Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Page 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. 13 PENNASTRIKIÐ ENDAN- LEGA STROKAÐ UT? Tillaga þess efnis aö veita ætti nýjustu og skuldugustu skipum flot- ans sérstaka fyrirgreiðslu var kol- felld á nýliðnum aðalfundi LÍÚ. Fyrst útvegsmenn, sem ætla mætti að gæta ættu þessara hagsmuna, taka slíka eindregna afstöðu, hvem- ig halda menn þá að afstaöa annarra í þjóðfélaginu sé til pennastriksað- feröarinnar svokölluðu. Hafa stjóm- málamenn hugsað út í það þegar þeir eru að heimta pennastrik fyrir t.d. fiskiskip í nafni atvinnuástands ákveöins byggðarlags að líklega mundi slíkt pennastrik verða kolfellt í leynilegri atkvæöagreiðslu í byggð- arlaginu? Það samræmist ekki rétt- arvitund Islendinga að menn þurfi ekki að standa við gerðar skuldbind- ingar og þaö er himinhrópandi rang- læti gagnvart þeún sem standa í skil- um. Uppboð á fiskiskipum er auövitaö engin lausn á þeim fjárhagsvanda sem viökomandi skip hafa hlaðið á sig. Og það er sú aðferð sem hiklaust mundi verða farin gagnvart einstakl- ingum og venjulegum fyrirtækjum sem ekki ættu fyrir skuldum. Það er auðvitað rétt að „cinhver”, hvort sem það er ríkið, sjóðir, bankar, sveitarfélög, fyrirtæki eða einstakl- ingar, hefur tapað fénu sem þessi út- gerð getur ekki greitt, en það er óverjandi að láta bara eins og ekkert sé; halda bara áfram að bæta viö skuldirnar og bjóða öðmm að gera slíkt hið sama. Auövitaö geta sum þessara útgerðarfélaga byggt upp nýjan rekstrargrundvöll, t.d. meö nýjum hluthöfum, auknu eigin fé, breyttu rekstrarformi og betri ábyrgðum. Þá eiga þeir að fá að gera það ef aðalskuldhafinn (Fiskveiöa- sjóöur) tekur það gilt. Aðrir eiga ekki aö skipta sér af því. Af hverju stafa vandræðin? Nöfn þeirra skipasemimest skulda í Fiskveiðisjði hafa veriö birt marg- oft og menn vita líka nokkuð vel um þau skuldugustu í Rikisábyrgöa- sjóði. Þaö er ennfremur nokkuö vel kunn staðreynd að þama á meðal eru flest nýjustu, stóru fiskiskipin okkar og raunar fyrirsjáanlegt að þau allra nýjustu munu bætast í hópinn von bráðar. Þetta em skip sem byggð vom meö gengistryggðu lánsfé skv. hertum lánareglum sem settar voru þegar loks var viöurkennt að vöxtur flotans stefndi í óefni. Þeir sem skipin keyptu bera sig nú illa margir hverjir og kenna stjómvöldum og lánastofnunum um gengisfellingar, sem aö flestra ann- arra mati em þó einmitt gerðar fyrst og fremsttilaöauka tekjursjávarút- vegsins, en lánastofnunum um að hafa LÁTIÐ þá taka lán í óhagstæð- um mynteininguin, t.d. dollurum. Það er eins og þeir hafi verið neyddir til að skrifa undii' grátandi, eins og Arni Oddsson foröum. Þvert á móti eru mörg dæmi þess aö gengið hafi maöur undir manns hönd til aö telja þessum væntanlegu kaupendum hug- hvarf og benda þeim á hinn vonlausa rekstur sem viö blasti. Aö mönnum hafi veriö skipað taka lán í dollurum er einfaldlega ósatt eins og margoft hefur verið staðfest. Hitt er svo ann- að mál hvort þaö sé skynsamlegt til langframa, þótt unnt væri, sem ég veit ekkert um, að selja mest af sömu afurðinni í einni mynt en taka lán og kaupa inn í öðrum myntum. Þegar menn þurfa síðan að biðja um ný lán til að borga eldri í vanskilum þá er ekki alltaf vist að menn geti valið hvaö sem þeir vilja, hvorki ein- stök útgeröarfyrirtæki né þjóðin í heild. Eitt einstakt útgerðardæmi I