Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 19
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984. 19 STUÐMENN Ný plata Kvikmynd ífebrúar Stuömenn hata ekki setiö auðum höndum aö undanförnu. 1 sumar og haust hafa þeir verið viö upptöku á nýrri kvikmynd er nefnist Hvítir máv- ar. Og eins og vænta má eru tónlistinni gerö góö skil í myndinni. Hafa þeir fé- lagar samiö nokkra hugljúfar melódí- ur er skreyta munu myndina sem aö öllum h'kindum er gamanmynd. í vikunni héldu Stuðmenn blaöa- mannafund í tilefni af því að lögin úr kvikmyndinni eru komin á plast. Mun sú skífa vera hinum fjölmörgu aðdá- endum Stuömanna hin mesta jólagleði. Stuömenn hafa yfirleitt ekki farið troönar slóöir í sínum uppákomum. Eins var um blaðamannafundinn. Var hann haldinn í gróðurhúsi hjá Blóma- vali. Fór þar vel um gesti innan um blómin. Stuðmenn kynntu plötuna sem ber heitið Kókostré og Hvítir mávar og sýndu videomy nd sem gerð hefur veriö utan um eitt lagiö, Gó-Gó partí. 1 þeirri mynd eru meöal annars stuttir bútar úr væntanlegri kvikmynd. Einu leynd- armáli í sambandi við Stutoenn var ljóstraö upp. Er þaö hvernig nafnið Stuðmenn varö til. Hefur nokkurs mis- skilnings gætt í túlkun á nafninu. Hafa flestir haldiö því fram að Stuðmenn þýddi „menn í stuði”. 1 raun er Stuö- menn komið út af tyrkneska orðinu stut, sem þýöir „hinn holdlegi kraft- ur”. Stuðmenn eru sem sagt „menn hins holdlega krafts”. Er ekki aö efa aö vegur Stuömanna mun enn fara upp á við í krafti þess skilnings sem al- menningur fær nú loksins á nafni þeirra. HK. Stuðmenn og velunnarar á góðri stundu á blaðamannafundi sem haldinn var í Blómavali í tilefni af útkomu nýrrar plötu. Ef vel er að gáð má sjá æstan aðdáanda i bakgrunni. NYTT LYKTARLAUST KÓPAL A ELDHÚSIÐ KÓPAL FLOS oe KÓPAL JAPANLAKK 04 ISJ 7s > C 2 O > a o o > 71 > ot m A? 71 71 Nú er þér óhætt að leggja til atlögu við eldhúsið heima hjá þér. Þú getur létkkað auðveldlega með nýja KÓPAL-lakkinu - bæði veggi, skápa, innréttingar, borð og stóla án þess að hafa áhyggjur af sterkri lykt eða höfuðverk af þeim sökum. KÓPAL-lakkið er lyktarlaust og mengar því ekki and- rúmsloftið. Áferðin er skínandi falleg, bæði gljáandi (KÓPAL JAPANLAKK) og perlumött (KÓPAL FLOS). Þú getur lakkað svo að segja hvað sem er - og skolað síðan pensla og áhöld með vatni. Betra getur það varla verið. a cn oi co o o o tn 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.