Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVKUDAGUR 2. JANUAR1985.
36. skákin í heimsmeistaraeinvíginu:
Kasparov f óm-
aði manni
— en f lugeldasýningin leystist upp í jaf ntef li
Höll verkalýðsms í Moskvu var
þunnskipuð áhorfendum er Karpov
og Kasparov tefldu 36. skákina í
heimsmeistaraeinvíginu á föstudag.
Þetta var síðasta skák ársúis 1984 og
þótti mörgum nóg komiö. Að sögn
fréttaritara DV í Moskvu, David
Goodman, litu keppendur þreytulega
út við upphaf skákarinnar og eftir að
þeir hófu taflið með heföbundnu
drottningarbragði litu blaðamenn á
klukkuna og spáðu jafntefli.
En nú komu skákmeistararnir
öllum á óvart meö hressilegri tafl-
mennsku. Strax í 15. leik breytti
áskorandinn Kasparov út af fyrstu
einvígisskák Kortsnojs viö Karpov í
Baguio á Filippseyjum 1981 og í
næsta leik á eftir bætti hann um
betur og fórnaði riddara.
Karpov hugsaöi um svarleik sinn í
38 mínútur og á meðan sátu stór-
meistaramir Tal, Polugajevsky og
Tajmanov frammi í blaðamannaher-
bergi og veltu fyrir sér möguleikum
stööunnar. Þeir töldu aö Karpov gæti
hrundið sókninni en hann valdi aðra
leið og þá var ljóst aö Kasparov hafði
náð frumkvæöinu. Hann hafði peö
upp úr krafsinu en í gagnkvæmu
tímahraki i lok setunnar tefldi hann
veikt og heimsmeistarinn náði að
bæta stöðuna með hverjum leik.
Er skákin fór í bið var Kasparov
enn peðinu góða yfir en ógjörningur
var aö færa sér það í nyt og þeir
sömdu síðar um jafntefli. Staðan er
því enn óbreytt: Karpov 5, Kasparov
1 vinningur.
Hvítt: Garrí Kasparov.
Svart: Anatoly Karpov.
Drottningarbragð.
1. d4 Rf6 2. e4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3
Be7 5. Bg5 h6 6. Bh4 0—0 7. e3 b6 8.
Be2 Bb7 9. Hcl dxc410. Bxc4 Rbd711.
0—0c5
Breytir út af 34. skákinni þar sem
framhaldið varð 11. -A6 12. a4 c5 13.
De2 cxd4 14. exd4 og jafntefli í
tuttuguleikjum.
12. dxc5 Rxc5 13. De2 a6 14. Hfdl De8
15. Re5!?
Kortsnoj tefldi af meiri varfærni í
fyrstu einvígisskákinni við Karpov í
Baguio. Skákinni lauk með jafntefli
eftir 18 leiki: 15. a3 Rfe4 16. Rxe4
Rxe4 17. Bxe7 Dxe7 18. Rd4 Hfc8 og
jafntefli samið.
15.-b5
16.Rxb5!
Nú var aö hrökkva eða stökkva! Ef
biskupinn hörfar missir hvítur
biskupaparið. Fórnin gefur mikla
möguleika en Kasparov virtist samt
ekki viss í sinni sök því hann hugsaði
í35mínútur.
16. -axb5 (2)
Karpov hugsaöi í 38 mínútur um
þennan leik og hann kom „spámönn-
unum” í blaðamannaherberginu
mjög á óvart. Þar var Tal fremstur í
flokki að reikna út 16-Db8! ? sem hót-
Skák
Jón L. Ámason
ar riddaranum á e5 og einnig hinum
riddaranum án þess að hvítur geti
drepiö aftur með leikvinningi. Afleiö-
ingarnar hefðu oröið mjög óljósar en
í blaðamannaherberginu haföi
svarturyfirhöndina.
17. Bxb5 Ba6
Leikið aö bragöi. Nú gekk ekki 17. -
Db8? vegna 18. Hxc5! Bxc5 19. Bxf6
gxf6 20.Rd7 o.s.frv.
18. Hxc5 Bxc5 19. Bxa6
Nú er 19. Bxf6 svarað með 19. -Dxb5
20. Dg4 g5! 21. Bxg5 de2! og svartur
vinnur.
19. -Da4
Eftir hálfrar klukkustundar um-
hugsun og nú átti Karpov aðeins 25
mínútur eftir af tímanum f ram að 40.
leik. Askorandinn á nú ýmsa mögu-
leika en hann afræður að vinna
skiptamuninn til baka og hafa þá
peði meira og einhverjar vinnings-
líkur.
