Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. Spurningin Spilar þú í getraunum? Unnar Jónsson, starfsmaður Byggingastofnunarinnar: Nei, þaö hef ég aldrei gert. Ég spila ekki einu sinni í happdrætti. Eg hef engan áhuga á þessu. Árrsæll Guömundsson útgeröarstjóri: Ekki spila ég í getraununum og hef aldrei gert. Ég hef engan áhuga fyrir slíku. Kristján Garöarsson iönverkamaöur: Ég spilaði einu sinni í getraunum en ég geri þaö ekki núna. Eg hef þó áhuga á aö byrja aftur á því vegna þess aö vinnufélagarnir eru allir á kafi í þessu. Guöiaug Þorkelsdóttir, vinnur viö aug- lýsingar: Eg geri nú lítið af því. Ég spila frekar í happdrætti. Þrátt fyrir aö ég spili ekki í getraunum fylgist ég aöeins með knattspyrnu. Gísii Þorsteinsson nemi: Já, ég spila í getraunum og hef einu sinni unniö. Það fer eftir efnahag hverju sinni hvaö ég kaupi inikiö en ég er alltaf meö. Edda Öskarsdóttir húsmóðir: Eg spila stundum í getraunum, svona einu sinni í mánuði. Ég hef reyndar einu sinni unniö en þaö var nú bara smáupphæö. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Lögin má túlka „á ýmsa vegu”: „Engar reglur eru Ibúöareigandi hringdi: Þannig er mál með vexti aö ég á íbúö í verkamannabústaö og er aö selja hana en fæ ekki mat á íbúöina. Ibúðin var tilbúin 9. september og var hægt að meta hana þá. Þaö hefur ekki enn verið gert. Hjá stjórn verka- mannabústaðanna fáum við þau svör aö þaö séu ekki til neinar reglur um þetfa. Viö verðum bara aö bíöa þang- aö til einhverjar reglur líta dagsins ljós, hugsanlega verði þaö um ára- mótin. Þaö væri gaman aö fá ein- hverjar nánari útskýringar á þessu. DV haföi samband viö Helga Guð- mundsson, iögfræöing hjá Húsnæöismálastofnun rikisins: „Þaö sem strandar á í þessu máli er Frá framkvæmdum við verkamannabústaði. Frá keppninni ungfrú Evrópa. Fyrir miðju er sigurvegarinn frá Ty rklandi. Fleiri fegurðarsam- keppnir á skjáinn Sjónvarpsnotandi skrifar: Loksins fékkst þaö í gegn aö sýnd yröi dagskrá frá einni fegurðarsam- keppni. Dagskráin frá samkeppninni um „Miss World” var vel þess virði aö berja augum. Þetta er skemmtileg uppfærsla og lífleg, dæmigerö afþreyingardagskrá og áreiöanlega hafa flestir sem sjón- varp hafa horft á þáttinn eöa látiö taka hann upp á myndband, ef þeir hafa haft tækifæri til. Nú kom þaö fram í fréttum, nokkru fyrir útsendingu þessa þáttar, hver mótstaöa er hjá sjónvarpinu gegn því aö sýna þætti svipaða þessum. Þaö er sem sé hjá konu, sem á sæti í útvarpsráöi, fulltrúa Kvennalistans. Þessi kona á víst líka einhver ítök hjá lista- og skemmtideild sjónvarps og ef til vill meira en lítil því hún er sögö ráða þar miklu um efnisval og ekki vera mjög hrifin af ýmsum þáttum til afþreyingar úr hinum engilsaxneska heimi. Þaö er líka oröiö ljóst aö þessi sama kona setti sig mest upp á móti því aö sýndur yrði þátturinn „Face of the 80’s” á vegum Eileen Ford keppn- innar, og sem boöinn var sjónvarpinu á sínum tíma, aö sögn umboðsmanns Eileen Ford hér á Islandi. Hvernig má þaö eiginlega vera aö einn aöili í útvarpsráöi sé það aösóps- mikill aö hann geti í raun hafnað þátt- um sem vitað er aö almenningur er fýsandi aö fylgjast meö? A sínum tíma var nokkuö um þennan þátt frá „Face of the 80’s” fjallaö í blööum og þá fullyrti einhver aöili hjá sjónvarpi aö þátturinn heföi aldrei „fengist”! — og því ekki verið sýndur. Nú hefur umboðsmaöur Eileen Ford hér á landi staöfest hið gagnstæöa og meira aö segja aö hann hafi verið boö- inn sjónvarpinu en hann afþakkaður. Hver skyldi hafa staðið fyrir því aö afþakka þáttinn? Þaö skyldi þó aldrei hafa verið fulltrúi