Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Síða 2
2 DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984. Nýja útvarpshúsið við Hvassaieiti. Meirihluti þingmanna með útva rpslagaf rumva rpinu Allt bendir nú til aö útvarpslaga- frumvarpiö veröi samþykkt sem lög frá Alþingi þegar þaö veröur boriö undiratkvæöi. Gera má ráö fyrir aö frumvarpi > veröi samþykkt af hálfu þeirra 23ja s jálfstæöismanna sem sitja á þingi. Þí má túlka svör 8 af 14 þingmönnum Framsóknarflokksins, sem DV ræddi viö, svo aö þeir muni samþykkja frum- varpið og gera má ráö fyrir aö fleiri þeirra bætist í hópinn þegar á reynir en mikil óvissa hefur veriö um afstööu þeirra til þessa. Einnig má búast viö aö 4 þingmenn Bandalags jafnaöar- manna greiði leiö frumvarpsins í gegn- um þingiö samkvæmt fyrri yfirlýsing- um þeirra. Hins vegar er afstaða þing- manna Alþýöubandalags og Kvenna- lista skýr gegn frumvarpinu. Ovissa er aftur á móti um hvorum megin at- kvæði 6 þingmanna Alþýöuflokks lenda. I fyrstu var hugmyndin aö afgreiða frumvarpiö fyrir 1. nóvember síðast- liðinn en sú von brást eftir aö því var vísað eftir umræöu í neöri deild til menntamálanefndar til endur- skoðunar. Nefndin hefur fundaö stíft um málið og leitað umsagnar fjölda aðila. Hugsanlega veröur máliö af- greitt fyrir jól en þær raddir gerast æ háværari í þingsölum aö óþarfi sé aö flýta þessu um of. Ymsar breytingatillögur hafa veriö lagöar fram í nefndinni. Hafa al- þýðuflokksmenn veriö þar iönastir viö kolann samkvæmt upplýsingum DV. Meöal þeirra tillagna má nefna aö þeir leggja til aö lagabreytingarnar nái einungis til reksturs einkaútvarps- stööva en ekki til sjónvarps. Rökin séu þau að meö mikilli samkeppni um aðkeypt erlent sjónvarpsefni muni gjald fyrir þaö hækka úr hömlu. Þá hefur og komið til tals aö lokuð kapal- kerfi muni ekki fá rétt til tekjuöflunar af auglýsingum. Einnig leggja þeir til aö innheimtudeild Ríkisútvarpsins veröi lögö niður og þess í staö komi nef- skattur svo og aö lögbundin veröi tak- mörk á eignaraöild er geti leitt til einokunar, til dæmis meö því aö koma í veg fyrir aö eigendur dagblaöa reki einnig einkaútvarps- og sjónvarps- stöðvar. Mun afstaöa alþýöuflokks- manna fara eftir því hversu mörgum þessara atriða þeir nái inn í frum- varpið. DV leitaöi álits þingmanna Fram- sóknarflokksins á því hvort þeir myndu greiöa atkvæöi meö eöa móti útvarpslagafrumvarpinu. Fara svör þeirra hér á eftir. .rþ. Davíð Aðalsteinsson. ^„Liggur ekki á að samþykkja þetta" „Ég er fylgjandi frumvarpinu en þaö þarf að gjalda varhug viö því aö opna þetta upp á gátt,” sagöi Davíö Aö- alsteinsson. „Þaö er augljóst aö auglýsingatekjur Rikisútvarpsins munu minnka mikiö, þess vegna verður aö gera einhverjar þær ráöstafanir, svo Ríkisútvarpiö missi ekki spón úr aski sínum. Meö þetta í huga finnst mér ekkert liggja á að samþykkja þetta frumvarp.” -KÞ/ÞG „Skoða málið þegar það kemur úr nefnd" „Eg á eftir aö skoöa frumvarpið þeg- ar þaö kemur úr nefndinni. Fyrr vil ég ekki tjá mig um málið,” sagöi Stefán Guömundsson. -EH „Fylgjandi frum- varpinu" „Eg er fylgjandi frumvarpinu en er á móti því aö drita niður mörgum