20. Bxf6 gxf6 21. Bb5 Dxa2 22. Rd7
Be7
Þetta er bersýnilega eini leikurinn
því annars yrði riddarinn fullað-
gangsharður við svarta kónginn.
23. Dg4 + Kh8 24. Rxf8 Bxf8 25. Df3
Be7
Nú átti hvor um sig 15 mínútur eftir á
klukkunni. Stórmeistarinn
Tajmanov lét þau orö falla að
„svarta staðan væri mjög erfið” en í
tímahrakinu teflir Kasparov allt of
„passíft” og gloprar yfirburðunum
niður.
26. Bc4 Da7 27. Dh5(2)
„Fram með frelsingjana í tíma-
hraki”, segir Bent Larsen. Hér var
mögulegt aö leika 27. b4 því ef 27. -
Bxb4 þá er peöið á f6 óvaldaö og ef
27. -Da4 þá 28. b5! og hrókurinn á a8
er í sjónmáli drottningarinnar þann-
ig að biskupinn er friðhelgur.
27. -Kg7 28. Dg4+ Kf8 29. Bfl (?) Hd8
30. Hcl Bd8 31. Hc2 f5 32. De2 Kg7 33.
g3 Hc8 34. h3 Hxc2
Eftir lu'ókakaupin er svartur hólp-
inn. Hvíti frelsinginn kemst aldrei
lengra en til b3.
35. Dxc2 Bf6 36. b3 Db4 37. Ddl Dc3
38. Kg2 Dc6+ 39. Kh2 Dc5 40. Be2 Be7
41. Kg2.
Biöskák og síðar sömdu þeir jafn-
tefli.
Ragnheiður Heiðreksdóttir tekur á móti árnaðaróskum forseta ísiands,
Vigdísar Finnbogadóttur, eftir að hafa tekið við styrk úr Rithöfundasjóði
fyrir hönd föður síns. Á bak við má sjá Ragnhildi Helgadóttur menntamáia-
ráðherra. DV-mynd GVA.
Rithöf undasjéður Ríkisúf varpsins:
Heiðrekur f ékk styrkinn
Heiörekur Guðmundsson skáld
hlaut á gamlársdag styrk úr Rithöf-
undasjóði Ríkisútvarpsins. Styrkurinn
nam 150 þús. kr. Sjóðstjórnin var ein-
róma í ákvörðun sinni um styrkþeg-
ann. Formaður sjóðstjórnar er Jónas
Kristjánsson, forstöðumaður Hand-
ritastofnunar Árna Magnússonar, og
afhenti hann verðlaunin viö hátiðlega
athöfn.
Sökum sjúkleika gat Heiðrekur ekki
tekið sjálfur viö styrknum en það gerði
dóttir hans, Ragnheiður, fyrir hönd
föðursíns.
Stofnaö var til þessa sjóðs árið 1956
og hafa alls þrjátíu og níu skáld og rit-
höfundar hlotíð styrk úr sjóðnum.
Komiö hefur fyrir að styrknum hefur
veriö skipt milli tveggja eða jafnvel
þriggja rithöfunda. Nú um skeið hefur
styrkurinn runnið óskiptur til eins rit-
höfundar.
Athöfnin fór fram í Þjóöminjasafn-
inu aö viöstöddum fjölda gesta. Meðal
þeirra voru m.a. forseti Islands, Vigdís
Finnbogadóttir, og menntamálaráð-
herra, RagnhildurHelgadóttir.
A.Bj.
Forseti íslands
í nýársávarpi til þjóðarinnar:
ALLIR VERÐA AÐ
LEGGJAST Á Ein
I nýársávarpi til þjóðarinnar hvatti
forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir,
til samstööu landsmanna um lausn að-
steðjandi vandamála.
Forsetinn minnti á að á liðnu ári
hefði vandi steðjað víða að og í ríkari
mæli en landsmenn hefðu kynnst um
langtskeið.
„Ég trúi því aö nú sem fy rr takist að
ná áttum,” sagði forsetinn. „Með sam-
stöðu og einurð ööluðust Islendingar
frelsi á sínum tima og með samstöðu
og skynsemi má þjóöinni takast að
beita seglum upp í vindinn og komast í
trausta höfn. En til þess veröa allir aö
leggjast á eitt og þaö má ekki hvarfla
aö neinum aö skorast undan. Ábyrgöin
er allra, hvers og eins. Það má enginn
láta sem svo að sér komi heill þjóöar
ekki viö, það sé annarra að sjá um far-
kostinn. Verri óvin en andvara- og
sinnuleysi el varla að finna.” -ESJ.
