Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 22
22
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984
Jón Hallgrímsson flugmaður: „ Vandamálin eru svo flókin að það er
ógjörningur að átta sig á heildarmyndinni nema hafa farið á staðinn.
Og jafnvelþá liggja lausniralls ekkiá lausu." DV-myndBj.Bj.
RÆTT
VIÐ
ÍSLENSKAN
FLUGMANN
SEM
FLÝGUR
MEÐ
HJÁLPAR-
GÖGN
TIL
EÞÍÚPÍU
„Fyrstu ferðina mína fór ég með sjón-
varpsmenn frá Addis Ababa. Við lentum
um áttaleytið að morgni við búöir sem
nefnast Khorem og þá var verið að hef ja
matargjafir dagsins. Sjónvarpsmenn-
irnir byrjuðu að taka myndir og á
skammri stundu höfðu fimm manns
gefið upp öndina fyrir augum okkar. Þá
brotnuðu sjónvarpsmennirnir saman og
hágrátandi tóku þeir niöur myndavélar
sínar. Þeir sögðust ekki hafa haft hug-
mynd um að ástandið væri svona slæmt.
Svo bættu þeir við að myndirnar yrðu
vitaskuld aldrei sýndar í eþíópíska sjón-
varpinu. Það var ekki fyrr en BBC kom í
þessar sömu búðir stuttu síðar að hörm-
ungarnar komust á allra vitorð.”
Hér talar Jón Hallgrímsson, íslenskur
flugmaður, sem í haust hefur unnið við
aö fljúga með matvæli og önnur hjálpar-
gögn til sveltandi lýðs í Eþíópíu. Þar
hafa geisað þurrkar að undanförnu meö
ömurlegum afleiðingum eins og Vestur-
landabúar eru nú fyrst aö frétta af. Þeir
hafa að sönnu brugðist vel og rösklega
við, og loftbrú hefur verið komið á til
Eþíópíu; þangað streyma nú matvæli,
fatnaður, lyf og annað sem að gagni má
koma. En sumir telja að hjálpin hafi
komiö of seint, aðrir að ekki nema hluti
hennar komi í raun og veru að notum. Að
þessu víkur Jón Hallgrímsson hér á
eftir, en hann var fyrst beðinn að segja
frá því hvernig stæði á því aö hann tæki
þátt í hjálparstarfseminni í Eþíópíu.
„Eg starfa hjá hollensku flugfélagi
sem nefnist Schreiner Airways og það
rekur starfsemi um allan heim, fyrst og
fremst fyrir olíufélög. Ég hef unnið hjá
félaginu í nokkur ár en var áður hjá
Iscargo og Sverri Þóroddssyni; svo var
það eitthvert flökkublóö sem olli því að
ég sótti um þetta starf og fékk það á
endanum. Þetta er gott félag og mikil til-
breyting í starfinu; ég byrjaði á því að
starfa í Líbýu og var þar í átta til níu
mánuði samtals; síðan hef ég verið í
Nígeríu, Tógólandi og nú síðast í
Eþíópíu.”
Eþíópiumenn vildu ekki
viðurkenna hungursneyðina
— Ertu þá búsettur erlendis?
„Nei. Vinnunni er þannig háttaö aö ég
er úti samfleytt í sex til átta vikur, en fæ
svo fjögurra vikna frí og þá kem ég
heim.”
— Sehreiner Airways, er þetta stórt
flugfélag?
„Eg myndi segja að það væri nokkuð
stórt. Félagið á fimmtán Twin Otter
vélar og nokkrar smáþotur, auk sjötíu
eða áttatíu þyrlna. Félagið kemur víða
við; ætli það reki ekki nú starfsemi í
fimmtán löndum og þar á meðal eru
ýmis lönd Suður-Ameríku, Indland og
nokkur ríki við Persaflóann. Svo hefur
félagið fyrir stuttu gert samning um
starfsemi í Kína og er fyrsta erlenda
flugfélagiö sem nær slíkum samningum
þar í landi. Olíufélögin eru aðalvið-
skiptavinirnir eins og ég sagði; í Líbýu
unnum við fyrir Mobile Oil og í Nígeríu
flaug ég aðallega með verkamenn af
olíuborpöllunum noröur til Lagos.”
— En varla eru olíufélög vinnuveit-
endur á þurrkasvæðunum í Eþíópíu?
„Nei, við fljúgum fyrir Alþjóða Rauöa
krossinn. Eg kom þangað fyrst þann 20.
september í haust og þá gerðu fáir sér
almennilega grein fyrir því hversu
slæmt ástandiö væri. Þaö hefur sem
betur fer breyst. Aður en vestrænir fjöl-
miðlar vöktu athygli umheimsins á
vandamálunum á þurrkasvæðunum
reyndu yfirvöld í Eþíópíu oftast nær að
gera lítið úr þessu. Þeir viðurkenndu að
vísu að þarna væri við erfiðleika að
glíma, en það er ekki langt síðan Dr.
David, yfirmaður eþíópíska Rauöa
krossins, lýsti því yfir í New York aö
heimamenn væru fullfærir um að ráða
við ástandið. Það kom annað á daginn.”
