Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1984. Bandarískir tóbaks- framleiðendur reiðir: Sjúklingar á sígar- ettupökkum Umboösmenn erlendra tóbaks- framleiðenda hafa staðið í ströngu aö undanförnu og reynt að hafa áhrif á væntanlegar merkingar á sígarettu- pökkum hérlendis. Með nýjum reykingalögum sem taka gildi um áramót er ráðgert að prentuð verði vamaðarorð um skaðsemi tóbaks- reykinga á pakkana likt og tíðkast erlendis. „Viö teljum merkingamar haröari en gerist erlendis og höfum því gert allt sem í okkar valdi stendur til að fá þeim breytt,” sagði Friðrik Theódórs- 'son hjá umboðssölu Rolfs Johansen sem flytur inn margvíslegar gerðir bandarisks tóbaks. „Bandarísku fram- leiðendumir eru ekki ánægðir. ” Ráðgert er að setja sex mismunandi gerðir merkimiða á sígarettupakkana. Verða þeir einstæðir í veröldinni vegna þess að auk texta verða myndir sem undirstrika eiga óhollustu tóbaks- neyslu. Má nefna mynd af sjúklingi í rúmi, ófrískri konu, börnum að kafna í reyk, hjarta og æðakerfi í vanda og svo framvegis. * Þá verða neftóbaksdósir einnig merktar og þar bent á að fólk geti fengið sb'mhúðarbólgu af því að taka í nefiö. Á neftóbaksdósunum verður einnig mynd af manni sem þjáist í koki og munni. -EIR. Veðrið um áramót Það gæti oröið erfitt að brenna flug- eldunum á gamlárskvöld samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Veður- útlit á gamlárskvöld og nýársnótt er á þessa leið: Á gamlársdag mun lægð nálgast landið með vaxandi suðaustan- •játt. Gert er ráð fyrir rigningu og slyddu um kvöldið. Erfitt er að fullyrða hvenær á gamlárskvöld byrjar að hvessa. Þaö gæti dregist fram yfir miðnætti. Veörið verður svipað um allt land yfir áramótin. I dag og á morgun, sunnudag, er gert ráö fyrir suðvestanátt meö éljum á Suöur- og Vesturlandi. Bjart veður á Norðaustur-og Austurlandi. -EH. yér/XL LOKI Fríður sé með yður — áríði Byggðavandamálin óseljanleg útf lutningsvara: Engin ný stóríðja í bráð. dregið úr orkuf ramkvæmdum Fé til orkuframkvæmda á næsta ári hefur verið skoriö niður úr 1.400 í 1.200 milljónir. Áöallega verður dregiö úr 546 milljóna áætlun um Kvislarveitur. Að áliti ýmissa sér- fræðinga er orkumarkaðurinn staðn- aður og ekki von á neinni nýrri stór- iðju í bráð. Orkuspá til aldamóta er i endur- skoöun. l.andsvirkjun mun endur- skoöa framkvæmdaáform sín í kjöl- fariö. „Þaöeru ýmsar blikur á lofti,” segir Halldór Jónatansson, forstjóri I.andsvirkjunar, „og það er rétt aö engir samningar um orku til stóriöju liggja fyrir. Þeir eruekki i augsýn.” Undanfarið hefur stóriðjunefnd reynt að fá erlend fyrirtæki til þess að koma upp kisiknáhnverksmiöju í Reyðarfirði og álveri í Eyjafiröi. Rætt hefur verið um 50% stækkun ál- versins í Straumsvík og meira síðar. Ekkert af þessu er í buröarlið. Sam- kvæmt heimildum DV er lítill raun- verulegur áhugi á iöjuverunum fyrir austan og noröan. Eitt fyrirtæki, af mörgum sem þóttu likleg, er nú eftir til viöræðna um kisilmálminn. Og einna helst er vonað á kanadiska hringinn Alcan vegna álvers við Eyjafjörð. „Utlend- ingar hafa ekki áhuga á að reisa iðju- ver hér, neina þá á Suövesturlandi. Byggðavandamálin eru óseljunleg útflutningsvara,” segir Jónas Ebas- son prófessor, formaður stjórnar Orkustofnunar. „Þar aö auki höguin við okkur afar einkennilega í þessum ináluni," seg- ir Jónas. „Við heimtum aö urkuverð til stóriöju borgi framleiðslukostnaö frá nýjum orkuverum, ef útlending- ar reka stóriðjuna. En okkur finnst í lagi að stóriðjan borgi lítið sem ekk- ert fyrir orku ef við eigum hana sjálf- ir. Það má benda á Grundartanga- verksmiðjuna og Aburöarverksmiöj- una. Þar rekuin viö okkur á samhengi orkuverðs og afuröaverðs. Afurðirn- ar veröa að standast samkeppni á markaðnum. Orkuverðið er aðeins hluti