Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 16
16
DV. MIÐVIKUDAGUR 2. JANUAR1985.
Spurningin
Hvert var áramóta-
heit þitt?
Ingi Hjörleifsson kranamaður: Eg hef
aldrei strengt neins heit um áramót og
það gerði ég ekki heldur nú. Eg ætla ekki
einu sinni aö hætta aö reykja.
Emil Richter bilamálari: Eg hef nú
gert lítið aö þ ví að streng ja heit um æv-
ina og ég lét slíkt alveg vera um þessi
áramót sem önnur.
Marís Arason, á eftirlaunum: Eg
strengdi einskis heit sjálfur. Hins
vegar óska ég þess að þaö fólk sem
neytir vímugjafa hætti því á nýju ári.
Guðrún Guðbjartsdóttir húsmóðir: Eg
hef nú ekkert hugsaö út í það. Eg hef
verið litið fyrir heitstrengingar um
ævina og reynt að lifa mínu lífi eðli-
lega.
Magnús Guðmundsson, starfsmaður
Hagkaups: Eg strengdi nú einskis heit um;
áramótin. Eg hef bara enga trú á slíku.
Sigrún Asmundsdóttir húsmóðir: Eg
strengdi ekki heit um áramótin. Það
hef ég aldrei gert. Eg er líka hætt aö
reykja þannig að ekki þarf ég að heita
sjálfrimér því.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Bréfrítarí kvartar undan yfirgangi ungiinga á Hiemmi og viðar. Myndin er frá Hal/ærisplaninu margumtalaða.
Yfirgangur unglinga
G.H. skrifar:
Hvert stefnir eiginlega æskufólk
þessa lands? Eg get ekki betur séð en
að sú stefna sé beint niður á við.
Hver einasti unglingur er reykjandi,
drekkandi og hugsar um það eitt að
skemmta sér. Já, það er af sem áður
var. I mínu ungdæmi hugsaði fólk og
þ. á m. unglingar um að gera sem
mest gagn í þjóöfélaginu. Nú aftur á
móti virðist það í tísku aö gera sem
minnst gagn. Gera helst öðrum, sem
eitthvað reyna að vinna, ógagn. Það
er ömurleg sjón að sjá hvernig ungl-
ingarnir hanga t.d. alla daga á
Hlemmi. Eg segi kannski ekki að
allir unglingar séu jafnslæmir og
liðið sem þar hangir því þar er án
nokkurs vafa ósómi þessa lands
samankominn. Og í þokkabót kemst
það upp með hvað sem er fyrir fram-
an lögreglustööina.
Nú er svo komið að maður þorir
ekki lengur inn í biðskýlið við Hlemm
heldur kýs aö standa úti í kuldanum
fremur en að þola áreitni þessa lýðs.
Þetta veður uppi með frekju og dóna-
skap, liggur afvelta hér og þar af
vímugjafaneyslu og enginn gerir
neitt í neinu. Maður þorir varla orðið
aö ganga einn á götu því komið hefur
fyrir mig a.m.k. að maöur hefur
hreinlega verið felldur af þessum
lýð.
Mér finnst kominn tími til að eitt-
hvað verði gert í þessum málum.
Þaö þarf að láta þessa unglinga, sem
ekki eru í skóla, vinna og halda þeim
aö verki. Hvað þetta skólafólk snert-
ir, sem hagar sér svona, þá hlýtur að
vera til nóg af félagsfræðingum og
sálfræðingum sem geta talað um
fyrir því.
Það á ekki að láta unglinga né aðra
þegna þjóðfélagsins komast upp meö
að áreita aðra án þess að nokkuð sé
að gert.
„Gott að Guð er
ekki gleymdur”
Kirkjugestur skrifar:
Mig langar aö fagna þeirri nýbreytni
sem tekin var upp á þessum nýbönu
jólum aö hafa miðnæturmessur á
aðfangadagskvöld. Það hefur svo oft
verið undanfarin ár að alltaf hefur
verið troðið út úr dyrum í aftansöngnum
kl. 6. Það sýnir kannski líka best
áhugann á messum á þessum tíma að
færri komust aö en vildu. Tíminn
hentar mörgum, sérstaklega barna-
fólki, mjög vel. Krakkarnir eru svo
óþreyjufullir að komast til að opna
pakkana að ekki er nægur tími til aö
njóta guðsþjónustunnar.