Skógi vaxið svæði að
eyðimörk á fjórum árum
— Hverjir stunda nú hjálparstörf
þarna?
„Það eru fjöldamargir aðilar og
Alþjóða Rauði krossinn er ekki nema
einn þeirra. Aðrar hjálparstofnanir, ekki
síst á kristilegum grunni, hafa einnig
látið mikið að sér kveða. Fyrir Rauöa
krossinn erum við meö eina Twin Otter
og eina Herculesflugvél í stöðugum
flutningum; Trans America er á ferðinni
með þrjár Hercules-vélar; breski flug-
herinn er þarna líka og Þjóðverjar
sömuleiðis. Þannig að það er geipilegt
magn flutt þangað suður eftir, en ég er
hræddur um að þaö taki langan tíma aö
snúa vörn í sókn. Viö björgum engu á
tveimur eða þremur mánuðum ”
— Hvernig eru staðhættir á þurrka-
svæðunum?
„Astandið er verst í noröurhluta
Eþíópíu og þar er hálendi víða mjög
mikiö og vegakerfið lélegt, auk þess sem
borgarastyrjöldin setur strik í reikning-
inn. Það er þess vegna eina ráðið aö
flytja hjálpargögnin flugleiðis. Stundum
eru að vísu sendar af stað bílalestir með
matvæli og þess háttar en þær þurfa
stöðuga hervernd og eru óratíma á leið-
inni. Oftast nær er sta&iæmst um þrjú-
eða fjögurleytið á daginn og haldið
kyrru fyrir um nóttina af ótta við árásir
skæruliöa, og því getur það tekið allt upp
í fjóra daga aö fara vegalengd sem aka
mætti á tveimur tímum. Við megum hins
vegar fljúga til sjö á kvöldin. Eftir því
sem sunnar dregur í landinu eykst rækt-
að land, og þar er víða mjög fallegt um
að litast, en ræktunin á undir högg að
sækja. Mér var bent á stórt landsvæði
sem hefði verið vaxið þéttum skógi fyrir
aðeins fjórum árum, en þar er nú eyði-
mörk. Fólkið hefur höggviö trén til eldi-
viðar og það sem verra er; rifið þau ger-
samlega upp meö rótum svo upp-
blásturinn á greiða leið að viðkvæmari
gróðri.”
Fjöidinn allur af flökkufólki
sem enginn vill sjá
— Hefur stríðið mikil áhrif á hjálpar-
starfið?
„Já, mér er óhætt aö segja þaö.
Annars er svolítið erfitt að átta sig á
þessu stríði. Norður í Eritreu hafa menn
barist í tuttugu ár gegn yfirráöum
Eþíópiustjórnar og andstæðingar marx-
istastjórnarinnar í Addis Ababa hafa
einnig gripið til vopna. A stórum svæð-
um, þar á meðal þurrkasvæðunum,
virðist stjórnin aðeins ráða helstu
borgum og bæjum en andstæðingar
stjórnarinnar fara sínu fram í
sveitunum. Maður varð oft var viö að
engin stjórn hafði ríkt á sumum svæðum
svo árum skipti. Rétt hjá bænum Ala-
meta er prýðileg flugbraut en þegar ég
lenti þar hafði ekki sést þar flugvél í tíu
ár. Afleiðingar þessara sífelldu átaka
eru meðal annars þær að á þurrkasvæð-
unum, og raunar víðar, er mikið af svo-
kölluðum „displaced persons”; flótta-
eða flökkufólki sem enginn vill sjá.”
— Hefur hungrið ekki sorfið illa að
þessu fólki?
„Jú, og raunar ekki hungrið eitt. I
sumum búðum hjálparstofnana er fólk
sem er komið langt aö, sumir hafa
kannski gengið tvö þrjú hundruð milur
norðan úr Eritreu með kornabörn á
handleggnum og það segir sig sjálft að
þetta fólk er afskaplega veikt fyrir hvers
konar sjúkdómum. Þetta er hálandafólk
sem er óvant næturkuldunum á þeim
svæöum þar sem ég var mest á ferð, en
þar fer hitinn niður í fimm gráður á
nóttunni. Fólkið veikist þess vegna fljótt
og mörgum er alls ekki hægt að bjarga. I
Khorem deyja að meöaltaii niutíu og
fimm manneskjur á hverjum sólarhring
og í Mabele kringum fjörutíu og fimm.
Þó eru síðarnefndu búðirnar alls ekki
stórar; æth þar séu ekki um fimm
þúsundmanns.”
Herinn grunaður um að
misnota hjálparstarfsemi
— Hvernig er aðkoman á þessum
stööum?
„Hún er helvíti dapurleg, það verður
ekki annað sagt. Það sem er kannski
átakanlegast er algert vonleysi sem
hefur gripið um sig. I landinu hafa níutíu
prósent þjóöarinnar hfað af landbúnaði
frá alda öðh og þurrkarnir og stríðið eru
á góðri leið með aö ganga af land-
búnaðinum dauðum. Þrátt fyrir allar
matarsendingar er borin von að koma