Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Side 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Raf magnsveita Reykjavíkur: VANSKIL HAFA AUKIST „Vanskil hafa aukist nokkuö og held ég aö það sé einfaldlega vegna erfiöleika bæöi fyrirtækja og einstaklinga,” sagöi Eiríkur Briem, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, er hann var inntur eftir því hvemig innheimtan heföi gengið eftir aö dráttarvextir tóku gildi. Dráttarvextir hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur voru teknir upp þann 5. mars sL, en áöur var lokaö á þá sem ekki stóöu í skilum. Eiríkur sagöi aö þetta þýddi þó ekki aö lokunarað- gerðum væri hætt alveg, heldur er þeim óskemmtilegu aðgerðum beitt meö ef í haröbakka slær. „Lokunar- aögeröum verður ekki beitt sem al- mennu innheimtutæki, en þaö kemur vel til greina ef fólk borgar hreinlega ekki.” Dráttarvextir eru reiknaöir 2,75 prósent á mánuöi og eru þeir reiknaöir ofan á höfuðstólinn, eöa þá upphæð sem reikningurinn hljóðar upp á. Ef reikningsskil dragast um annan mánuö reiknast önnur 2,75 prósent ofan á höfuöstólinn, eöa sömu upphæö og áöur. „Þaö er mjög slæmt ef fólk dregur aö borga því þeir sem em í viö- skiptum hjá okkur eru í stööugum og jöfnum viöskiptum hér og er því lítil undankomuleiö. Þetta er ekki eins og að kaupa eitthvað í stykkjatali úti í búö. Þaö er eins og að pissa í skóinn sinn aö borga ekki,” sagði Eiríkur. „Meðan ekki var vaxtareiknaö, og þá ekki hægt aö beita lokun strax, þá greiddu þeir skilvísu aöilar niöur reikningana fyrir þá óskilvísu. Og hjá svona einokunarfyrirtækjum eins og hjá Rafmagnsveitunni er gjaldskráin hækkuö ef tekjurnar eru ekki nægar. Lokun er alltaf ógeöfelld og reynum viö að semja viö þá aðila sem eiga erfitt með aö borga en alls ekki geta verið án rafmagnsins. Einnig er hægt aö loka hluta húsnæö- is þó þaö allra nauösynlegasta sé látið í friöi. Reynt er aö beita lokun semallra minnst.” Rafmagn hefur ekki verið hækkaö hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur síöan 1. ágúst 1983, sem þýöir lækkun, því Landsvirkjun hækkaöi orkuverö um 5 prósent 1. maí, svo aö raunverð hef ur lækkaö í smásölu. JI „VANTAR HRAÐVIRKARILEIÐ í GEGNUM DÓMSKERHД Nýkjörinn formaður Neytendasamtakanna, Jóhannes Gunnarsson, tekinn tali — Hvers vegna Neytendasamtök? „Ja, hvers vegna Kaupmannasam- tök og hvers vegna Verslunarráð. Aö sjálfsögöu eru þessi samtök stofnuð til aö gæta hagsmuna þeirra sem eiga aöild aö þeim. Er þá nokkuð óeölilegt aö neytendur í landinu stofni samtök til að gæta hagsmuna sinna. Þaö hefur til dæmis skort verulega á aö pólitíkusar hafi, sem skyldi, gætt hagsmuna neyt- enda sem gerir nauösyn neytendasam- taka enn brýnni en ella.” „En geta neytendur ekki sáö um þessimál sjálfir?” „Þeir geta aö vissu marki séö um aðhald. Aöhald hvers neytanda gagn-’ vart sínum verslunaraöila er geysilega mikilvægt. Hins vegar er þaö ljóst aö einn lítill neytandi er ekki stór og hefur ekki mikiö bolmagn. Samtök seljenda og framleiðenda eru stór og öflug. Neytendur einir sér hafa lítiö aö segja á móti þeim. Ef einhvers staöar er þörf á samtökum þá er þaö meðal neyt- enda.” — Eru neytendasamtökin nógu