Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Side 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR4. DESEMBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stíórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Rifstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HAR ALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði310kr. Verð í lausasolu 30 kr, Helgarblað35 kr, Gagnleg hliðarbúgrein Þótt gengið hafi á ýmsu í samskiptum íslenzkra stjórn- valda og Alusuisse um álverið í Straumsvík, er form sam- starfsins þar þó hið vænlegasta í stóriðjumálum hér á landi. Það felst í, að Islendingar eiga orkuverin og hinir erlendu aðilar eiga sjálfa stóriðjuna. I slíku samstarfi er bezt, að íslenzka ríkið viti, hvorum megin það situr viö borðið. I Straumsvík er vitað, að ríkið vill fá sem hæst verð fyrir orkuna og að Isal vill sleppa með sem lægst verð. I þessari andstöðu felast hreinar lín- ur, sem vantar annars staðar. Þótt Aburðarverksmiðjan sé engin stóriðja, hefur hún ætíö fengið orku á undirverði, því að ríkið er eigandinn. Og fróölegt verður að sjá, hvernig gengur að fá Grundar- tangaverið til að taka á sig hliðstæða hækkun og Straums- víkurverið hefur lagt á sínar herðar. Hvort sem fyrirhuguð kísiimálmverksmiðja á Reyð- arfirði veröur að meirihluta eða minnihluta í eigu ríkis- ins, þá er ljóst, aö sú eignaraðild mun leiða til mikillar tregðu á að láta þá verksmiðju greiða sanngjarnt verð fyrir orkuna. Eignaraöild dregur úr kröfuhörku í samn- ingum um orkusölu. Vatnsafl landsins rennur að mestu arðlaust til sjávar. Við vitum, að víða má virkja, þótt staðir á borð við GuII- foss séu látnir í friði. Ráöagerðir stjórnvalda og virkjun- armanna um orkusölu til stóriöju fram til aldamóta eru hóflegar og skynsamlegar. Við getum hæglega tekið lán til virkjana, ef tryggt er, að orkuverin njóti öruggra viðskipta og á orkuverði, sem greiðir niður þessar virkjanir. Þetta er auðlind, sem sjálfsagt er að hagnýta eins og fiskimiðin. Að hafna stór- iðju yfirleitt er óhugnanlegt afturhald. Sem betur fer situr helmingurinn af erlendum skuld- um þjóðarinnar í orkuverum, sem hafa trygg viðskipti, bæði við almenning og fyrirtæki í landinu. Orkuverin munu greiða niður þessar skuldir. Eftir síðasta samning- inn við Alusuisse munu þau raunar gera það hraðar. Eina stjórnmálaaflið, sem virðist andvígt stóriðju hér á landi, er Kvennalistinn. Sú stefna virðist meira byggð á tilfinningum en raunsæi. Eða þá, að ruglað sé saman orkufrekum iðnaði og færibandaiðnaðinum, sem er að flytj- ast frá iðnríkjunum til þróunarlandanna. Orkufrekur iðnaður er fámennur, greiðir há laun og hefur yfirleitt gott samstarf við stéttarfélög, nákvæmlega eins og hér í Straumsvík. Allt er þetta gerólíkt útlendum færibandaiðnaöi. Og mengun frá orkufrekum iðnaöi má örugglega halda í skefjum. Er ekki ræktaður lax við Straumsvík? Við eigum að hafna afturhaldi Kvennalistans, frá- hvarfinu frá orkufrekum iðnaði. En við eigum líka að hafna eyðslustefnu Alþýðubandalagsins, kröfunni um ís- lenzka eignaraðild eða meirihlutaeign í þessum iðnaði. Við höfum nóg annað að gera við takmarkað f jármagn. Við getum leyft okkur að slá fyrir orkuverum, sem hafa trygg viðskipti við stóriðju. En við eigum ekki sjálf að taka áhættu af sveiflum stóriðjunnar eða fara inn á markað, sem við ráðum alls ekki við. A því sviði borgar sig að hafa allt á þurru og selja bara orku. Við eigum að leggja fé okkar í viðráðanlegan iðnað. Við eigum að nýta hverja krónu vel í atvinnutækifærum. Við eigum að sinna iðnaði, sem er í