Auðvitað kallar það á aukið álag á
Fallegfriðarljós
Birna G. hringdi:
Það var fallegt um að litast í höfuð-
borginni á aöfangadagskvöld. Hvar-
vetna mátti líta friöarljós sem fólk
hafði kveikt á fyrir utan heimili sín.
Þetta sýnir líka vel hve almenningur
hefur mikinn áhuga á friði. Fólk er
hrætt við allt þetta vígbúnaðarkapp-
hlaup meö kjamorkuvopnum og
djöfulgangi. öll viljum við frið. Eitt
lítiö ljós, tendrað í þágu friðar, áorkar
kannski ekki miklu. En þegar mörg
ljós loga í þágu friðar þá er fólk að
sýna hug sinn í verki.
Látum ekki hér við sitja heldur
höldum áfram baráttunni fyrir friði.
Sú barátta tilheyrir ekki bara jólunum.
starfsfólk kirknanna aö hafa tvær
messur á aðfangadag. En ég er á því
aö aukin kirkjusókn landsmanna sé
okkur öllum fagnaðarefni og því væri
hægt aö veita þessu starfsfólki
einhverja umbun fyrir hið fórnfúsa
starf sitt. Það vill oft gleymast að
fjöldi fólks leggur mikiö starf í
messurnar og mesti annatími þessa
fólks er einmitt um jólin.
En það ánægjulegasta við þetta
allt er aö fólk virðist almennt farið að
gera sér grein fyrir hversu mikiö gildi
trúin hefur fyrir okkar daglega líf. Það
er gott að fólk gleymir ekki Guði á
þessum síöustu og verstu tímum.
Friðaríjós jólanna.
Góð þjónusta dyravarðar
R.A.F.hringdi:
Mig langar að þakka einum dyra-
varða skemmtistaðarins Sigtúns fyrir
góða þjónustu. Ég var að skemmta
mér þama á dögunum þegar ég varð
fyrir því óhappi að brjóta umgjörðina
á gleraugunum minum. Eg hitti þarna
á dyravörð, Engilbert að nafni, og
hann límdi fyrir mig gleraugun. Hann
á þakklæti skilið fyrir greiðann.
Borgari bendir á hversu mikil hætta stafar af ökumönnum sem ekki eru vel
undir akstur búnir, t.d. vegna þreytu.
Örþreyttir ökumenn
Borgari hrindi:
Þegar ég las um það í blöðunum að
nærri hefði komiö til áreksturs tveggja
flugvéla vegna annríkis hjá flugum-
ferðarstjóra varð mér hugsað til þess
hve þreyttir ökumenn geta valdið
mikilli hættu í umferðinni. Fjöldi
manna vinnur hér svo til allan sólar-
hringinn og eftir slíka vinnu hlýtur ein-
beiting margra þeirra aö minnka í
akstri. Sem dæmi um þetta þá eru
margir lögreglu- og slökkviliðsmenn
sem hafa fleiri tíma i ökukennslu en í
vinnunni. Gætu þessir menn ekki veriö
hættulegir í umferðinni, öþreyttir eftir
langanvinnudag?
SPENNULEYSI
SJÓNVARPSÞÁTTA
5150—6235 skrifar:
Fyrir rúmum 18 árum hóf íslenska
sjónvarpið göngu sína. Aö mörgu leyti
hefur dagskráin breyst til batnaðar á
þessum tíma. Má þar m.a. nefna leng-
ingu dagskrárinnar á laugardögum og
sunnudögum. En að sumu leyti hefur
sjónvarpið breyst til hins verra. Má
þar nefna að þættirnir sem eru núna
eru að mörgu leyti ekki eins spennandi
og áður. Þymifuglamir og Dýrasta
djásnið voru að vísu ágætis þættir en
flestir munu sammála um að við höf-
um oft séð áhugaverðari og meira
spennandi þætti.
Afþreyingargildi þátta á borð við
Columbo og Kojak var á sínum tíma
umdeilanlegt. En nú er öldin önnur. Nú
gildir ekkert annað en Dallas og
Dynasty. Fjölskyldan og hæfileg.
blanda af illgimi og mannvonsku er
aðalefni hinna nýju amerísku þátta.
Að lokum nokkur orð um frjálst út-
varp. Það er hreinlega nauösynlegt.
Þeir einu sem em á móti sh'ku em ein-
hver svartnættis afturhaldsöfl.