sterk? „Nei, þaö tel ég af og frá aö þau séu. Vissulega hafa þau verið að eflast á síöustu árum. Skilningur neytenda hef- ur aukist fyrir neytendasamtökum og stjórnvöld hafa í auknum mæli tekið tillit til samtakanna. En að samtök, sem höföa í raun til allra landsmanna, skuli ekki vera meö fleiri en 6000 meðlimi. Þau eru aö sjálfsögðu of veik samtök.” — Hvernig er hægt aö efla samtökin? „Ef Ney tendasamtökin ætla aö ná til almennings veröa þau aö leggja miklu meira á sig í formi fræöslu og upplýs- ingastarfs. Viö höfum tekið eftir því aö fólk vill upplýsingar sem auövelda því aö rata í þeim frumskógi sem vöru- framboöiö oft á tíöum er. Þama veröa Neytendasamtökin aö koma til móts viö almenning. Ef þeim tekst þaö er ég sannfæröur um aö þau muni enn betur ná eyrum hins almenna neytanda.” — Nú heyrist stööugt frá Neytenda- samtökunum aö það vanti peninga. Hvaö er hægt aö gera til að breyta því? „Viö leggjum mikla áherslu á aö Neytendasamtökin séu frjáls samtök og óháö öllum nema sínum félags- mönnum. Þess vegna hlýtur aöaltekju- lindin aö koma frá félögunum sjálfum. Stuðningur stjórnvalda þarf að vera mun meiri. Þó hefur hann aukist seinni ár. Á öörum Norðurlöndum hafa stjórnvöld á sinni könnu aö veita neyt- Neytendasamtakanna. endum leiðbeiningar og kvörtunar- þjónustu. Upplýsingastarf er aö mestu leyti kostaö af hinu opinbera þar og einnig gæðakannanir. Á þessu sviöi þurfa stjórnvöld hér aö koma inn í spil- iö til þess aö efla neytendastarf. Ef það er gert þá hefur það í för með sér mik- inn þjóðhagslegan sparnaö meö því að stuöla aö skynsamlegum innkaupum neytenda.” — Þú talar um upplýsingaþjónustu. I hvaða formi er hún best? „Upplýsingaþjónusta er geysivanda- söm. Þaö er mikilvægt aö hún sé hafin yfir alla gagnrýni. Það er mikiö leitaö til okkar hjá Neytendasamtökunum. Fólk er aö kaupa heimilistæki og vill fá upplýsingar um þau. Viö höfum upplýsingar um ýmsa hluti úr gæöa- könnunum sem geröar hafa verið í erlendum neytendaritum. En þessari þjónustu höfum viö ekki getað sinnt vegnamenneklu.” — Á þingi Neytendasamtakanna kom fram aö þörf væri á nýrri löggjöf um neytendamál. Hvers vegna? „Já, vissulega. Þaö eru ýmis lög sem við viljum aö veröi sett og einnig aö geröar veröi umbætur á lögum sem fyrir eru. Þar get ég nefnt dæmi um kaupalögin sem eru frá 1922. Þau lög voru gerö á þeim tíma í samræmi við svipuð lög á Noröurlöndum. Þar hefur þessum lögum hins vegar verið breytt í samræmi við breytta viö- skiptahætti. Þaö veröur aö setja reglur um afborganir því nú er þaö einungis seljandinn sem ákveöur skilmálana. Einnig er æskilegt aö setja lög um greiöslukort svo eitthvaö sé nef nt. ” — Þá hefur einnig komið fram krafa um aö settur veröi á laggirnar smá- máladómstóll. Hvers konar dómstóll erþað? „Þaö sem viö erum aö falast eftir að veröi gert er aö smámál eigi hraövirk- ari leiö í gegnum dómskerfiö. Einnig að neytandinn þurfi ekki aö kosta til miklum fjármunum til aö fá dóm í slíku máli. Eins og okkar dómskerfi er í dag fer enginn maður fyrir dómstóla ef hann kaupir gallaöa flík fyrir 500 krónur. Ösanngjarnir söluaöilar geta hreinlega notfært sér þetta því þeir vita að fólk fer ekkií