tengslum við iðnþróun okkar, þekkingu og aðrar aðstæður. En við skulum líta á orkusölu til stóriðju sem gagnlega hliðarbúgrein. Jónas Krístjánsson. A f réttum reikn ingi og vöxtum Dagurinn var lengi á leiöinni yfir fjöllin á sunnudagsmorgun, svaf eiginlega út á hjarnbreiöunum sem nú liggja yfir Samlagssvæðinu öllu. Þaö er komið skammdegi, sólin er ekki á lofti nema í tæplega fimm tíma, eöa hefur opið álíka lengi og bankarnir, ef frá er talinn tölvubank- inn, eöa brennvínsþjónusta Iönaöar- bankans, sem mjög mun hafa greitt fyrir leynivínsölu og næturlífi. En úr tölvubönkunum geta þeir einir tekiö fje sitt, sem hafa til þess rétt kort og eru í því ástandi aö geta munaö þriggja stafa tölu, sem er hiö mikla leyndarmál nátthrafnanna núna. Eöa svo sagöi aö minnsta kosti maðurinn sem ég hitti í sundi um daginn. Bráöum veröa víst allir bankar orönir svona, að menn geta iagt inn og tekið út fé sitt allan sólar- hringinn og einnig um helgar. Og án þess aö leggja á þaö sérstakt mat, hlýtur þaö aö greiöa fyrir svefni hjá þeim er áhyggjur hafa haft af spari- fé sínu og innistæðum aö næturþeli, sérstaklega, aö geta þá klætt sig upp og sótt sína peninga og talið sig í svefn. Annars gengur almenningi, Sóknarkonum og ómegðarfólki og öörum er vart hafa til hnífs og skeið- ar, illa aö skilja hina miklu heljar- slóöarorrustu bankakerfisins um sparifé landsins, því ekkert virðist til sparaö í vaxtagaldri. Og ekki opnar maöur svo blaö. aö ekki sé kynnt ein- hver ný verötryggö hamingja fyrir peninga. Húsgaflar eru lagöir undir vexti, svo og sjónvarp og útvarp. Þaö er því ekki aö undra þótt menn spyrji sig, hvernig bankarnir geta bæöi greitt hina frjálsu vexti — og auglýs- ingarnar þar ofan í kaupiö. Og hver er þaö sem á peningana sem barist erum? A þaö hefur aö vísu verið bent, að í raun og veru greiöa bankarnir þó ekki herkostnaöinn, heldur ríkissjóö- ur, því bankar greiða núorðiö skatta, og telja hag sínum vafalaust betur borgiö meö því aö auglýsa mikið og fá kostnaö. Bankar sem ekki tíma aö auglýsa hamingjuna, veröa hins vegar aö gjalda stórar f járfúlgur til skattheimtumanna ríkissjóðs í staö- inn. Um þetta hugsar almenningur, fá- tækt fólk og reynslulítið í sparibauki, meöan þjóöarskútan moggar draugalega inn í frosna vetrarnótt- ina og leggur nú í haf með vonda spá, 30—40% veröbólgu. Og svo til að bæta gráu oná svart reis sexmanna- nefnd allt í einu upp úr gröf sinni og tilkynnti 12% hækkun á búvörum og rökstuddi hana meö miklum gengis- fellingum í fjósum og hækkuðum til- JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR kostnaöi í vinnsluhofunum, en eins og menn vita hefur peningaleysi um langt skeið hrjáö Undanrennu- musteri landsins, sláturhús og vinnslustöðvar. Þessi hækkun á búvöruverði kem- ur í sjálfu sér ekkert á óvart. Um hana var í raun og veru samið, þegar launamenn höfnuðu skattaleiðinni svonefndu, eöa í Októberbyltingunni, sem endanlega batt enda á hug- myndir almennings um rólegt og venjulegt þjóöfélag. Núna er sumsé allt komið í gamla horfiö aftur. Eina greinanlega breytingin eru svo tölvubankar, sem á Islandi þýöir einfaldlega það, aö hér eftir veröa bankarnir ekki aðeins peningalausir, heldur líka mannlausir og tölvan ein annast alla hluti þar, ásamt auglýs- ingastofunum og gjaldheimtunni. Ekki veit ég þó hversu bókstaflega menn eiga að taka tölvubankana, en af tvennu illu vilja menn þó skipta viö menn um þjáningu sína og af- hroö, en úttala sig fyrir framan tölvu, sem hefur hið vélbúna, síðasta orö. Búvöruverðshækkun Sem áöur sagöi reis sexmanna- nefndin upp úr gröf sinni þrátt fyrir næðing og hækkaöi búvörur um 12%. Og viö skiljum það vel aö innlendar búvörur hækka, vegna gengislækk- unar, en viö skiljum ekki hvernig hægt er aö fá ákvörðun frá nefnd, sem ekki er lengur til, því allir full- trúar neytenda hafa sagt sig úr henni, fyrir löngu. Framleiðsluráö landbúnaöarins var hins vegar ekki lengi að hagnýta sér miðilsfund sexmannanefndarinn- ar og á grafarbarminum var þaö reiknað aö þaö væri 12% hækkun á búvörur aö hækka mjólkina um 14,7%, eöa upp í kr. 26,50 lítrann. 