Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Qupperneq 10
10 DV. MIÐVKUDAGUR 2. JANUAR1985. í happdiættí? Þá þekkir þú þessa skemmtilegu tilfinningu, sem fylgir því aö standa óvænt meö fullar hendur fjár eða RANGE ROVER beint úr kassanum. Rað munarumminna. Og í happdrætti SÍBS eru möguleikarnir miklir, þar hlýtur fjóröi hver miöi vinning og stundum meir. Auk venjulegra vinninga, veröur dregiö í októ- ber um sérstakan HAUSTVINNING - RANGE ROVER aö verömæti ein og hálf milljón krónur. Svo sannarlega handfylli ekki satt?. En þaö munar líka um hvern seldan miða, því aö nú beinum viö öllum kröftum aö byggingu nýrr- ar endurhæfingarstöðvar aö Reykjalundi. Miðinn kostar 120 krónur. f happdrætti SÍBS veistu hvar verömætin liggj'a. Útlönd Hinn 1. janúar vöknuöu Græn- lendingar upp sem „frjálsir menn” eins og Finn Lynge, fulltrúi þeirra á Evrópuþinginu, orðaöi þaö. Þaö var dagurinn sem þeir höföu einsett sér aö yröi úrsagnardagur þeirra úr Evrópu- bandalaginu. Reyndar veröur úrsögnin ekki opin- ber fyrr en eftir nokkra daga. Irska þingiö „gleymdi” aö samþykkja úr- sögnina eins og þing allra bandalags- landanna þurfa aö gera til aö hún sé gild. Formlega geta Grænlendingar því ekki gengiö úr Evrópubandalaginu fyrr en síöustu vikuna í janúar í fyrsta lagi. Skilmálar óljósir enn Nákvæm skilyröi fyrir úrsögninni eru enn ekki ljós. I mars á síðasta ári var gert samkomulag sem átti aö leggja línurnar varöandi skilmálana en þaö er ekki fyrr en í þessum mánuöi sem samið veröur um nákvæma skipt- ingu aflakvóta við Grænland. Stjórna- erindrekar segja aö eftir aö Evrópu- þingiö hafnaöi fjárlagaáætlun banda- lagsins hafi sú spuming vaknað hvort ekki verði aö fresta greiöslu banda- lagsins til Grænlands. Sú greiðsla átti aö vera eins konar brottfarargjöf af hálfu bandalagsins. — Hvað sem öllum lagaatriöum líö- ur, segir Finn Lynge, — munu Græn- lendingar líta svo á að þeir séu lausir viö Evrópubandalagiö frá og með 1. janúar. Grænlendingar segjast vera orönir langþreyttir á bandalaginu og fjarstýringu þess á fiskveiðum viö Grænland. Þjóðaratkvæðagreiðsla Grænland var tekiö inn í bandalagið ásamt Danmörku áriö 1973 þrátt fyrir aö 70 prósent Grænlendinga legöust gegn því þá og þó aö Færeyingum heföi verið gefinn kostur á að halda sig fyrir utan. En þegar Grænlendingar fengu sjálf- stjóm 1979 ákvaö hinn vinstrisinnaði Siumut-flokkur, sem var kosinn í stjórn, aö halda þjóöaratkvæöa- greiöslu um áframhaldandi aðiid og hugsanlega úrsögn. Þá atkvæða- greiöslu vann flokkurinn og and- stæðingar aöildarinnar. Bæöi Dan- mörk og Evrópubandalagiö beittu Grænlendinga miklum þrýstingi aö fara ekki úr bandalaginu og bentu á hve mikinn fjárhagslegan skaöa þeir myndu hafa af því. Þeir myndu missa alla styrkina úr sjóöum bandalagsins sem vora talsverðir. Grænlendingar svöraðu því til aö þeir vildu lifa sem sjálfstæð þjóö en ekki á eUífum styrkjum. Þeir myndu hvort eð er fá jafnmikið út úr banda- laginu meö því aö selja því fiskveiöi- réttindi við Grænland. Þeir afneituöu þeirri kenningu bandalagssinna aö fjáraustur bandalagsins tU Grænlands væri einhver ölmusa. Þaö væri hrein borgun fyrir fiskveiðamar. Það sem myndi breytast viö úrsögnina væri hvort kvótaskiptingin á Grænlands- miðum færi fram í Brussel eða Nuuk. Dýrt spaug Grænlendingar gerðu sér grein fyrir því að þeir heföu ekki efni á aö fylgjast eins vel meö sínum málum í Brussel og keppinautar þeirra um fiskkvótana. Fyrir 50.000 manna þjóöfélag er dýrt spaug aö senda menn tU Brussel í tíma og ótíma. Þaö vora því Danir sem í raun gættu hagsmuna Grænlendinga gagnvart Evrópubandalaginu. Þó Grænlendingar kvörtuöu undir lokin ekki sérstaklega undan þeirri hags- munagæslu var alltaf ljóst aö þeir töldu sér betur sæmandi að standa á eigin fótum hvaö sem áhættunni leið. Það kom svo í ljós aö Grænlendingar fengu góöan samning viö bandalagið. Þeir náöu aö láta flokka sig innan bandalagsins meö mörgum fyrrver- andi nýlendum Breta, Frakka og Hol- lendinga. Þessi lönd höföu fengiö mjög hagstæöa samninga gagnvart banda- laginu. Grænlendingar verða, samkvæmt þessum samningi, utan Evrópubanda- lagsins en geta samt notiö tollfríðinda á útflutningsvöram tU bandalagsríkja. I viöbót hefur Efnahagsbandalagið samþykkt aö greiða um 20 mUljónir dollara á ári, eöa um 800 mUljónir Lslenskra króna, til Grænlands fyrir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.