Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDAGUR 8. DESEMBER1984.
5
Brauð handa
hungruðum
heimi
Hin árlega landssöfnun Hjálpar-
stofnunar kirkjunnar, brauö handa
hungruðum heimi, hefst á sunnudag
meö guösþjónustum í kirkjum lands-
ins. Söfnunarbaukar og gíróseðlar
veröa sendir á öll heimili í landinu.
Margir söfnuðir hafa skipulagt mót-
töku söfnunarbaukanna undanfarin ár
þannig aö kirkjur eru opnar siðustu
kvöldin fyrir jól og þar er tekið viö.
framlögum. Einnatt hafa organleik-
arar og fleira tónlistarfólk leikið í
kirkjunum þessar kvöldstundir. Þátt-
taka safnaðanna i söfnuninni hefur
jafnan verið keppikefli Hjálpar-
stofnunarinnar.
Um þessar mundir beinist athyglin
að neyðinni í Eþíópíu en jafnframt er
unnið að langtímaverkefnum í fyrir-
byggjandi starfi. „Að hjálpa hinum
nauðstöddu að hjálpa sér sjálfum” er
kjörorðið.
Hjálpræðisherinn:
Jólasöfnun
hefst
í dag
1 dag verða jólapottar Hjálpræðis-
hersins settir út á götu eins og venja
hefur verið frá því að herinn byr jaði að
starfa hér á landi. Kjörorðiö er: Hjálp-
iö okkur að gleðja aöra. Jóiapottarnir
eru orðnir fastur liður í jólaundirbún-
ingi Islendinga og eru margir sem
leggja til peninga í pottana. Pening-
arnir, sem safnast, eru notaðir til aö
gleðja þá sem eru heimilislausir yfir
jólin. Þeir hafa getað fengið jólaglaðn-
inga og notið matar og ánægjulegra
stunda í Herkastalanum.
Hjá jólapottinum er hægt aö kaupa
Herópið og kostar það 50 krónur.
Almannavarnaæfing
íSkaftafellssýslum:
„Innan-
húss-
æfing-
ápapp-
írnum”
Almannavarnir ríkisins, i samvinnu
við Almannavarnanefndir i Skafta-
fellssýslum og Rangárvallasýslu,
héldu æfingu i fyrrakvöld sem miöaði
að þvi að athuga brottflutninga á fólki
frá A-Skaftafellssýslu, ef til hlaups í
Múlakvísl kæmi.
Hér var eingöngu um skipulags-
æfingu aö ræða, eöa „innanhússæfingu
á pappímum”, eins og Hafþór Jóns-
son, fulltrúi Almannavarna, sagði.
Almannavamir munu hafa samstarf
við Rauöa krossinn i viðkomandi sýsl-
um ef hlaup kemur og reyndu menn að
gera sér grein fyrir þeima vandamál-
um sem upp kæmu meö flutninga og
dreifingu á fólkL
Raunar var svo mikil úrkoma á þess-
um slóðum meðan á æfingunni stóð að
engu líkara var en hlaup væri komiö i
Múlakvísl.
-FRI
Heilsukoðunog
ormahreinsun
Vegna viðtals við dýralækna Dýra-
spítalans í DV vilja þeir taka fram að
heilsuskoöun og ormahreinsun til
skráningar hunda í Reykjavík er einn-
ig veitt hjá öðrum starfandi dýralækn-
umá Reykjavíkursvæðinu.
753
co
&
\v
*
0
0
HUSGAGNASYNING
laugardag kl. 10—12 og kl. 14—18,
sunnudag kl. 14—16
1300 FERMETRA SÝNINGARSVÆÐI
HÚSGÖGN í HÁUM GÆÐAFLOKKI — GOTT VERÐ
IMOTIÐ TÆKIFÆRIÐ
OG LÍTIÐ INN
TM-HÚSGÖGN
Síðumúla 30
sími 68-68-22
VIÐ ERUM í JÓLASKAPI 0G BJÓÐUM ÞÉR í JÓLASTEMMNINGU.
BÍLASÝNING
LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17.
SYNUM:
SUBARU 1,8 GL STATION.
Á undanförnum sýningum hefur verið sneisafullt hjá okkur. Helsta ástæðan eru hinir nýju Subaru 1,8 GL
og litli bróðir hans, Subaru Justy. Hinn nýi Subaru 1,8 GL er ekki endurbættur. Honum hefur verið
gjörsamlega umturnað. Vélin er alveg ný, miklu þýðari, kraftmeiri og þó sparneytnari. Fjöðrunin er nú
slaglöng gormafjöðrun með sjálfstæðri fjöðrun á hverju hjóli. Subaru 1,8 GL er nú 5 gíra. Bíllinn er stærri,
miklu rúmbetri og gullfallegur.
SUBARU JUSTY
Eini fjórhjóladrifni smábillinn með sjálfstæða gormafjöðrun á
hverju hjóli sem er það langbesta á islenskum vegum. Með ein-
um takka er skipt yfir í fjórhjóladrif. Justy er frá byrjun
hannaður sem fjórhjóladrifinn bill, þess vegna er styrkleiki hans
miklu meiri en annarra bíla í svipuðum stærðarflokki.
Nissan Cherry 1,5 GL.
Einnig sýnum við marga aðra gæðinga.
KOMIÐ OG SPJALLIÐ VIÐ SÖLUMENN OKKAR OG KYNNIST OKKAR LANDSFRÆGU KJÖRUM.
SINGVAR HELGASON HF
1 Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.