Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1984, Page 44
FRETTASKOTIÐ
(68) • (78) • (58)
SÍMINN
SEM
ALDREI
SEFUR
Hafir þú ábendingu
eða vitneskju um
frétt — hringdu þá í
síma 68-78-58. Fyrir
hvert fréttaskot,
sem birtist eða er
notað i DV, greið-
ast 1.000 krónur og
3.000 krónur fyrir
besta fréttaskotið i
hverri viku,
Fullrar nafnleyndar
Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022.
er gœtt. Við tökum
við fréttaskotum
allan sólarhringinn.
Verðbólguhraðinn
60% fram í mars
dettur síðan aftur niður í 10-15% undir vorið
Hraöi veröbólgunnar verður um
60% næstu þrjá mánuði. Það þýðir að
haldi almennar verðlagshækkanir á-
fram í heilt ár eins og þá mánuði
verða heildarhækkanir verðlags 60%
á árinu. A þessum þrem mánuðum,
desember, janúar og febrúar, mun
verðlag hækka almennt um því sem á öðrum ársfjórðungi næsta árs
næst!2,5%.
Sé litið á lengra tímabil, síðasta
ársfjórðung þessa árs og fyrsta árs-
fjórðung næsta árs saman, má gera
ráð fyrir 45% verðbólguhraða. Strax
hægir verðbólgan á sér niður í 10—
15% hraða.
Þeir dr. Vilhjálmur Egilsson, hag-
fræðingur hjá Vinnuveitenda-
sambandinu, og dr. Sigurður B.
Stefánsson, hagfræðingur hjá Kaup-
þingi hf., voru sammála um þessar
verðbólguspár þegar DV leitaöi álits
þeirra. Verðbólgustökkið á rætur í
því að um 18% kauphækkanir og
álíka gengisfelling krónunnar koma
nú fram í árslok.
-HERB.
Búvörur:
Grundvöllur-
inn hækkar
um 12%
Sexmannanefndin ákvað í gær að
verðiagsgrundvöllur landbúnaðarvara
skyldi hækka um 11—12 prósent. Ekki
var samt búið aö ganga frá hækkun
hans að fullu. Utgjaldaliður bóndans í
grundvellinum hækkar um 11,8
prósent. Ekki var búið að ákveða hvað
dreifingarkostnaður búvara þyrfti að
hækka mikið seint í gær.
Hversu mikil hækkun verður á ein-
stökum búvörum til neytenda er ekki
hægt aö segja um að svo stöddu. Hækk-
un þeirra verður að meðaltali um 12
prósent. Hins vegar getur hún veriö
mismunandi vegna mismikilla niður-
greiðslna. APH
Frá 1. desember er áskriftar-
verð DV 310 kr. á mánuöi. Frá
sama tíma er verð blaðsins í lausa-
sölu 30 kr. eintakið, nema Helgar-
blaös, 35 kr. eintakið. Grunnverð
auglýsinga verður 180 kr. hver
dálksentímetri.
Mikíö fyrir lífið
AHKUG4RDUR
LOKI
Hvað segir verð/agseftir-
iitið um álagninguna á
LSD?
Árni Þór Sigurðsson námsmaður les kröfugerð námsmanna upp fyrir Pál Ásgeir Tryggvason, sendiherra
íslands í Noregi. DV-mynd Felix Högnason. — Símamynd —
íslenskir námsmenn á Norðurlöndum:
SETTUSTINNI
SENDIRAÐIN
Islenskir námsmenn í Osló, Kaup-
mannahöfn og Stokkhólmi settust inn í
sendiráð Islands í gær til að leggja
áherslu á kröfur sínar í lánamálum. I
Osló tóku um 30 námsmenn sér stöðu í
sendiráðinu og voru þar frá því kl. 10
um morguninn til klukkan hálffimm. I
Kaupmannahöfn voru námsmenn líka
í allan gærdag inni í sendiráðinu.
Þeir afhentu sendiherrunum bréf
þar sem þess var krafist að nemar á
fyrsta ári nytu lána frá Lánasjóði
íslenskra námsmanna og aö fjárhags-
staða sjóðsins yrði treyst. Einnig
kröfðust námsmenn þess að lánþegum
yrði gert skylt að vera i Samtökum
íslenskra námsmanna erlendis —
SINE.