dómstólana. Smámáladómstóll er því fyrst og fremst hraövirkari leið í gegnum dómskerfið en ekki endilega nýtt dómsstig.” — Nú hafa Neytendasamtökin beitt sér fyrir auknu frjálsræöi í viðskipt- um. Fer aukiö frjálsræöi alltaf saman viö hagsmuni neytenda? „AukiÖ frjálsræöi þarf ekki aö leiða til< aukinna hagsbóta fyrir neytendur. Þar sem aukiö frjálsræöi er veröur einnig aö vera fyrir hendi næg samkeppni. Aö okkar mati er þaö þó ekki alveg nægi- legt. Viö setjum því þrjú skilyröi fyrir því aö til dæmis verölagning vöru og þjónustu sé gefin frjáls. I fyrsta lagi aö yfirvöld fylgist með verölagningunni og grípi inn þar sem óeðlileg verðlagn- ing á sér staö. Að hringamyndanir milli söluaöila séu leystar upp ef þær hafa skaðleg áhrif á neytendur. Og í þriöja lagi aö upplýsingastreymi til neytenda um vöruverö sé sem mest. Og á því sviöi tel ég aö þrír aðilar eigi miklum skyldum aö gegna. Þaö eru Verölagsstofnun, Neytendasamtökin ogfjölmiölar. — Eru Neytendasamtökin pólitísk samtök? „Ja, hvaö er ekki pólitík í dag. Þaö má kannski segja að Neytendasamtökin séu póUtísk en þau eru þverpólitísk. Okkur hefur sem betur fer tekist aö komast hjá skakkaföUum hvaö varðar flokkapólitík. Innan vébanda Neyt- endasamtakanna eru aö sjálfsögöu menn úr öllum flokkum og einnig óflokksbundnir. Eg vona að þaö megi takast áfram, þannig aö viö verðum aldrei flokkspólitískt bitbein”. APH Upplýsiugaseóill til samanbutóar á heimiliskostnaói Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið nkkur þennan svarseöil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi i upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé mcðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nvtsamt heimilis- tæki. Nafn áskrifanda Heimili Sírhi Fjöldi heimilisfólks----- | I Kostnaðurí nóvember 1984. I Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr. i Neytendaþingið: BRÝNUSTU VERKEFNIN A þingi Neytendasamtakanna sem haldiö var nýlega kom fram hver brýnustu verkefnin eru í neyt- endamálum. 1. Löggjöf um neytendamál veröi breytt til samræmis viö nútímaviðhorf í viöskiptum. 2. Einokunar- og samkeppnishaml- andi fyrirtæki, hvort sem þau eru í eign einstaklinga, félaga eöa hins opinbera, veröi leyst upp eöa sérstakt eftirlit haft meö starfsemi þeirr'a. 3. Viðskiptahættir veröi frjálsari og sölutakmarkanir afnumdar. Um leiö veröur aö gera þá kröfu til ríkisvaldsins aö það veiti viö- skiptaaðilum virkt aðhald og hafi eftirlit meö verölagningu og gæöum og miðli slíkum upplýs- ingum til neytenda. 4. Smámáladómstól veröi komið á fót. 5. Komiö veröi á neytendafræðslu í skólum í tengslum viö náms-- greinar sem þegar eru kenndar. 6. Samtökum neytenda veröi veitt sömu réttindi og samtökum framleiöenda. 7. Unnið veröi aö því aö koma á laggimar reglum um íslenskt gæðamerki. 8. Stjórnskipaöar nefndir taki til starfa, til þess að fylgjast með opinberum fyrirtækjum, þjónustu þeirra og verölagningu. 9. Leiðbeininga- og kvörtunarþjón- usta Neytendasamtakanna veröi stórefld. 10. Aö starfssviö og áhrif Verðlags- stofnunar veröi aukið, enda fjallar 5. kafli verölagslaganna m.a. umneytendavernd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.