Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1985, Blaðsíða 39
DV. MIÐVKUDAGUR 2. JANUAR1985.
tJtwarp;
Miðvikudagur
2. janúar
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn-
ingar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veöurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.20 Barnagaman.
13.30 Létt íslensk lög frá árinu 1983.
14.00 „Þættir af kristniboðum um
viöa veröld” eftir Clarence Hall.
„Vinur hinna fátæku”. Starf Toyo-
kikos Kagawa í Japan. Astráöur
Sigursteindórsson byrjar lestur
þýöingar sinnar.
14.30 Miðdegistónleikar. Jascha Hei-
fetz og RCA-hljómsveitin leika
Rómönsur í G-dúr op. 40 og F-dúr
op. 50 eftir Ludwig van Beethoven;
William Steinberg stj.
14.45 Popphólfið.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöur-
fregnir.
16.20 Islensk tónlist. a. Fiðlusónata
eftir Fjölni Stefánsson. Rut Ing-
ólfsdóttir og Gísli Magnússon
leika. b. Tvö sönglög eftir Fjölni
Stefánsson. Hanna Bjarnadóttir
syngur. Guörún Kristinsdóttir
leikur á píanó. c. „Concerto licico”
eftir Jón Nordal. Kammersveit
Reykjavíkur leikur; Páll P. Páls-
son stj. d. „Kveðiö í bjargi” eftir
Jón Nordal. Hamrahliöarkórinn
syngur. Þorgerður Ingólfsdóttir
stj.
17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar.
18.45 Veðurfnrgnir. Dagskrá kvölds-
ins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Daglegt mál. Sigurður G.
Tómasson flytur þáttinn.
20.00 Útvarpssaga baruauna:
„Ævintýri úr Eyjum” eftir Jón
Sveinsson. Gunnar Stefánsson les
þýðingu Freysteins Gunnarssonar
(13).
20.20 Mál til umræðu. Matthías
Matthíasson og Þóroddur Bjarna-
son stjórna umræðuþætti fyrir
ungt fólk.
21.00 Kórsöngur. Skólakór Garða-
bæjar syngur „A Ceremony of
Carols” eftir Benjamin Britten.
Elisabet Waage leikur meö á
hörpu. Guðfinna Dóra Olafsdóttir
stj.
21.30 Að tafli. Stjórnandi: Jón Þ.
Þór.
22.00 Horft í strauminn með Kristj-
ániRóbertssyni. (RUVAK).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldslns.
22.35 Timamót. Þáttur í tali og tón-
um. Umsjón: ArniGunnarsson.
23.15 Nútímatónlist. Umsjón: Þor-
keli Sigurbjörnsson.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Rás 2
Miðvikudagur
2. janúar
14.00-15.00 Eftir tvö. Létt dægurlög.
Stjórnandi: Jón AxelOlafsson.
15.00—16.00 Nú er lag. Gömul og ný
úrvalslög aö hætti hússins. Stjórn-
andi: GunnarSalvarsson.
16.00-17.00 Vetrarbrautin. Utivist
og tómstundir. Stjórnandi: Júlíus
Einarsson.
17.00—18.00 Tápað fundið. Sögukorn
um soultónlist. Stjórnandi:
G unnlaugur Sigfússon.
; S|ónwarp
Miðvikudagur
2. janúar
19.25 Aftanstund. Barnaþáttur með
innlendu og erlendu efni: Sögu-
hornið, Tobba, Litli sjóræninginn,
Högni Hinriks.
19.50 Fréttaágrip á tákumáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.30 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Nóttin er þeirra timi. Bresk
dýralífsmynd.
21.05 Saga um ást og vináttu. Nýr
flokkur — Fyrsti þáttur. ítalskur
framhaldsmyndaflokkur í sex
þáttum. Leikstjóri Franco Rossi.
Aðalhlutverk: Claudio Amendola,
Massimo Bonetti og Barbara de
Rossi. Dregin er upp mynd þriggja
ungmenna, tveggja pilta og
stúlku, og rakin saga þeirra á
þroskaárum þeirra, 1935—1945,
sem voru ár kreppu, fasisma og
styrjaldar. Þýðandi Þuríöur
Magnúsdóttir.