Samtaka um kvennalista? „HVER ER RÉTTUR MINN?” Móöir hringdi: Mig langar aö biöja ykkur hjá DV aö vekja athygli á máli sem ég hef lent í út af syni mínum. Sá er alkóhólisti og hefur í nokkur skipti tekiö leigubíla en ekki haft peninga til aö borga bílana og því sett í pant bæöi úr og jakka. I fyrra tilfellinu lét hann leigubílstjórann bíöa meö úriö sitt meðan hann færi inn til mín og fengi hjá mér peninga. En þegar ég kom svo út og ætlaði aö borga bílinn þá var hann á bak og burt meö úr drengsins. I annaö skiptið setti strákurinn rúskinnsjakkann sinn í pant hjá leigubílstjóra og fékk nótu fyrir jakkanum hjá bílstjóranum. Þeg- ar ég svo fór meö nótuna á leigubíla- stööina og ætlaöi aö borga reikninginn og fá jakkann þá fannst jakkinn hvergi. Eg er einstæö móöir sem má ekki viö slíkum skakkaföllum og mig langar aö vita hver réttur minn er í málum sem þessum. DV hafði samband við Sigurð Lindal prófessor: „Eins máliö liggur fyrir sýnist mér aö leigubílstjórinn sé bótaskyldur gagnvart konunni. Hann tekur jakkann sem veö og á aö sjá um aö jakkinn týnist ekki. Þegar konan kem- ur og býöur greiðslu fyrir þeirri upp- hæö sem akstrinum nam og bílstjórinn hefur ekki jakkann í sinni vörslu, þá veröur hann að bæta konunni jakkann. Síöan er þaö hans mál aö fá leiðrétt- ingu sinna mála á bifreiöastöðinni.” Talstöðvar eru dýr öryggistæki 7899—4657 skrifar: Eg er áhugamaður um feröir á jepp- um og vil benda á eitt atriði varðandi öryggi í jeppaferðum sem ekki kom nægilega vel fram í umfjöllun um atburöi um síðustu helgar. Spurt var: Hvers vegna var bíllinn sem saknaö var ekki meö talstöð? Svariö er einfalt. Talstöövar sem koma aö notum í slík- umferöum kosta 80.000 til 100.000 kr. Þar af tekur ríkiö 40.000 til 50.000 kr. af þessari upphæð í gjöld til sín. Er þetta eðlilegt? Væri ekki nær að fella niöur öll gjöld af slíkum öryggis- tækjum til að gera öllum kleift aö eignast slíkar stöövar og um leiö aö koma í veg fyrir svona atburöi. Hverj- ar voru tekjur ríkisins af gjöldum sem þessum þaö sem af er árinu? Hvaö skyldi þessi leit hafa kostaö þjóöarbú- ið? aö þaö vantar reglugerö viö lögin sem sett voru 1. júlí á þessu ári. I ljós kom að texti laganna var ekki í sam- ræmi viö dæmi sem reiknuð voru út í þingnefndum. Þetta þarf aö laga áður en hægt er aö gefa út reglu- gerðina. Þaö hefur mikið veriö fjallaö um þetta mál hjá okkur og eins og er er þaö til umfjöllunar í ráðuneytinu.” Jóhann Einvarösson, aöstoðarmaöur félagsmálaráðherra: „Þaö hefur komið í ljós varðandi lögin sem sett voru í júlí sl. aö hægt er aö túlka þau á ýmsa vegu. Þaö er því um tvennt aö ræöa. Annars vegar að bera fram á Alþingi lagabreyt- ingu við núgildandi lög. Gallinn á því er bara sá aö þaö gæti orðið mjög tafsamt. Hins vegar er hugsanlegt aö hægt sé að leysa þetta meö reglugerö einni saman og þaö er sá kostur sem viö hér í ráðuneytinu erum aö kanna nú. Þessi seinkun hefur vitaskuld valdiö fólki sem stendur í sölu á íbúö- um sínum miklum erfiöleikum. Þaö er því lögð mikil áhersla á þaö aö hraöa afgreiðslu þessa máls eins og kostur er og ég mun leggja mitt af mörkum til aö þaö megi takast.” A.G.H. kærir sig ekkert um aö Bjarni Fel. segi aö Newcastle leiki í KR bún- ingnum. Newcastle eiaKR? Á.G.H. skrifar: Eg er mikill Newcastle aðdáandi aö noröan og vil beina þeim oröum til Bjarna Felixsonar aö Newcastle Utd. spilar ekki „í KR búningnum”. Þetta ■fer afskaplega mikiö í taugamar á mér og ég vil ekki láta bendla Newcastle viö KR. Annars stendur Bjarni sig vel og óska ég honum alls góös.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.