út- Heimsmeistaraeinvígið f skák: ÖRSTUTTJAFNTEFU Heimsmeistarinn í skák, Anatoli Karpov, telur sig ekki þurfa aö flýta sér aö klára einvígi sitt um titilinn gegn áskorandanum Kasparov. I gær sætti hann sig viö jafntefli gegn drengnum eftir aöeins 13 leikja skák og mun það vera stysta einvíg- isskák um heimsmeistaratitilinn í skák sem tefld hefur veriö. Aöeins 2. skák einvígisins Fisher gegn Spasskí var styttri en hún var reyndar ekki tefld eins og frægt er. Þegar Kasparov gekk í salinn í gærkvöldi var honum fagnað mun meir af áhorfendum en Karpov. Telja spekúlantar í Moskvu þetta vera til marks um það aö skákáhugamenn hafi nokkra samúö með áskorandan- um sem greinilega á verulega undir högg aö sækja í þessu langdregna einvígi. Staðan er þannig að heims- meistarinn hefur unniö fimm skákir en áskorandinn enga og sá vinnur sem fyrri er til að vinna 6 skákir. Móöir Kasparovs var aö nýju búin aö taka sér stöðu á fréttamannasvöl- unum og þótti þaö gefa vísbendingu um aö allt væri meö felldu hjá pilti. Eftir aöeins tveggja og hálfs tíma taflmennsku sáu áhorfendur Kasp- arov hringsnúa þumalputtum sínum þar sem hann hallaði sér makinda- lega aftur í sætinu. Er það nú taliö öruggt merki þess aö hann hafi boöiö jafntefli. Karpov rétti honum síöan fram hönd sína og friöarsamningar voru undirritaöir. Eftir skákina athuguöu meistar- arnir hana í 5 mínútur og komust að raun um aö hvorugur þyrfti aö óttast neitt í lokastööunni. Fréttaritari DV úti í Moskvu, David Goodman, telur þetta jafntefli hafa veriö mjög mikilvægt fyrir Kasparov þar sem honum hafi veriö sagt að andlegt atgervi hans væri nú heldur lítiö. Aö þessu sinni beitti áskorandinn semi, slavneskri vörn, í fyrsta sinn í einvíginu og virtist val hans hafa komiö heimsmeistaranum á óvart. Karpov vildi greinilega ekki tefla hvassasta framhaldið í byrjuninni og valdi ákaflega hægfara framhald Ásgeir Þ. Ámason sem gaf svörtum auöveldlega færi á aö jafna tafliö. 29. einvígisskákin: Hvítt: Anatoli Karpov Svart: Garri Kasparov Semi slavnesk vörn: 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 e6 4. Rc3 c6 5. e3 Karpov hugsaöi sig aðeins um í fimm mínútur fyrir þennan leik. Miklu skarpara framhald er hinn svonefndi Botvinik varíantur: 5. Bg5 dxc4 6. e4 b5 7. e5 h6 8. Bh4 g5 5. — Rbd7 6. Bd3 dxc4 7. Bxc4 b5 8. Be2 Nú hugsaði Karpov sig um í hálf- tíma, en niöurstaöan varö þessi linkulegi leikur. Skarpasta fram- haldið og raunverulega þaö eina sem getur gefið hvítum raunhæfa mögu- leika á sigri er 9. Bd3 ásamt 10. e4. Skákin Karpov — Tal Bugojno 1980 tefldist t.d. 8. Bd3 a6 9. e4 c5 10. d5 c4. 11. dxe6 cxd3 12. exd7+ 13. Dxd7 og staöan er þrungin möguleikum á báöa bóga. 8, — Bb7 9.a3b4I? Spekingar í Moskvu töldu þetta nýjan leik. 10. Ra4 bxa3 11. bxa3 Be7 12.0—0 0— 0 13. Bb2 c5 og Karpov sættist á jafn- teflisboö Kasparovs. — Svartur hef- ur jafnaö tafliö auðveldlega. 30. skák einvígisins veröur tefld á morgun og hefur þá Kasparov hvítt. E.t.v. reynir hann nú sitt ýtrasta meö kóngspeöinu til þess aö rétta hlut sinn gegn heimsmeistaranum þó ekki væri nema vinningur í einni skák. ....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.