umræðu um þingsályktunartil- lögu á Alþingi um daginn þar sem þingmenn áttu aö snara upp nefnd til aö leysa úr vanda skuldugustu út- gerðanna fyrir jól þá voru raktar nokkrar ramasögur togaraútgerðar í eiíiðleikum. Eitt af þeim dæmum var togarinn Már, SH. Þó að mér leiðist dálítið að vera aö rekja ein- stök dæmi þá langar mig aö líta nokkru nánar á þetta, lika vegna út- gerðarstjórans, tillögumannsins á LÍU-þinginu. Már var annar Portúgals-togar- anna svokölluðu, skipa sein var hálf- partinn þvingað upp á okkur í skipt- um fyrir aukin saltfiskkaup. Þau fengu inikla lánafyrirgreiðslu, miklu meiri en þá tíðkaðist og fyrirtæki á Suðurnesjum, Hafnarfiröi og Kópa- vogi sömdu um kaup á þeim. Þeir kaupendur féllu þó frá þar scm þeir sáu ekki fram á að hægt væri meö nokkru móti að láta enda ná saman i rekstrinum né standa við afborganir. Vinstri meirhlutinn í BUR gekk þá Kjallarinn BJÖRN DAGBJARTSSON ALÞIIMGISMAÐUR, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI inn í annan samninginn áhyggjulaus um taprekstur, enda með sterkan bakhjarl, þ.e. Reykjavíkurborg, eins og þáverandi fonnaður útgeröarráös sagöi. Már var keyptur til Olafsvíkur. A hvaöa forsendum það byggöist man ég nú ekki, en rekstrardæmið hlýtur að hafa litið svipað út og hjá fyrri samningsaðilum. Ekki vantaði fisk í Olafsvík, enda var fyrri togari stað- arins seldur skömmu eftir að Már kom í fullt gagn. Eina skýringin er sú að aöaláhugamenn um togarakaupin hafi haft aðrar hugmyndir uin þaö hvernig greiða skyldi af fjárfesting- armálum en þeir sem áður skoöuöu rekstrardæmið. Hver sem skýringin kann að vera þá vill þessi útgerðarstjóri penna- strik en félagar hans í LIU vilja þaö ekki. „Hvað það verður veit þó enginn. Vandi er um slíkt að spá.” Björn Dagbjartsson. • „Það samræmist ekki réttarvitund ís- lendinga að menn þurfi ekki að standa við gerðar skuldbindingar og það er himinhróp- andi ranglæti gagnvart þeim sem standa í skil- um. UMHVERFIFYRIR- TÆKJA OG STOFNANA „í núgildandi byggingalögum er ekki ^ margt að finna um frágang byggingar- lands. Þess vegna teljum við flutningsmenn, að þetta frumvarp bæti þar verulega úr, ef að lög- um verður.” „Fyrirtækin spara stórfé við hirðu lóðar með því að fá kunnáttumenn til að gera uppdrátt að skipulagi landsins og gróðri þegar í upphafi.” I öllu því málaflóöi sem fossaði fram á Alþingi í þingbyrjun, má finna lítiö frumvarp til laga um breytingu á byggingalögum, sem fáir hafa trúlega tekið eftir. Yrði þetta frumvarp að lögum, gæti það þó haft veruleg áhrif á umhverfi manna, og því vek ég athygU á því hér. Flutningsmenn frumvarpsins eru greinarhöfundur, Kristín Halldórs- dóttir og Kristófer Már Kristinsson. Efni þess er í stuttu máli það, að hver sá sem fær úthlutað lóð til byggingar atvinnu- eða þjónustu- fyrirtækis, og gildir það einnig um opinbera aöila, skal því aðeins fá byggingarleyfi, að 1) uppdráttur aö fullfrágenginni lóð liggi fyrir á sama hátt og teikning af mannvirkinu sjálfu, b) þeim gróðri verði komið fyrir í lóöinni, sem landslagsarkitekt eða aðrir sérfróöir menn um garðyrkju og skógrækt telja unnt aö rækta. Frumvarpið gerir á sama hátt ráð fyrir, aö við úttekt á fullgerðu mannvirki verði gengið úr skugga um, að frá lóð hafi verið gengið sam- kvæmt uppdrætti. Gerbylting búsetuhátta A undanförnum árum hefur áhugi manna á umhverfismálum fariö vax- andi, og