Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Síða 41
DV. LAUGARD AGUR1. DESEMBER1984. 41 Spékoppar Var fríið gott? Nei, eins og venjulega var ég með vitlausa hluti með. Konuna og börnin. • Er ekki leiðinlegt að vera rukkari? Nei, fólk er svo vingjarn- legt að þaö biður mann allt- af að koma aftur einhvern tímann seinna. • Það er sagt að viskí, salat og kynlíf lengi lífið. Það þýðir það að ef kanínur drykkju þá yrðu þær eilífar. • Piparsveinar eru eins og gamlir refir. Þeir hirða agnið án þess að ganga í gildruna. Maður verður að venja sig við að vera gagnrýndur. Einn góðan veðurdag gæti það hent að maður giftist. Hvernig gengur á vél- ritunarnámskeiðinu þínu? Ágætlega. Núna geri ég bara 37 vitleysur á mínútu. • Eg fæ hótunarbréf sem ég get ekkert gert við. Nú, hvers vegna ferðu ekki til lögreglunnar? Þau eru frá borgar- fógeta. Eg veit ekki hvað það er sem amar að yður, sagði læknirinn. Kannski er þetta vegna brennivínsins. Það er allt í lagi, sagði sjúklingurinn. Eg kem aftur þegar það er runnið af þér. • Hann kom í vinnuna með risakúlu á hnakkanum. — Hvernig gerðist þetta? spurði einn félaga hans. — Konan mín sló mig. — Hversvegna? — Eg kallaði hana ódýra vændiskonu. — Með hverju sló hún þig? — Poka fullum af krón- um. Menningar-aðventa í Gerðubergi Nemendur Leiklistarskóla Islands flytja: ÞORPIÐ eftir Jón úrVör sunnudaginn 2. desember kl. 15.30. í'-iKr’i Forval vegna væntanlegs útboðs Leitaö er upplýsinga um almenn, tæknileg atriöi línuhraðla (linear accelerators) með röntgengeisla á orkubilinu 15—25 MeV (efri mörk): og rafeindageisla. Utboð er fyrirhugað snemma á næsta ári, 1985, á línuhraöli — samkvæmt ofangreindu — í þágu krabbameinslækningadeild- ar Landspítalans, og er staðsetning línuhraðalsins fyrirhuguð innan nýs húsrýmis á lóðarsvæði Landspítalans sem nú þegar hefur verið hannað í þessu augnamiði. Jafnframt er óskað tilvitnanalista um sjúkrastofnanir erlend- is sem nota þá línuhraðla sem framleiðendur kunna að bjóða. Upplýsingum skal skilað til Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7,105 Reykjavík, fyrir 28. desember 1984, merkt „For- valnr.: 3079/84”. Aðventukransana færð þú hjá okkur Einnig allt efni til aðventuskreytinga GARÐSHORN Suðurhlíð 35, sími 40500 DAGATÖL 295,00 CALENDAR 1985 Einmg: — Michael Jackson — Rolling Stones — David Bowie — Dallas og fleiri stórstjörnur. Mikið úrval af BOLUM 340,00 Tökum upp um mánaðamótin ný plaköt með - DURAN DURAN - WHAM - MICHAEL JACKSON - LIMAHL. Sendum í póstkröfu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.