Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.12.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR 29. DESEMBER1984. Dickie Bird, vinsæll plötusnúður í Glasgow, er orðinn uppgefinn á að vera einungis skemmti- kraftur og vill fremur snúa sér að rannsóknar- fréttamennsku. Viðfangs- efni hans á því sviði verð- ur samkeppni milli tveggja kaupahéðna sem selja rjómaís úr vögnum ekki ólíkum pylsuvagnin- um í Austurstræti. Þetta viðskiptastríð á sér bæði broslegar og alvarlegar hliðar og Dickie Bird, sem leikinn er af Bill Petersen, dregst inn í átökin og verður að glíma við að finna leið út úr ógöngunum. Þetta er í stærstu dráttum efni nýj- ustu kvikmyndar skoska leikstjórans Bills For- syth, en hann er einnig höfundur myndanna Gregory’s Girl og Local Hero. Nýja myndin ber heitið Comfort and Joy. Comfort and Joy hefst í miöri jóla- ösinni í Glasgow og kona nokkur er í óöa önn að stela ýmsu til jólanna í stórverslun. Vökul augu fylgja kon- unni eftir en það er ekki starfsmaður verslunarinnar eins og margan gæti grunað heldur ástmaður þjófsins, allt annað en ánægður með þetta óprúttna framferði. Maddy (Elenor Davis), en svo nefnist konan fingra- langa, lætur ekkert trufla sig við stuldinn en ástmaðurinn, plötu- snúðurinn sem getið var í upphafi, er hreint alveg að bilast á taugum. „Þú gengur af mér dauðum, Maddy,” segir hann um leið og hann ekur burt frá versluninni með sælan búöarþjóf við hliðina á sér. Og líkt og til að verðlauna sjálfa sig fyrir vel unnin störf dregur Maddy upp sígarettu og kveikir í með skrautlegum borð- kveikjara sem auðvitað er afrakstur erfiðisins i versluninni. IMýjar raunir í nýju starfi Um leið og heim er komið byrjar Maddy að pakka dóti sínu, misvel fengnu, niður í töskur og gefur um leið þá yfirlýsingu aö sér sé ómögu- legt að búa með manni sem hafi frelsisskerðingu hennar að megin- markmiði. Og hún gengur út og eftir stendur íbúðin auð. Dickie Bird dreymir samt um Maddy og sam- band þeirra sem var reyndar aldrei merkilegt, að minnsta kosti tókst honum aldrei að tjá henni ást sína nema eitt sinn drukkinn og þá hafði hann reyndar snúið sér aö rangri konu meö hin blíðu orð á vörunum. Dickie leitar síðan á náðir frétta- mennskunnar og kynnist skuggahlið- um þessarar atvinnugreinar sem fel- ur jafnan í sér afskipti af málefnum annarra og Comfort and Joy er á stundum byggð upp eins og útúr- snúningur á gamalli Hollywood- glæpamynd. Tveir glæpamenn með grímur stökkva til dæmis út úr bU og hafa kúbein aö vopni. Þeir vinda sér að ísvagni og gera sig líklega til að leggja hann í rúst. En í miöjum has- arnum hinkrar annar bófinn ögn við, vindur sér að Dickie Bird, biður hann um eiginhandaráritun og jafnframt að leika óskalag í útvarpsþættinum sínum. Til að kóróna allt þetta kem- ur Dickie svo að bUnum sínum út- ötuðum í rjómaís, svona rétt til að vara hann við að vera að skipta sér af því sem honum kemur ekki við. 1 viðtaU viö tímaritið American Film útskýrir BUl Forsyth leikstjóri hegðun útvarpsmannsins Dickie Bird: „Hann reynir að horfa fram hjá raunverulegum hæfileikum sínum. Hann reynir að koma fram *o r - Comfortand Joy, ný kvikmynd Bill Forsyth utvarpsmannsins Efst tU vinstri: Maddy byrjar að bera dótið út á meðan hún segir Dickie að hún ætli að yfirgefa hann. EfsttUhægri: Rjómaisstríö í algleymingi og útvarps- maðurinn dregst inn í átök- in. TU hUðar: C.P. Grogan eða Clair Grogan, söngkona popphljómsveitarinnar sál- ugu Altered Images, leikur íssölustúlku sem aðalhetj- unni líst ljómandi vel á. BUl Forsyth á að baki fjórar vel heppnaðar kvikmyndir. meö reglulega góða réttlætingu á til- veru sinni. En svo sér hann smá glætu þegar gömul kona á sjúkrahúsi segir honum hvað útvarpsþátturinn hans hafi skipt hana miklu máli — hjálpað henni að komast lífs af.” Forsyth segir ennfremur aö líklega sé hann alls ekki ólíkur Dickie Bird. Nú langi hann að fara aö gera eitt- hvað alvarlegra en hingað tU, vera ef til viU eitthvað annað en þessi leik- stjóri sem hefur gert alveg ljómandi léttar og skemmtilegar kvikmyndir fyrir ótrúlega lítið fé. Upphaf skoskrar kvikmyndagerðar Fyrsta kvikmynd Forsyths, That Sinking FeeUng, gerð 1979, var strangt tekið fyrsta skoska kvik- myndin því hún var fyrsta kvik- myndin sem Skoti gerði í Skotlandi. Áður höfðu auðvitaö ýmsar myndir verið teknar þar en menn af öðru þjóðemi stóöu ævinlega að baki þeim aðgeröum. That Sinking Feeling er í gamansömum tón og sama máli gegnir um Gregory’s Girl, aðra mynd Forsyths, en hún segir frá unglingspUti sem verður ástfanginn af nýjasta liösauka skólaliðsins í fót- bolta, stúlkunni Dorothy. Forsyth skrifaði sjálfur handritið að þeirri mynd eftir að þrír rithöfundar höföu beðist undan verkinu og hann upp- skar laun erfiöis síns, verðlaun bresku kvikmyndaakademíunnar fyrir besta handritiö. Þriðja myndin, Local Hero, segir svo frá bandarísku olíufélagi sem ætlar sér að kaupa skoskt smáþorp, samskiptum þorpsbúa og viðskipta- fræöinga að vestan. Mark Knofler samdi tónlistina við Local Hero, tókst eins og við var að búast vel upp og var fenginn til að veita sömu þjón- ustu viö gerð Comfort and Joy. Kvikmyndaleikstjóri fyrir tilviljun Á sex árum hefur BiU Forsyth gert f jórar myndir sem eru vel heppnað- ar og vinsælar og öUum virðist ljóst aö hann hefur lent á réttri hUlu í líf- inu. Á þessari hillu er leikstjórinn þó mest fyrir tUviljun því hann fór að vinna við kvikmyndir áður en hann hafði minnsta áhuga á þeim. Þegar Forsyth hætti skólagöngu skorti hann skotsilfur og fékk fyrir tUviljun vinnuhjákvikmyndafélagi. Ekki var starfsfólkið margt því þeir unnu saman tveir, Forsyth og eigandinn, við að gera stuttar heimildarmyndir. Eftir hálft ár sá Forsyth að kvik- myndagerö væri það eina sem hann langaði að fást viö og fór upp úr því aö venja komur sínar í kvikmynda- hús sem sýndi vandaðar kvikmyndir og Ustrænar. Þar voru Godard og MaUe ofarlega á vinsældaUsta og Forsyth tók að reykja Gauloises Bleues. Eftir stuttan stans í National Film School í London sneri hann sér alfarið að kvikmyndagerðinni og því fór sem fór. Næsta mynd Forsyth veröur tekin í Bandarikj unum. -SKJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.