Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Side 24
■ ■ unu
myndir
- Fyrrum ritstjóri Times
velur bestu fréttamyndir
breskra Ijósmyndara
DV. LAUGARDAGUR1. DESEMBER1984.
Það er auðveldara að muna eftir
einni stillimynd heldur en kvikmynd á
hreyfingu. Fréttamynd í dagblaði
frystir tiltekið augnablik og þröngvar
því upp á hugann mun ákveönar en
sjónvarpsmynd getur nokkru sinni.
• Það er því blekking ein að kvikmynda-
og sjónvarpstækni muni koma í stað
fréttaljósmynda í framtíðinni eins og
ýmsir höföu spáð.
Harold Evans er líklega kunnastur
fyrir að hafa um tíma ritstýrt bresku
stórblöðunum The Sunday Times og
síðar The Times, en hann hefur auk
þess skrifað mikið um fréttaljós-
myndun og raunar gefið út bók um það
efni. Hann valdi á sínum tíma sex
bestu fréttamyndirnar sem breskir
ljósmyndarar hafa tekið og birtast þær
hér á opnunni. Evans tekur myndina af
því þegar Jack Ruby myrti Lee
Harvey Oswald sérstaklega sem dæmi
um yfirburði ljósmyndarinnar yfir
kvikmyndina. Morð þetta var sýnt í
beinni útsendingu í sjónvarpi og síðan
endurtekið hvað eftir annaö eftir at-
burðinn en engu að síður muna menn
betur eftir ljósmynd Bob Jackson
heldur en sjónvarpsmyndunum.
„Búdda mun skilja þetta"
Þá skrifar Harold Evans: „Frá
mínum bæjardyrum séð man ég best
eftir Víetnam-stríðinu sem þeirri stund
þegar Víetcong-maður var tekinn af
lífi án dóms og laga á götu úti. Jafnvel
Skólastrákar i Eton 1937. Tekin afJames Jimmy Sime.
hann lætur lítið yfir hlut sínum í henni.
„Eg tók hana bara eftir tilfinning-
unni,” segir hann. „Hvaða fífl sem er
hef ði getað tekið hana. ”
Lögregluforinginn sýndi engin
merki þess að ætla að skjóta fangann
fyrr en hann lét allt í einu til skarar
skríða.
„Hann lyfti hendinni með byssunni,”
segir Adams, „og um leið lyfti ég
myndavélinni en ég bjóst alls ekki við
því að hann myndi skjóta.”
Tom Hopkinson var síðasti
stjórnandi Picture Post, blaðs sem á
Bretlandi einbeitti sér að góðum
fréttaljósmyndum. Þegar blaðiö fór á
hausinn vildu ýmsir kenna um tilkomu
sjónvarpsins en Hopkinson neitar því
og hann tekur einnig mynd Eddie
Adams sem sönnun fyrir áframhald-
andi gildi ljósmyndarinnar.
„Þessi mynd hefur haft mest áhrif
einstakra ljósmynda á síðari árum og
áhrifamáttur hennar hefði algerlega
glatast í kvikmynd. Það var ná-
kvæmlega stillileikinn yfir henni —
augnablik frosið í tíma — sem hafði
svonamikiláhrif.”
Harold Evans bætir því við aö þetta
byssuskot hafi ef til vill verið hið af-
drifaríkasta í Víetnamstríðinu, ekki
vegna þess að þaö heyrðist um heim
allan heldur vegna þess að það sást.
Blöðin höfðu lítinn
áhuga í byrjun
Saga fréttaljósmynda er orðin býsna
gömul. Teknar voru Daguerromyndir
af brunanum mikla í Hamborg áriö
1840, Roger Fenton tók myndir í Krím-
stríðinu á sjötta áratug síðustu aldar
og þeir Matthew Brady og Alexander
Gardner festu á filmu atburöi borgara-
styrjaldarinnar í Bandarikjunum. Það
var þó ekki fyrr en 1880 sem tæknin var
komin á það stig aö unnt var að prenta
ljósmyndir í blöðum en þá brá svo
undarlega við aö blöðin höfðu afar tak-
markaðan áhuga til að byrja með. Nú
efast enginn um mátt fréttamyndanna.
Jafnvel miðlungsmyndir eru skoöaðar
af stórum hluta blaöalesenda og góðar
Hindenburg-siysið. Tekin af Murray Becker.
þó svo ég hafi myndina ekki fyrir
framan mig þá sé ég greinilega í huga
mér örvæntinguna í svip fórnarlambs-
ins þegar Nguyen Loan, foringi í
Saigonlögreglunni, bregður byssu
sinni upp að gagnauga þess.”
Nguyen Loan hleypti af, sem
kunnugt er, og sneri sér síöan að
viðstöddum og sagði: „Búdda mun
skilja þetta.”
Maöurinn sem tók myndina var
Eddie Adams hjá Associated Press og
Lögreglan skerst ileikinn. Tekin af lan Bradshaw.