Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Page 18
I 18 DV. ÞRIÐJUDAGUR 4. DESEMBER1984. Tlðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarancj Vogur, meðferðarstöð SÁÁ i Grafarvogi. HOLLT ER HEIMA HVAT Árangur í baráttunni við áfengisbölið Svo lengi sem menn hafa'ritað og rætt um íslenskt þjóöfélag hefur þaö verið ein algengasta athugasemd um Islendinga aö þeir drekki mikiö. Lengst af hefur veriö litiö á ofdrykkju sem sjálfskaparvíti og þeim sem hafa oröiö henni aö bráö ekki veriö sýnd mikil samúö eða skilningur. Þannig var þaö lengst af á Islandi sem annars staðar. En fyrir sjö árum varö drykkju- vandamálið aö forsíöuefni dagblaö- anna um hríö og allt í einu kvaö viö nýjan tón í umræöum um þetta mál. Það var þegar SAÁ-samtökin voni stofnuð. Þau áttu sér auövitaö sinn aðdrag- anda og sá aödragandi fólst í sjálfs- hjálp nokkurra drykkjumanna sem tókst meö góöra manna hjálp að rjúfa sinn persónulega vítahring, og vildu þá einnig hjálpa öörum til þess aö gera hiðsama. I upphafi fóru flestir þeirra utan og dvöldu á Freeport sem varö án efa þekktasti bandaríski spítalinn sem Islendingar höföu heyrt af. En svo voru stofnuö samtök, kölluðSÁÁ, og af feikilegri atorku og meö miklum hamagangi var tekið til viö aö hjálpa ofdrykkjumönnum hér heima. Allir kannast við kraftinn sem var í SÁÁ-mönnum fyrstu árin meöan þeir höföu lítil fjárráð, lítinn mannafla og litla aðstöðu. Meö hörku og dugnaði og útsjónarsemi tókst þeim að koma sér upp aðstöðu og sinna nú hundruðum sjúklinga árlega, meö betri árangri en hér hefur þekkst áður. Árangur þeirra hefur reyndar verið svo góður að hann veröur aö teljast saga til næsta bæjar, og hefur veriö þaö. Eins og kemur fram í viðtali viö Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, stjórnar- mann i SÁA, hafa erlendir aöilar sóst eftir því að fá aö kynnast starfsaðferð- um þeim sem hafa reynst samtökun- um svo vel. Og nú virðist sem þessa þekkingu og aöferöir eigi aö flytja út. Skúli Thoroddsen lögfræðingur greinir frá undirbúningi aö slíku í viðtali hér á opnunni. Hvemig sem þaö fer hafa SAA-menn sannaö hiö fornkveöna, aö hollt er heima hvað, og mega margir ofdrykkjumenn, sem þurrkaöir hafa verið, þakka þeim fyrir. Hvern- ig þekk- ingin verður flutt út Skúli Thoroddsen lögfræðingur — Það hafa komið fram óskir um aðstoö við aö setja upp hliðstæðar stofnanir SÁA í Danmörku og á Græn- landi. Þaö er komiö á nokkum rekspöl. Ég hef verið í viðræðum viö ýmsa aöila um þessi mál og þau skýrast sennilega upp úr nastu áramótum. Ég tel þó sennilegast aö það veröi úr þessu, seg- ir Skúli Thoroddsen lögfræöingur, en hann hefur ásamt nokkmm aðilum, sem tengjast SÁA, veriö að kanna möguleika á að beita aöferðum, sem reynst hafa vel í baráttunni gegn áfengisbölinu á ísiandi, annars staðar. — Þaö sem ég hef verið aö athuga er það hvernig slík þekking verður best flutt út. Em þaö þá erlendir aöilar sem hafa áhuga á aö koma slíku í kring ef hægt er? — Já, þaö hafa verið viöræður viö grænlensku landsstjómina og samtök áhugamanna um áfengisvandann í Kaupmannahöfn. Hvernig yröi þessu þá háttað? — Hugmyndin væri þá að setja hér upp eins konar íslenskt Freeport um Kynslóðabil í meðferðinni Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson — I grófum dráttum má segja að um þaö bil 25% af þeim sem koma til meö- feröar hjá SAÁ séu konur. Stærsti aldurshópurinn er á bilinu 25—35 ára, en það hafa komið til meðferðar unglingar allt niður í 15 