Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 5
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985.
5
Menning Menning Menning Menning
GULL OG GERSEMI?
Leikfélag Akureyrar: Ég er gull og gersemi
Höfundur: Sveinn Einarsson
Leikmynd: örn Ingi Gislason
Búningar: Freygerður Magnúsdóttir
Lýsing og myndvörpun: David Walters
Tónlist: Atli Heimir Sveinsson
Leikstjórn: Sveinn Einarsson
Islendingar gera sér sérkennilegar
hugmyndir um heimspekinga. Þaö
fyrsta sem þeim dettur í hug þegar
oröiö er nefnt er Sölvi Helgason, vitna
þá gjarnan í Sólon Islandus eöa segja
einkennilegar sögur af heilaspuna
hans. Þetta er illskiljanlegt, vegna
þess aö heimspekingar, sem vilja rísa
undir nafni, leitast við að hugsa skyn-
samlega, en það verður ekki meö
nokkru móti séö af neinu því, sem borið
hefur veriö á borð um Sölva, aö hann
hafi veriö fær um aö hugsa heila hugs-
un. Þaö eina, sem fyrir augu og eyru
ber í þessu leikriti er enn meiri heila-
spuni, skringilegt ímyndunarafl,
fimbulfamb. Þaö ber aö segja hverja
sögu eins og hún er, og ég get ekki bet-
ur séö, en það, sem frá honum kom,
hafi verið hnyttin tilsvör og vísur og
heldur lágtimbruö ruglandi. Þaö þýöir
hins vegar ekki, aö Sölvi eigi ekki
skilda samúö okkar nú á dögum fyrir
ömurleg örlög, sem öld hans bruggaði
honum. Samúöin má bara ekki skeröa
skilninginn.
Þetta leikrit eða sjónleikur, eins og
Sveinn Einarsson. kýs aö kalla þaö,
kom mér á óvart. Ég átti von á því,
sennilega eins og flestir aörir, aö hann
myndi nota svipaða eöa sömu aöferð
við verk Davíös, eins og hann hefur
gert meö góðum árangri viö verk Hall-
dórs Laxness, þar sem leikritiö er lag-
aö aö kröfum leikhússins en jafnframt
reynt aö halda trúnaö viö textann. En
þaö gerir hann ekki hér. Hann gerir
nokkuö djarflega tilraun til aö tengja
Sölva nútímanum. Þaö gerir hann meö
þeim hætti, aö þaö er tvenns konar
atburöarás, sem ber fyrir augu
leikhúsgesta. I fyrsta lagi sýnir hann
okkur jólaboö og tvinnar örlög gesta
þess saman. I ööru lagi segir hann
sögu Sölva Helgasonar og leitast við að
varpa nokkru ljósi á upplag hans,
þroska og samtíð. Leikurinn í jólaboð-
inu er einmitt sá aö segja sögu Sölva.
Ymis atvik í sögu hans kalla á viö-
brögö gestanna, vegna þess aö þeir sjá
sjálfa sig í fortíðinni. Sumir gestanna
hneigjast til þess af góöum og gildum
ástæöum aö dæma Sölva nokkuö hart.
Síöan kemur í ljós, aö þeir hafa eitt og
annað á samvizkunni sjálfir, sem ekki
er vert aö rekja hér, til aö skemma
Theódór Júlíusson í hlutverki Sölva
Helgasonar í leikriti Sveins Einars-
sonar.
DV-mynd: JBH.
Leiklist
Guðmundur
Heiðar Frímannsson
ekki ánægjuna fyrir leikhúsgestum.
Boðskapurinn í öllu saman viröist vera
sá, aö viö skulum ekki dæma aðra,
allra sízt þá sem lenda utangarös,.
vegna þess aö viö séum breyzk sjálf.
Boðskapurinn er eflaust uppbyggi-
legur og fellur ágætlega aö þeirri sér-
stöku siöferöilegu linku, sem einkennir
samtimann, en ekki er hann neitt til-
takanlega frumlegur. En skilsmunur
góös og ills er óhjákvæmilegt farteski
mannanna í viðleitni þeirra aö skilja
hver annan. Allir menn eru vegnir af
öörum, þótt ekki séu þeir léttvægir
fundnir. Þaö er óhjákvæmilegur hluti
mannlegs lífs aö dæma.
