kremlverjum þá hafa
Kremlverjar vakandi auga með
Kremlarfræðingunum. Eftir þessa
uppákomu í sjónvarpinu spyr nú hver
Kremlarfræðingur annan: Var verið
aö gera gys aö okkur, eöa er þetta
nýtt og viðsjárvert skeið í blekkingar-
starfi Sovétmanna?
Spyr sá sem ekki veit. Kannski
ískrar nú í Gorbatév hláturinn um
leið og hann hnýtir á sig vandlega
válið hálstau, kannski skellihlær
Rómanov um leið og hann rennir
löngunaraugum til keisarabúnings
nafna sinna á myndum.. .
Útboð
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi:
RARIK—84024. Byggja og innrétta skrifstofuhús svæðis-
stöðvar á Hvolsvelli.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofum Rafmagnsveitna
ríkisins Austurvegi 4, Hvolsvelli, og Laugavegi 118, Reykja-
vík, frá og með mánudegi 3. desember 1984 gegn kr. 5.000
skilatryggingu.
Tilboðum skal skila í lokuðu umslagi merktu RARIK-84024
skrifstofuhús RARIK Hvolsvelli, á skrifstofu Rafmagnsveitna
ríkisins Laugavegi 118, Reykjavík, kl. 14.00 miðvikudaginn 2.
janúar 1985 og verða þau þá opnuð að viðstöddum þeim
bjóðendum, er þess óska.
Reykjavík, 29. nóvember 1984,
Rafmagnsveitur ríkisins.
ITT Ideal Color 3424,
-fjárfesting í gæöum
á stórlækkuöu veröi.
Vegna sérsamninga við ITT verksmiðjurnar í Vestur Þýskaíandi hefur okkur tekist að fá
TTT takmarkað magn af 22" litasjónvörpum á stóríækkuðu verði.
Verö ð 22" ITT STGR.
litsjónvarpi m/fjarstýringu 33.970,-
Sambærileg tæki fást ekki ódýrari.
ITT er fjárfesting í gæðum.
SKIPHOLTI 7 SÍMAR 20080 26800
HAUSTHAPPDRÆTTI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS 1984
VINNINGAR:
1. Greiðsla upp í íbúð kr. 350.000.
2. Greiðsla upp í íbúð kr. 300.000.
3. Bifreiðavinningur kr. 200.000.
Skrifstofan er opin frá kl.
9-22.
SIMI82900.
Vinsamlega gerið skil sem allra fyrst
SÆKJUM - SENDUM