ára aldur. Vilhjálmur Vilhjálmsson var til skamms tíma framkvæmdastjóri SÁA og þó hann hafi horfið til starfa á öör- um vettvangi er hann í stjórn samtak- anna og flestum mönnum fróöari um störf þeirra. — Þaö veröur aö benda á þaö aö þaö eru ekki eingöngu áfengissjúklingar sem koma til okkar í meðferö, heldur líka fíkniefnaneytendur. En er einhver munur á vanda hinna eldri og hinna yngri? — Þaö er alveg greinilegt aö þaö er aö koma önnur kynslóð í meöferö núna. Yngra fólkið er til muna flæktara í fíkniefnaneyslu. En hjá þeim sem eru 35 ára og eldri ber meira á víxlverkun drykkju og lyfja og þá eru valíum og líbríumalgengust. Veitingahússeigandi lýsti því yfir í dagblaði nýlega aö drykkja á veitinga- húsum heföi greinilega minnkaö og vildi meina að þar ylli starf SÁÁ miklu um. Ertu sammála því? — Já, ég er sammála honum um þetta. Ég er sannfæröur um þaö aö all- ur sá f jöldi, sem komið hefur í meðferð hér, hefur haft áhrif á þessum vett- vangi. Ég styö þaö meö því aö benda á sölu ATVR, mælda í hreinum vínanda, á tímabilinu frá 1950 til 1977, og eftir þann tíma. Fram til 1977 jókst salan á hver ju ári en eftir 1977 hefur hún staðið nokkum veginn í staö. En liggja fyrir nokkrar upplýsingar um það, hversu vel meöferð hjá SÁÁ hef ur gefist til lengri tíma ? — Já. Þaö var gerö könnun meöal þeirra sem komu til meöferöar hjá SÁÁ áriö 1980. Sú könnun var gerö í fyrra og var kynnt í SÁÁ-blaðinu í apríl. Þar kom í ljós aö 30% af þeim sem svöruöu spumingalistanum sem þeim var sendur höföu ekki bragöaö áfengi síðan meöferö lauk. Þetta er fyrsta könnun sinnar tegundar sem gerö er hér og þetta er mjög góöur árangur miöaö viö tölur erlendis frá. Nú hafa verið nefndar tölur um fjölda þeirra sem komiö hafa til meö- feröar og hætt aö drekka. Þar er talað um allt aö 6000 manns. Er þaö ekki æriö stór hluti af dry kkjuvanda þjóöar- innar serp þar með er leystur? — Það er erfitt aö setja fram svo ákveönar tölur í þessu sambandi. Við vitum, aö drykkjusjúklingur er áfram drykkjusjúklingur, þó hann hætti aö drekka, og hann getur alltaf byrjað aftur. Ég myndi slá á tölu milli 4 og 5 þúsund. Þaö er sagt aö 10% einstakl- inga á drykkjualdri eigi viö áfengis- vandamál aö striöa. Þaö myndi þýöa aö hér ættu um 15 þúsund manns viö slík vandamál að etja, varlega áætlaö. Hver er þá skýringin á þessari velgengni? — Ég held aö meðferöarprógramm okkar, ásamt AA-samtökunum, sem eru óvíöa öflugri en hér á landi, hafi gert árangur okkar svo mikinn. Allur undirtónninn í meöferö okkar er að hvetja þá sem til meöferöar koma til þátttöku í starfsemi AA-samtakanna. Það er reynslan aö oftast er ástæöan fyrir því aö menn falla sú að þeir hafa hætt að sækja fundi hjá AA-samtökun- um. Við hvetjum sjúklinga okkar til þess að sækja þar fundi, a.m.k. einu sinni í viku. Hjá okkur hljóta þeir undirstööuna en þaö eitt er ekki nóg. Hvemig erháttaösamstarfiSÁAviö útlendinga? — Þaö hafa alltaf verið töluverð samskipti viö meöferðarstöövar í Bandaríkjunum, einkum Freeport í fyrstu, en síöan höfum viö einnig átt mikil samskipti við Edgehill-sjúkra- húsiö. Okkar starfsmenn hafa mikiö sótt þangaö námskeiö og margir oftar en tvisvar og oftar en þrisvar. Við höf- um nú haft í gangi skiptiprógramm viö Edgehill-sjúkrahúsiö i 4 mánuöi. Viö höfum skipst á starfsmönnum, sem eru mánuö í einu, Bandaríkjamað- ur hér, og Islendingur úti. Þaö er ætl- unin aö halda þessu áfram út næsta ár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.