Þau tvö leikrit eöa atburðarásir,
sem fyrir augu ber, eru prýöileg hvort
um sig, en tengingin á milli þeirra
veldur því, aö sýningin heppnast ekki,
sem skyldi. Margar persónurnar í jóla-
boöinu eru ágætlega gerðar og komast
vel til skila meö sérkennum sínum og
þar nýtur skopskyn höfundarins sín
ágætlega. Húsfreyjan Sigurborg er þó
undantekning frá þessu. Maöur er
engu nær um hana í lok sjónleiksins en
í upphafi. Sennilega á hún aö vera eins
og dularfull hafgúa, loftkennd kven-
mynd. Eg get ekki séö, hvernig Sunna
Borg heföi getað gert meira úr þeim
rýra efniviö, sem hún fær. Fjölbreytni
mannlífsins í sögunni af Sölva er mun
meiri, meitlaðar smámyndir, sem risa
úr þjóðarsögunni. Sérstaklega þótti
mér Gesti E. Jónassyni takast vel upp
viöÞorleif ríka.
Þaö veltur aö sjálfsögöu á miklu,
hvernig til tekst meö aö leika Sölva.
Þaö gerir Theodór Júliusson. Theodór
er á margan hátt mikilhæfur leikari og
gerir margt gott í þessari sýningu. En
hann heföi mátt halda meira aftur af
sér, leika á ögn lægri nótum. Sýningin
heföi styrkzt viö þaö. Hann nær sér
hins vegar bezt á strik í byltingarræðu
Sölva.
Það koma margir leikarar viö sögu í
þessari sýningu og leika flestir fleiri en
eitt hlutverk. Það á við um fleiri en
einn þeirra, aö framsögnin var ekki
nægilega skýr á frumsýningu og stund-
um kom þaö fyrir, aö þeir fipuðust,
hikuöu við textann. Þaö má kannski
skrifast á frurr.sýningarspennuna, en
þetta veröur aö laga á öörum sýning-
um. Pétur Eggerz lék Sigurö geðlækni í
jólaboöinu og geröi lækninn hæfilega
kómískan. Sigurveig Jónsdóttir lék
konu Siguröar, Elinu Henni háöi hæsi
á frumsýningu, svo að stundum barst
illa það, sem hún sagði. En hún náöi
sér þó stundum vel á strik. Björn
Karlsson og Gestur E. Jónasson léku
þá fóstbræöur Guttorm og Þonnóð,
sem lengst ganga í aö dæma Sölva.
Þeir fóru vel meö sín hlutverk. Ur sögu
Sölva vil ég sérstaklega nefna tvö
hlutverk. Annars vegar Júlíönu, sem
Guðlaug María Bjamadóttir geröi góö
skil, og hins vegar bömin, sem voru
alveg sérlega eölileg og töluöu skýrt.
Atli Heimir Sveinsson samdi tónlist
við sum ljóðin í leikritinu og vom þaö
alveg sérdeilis fallegar melódíur. Tón-
listin var vel flutt af Fanny Tryggva-
dóttur og Kristjáni Eldjárn Hjartar-
syni, sem léku á flautu og gítar. Lýs-
ingin var smekkleg, en ég var ekki
alveg sáttur viö aö varpa myndum
Sölva á tjald. Þaðtruflaöi. Leikmyndin
var einföld, jafnvel um of.
I þessu leikriti er stundum vikið aö
eöli og stööu listamanna. Sölvi virðist
eiga aö vera táknmynd þeirra í eymd
sinni og kröm, andlegri sem likam-
legri. Þaö er rétt aö trúa því öllu var-
lega, sem í þessu leikriti er sagt um
þaö ef ni, og haf a um þaö sem fæst orö.
Guömundur Heiðar Frimannsson.
Sætið þitt í veislufagnaði á fyrsta farrými—^
m if [,,
r-'ir- L-r
mmrjrm
wmrm
OAQ^ afsláttur - FLUGFERÐIR Vesturgötu 17, Rvk.