Jón Einar Guöjónsson, fréttaritari
DV í Osló, sagði að þar hefði allt farið
vinsamlega fram en Páll Asgeir
Tryggvason sendiherra hefði kvartað
yfir því að erfitt hefði verið að vinna,
með hópinn í sendiráöinu.
Einar Agústsson, sendiherra í
Kaupmannahöfn, tók í sama streng,
sagði að námsmenn hefðu afhent sér
kröfulista og hann hefði hringt í
menntamálaráðherra og gefið þeim
svar munnlega.
Námsmenn sögðust ekki hafa tekiö
það svar gilt og biðu í sendiráðinu eftir
skriflegu svari. Það kom svo á fjarrita
síðar um daginn. I því sagði að nemar
á fyrsta ári myndu fá haustlánin eftir
áramótin eins og alltaf hefði staðið til.
Ráðuneytið gæti hins vegar ekki á-
byrgst hver niðurstaða Alþingis um
fjármál sjóðsins myndi verða.
Inga Jóna Þórðardóttir, aðstoöar-
maður menntamálaráðherra, sagði i
gærkvöldi aö ráðuneytið hefði beðið
fjármálaráðuneytið um aukafjár-
veitingu til að hægt væri að borga full
námslán í desember. „Það vantar 41,5
milljónir upp á að við getum borgað út
95 prósent lán í desember,” sagði hún.
Isafjörður:
Ökuferðin
endaði
í sjónum
Ekki hefur mátt miklu muna aö al-
varlegt slys yröi á Skutulsf jarðarbraut
á ísafirði í fyrrinótt. Þar liggur vegur-
inn í flæðarmálinu og þýðir það að bíll
sem þar fer út af endar örugglega úti í
sjó.
Bakkus er grunaður um að hafa ver-
ið með við stýrið í ökuferð nokkurra
ungmenna um nóttina. Bíllinn sem þau
voru í fór út af veginum og hafnaöi
hann að sjálfsögðu í sjónum. Þama
var aðgrunnt og gátu farþegar og öku-
maður því vaðið í land, Utið meidd en
eitthvað vot.
Ef bíllinn hefði fariö út af skammt
frá þessum stað hefði verr getað farið.
Er það á svæði sem kallaö er Græna-
haf. Þar er mikið dýpi og ekki víst að
sundtökin ein hefðu nægt til að komast
klakklaustíland. -klp-
Rannsókn lokið
íLSD-málinu:
Tfföld
álagning
hérlendis
Rannsókn er nú lokið í LSD málinu
og hefur mönnunum þremur, sem sátu
í gæsluvarðhaldi, verið sleppt. Að sögn
Gísla Björnssonar, fulltrúa í
fíkniefnadeild lögreglunnar, gekk
rannsóknin vel fyrir sig og eru allir
þættir málsins nú ljósir.
Efnið var keypt í Hollandi, alls 900
skammtar af LSD, 100 g af amfetamíni
og lítilsháttar af kókaini. Um var að
ræða tvær tegundir af LSD, annars
vegar svokallaö „míkró-LSD”, sem
eru bláar töflur, og hins vegar „rauð
hjörtu”. Verðið ytra á þessu er 4,10
gyllini og 5 gyllini eða á bilinu 40 til 50
ísl. kr. Söluverð þeirra, að sögn fíkni-
efnalögreglunnar, er á bilinu 500—750
kr. á markaði hér eða tíföld álagning.
Niðurstaða úr styrkleikaprófun
liggur enn ekki fyrir. -FRI.
i
\
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
íslenska karlasveitin: ú
Stóð í
Rússum
Islenska karlasveitin á ólympíu-
skákmótinu fékk 1,5 vinninga á móti
Sovétmönnum í gær. Sovétmenn fengu
1,5 vinninga og ein skák fór í bið og er
sennilega töpuð fyrir Islendinga.
Islenska sveitin er nú í fjórða sæti.
Kvennasveitin tapaði öllum skákum
sínum á móti Frökkum.
Island — A-Þýskaland
i
I i
i
Eins á
markstap
Islendingar töpuðu fyrir A-Þjóð-
verjum í Polar Cup-keppninni í gær-
kvöldi með aðeins eins marks mun —
23—22. I hálfleik var staðan 13—11
fyrir Islendinga.
Bjarni Guðmundsson skoraði 11
mörk, Sigurður Gunnarsson 4 og Aöi
Hilmarsson 3.