22.00 Harmleikurinn í Varsjá.
23.00 Fréttir í dagskrárlok.
Sjónvarp
Útvarp
Veðrið
Útvarpið, rás 2, kl. 14.00 — Vinsældakosning um:
Leiðinlegasta lag
ársins
Jón Axel Olafsson mætir á rás 2 í dag
og verður þar meö þátt sinn Eftir tvö
sem að sjálfsögöu hefst klukkan tvö og
mun standa yfir í eina klukkustund.
Jón Axel ætlar sér að fara inn á
skemmtilega braut í þessum þætti, það
er að segja ef honum tekst að undirbúa
það í tæka tíð. Vinnur hann að því að
láta fara fram vinsældakosningu í
þættinum og stendur valið að sjálf-
sögðu um eitt lag.
Samt er ekki hugmyndin aö velja
vinsælasta lag ársins eins og jafnan er
gert á tímamótum eins og áramótum. I
staöinn ætlar Jón Axel að standa aö
kosningu um leiðinlegasta lag ársins
1984.
1984
Má bæði velja íslenskt lag og erlent.
Ekki er neitt hægt að spá um hvort
íslenskt lag eða erlent hreppir þessi
heldur vafasömu verðlaun en fróölegt
verður að vita hvaða lag það verður
sem „hreppir hnossiö” . . .
-klp-
Jón Axel Ólafsson stjórnar þættin-
um Eftir tvö sem er á rás tvö eftir
klukkan tvö i dag.
Sjónvarp kl. 22.00:
Varsjá /ögð i rúst
-Höfuðborg Póllands, Varsjá, hefur
oft orðiö illa úti og íbúarnir þurft aö
þola miklar þrengingar allt fram til
dagsins í dag.
Stríösárin 1939 til 1945 voru þó hvaö
verst. Nasistar marseruðu inn í Varsjá
8. september 1939 með Hitler í farar-
broddi. Höfðu þá íbúar Póllands og
Varsjá barist hetjulega í langan tíma
en orðiö að gefast upp fyrir ofureflinu.
I apríl 1943 varð uppreisnin mikla í
gyðingahverfinu í Varsjá. Stóð hún
yfir í þrjár vikur en þá gáfust gyðing-
arnir loks upp og „gettóið” þeirra svo
og þeir flestir voru þurrkaðir af yfir-
borði jarðar.
Þegar íbúar Varsjá fréttu 1. ágúst
1944, aö sovéski herinn væri að nálgast
gerðu þeir uppreisn gegn hernámsliði
nasista. Böröust þeir gegn þeim með
öllum tiltækum vopnum í tvo mánuði
en þá uröu þeir að gefast upp. Lágu þá
eftir í valnum yfir 100 þúsund
Pólverjar.
Nasistar hófu þegar að flytja eftir-
lifandi íbúa borgarinnar á brott og
byrjuðu síðan markvisst að leggja
hana í rúst. Sprengdu þeir upp kirkjur,
opinberar byggingar, íbúðarhús og
annað sem þeir töldu aö ætti að hverfa.
Voru þeir enn að þessu þegar sovéskar
hersveitir frelsuðu það sem stóð eftir
af Varsjá 17. janúar 1945.
Um þennan harmleik hafa Bretar
gert heimildarmynd sem við fáum að
sjá í sjónvarpinu í kvöld. Mun það vera
mjög sérstæð mynd sem byggist m.a. á
viðtölum og gömlum myndum sem
fundust í rústum Varsjá eftir stríöið.
Derrick —
janúar.
hann kemur aftur 15.
Richard
janúar.
hann kemur aftur 7.
Feðginin
janúar.
þau koma aftur 12.
Sjónvarpið á næstunni:
Nýir og gamlir kunn-
ingjar að koma aftur
— þar á meðal Derrick og Við f eðginin
S jónvarpið okkar ætlar að sjá til þess
nú í janúar að við endumýjum
kunningsskapinn við gamla en þó ekki
gleymda félaga úr sjónvarpinu.
