Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Side 3
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 3 Hlutafé Sigló hf. aukið um helming Ákveöiö hefur veriö aö auka hluta- fé í Sigló hf. á Siglufiröi um helming, úr þremur milljónum upp í fimm til sex milljónir. Nýir aðilar tóku við rekstri fyrirtækisins sl. vor og var heildarkostnaöur viö uppbyggingu Sigló hf. og endurskipulagningu yfir 40 milljónir króna. Sæmundur Arelíusson framkvæmdastjóri sagöi í samtali við DV að talið væri nauö- synlegt aö hafa meira hlutafé í fyrir- tækinu þar sem svo miklu hefði verið kostaö tU. Núverandi hluthöfum hef- ur verið gefinn frestur til að auka hiutafé sitt en Sæmundur gat ekki svarað því hvort nýir aðilar kæmu inn í reksturinn. Hjá Sigló hf. unnu í sumar um 150 manns á þremur vöktum. Verk- smiðjan hefur hins vegar verið lokuð nú í u.þ.b. mánuð. Vinna hefst aftur innan tíðar með um 25 manns i rækjuvinnslu og 30 manns í fram- leiðslu á gaffalbitum. Sigló hf. hefur tekið aö sér að pilla um 250 tonn af rækju sem Englendingar hafa keypt af Sovétmönnum. Sú rækja kemur væntanlega til Siglufjarðar í næstu viku. JBH/AKUREYRI Sjúkrahúsum gert að greiða interferon „Heilbrigðisráöherra hefur ákveðið að sjúkrahús sem hefur interferon- meöferð standi straum af kostnaðinum sem henni er samfara nema hann fari fram úr fyrirfram gerðri áætlun. Þá geta sjúkrahúsin fengið mismuninn endurgreiddan,” sagði Davíð A. Gunn- arsson, aðstoðarmaður heilbrigöis- málaráðherra, í samtali við DV. Eins og sagt hef ur verið frá í fréttum DV hafa tveir Islendingar verið á interferon-meöferð. I öðru tilvikinu var um að ræða sjúkling haldinn afar sjaldgæfum sjúkdómi og var interfer- on-meðferðin liður í rannsóknum sem fram fara með lyfið víða um heim. Hinni interferon-meðferðinni var beitt á unga stúlku utan af landi. Meðferðin hófst á sjúkrahúsi í Reykjavík en hélt síðan áfram á heimaslóöum stúlkunn- ar. Vaknaði þá spumingin um hver ætti að greiða fyrir lyfið, sjúkrahúsið u"" r,nTV' moAforMn hnfct p<\a fJÍÚVrfl- samlagiö i sveitarfélagi stúlkunnar. Samkvæmt heimildum DV hefur með- ferðin kostaö um 600 þúsund krónur og var að sliga sveitarfélagið. „Þetta er flókið mál,” sagði aðstoð- armaður heilbrigðisráðherra. „Það er óeðlilegt aö sjúkrahúsum sé gert að greiða allan kostnað af slikum lyfja- meðferðum þó svo að sjúklingurinn hafi aðeins einu sinni komið þar inn fyrir dyr. Eðlilegast er að sjálfsögöu aö sjúkratryggingarnar taki þetta á sig.” Að sögn Davíðs Á. Gunnarssonar á þetta vandamál við um mörg önnur lyf en interferon. Ymis gigtarlyf erumjög dýr og það sama má segja um mörg ný lyf sem eru að koma á markaðinn. Aftur á móti er interferon að lækka í verði sem að öllum líkindum verður viðráðanlegt innan tiðar. -EIR. af hinum vönduðu og glæsilegu verðlauna- sófasettum Úrvals leður- og tauáklæði Borðstofan frá klassískur glæsileiki fyrir þá sem viíja eitthvað betra VÖNDUÐ VARA VIÐ VÆGU VERÐI búSTÆ StÚ OPIÐ í DAG TIL KL. 18.00 tti: Hffi í_j i jL_ Wérss Smiðjuvegi 6, Kópavogi símar: 45670 — 44544. EV-SALURINN í FIATHÚSINU Opið alla virka daga kl. 8.30—18.30. Opið í hádeginu Opið á laugardögum kl. 10—16. Honda Accord 78. Mazda 929 '80. Fiat 1321600 78. Chevrolet Malibu 77. Audi 80 78. SNJÓDEKK fylgja öllum notuöum bílum frá AGLI Bronco '66. Fiat 125 P '81. Chervolet Nova 76. Fiat 131 Mirafiori '82. Toyota Corolla 77. í útsöluhorninu eru ávallt ódýrir bílar á frábæru verði. Fiat Uno 55 '83. Mazda 626 2000 79. Citroen GS 77. 1929 BÍLAÚRVALIÐ ER SÍBREYTILEGT FRÁ DEGITILDAGS. notodir bílor í eigu umbodssins EGILL. VILHJALMSSON HF Smiðjuvegi 4c — Kópavogi — Simi 79944— 79775 1984 MUNIÐ EV-KJÖRIN VINSÆLU, AÐ ÓGLEYMDRI SKIPTIVERSLUNINNI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.