12% hækkun á smjöri varð svo til þess aö hækka smjör um 16,5%, eöa um 41 krónu kílóið, þannig aö enn er nú unnt aö bjarga gjaldþrota vinnslu- stöövunum með réttum reikningi. A síðasta ári nam mjólkursala Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á mjólkurvöru 800 milljónum króna. Fyrirtækiö mun því bæta stööu sína á ársgrundvelli, svo notað sé málfar lærðrar hagfræði, um 120 milljónir króna í þaö minnsta. Ungmenni heimt úr heiju Þó vafalaust færi þessi vetur mörgum þjáningu, bæöi til sjós og lands, og hefur þegar gert þaö án efa, þá fengum viö góða frétt í vik- unni, þegar ungmennin þrjú voru heimt úr helju, eftir aö fjölmennir leitarflokkar höfðu vaðið krapa og vatnselg upp í háls, klukkustundum og sólarhringum saman. Þaö vakti athygli margra, hversu fljótt var brugðist viö og hversu lengi björgunarmenn héldu í vonina, eigin- lega eftir aö menn höföu innst inni talið þetta fólk af. Þeir sem þekkja til veöurlags á Kaldadal og upp til jökla, vita aö í slíku veðri duga hyggindin ekki ávallt ein. Þetta leiðir hugann líka aö því, aö íslenskir hrakningsmenn eru nær alfariö háðir sjálfboðaliðum, sem selja merki, happdrætti og jólapapp- ír til að halda björgunarsveitunum meöframdrifinuá. Með þessu er ekki verið að gera þaö aö kröfu aö neyðarhjálp veröi einvöröungu launavinna hér eftir, því viss reisn er yfir þessu fólki er leggur frá sér verk til að koma öör- um til hjálpar, eyöir ómældum frístundum á vélaverkstæöum björgunarsveitanna við aö skipta um vélarhluti og pakkningar. Eg efa þaö ekki aö ein svona leit, þar sem svo sannarlega mannslífum var bjargaö, vegur upp margt ann- aö, en viö bakið á þessu fólki verður almenningur og það opinbera aö styöja af öllum mætti. Þá vekur þaö einnig vissa öryggis- kennd að Landhelgisgæslan hefur nú fengið nýja þyrlu, þótt það ýfi einnig minningar um alvöruna. Oft er um það rætt aö Islendingar séu sundruö þjóö, sem hún reyndar er á mörgum sviðum, en á vissum stundum stöndum viö saman og hjörtun slá eins. Þá er fyrsti sunnudagur í aöventu liöinn og aðeins þrjár vikur eru til jóla. Um seinustu helgi hætti veöur- guðinn allt í einu upp úr þurru aö hafa haust, og í tveggja bakka veöri höldum viö nú inn í vetur. Þótt vertíöaskil séu aö breytast, styttist óöum í vetrarvertíð hina fornu, þá vertíð er peningaleg örlög Islendinga ráöast aö verulegu leyti. Þjóöar sem býr í landi, sem er svo auðvelt aö misskilja, af því aö þaö er blátt og fallegt, en er í raun og veru harðbýlt og fátækt. Um kyndilmessu veröa sjómenn komnir aö keipum sínum, eöa á vetrarvertíö alvörunnar, sem ekkert getur bjargaö, nema góður afli. Þar veröur engu borgið meö góöum reikningi. Sá banki, eða Selvogs- banki, veröur opinn allan sólarhring- rnn, — eins og hinir, og hefur veriö þaö um aldir. Hvaö sem menn ann- ars hafa um nýja bankasiöi aö segja í landinu, þar sem aldrei eru neinir peningar til, þó 12 prósent verði að 16 hjá þeim sem betur reikna en upp- vakningar og fylgjur. Jóuas Guðmundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.