Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1984, Qupperneq 40
FRÉTTASKOTIÐ ®/^\ SÍMINN * (jy * @)!!““ Sími ritstjórnar: 68 66 11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i OV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Dyraverðir setja gesti í handjára Aðfaranótt sunnudags settu dyra- verðir á skemmtistaönum Broadway einn gestanna í handjárn án þess að hafa tii þess nokkra heimild. „Þetta er vissulega valdbeiting án heimiidar,” sagði Guðmundur Her- mannsson aðstoöaryfirlögreglu- þjónn. „Þegar okkar menn komu á staðinn til aö taka manninn voru dyraverðirnir búnir að vinna þau verk sem lögreglunni eru ætluð. ” Við yfirheyrslur gaf dyravörður sá er hér um ræðir þá skýringu að handjárnin væru ættuð vestan af Isa- firöi þar sem hann gegndi starfi lögregluþjóns í sumarafleysingum. „Það hefur engum handjárnum verið stolið frá mér, enda liggja þau ekki á glámbekk,” sagði Pétur Kr. Hafstein, sýslumaður og bæjarfógeti á Isafirði, aðspuröur. Grunur leikur á að fleiri veitinga- hús í Reykjavík hafi handjárn til taks i fatahengjum sinum til að nota á óstýriláta gesti. I fýrra pantaði t.d. Félag dyravaröa umtalsvert magn af handjárnum erlendis frá og voru gerðar við það athugasemdir af hálfu lögreglunnar. „Þá gerðum við handjárn upptæk í Sigtúni en annars staðar höfum við ekki orðið varir viö þau þar til nú i Broadway um helgina,” sagöi Bjarki Elíasson yfirlögregluþjónn. -EIR. Axet Thorsteinsson. Axel Thorsteins- son blaðamaður látinn Axt'l Thorsteinsson, rithöfundur og fyrrum aðstoðarritstjóri Vísis er látiuii, fil) ára aö aldri. Hann fæddist 5. ina s 1805, sonur Steingríms Thor- steinssonar, rektors og skálds, og liirgiltu GuðríðarEiríksdóttur. Axel var búfræöingur að mennt en sneri sér síðar aö blaðainennsku og rit- störfum, ineðal annars gaf hann út bókina Ox viður af Vísi á hálfrar aldar afinæli Vísis. Þá var Axel um langt skeið fréttaritari Rikisútvaipsins og forstööumaður Fréttastofu Blaða- inannafélags íslands á ineöan hún slarfaði. Axel Thorsteinsson var heiöurs- félagiBlaðainannafélagsIslands. -KÞ Mikiö fyrir lítið... HARÐUR ÁREKSTUR VIÐ SÆTÚN Mikit hálka var á götum i Reykjavik og nágrenni i morgun. Atiar strætisvagnaleiðir voru saltbornar en aðrar götur ekki. Virtist það ekki koma öllum að gagni þvi þrir árekstrar og slys urðu á svo til sama tima um klukkan átta i morgun, og allt á „söltuðum götum". Urðu þeir allir á sömu fimm minútunum og voru þvi allir sjúkrabilar kallaðir út. Á Miklatorgi var ekið á konu sem var á leið yfir götu og úr árekstrum við Bildshöfða/Höfðabakka og i Sætúni var fólk flutt á slysadeild. Þá lenti strætisvagn úr Kópavogi i árekstri skömmu siðar, en þar mun ekki hafa orðið slys á fólki. -klp-/DV-mynd: S. AIIKLIG4RDUR LOKI Hlekkið hann við barinn, strákar! Tveir bændur reisa sér vatnsaf Istöð „Þessi vatnsaflstöð fullnægir alveg rafmagnsþörf okkar bænd- anna og raunar rúmlega það. Hún á að geta framleitt 80 kílóvött en við notum ekki nema svona 25. Við þurf- um líklega að fara út í stóriðju til þess að nota umframorkuna. ’ ’ Svo mælti Arnór Benediktsson, bóndi á Hvanná á Jökuldal, en hann hefur í félagi við Jón Víði Einarsson látið reisa vatnsaflstöð við bæinn. Þeir Jón Víðir búa tvíbýli á Ilvanná. Ætlunin var aö ræsa