Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 16
16 DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. „Rithöfundur má ekki emangra sigfrá umhverfinu” segir Andrés Indriðason rithöf undur sem er með mörg járn í eldinum Þaö er ekki óreiöan í höfundarher- bergi Andrésar Indriðasonar rit- höfundar. Fallegt límtrésskrifboröiö er autt og á vélritunarborði á hægri hönd hefur rithöfundurinn glæsilega ritvél. „Eg get ekki ööruvísi unniö en aö allt sé í röö og reglu,” segir Andrés. — Hvernig vinnur hann? „Eg handskrifa fyrst. Síðan vélrita ég. Það er sjaldnast að ég vélriti hug- myndina beintá blað.” — Starfarðu eingöngu sem rit- höfundur? „Já, ég hef verið í launalausu leyfi frá sjónvarpinu síðan í júní og verð fram í febrúar. Eg hef notaö þetta leyfi til að fást við sitt af hverju sem hafði safnast upp í skúffunni. Eg skrifaöi Töff týpa á föstu snemma í sumar. Það er þriöja og síöasta bókin um Elías Þór Arnason, 14 ára strák, sem er að leita að sjálfum sér og samhengi í tilver- unni.” Andrés er að fá útgefnar bækur eftir sig í Sviss, Þýskalandi og Austurríki. Sú fyrsta er, aö koma út og heitir á þýsku: Ein langer Winter fiir Páll. Það er þýðing Jóns Laxdals á bókinni: Polli er ekkert blávatn. „Utgáfan í Þýskalandi er ákaflega spennandi,” segir Andrés. „A eftir þessari bók munu koma út bækurnar Elías Þór, Viltu byrja með mér? og r/ða. sorj otfin s/na rnedrt ***** s,num 1 ,b Fjórtán bráðum fimmtán. Þegar þær eru komnar út í hinum þýskumælandi heimi eiga þær greiða leið yfir á önnur tungumál. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslenskan rithöfund.” ^ointur °Vntyntj GVa. ALGER MIMA Gulli gómar hann í fatahenginu þegar skólinn er búinn og færir honum frétt- ir. — Við vorum að fá vídeó heima! Elias lætur sem hann heyri þetta ekki. Hann er sár út i Gulla. Hann hló hæst af öllum að honum áöan. Hann sér líka ekki betur en aö Ingunn sé að trekkja sig upp í að svífa á hann, nú á auðvitaö að gera gott úr öllu! Hann tekur á rás, eins gott að foröa sér! Asni var hann að vera ekki búinn að segja henni frá Evu. Hún væri kannski ekki að fíflast þetta og kalla hann alls konar nöfnum ef hún vissi að hann væri á föstu. Hann heyrir að Gulli kemur á eftir honum. — Bíddu! kallar hann, bíddu, ég þarf aðeins að tala við þig! Elías lítur um öxl, hægir á hlaupun- um, Ingunn er hvergi nærri. — Ofsalega liggur þér mikið á, mað- ur, stynur Gulli móöur og másandi. — Var það eitthvaö sérstakt? segir Elías og er þurr á manninn. Gulli brosir útaðeyrum. — Heyrðu, segir hann, varstu aö hugsa um að gera eitthvað sérstakt í dag? — Nei,af hverju? Hann vingsar skólatöskunni og horf- ir niður á tærnar á sér, brosið breikk- ar. — Ég var að pæla í einu. — Hverju? — Eg var að pæla í því hvort þú værir til í að koma heim að horfa á vídeó. Elías ypptir öxlum. — Núna? — Já, hvað segirðu um það? Elías svarar ekki strax; auðvitaö er þetta vel boðíð og freistandi og kannski er asnalegt af honum að vera með hund út í Gulla þó aðhann hafi verið að hlæjaaðhonum. Hann hefur auga með skólanum, hann er tilbúinn að