/O FYRIR BÖRNIN = SULRRFLUG síniar 10661, 22100 og 15331
Nú komast allir auðveldlega og ódgrt í vetrarsól
TENERIFE — FOGUR
SÖLSKINSPARADÍS
/'loyit) a//a þriðjudaga. l/agl cr at) rvlja
aai dröl / lra-r. þrjár. fjárar vi)a flviri
riknr. I it) bjnóttm upp ti gót)a gislislat)i á
Tvnvri/'v svm vr slarst og fvgursl
Kanarivgja. Htvgl at) rvlja ttnt drtil á
fjögurra sljörnti luilvluni mvt) niorgun-
mal og kröldnial vt)a dröl / ibiiðuni nivt)
öl/uni þa ginduni. án nialar.
/>t,r rvljit) am t/röl i vkla spánskri fvrt)a-
niannaborg. Tuvrlo dv la t ruz. />ar vr
ósrikit) spánskl þjót)lif lugir gódrtt
rvilingaslaöa. na lurkhibba og diskólvka
at) óglvgnu/ii binii riöfraga iburöar-
niikla spi/arili. Tarna vr sjórinn.
sólskiniö og skvninilanalifit) vins og fólk
ri/l /itifti þaö. /'jölbrvgtlar skvnmiti- og
skoöiinarfvröir uni I ilkoniuniikiö og
sögafrtvgl lantl.
T.innig bjóöuni rit) upp á bólvl og ihúöir á
anivrisku slröndinni ti Snöur-Tvnvrifv
uni Itltí kni . frti höfiiöhorginni. svr-
slaklvga fgrir þti svni vingöngu vru at)
stvkjasl vftirsól. sjó og sandi.
/ nllkoniin þjónusla og islvnskur farar-
sljtiri.
I 'vrt) fra kr. 27). 7ÓJ. - Ci i ibiiöl.
kr. 27.7)7)2 (2 i ibáöi.
Tanliö snvnima þri pltissiö vr
laknitirkaö.
KARNIVALIRIO
Þessi œvintýraferd til Brasilíu
stendur í 3 vikur. Brottför 18.
febrúar. Flogid med breidþotu
yfir hafid. Dvalid í Ríó á gódu
hóteli vid Cobacabana
baóströndina heimsfrœgu.
Tækifœri gefst til ad taka þátl i
Karnival í Ríó sem er mesta
skrautsýning veraldar.
Fjölbreyttar skemmti- og
skodunarferdir um hió stórbrotna
og fagra land Brasilíu med
kunnugum fararstjóra, Gudna
Þórðarsyni, sem tekur á móti far-
þegum við komu þeirra til Ríó.
Fantid snemma, í fyrra komust
fœrri en vildu.
FERÐATILHÖGUN
TIL TENERIFE
Þér njótið frábœrrar þjónustu i
áœtlunarflugi FLUGLEIÐA í
stuttu rorgunflugi til Glasgow
þar sem rétt gefst tími til þess ad
Ijúka góðum morgunverdi.
Frá Glasgow er sídan haldió í
beinu tengiflugi með risaþotu,
Jumbo, tveggja hœða Boeing 747
(430 farþega) sem flýgur beint til
Tenerife þar sem fararstjóri tekur
á móti farþegunum. Þetta er
hradferð beint í sólina, engin
gisting og töskubasl á leiðinni.
Síðan er haldið heimleidis úr
sólinni med hraðflugi risa-
þotunnar sem fer frá Tenerife kl.
11.45 og farþegar komnir heim til
Islands samdœgurs kl. sjö að
kvöldi.
Hœgt er að fá gegn vægu auka-
gjaldi fyrsta farrými í risa-
þotunni.
VETRARDVÖL A
MAJORKA
/ vetur bjóðum við einnig upp á
ótrúlega ódýra vetrardvöl á
Majórka þar sem appelsínurnar
falla af trjánum í janúarlok.
Enn er Majorka sama vetrarpara-
dísin.
Vegna hagstæðra viðskiptasam-
banda getum við boðið dvöl á
góðu hóteli. Öll herbergi með baði
og svölum, útisundlaug í 3000
fermetra garði með túni og trjám.
Upphituð innisundlaug. Þrjár
máltíðir á dag, morgunverður,
hádegismatur og kvöldmatur
innifalinn og samt kostar þetta
miklu minna en dvelja heima í
vetrarkuldanum. Þriggja mánaða
dvöl með öllu kostar kr. 49.780 og
tvær vikur kr. 19.920. Er hægt að
gera betri ferðakaup í vetrarsól.