af öllu dæminu. Það er fráleitt að miða hag okkar af stóriðju ein- gönguviðorkuverð.” IIERB Anna Þorláksdóttir á afmæli á gamlársdag og verður 103 ára. DV-mynd EJ. Meðalaldurinn er yfir hundrað ár. Þær liggja þrjár saman á stofu, stöllumar Anna, Ingilaug og Sigríður á sjúkrahúsinu á Selfossi. Anna Þorláksdóttir er aldursfor- setinn og veröur ÍO.'I ára á gamlárs- dug. Hún er fædd 1881. Einhver sagði í gamni að hún gæti átt von á bréfi frú umferðarskúlanum. DV fór fram á að fá að óska Oimu til hamingju incð afmælið. llún heyrir ósköp illa svo ekkert varð úr þvi. Vonandi les hún þessa afmælis- kveðju sein viö berum henni hér ineð. IngilaugTeitsdóttir er 100 ára og Sigriður Olafsdóttir er 98 ára. — Hvernig eyða þær svo gamlárs- kvöldinu? Aö sögn hjúkrunarkonu liggja þær mest fyrir og hvílast. Stundum þegar þær eru upplagðar setjast þær í stól. Þrátt fyrir háan aldur eru þær vin- konurnar allar sæmilega hressar. -EH. Hitaveita Selfoss: Borholan féll saman Stærsta borhola Hitaveitu Selfoss hrundi saman í fyrradag og kann það aö valda vatnsskorti hjá Selfyssingum, Stokkseyringum og Eyrbekkmgum á næstunni. Borholan sem hrundi gaf um 40% af þvi vatnsmagni sem hitaveiturnar tvær, Hitaveita Selfoss og Hitaveita Eyrarbakka, nota. Hitaveiturnar höfðu yfir að ráða 20% varaafli, þannig að nú gæti vatnsskorturinn numið 20% af notkun miöað við hámarksálag. Ef kóbiar verulcga i janúar gæti þessi vatnsskortur orðið tilfinnanlegur því tabð er að ekki verði hægt að bora hol- una upp aftur fyrr en eftir 3 til 4 vikur. Nú þegar er búiö að loka fyrir ýmsa stærstu notendur Hitaveitu Seboss. Heitu pottarnir í sundlauginni eru ekki lengur í notkun og sundlauginni aðeins haldið frostfrírri. óEF Innanlandsflug allt úrskorðum Óveður á Akureyri: SKIP SKEMMDIST OG UM- FERÐARUÓS í HAHÐ Súlan EA stórskemmdist í rokinu sem gekk yfb- Akureyri síðdegis í gær. Skipiö lá sunnan viö Torfunefs- bryggju. Núpur BA, sem geröur er út frá Grenivík, lá utan á og lamdist í Súluna meö þeim afleiðingum aö hún er meira og mrnna dælduö frá miðju og aftur úr á bakborða, niður aö sjób’nu. Ernnig eru innréttingar í borðsal og víðar mikið skemmdar. Besta veður var i bæntuu i gær- morgun. Upp úr hádegi skab á ofsa- veður og varð varla stætt á götum. Veðurofsans gætti mest í miðbænum og á Oddeyri. I Slippstöðbini varð ekki vinnufært utandyra og þakplöt- ur fuku af Hótel Akureyri en ollu ekki slysum á fólki. Miklar skemmdb- urðu á gatna- mótum Glerárgötu og Kaupvangs- strætis við Torfunefsbryggju. Sjór náði aö grafa á annan metra undir Glerárgötu. Ljósastaur sem þar var féll niöur og eitt umferðarljósanna á götuhombiu hvarf í hafið. JBH. Akureyri. Allt binanlandsflug Flugleiöa fór úr skorðum í gær vegna veðurs. Var Reykjavíkurflugvöllur lokaður en þaðan átti að fara margar ferðb-. Um helgbia verður flugi haldið eðli- legu ef veður leyfir og á gamlársdag verður flogið til allra staða nema Hornafjarðar. A nýársdag verður ekk- ert flug en miövikudagbin 2. janúar fer allt á fulla ferð aftur — það er að segja ef veörið veröur þá þokkalegt. Verða margar aukaferöir þami dag, þar á meöal tvær þotuferðir til og frá Akureyri. -klp- Nýtt f iskverð Nýtt fiskverð var ákveöið af yfir- nefnd Verölagsráös sjávarútvegsins í gær. Meöalliækkun er 20% og gildir frá 20. nóvember til 31. ágúst 1985. Verð á ýsu og skötusel hækkar um 46%, á karfa um 18%, þorski, steinbit, keilu og kola um 20%. A öðrum fiskteg- undum hækkar veröiö um 15% nema á ufsa sein breytist ekki. Verðuppbætur úr veröjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs voru ákveönar 25% á ufsaverð, 16% á karfaverö, 16% á grálúöu og lúðu og 6% á annað botn- fiskverö, þóekki á ýsuverð. -ÞG ! i í i \ i i i é

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.