stökkva í burtu ef Ingunn skyldi birtast. Gulli bíður spenntureftirsvari. — Hvað segiröu? — Mér er eiginlega alveg sama. Ertu með einhverja góða mynd? — Nei, sko.. . máliö er það að ég var að pæla í að við mundum slá sajnan í spólu. . . eina eða kannski tvær. Ertu tilíþað? — Já, já. — Við gætum tekið eina létta stríðs- mynd, hvað segirðu um það? —Fínt. — Og svo kannski eina af þessum sem eru bara til á bakvið. Gulli glottir, Elías horfir gáttaður á hann. — Meinaröu...? — Eg meina það, já, segir Gulli og kinkar kolli. . . þú veist.. . svona fræðslumynd! Hvaðsegirðuumþað? Elías dæsir; hann veit ekki hverju hann á aðsvara. Hann hefurí rauninni engan sérstakan áhuga á að splæsa í mynd af þessu tagi, það væri miklu gáfulegra að taka bara tvær stríðs- myndir; hvaöa fiðringur er hlaupinn í Gulla allt í einu? — Hvaðsegirðu? Gulli tvístígur fyrir framan hann, horfir niöur fyrir sig og bíöur eftir svari. — Jæja þá.. . ef þú endilega vilt en mér finnst þetta alveg ferlega bilað. — Þaö er það líka, segir Gulli og brosir út að eyrum. Annars væri ekk- ertgamanaöþví! Þeir grafa upp Léttlyndu Línu í lítilli holu en leggja ekki í aö taka hana, það er stelpa sem er lítið eldri en þeir að af- greiða, hún stingur þá í gegn með aug- unum. Þeir skoða myndina á spólukassan- um og flissa: Þarna er Lína sjálf með eldrauðar varir og kinnar, ekki beint siðprúð að sjá, hallar sér upp að rúm- gafli og er að springa af kynþokka; stuttur, þröngur og fleginn kjóll, hæla- há stígvél, hár niður á axlir, dularfullt bros. Vá, vá! Gulli blístrar. Elías flýr út í horn, stingur sér ofan í bama- og fjölskyldumyndirnar, lætur sem hann sé ekki meö honum. — Eruö þið að leita að einhverju sér- stöku, strákar? segir stelpan með aug- un; húneralltíeinukomintilGulla. Elias lítur upp úr spólu með Lassí, sér að Gulli er allt í einu glóandi í fram- an, tekur fyrir munninn svo að hlátur- inn gusist ekki út. Stelpan með augun er búin að taka Linu af honum. Hún er í níðþröngum kjól, Gulli litur undan, þaö er útsýni langt niöur á maga. — Ja... við erum eiginlega að leita aö stríðsmynd, segir hann og fálmar ráðvilltur í það sem hendi er næst í hill- unni, Heitar ástríður í Honolulu. —Stríðsmyndirnar eru þama! Hún bendir á hillu næst dyrunum, hristir sítt hárið aftur fyrir axlir og heilsar viðskiptavini í ljósleitum frakka sem kemur inn í búöina i þess- ari andrá. Gulli nær sér upp úr f uminu. — Viðhéldumkannskiaðþessispóla heföi lent á vitlausum staö, segir hann og glottir. Hún er alveg helblá. Viö héldum að hún ætti að vera á bakvið. Hún horfir á hann, vætir eldrauöar varirnar. — Hún er að minnsta kosti ekki fyrir böm, þessi. Viljið þið ekki annars bara vera úti aö leika ykkur, strákar mínir, þiö vitið ekkert hvað þiö viljiö. Gulli er orölaus, Elías springur bak viðnæstuhillu. Hún lætur sem hún heyri það ekki, hún svífur á hælaháum stígvélum á viðskiptavininn sem bíður við af- greiðsluborðið, manninn í frakkanum sem veit hvaö hann vill. Réttir honum Línu og brosir dular- fullu brosi. Þeir þræða nokkrar vídeóleigur til við- bótar og