í æ ríkara mæli hafa menn gert sér ljóst hversu mikilvægt er að auka gróður og standa vörð um þann gróöur sem fyrir er, jafnt í dreifbýli. sem þéttbýli. Um langt skeiö var litíl áhersla lögð á gróðurrækt í þéttbýli, en nú er það sem betur fer að breyt- ast. Sú gerbylting sem orðiö hefur á búsetuháttum Islendinga á þessari öld, þegar mikill hluti landsmanna tók aö búa í þéttbýli, hefur tekiö tíma, og orka manna hefur farið í að byggja yfir sig og sína og þær þjónustustofnanir og fyrirtæki, sem þéttbýliö krefst. Það er fyrst á síðustu árum sem menn hafa gert sér ljóst aö íbúar þéttbýlisins séu ekki sjálfkrafa dæmdir til að búa „á mölinni” og vera án lifandi náttúru og landslags. Einstaklingar hafa fundið þessa þörf fyrir samband viö gróður og lifandi umhverfi og brugðist viö henni með myndarlegu átaki við að rækta lóðir sínar eins fljótt og tök voru á. Mikið hefur hins vegar skort á að opinberar stofnanir, þjónustu- og atvinnufyrirtæki hafi sinnt umhverfi sínu, og algengt er að sjá lóöir slíkra stofnana standa óhirt- ar áratugum saman, öllum til ama og leiðinda. Og oft hefur eina ráðið verið að leggja malbik yfir alla lóðina og ekkert skeytt um gróður- rækt. Þessum stofnunum er gjarnan úthlutaö landi í hjarta byggðar- lagsins og þangaö sækja íbúarnir þjónustu eöa vinnu, og því sæmir ekki að frágangur lands viö þær sé öllu byggðarlaginu til vansa. Fjárskortur er hér engin afsökun, heldur er hirðuleysinu einu um að kenna. Fyrirtækin spara stórfé við hirðu lóðar með því að fá kunnáttu- menn til að gera uppdrátt að skipulagi landsins og gróðri þegar í upphafi. Þeim sem þessi fræöi stunda fer fjölgandi, og nú munu vera ellefu landslagsarkitektar í landinu og aörir ellefu í námi. Því miöur hafa landslagsarkitektar ekki enn hlotið lögverndun starfsheitis og játað skal aö starfsheitið þykir mér fremur tilgeröarlegt. En menntun þessa fólks er góð viðbót við störf allra þeirra fjölmörgu garöyrkju- fræöinga, sem unniö hafa af elju við að græöa borg og bæi, venjulega við skilningsleysi yfirvalda og tak- markaðar f járveitingar. Vafasamur sparnaður Sá sparnaður er þó vafasamur, því að runna- og trjágróður getur gegnt veigamiklu hlutverki til beins sparnaðar í bæjarlandinu og hirðingu þess. T.d. getur runna- gróöur viö vegi dregiö úr því að Kjallarinn GUÐRÚN HELGADÓTTIR ALÞINGISMÁÐUR, ALÞÝÐUBANDALAGINU snjór safnist á götur, og trjágróöur getur veitt skjól fyrir vindum og dregið úr ljósblindu við akstur svo að eitthvaö sé nefnt. Þess utan dregur slíkur gróður að sjálfsögðu verulega úr loftmengun, að ekki sé minnst á þátt fagurs umhverfis í almennri vellíðan íbúanna. I núgildandi byggingalögum er ekki margt að finna um frágang byggingarlands. Þess vegna teljum viö flutningsmenn, aö þetta litla frumvarp bæti þar verulega úr, ef að lögum verður. Hér er ekki um að ræða neina aukningu á starfs- mönnum, t.d. er hlutverk bygginga- fulltrúa óbreytt, en honum gert að leita til sérfræðinga um ræktun og skipulag lóða við útgáfu byggingar- leyfis í ofangreindum tilvikum og viö lokaúttekt mannvirkis. Frumvarpið er nú í félagsmála- deild neðri deildar Alþingis, og hefur m.a. verið sent til umsagnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Er það von okkar flutningsmanna, að sveitarstjómarmenn sýni þessu máliáhuga. Guðrún Helgadóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.