j dag mælir Pagfari______________j dag mælir Pagfari___________j dag mælir Dagfari
Tommi í Seðlabankann
Þá er Tommi loksins kominn i
Seðlabankann. Sjálfstæðisráðherr-
ann Matthías Á. Mathiesen lét það
verða sitt síðasta verk á gamla árinu
að skipa Tómas Árnason sem seðla-
bankastjóra og kom vist fæstum á
óvart. Þetta hafði lengi verið í undir-
búningi enda bæði Tómas og Fram-
sóknarflokkurinn búnir að ganga
lcngi með Seðlabankann í magan-
um. Skipan Matthiasar var liður í
þeim hrossakaupum sem lengi hafa
staðið milli stjórnarflokkanna og
langt frá því að þeim viðskiptum sé
lokiö.
Þannig er nefnilega háttað þegar
Lhaldið og maddaman ganga í eina
sæng að þá er bitlingum bróðurlega
skipt samkvæmt helmingaskipta-
reglunni sem fundin var upp í fyrnd-
inni þegar þesslr tveir flokkar skipt-
ust á um að fara með völdin í land-
inu. Þá sem nú gekk landsstjórnin út
á það að hrifsa til sin völdin í kerfinu
samkvæmt reglunni: fyrst þú, svo
ég.
Á viöreisnartímanum raskaðist
þetta lögmál nokkuð enda voru
kratarnir frekir til fjárins og söfnuðu
til sín bitlingum meðan bitlingar gáf-
ust. Það var ekki fyrr en þeir voru
uppurnir sem Alþýðuflokkurinn
hætti að stækka. Það var á við-
reisnartímanum sem Seðlabankinn
var stofnaöur og komust þar fljótt að
þrír bankastjórar sem veitti meira
svigrúm í bitlingahrossakaupunum.
Vegna óvæntrar tilkomu kommanna
í ríkisstjórn á síðasta áratug tókst
þeim flokkl að krækja sér í eitt
bankastjóraembættið en Framsókn
thefur verið þar utangátta sér til mik-
illar skapraunar. Hefur það síðan
verið eitt af stefnumáium Fram-
sóknarflokksins að koma „sínum
manni” fyrir í Seðlabankanum, enda
verður flokkur sem vill láta taka sig
alvarlega að eiga seðlabankastjóra.
Stjórnmálamönnum hefur löngum
veriö ljóst að seta á Alþingi væri
hreint píp miðað við fínheitin í Seðla-
bankanum.
Þess vegna fór Framsókn í helm-
ingaskiptastjóra með íhaldinu og
þess vegna þurfti Framsókn aö
hjálpa upp á sakirnar þegar Lárus
Jónsson vildi fara f Útvegsbankann.
Framsókn ljáði meira að segja máls
á því að Framkvæmdastofnunin yrði
lögð niður á meðan frá hrossakaup-
unum yrði gengið. Þar að auki hefur
hún komiö ungum og efnilegum
framsóknarmanni fyrir sem
kommissar í þeirri stofnun. Nú hefur
Tómas Árnason verið innsiglaður í
Scðlabankann og framsóknarstrák-
urinn skipaður kommissar og eru þá
allir komnir á sinn stað. Ef að líkum
lætur mun kjaftæðinu um að leggja
niður Framkvæmdastofnun ríkisins
fljótlega linna enda sýnist manni
eftir öllum kokkabókum hrossakaup-
anna að ihaldið eigi nú inni einn bitl-
ing hjá Framsókn. Dettur varla
nokkrum mann í hug að leggja niður
feita bitiingastofnun á borð við
Framkvæmdastofnunina meðan
hrossakaupin eru óuppgerö.
Að minnsta kosti þrír ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins, ásamt með
urmul af vönum mönnum, standa nú
í biðröðinni eftir næsta bitlingi og því
eins gott að halda öllum dyrum opn-
um.
Tommi á teppinu er vel að þessum
bankastjórabitlingi kominn. Hann er
vanur maður og stálheiðarlegur í
hrossakaupum. Hann er búinn aö
vera kommissar á annan áratug og
getið sér gott orð fyrir skilning á
pólitískri fyrirgreiðslu. Með sam-
starfi við Sverri kommissar Her-
mannsson í Framkvæmdastofnun-
innl hefur hann staðgóða þekkingu á
helmingaskiptum á bak við tjöldin.
Þá má ekki gleyma því aö Tómas er
þaulreyndur laxveiðimaður en sú
reynsla kemur í góðar þarfir í banka
Sem leggur nokkur hundruð þúsund á
ári til laxveiðileyfa fyrir kúnna sem
rikisstjórnin hefur ckki efni á aö
bjóðaílax.
Dagfari