vatnsaflstööina í gærkvöldi. „Það eru feðgar frá Köldukinn sem hafa smíðaö þetta fyrir okkur, Jón Siggeirsson og Eiður, sonur hans. Þeir eru ægilegir hugsuðir, báðir,” sagði Arnór. „Við’ höfum keypt rafmagn fyrir 60—70 þúsund krónur á ári en nú verðum við sjálf- um okkur nægir. Kostnaðurinn af þessu er ekki alveg á hreinu ennþá en ég giska á að hann verði einhvers staöar á bilinu 1100—1200 þúsund.” Þá var Arnór spurður hvenær þeir bændurnir hefðu ákveðið aö ráðast í þessar framkvæmdir. „Eg hugsa nú aö við höfum farið að velta þessu fyrir okkur fljótlega eftir fæðingu. En það eru fáein ár síð- an viö ákváðum að láta verða af þessu. Og sparnaðurinn af þessu er ekki aðalatriöið. Fyrst og fremst er gaman að hafa eitthvað til þess að fástvið.” -IJ. Eftir kjarasamninga ríkisins og BSRB: Albert boðar nýja starfs- mannapólitík Aukinn skilningur á vinnu og vinnu- gæðum og meiri hreyfanleiki starfs- manna ríkisins milli vinnustaöa er meðal markmiða sem Albert Guð- mundsson fjármálaráöherra lætur nú móta. Hann boðar nýja starfsmanna- pólitík hjá ríkinu í kjölfar nýlokinnar vinnudeilu. Til skoðunar er fastmótuð stefna í starfsmannahaldi. Skýra á mörk verka og ábyrgðar, bæta starfsaðstööu og búnað, koma á hvetjandi vinnuum- hverfi, auka endurmenntunarmögu- leika starfsmanna og stuöla að því að starfsmenn „verði sér meira meövit- andi um vinnuframlag og vinnugæði”, eins og það er orðaö. Þá leggur ráöherrann áherslu á aö reyna aö skapa skilyrði fyrir tíðari skipti manna á störfum innan ríkis- kerfisins, sem hvetji þá til að sýna hæfni sína. Loks á að huga að hvetjandi launakerfi þar sem það gæti átt við. -HERB. Útflytjendurfá 440 milljónirí lánaleiðréttingar: Seðlabankinn skilar gengis- hagnaðinum Seðlabankinn mun greiða 10% endurseldra útflutningslána eins og þau stóðu þegar gengi krónunnar var fellt 20. nóvember. Til þess fara 440 milljónir króna, sem er um það bil hagnaður bankans vegna þessara lána viö gengisfellinguna. Fyrst og fremst eru það lán vegna sjávarafurða, sem þannig verða lækkuð, einnig minniháttar lán vegna iðnvarnings og landbúnaöarafurða. Fyrirhugaö er að greiða lánin niður í hlutfalli viö vaxtagreiöslur hvers og eins á síðari hluta þessa árs. I tilkynningu frá Seðlabankanum segir að þessi niöurgreiðsla hafi veriö ákveðin til þess að ekki myndist óeðli- legt ósamræmi milli kjara á þessum lánum, sem eru tengd gengi sérstakra dráttarréttinda, SDR, og lánskjara á innlendum afurðalánum. -HERB. Læknisleysið áríkis- í I stjórnarfundi j „Þátttakan hefur verið mjög góð í ■ undirskriftasöfnuninni og hafa 466 a Grundfiröingar 16 ára og eldri ritað ! nöfn sín á listana,” sagði Siguröur | Eggertsson, sveitarstjóri í Grundar- firði, í samtali við DV. Eins og blaðiö , skýrði frá í gær hafði læknisleysiö þar í ! bæ næstum kostaö mannslif. I Grund- !! arfirði hefur aldrei verið starfandi læknir og hefur því orðið að sækja g lækni til Stykkishólms sem oft hefur ekki gengið vegna ófærðar eins og p sannaöist á dögunum. „Þaö er vel unniö að þessu máli J enda veröur það tekið fyrir á ríkis- !■ stjórnarfundi núna fyrir hádegið. Eg í trúi því ekki öðru en hingaö verði kom- inn læknir um áramót,” sagöi Sigurður £ Eggertsson. -KÞ 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.