detta aö endingu ofan á þaö sem þeir eru að leita aö. Djarfar nætur! Losti í rauðleitum bjarma arinlog- ans, stendur á spólukassanum, mynd semsegirsex! Og það er engin stelpa meö stingandi augu og dularfullt bros að afgreiða, það er vinalegur kall með vindil. Það gat ekki verið hagstæðara. En þegar þeir koma aö afgreiðslu- borðinu, og þegar hann sér hvað Gulli er með í höndunum, kemur hik á hann. Elías stynur í hljóði, heldur sig fyrir aftanGulla. Kallinn með vindilinn brosir góðlát- lega. — Er þetta nokkuð fyrir ykkur, strákar mínir? — Nei, nei, þetta er ekki fyrir okkur, flýtir Gulli sér að segja. Þetta er fyrir mann. Viö ætlum að fá þessa handa okkur. Hann skellir annarri spólu á borðið. — Jói og baunagrasið.. . er hún ekki fín? Það er enginn söguþráöur í Djörfum nóttum, það þarf heldur engan; það er endalaus runa af rassaköstum, þeir sitja fyrir framan sjónvarpiö heima hjá Gulla og grenja af hlátri, þetta er svo ruglað. — Heyrðu, segir Gulli, allt í einu fær hann frábæra hugmynd, við förum með þess spólu í skólann! Við segjum Borghildi að viö séum með æðislega fræðslumynd sem hún veröi að sýna bekknum, hvaö segirðu um það? Fræðslumynd? — Já.. . um æxlun lífvera! Er hún ekki alltaf að segja að námið eigi að veralifandi! Elías hlær, hann er meö á þessu. — Það yrði alger þruma! Þeir skoða málið frá öllum hliöum, skiptast á um að sviðsetja sýninguna og lýsa viðbrögðunum, sjá bekkinn, fyrir sér emjandi af hlátri og Borghildi sótrauða þegar hún sér hvaö er á spól- unni en draumamir sigla í strand þeg- ar dæmið er reiknað til enda; spólan kostar hundraö kall á dag og næsti Úf- fræðitími er ekki fyrr en á þriöjudag- inn, þaö er einum of dýrt spaug! Þeir eru hálfnaðir í annarri yfirferð í Djörfu nóttunum, breiöa úr sér á gólf- inu, hendur fyrir aftan hnakka á út- saumuöum púðum úr sófanum, stór skál með poppi á milli þeirra. Þeir eru fyrir löngu hættir að hlæja, gersam- lega máttlausir og búnir að þegja lengi þegar Elías rýfur loks þögnina. — Pælirðu mikiö í stelpum, Gulli? Hann rís upp við dogg, en sú spurn- ing! — Eg? Hann stingur upp í sig poppi og hrist- ir höfuðið. — Nei, ég pæli ekki í stelpum vinur minn. Þú ert ruglaður! Af hverju detturþérþaðíhug? Elías glottir. — Bara. Þú ert nú stundum að kippa ítagliðáFríðualveguppúrþurru.. • Gulli hristir höfuðið. — Blessaöur vertu.. . þó að maður geri nú smá at. . . það þarf ekki að vera neitt á bak við þaö... eöa hélstu það kannski, hélstu aö ég væri skotinn í henni? — Nei, ég segi það ekki. En hún er nú samt ansi sæt, hún Fríöa, það er ekki hægtaöneita því. Gulli rekur upp hlátursroku. — Sæt! Himnaríkisljósið! Með upp- brett nef og skúffu! Góði besti! Nei. • • veistu þaö, ég skil ekki þessa gæja eins og til dæmis Óla. .. hann er ekki viö- ræðuhæfur, ég meina það... hann er að deyja úr ást... það eru stjömur í augunum á honum, hefurðu ekki tekið eftirþví? Elías brosir. — Nei, ég hef nú ekki tekiö neitt sér- staklega eftir því. En það er víst mjög algengt að fólk sé aö deyja úr ást. Þaö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.