Þama er um að ræða þætti sem
byrjað verður að sýna nú í janúar.
Tveir af þessum þáttum hafa áður
verið í gangi í sjónvarpinu — síðast nú
á síðasta ári — en einn er nýr. Þar er
aöalleikarinn góður kunningi úr öörum
framhaldsþætti sem nýlokið er við að
sýna.
Er það breski gamanleikarinn
Richard Briers sem við munum eftir
úr þáttunum í sælureit. Hann leikur
aðalkarlhlutverkið í nýjum gaman-
myndaflokki sem byrjað verður að
sýna mánudaginn 7. janúar. Nefnist sá
þáttur Good Bye Mlster Kent. Mótleik-
ari hans í þeim þætti er Hanna Gordon
sem er þekkt gamanleikkona á Bret-
landi og víðar.
A laugardögum koma frá og með 12.
janúar margir gamlir kunningjar. Eru
þaö leikararnir úr myndaflokknum
Við feðginin sem sýndur var hér í
fyrra. Þar duttu oft margir góðir
brandarar og gera sjálfsagt áfram í
framhaldinu sem viö fáum að sjá
núna.
Stórnjósnarinn Reilly fer nú að
syngja sitt síöasta í sjónvarpinu okkar
— gerir það raunar með pomp og pragt
þriðjudaginn 8. janúar. I staðinn fyrir
hann kemur gamall og góður kunningi
á skjáinn. Er það lögreglumaðurinn
þýski, Derrick, og hinn ungi aðstoðar-
maðurhans.
Ætla þeir aö sýna okkur hvernig þeir
leysa hinar ýmsu þrautir í Þýskalandi
hinu vestra. Þeir hafa að vísu sýnt
okkur þaö oft áður en hér hafa verið
sýndar tvær þáttaraðir með 13 mynd-
um hvor. I þetta sinn fáum viö 16
myndir af Derrick og mun það duga
eitthvað fram á vorið. Fyrstu myndina
fáum viðaðsjá 15. janúar nk.
-klp-
Sunnan- og suðaustanátt á land-
inu, stinningskaldi og rigning um
landið sunnan- og vestanvert en
hægari og þurrt norðanlands og
austan.
Veðrið
hér
og þar
tsland kl. 6 í morgun: Akureyri
léttskýjaö 7, Egilsstaðir, léttskýjað
4, Keflavíkurflugvöllur rigning og
súld 7, Kirkjubæjarklaustur súld 2,
Raufarhöfn heiðskírt 3, Reykjavík
rigning 6, Sauðárkrókur alskýjaðö,
Vestmannaeyjar rigningö.
Utlönd kl. 6 í morgun: Bergen
heiðskii't -1, Helsinki snjókoma -8,
Kaupmannahöfn hálfskýjað -4,
Osló skýjaö -3, Stokkhólmur korn-
snjór -3, Þórshöfn snjóél 2.
Utlönd kl. 18 í gær: Algarve
heiðskírt 4, Amsterdam skýjaö 3,
Aþena skýjaö 6, Barcelona (Costa
Brava) hálfskýjaö 9, Berlín snjó-
koma -3, Chicagó heiðskírt -12,
Glasgow hálfskýjað -2, Feneyjar
(Rimini og Lignano) skýjaö 0,
Frankfurt snjóél á siðustu klukku-
stund2, Las Palmas (Kanaríeyjar)
hálfskýjaö 18, London skýjað 5,
Luxemborg snjóél 0, Madrid létt-
skýjað 7, Malaga (Costa Del Sol)
heiðskírt 12, Mallorca (Ibiza)
léttskýjað 9, Miami skýjað 26,
Montreal snjókoma -12, New York
þokumóða 11, Nuuk úrkoma í
grennd -11, París skýjað 4, Vín
snjókoma -5, Winnipeg snjókoma á
síðustu klukkustund -27, Valencia
(Benidorm) léttskýjaö 12.
Gengið
NR. 249 - 28. DESEMBER 1984
KL. 09.15
Eining kl. 12.00. Kaup Sala rollgengi
Oollar 40,530 40,640 40.010
Pund 47.005 47,132 47.942
Kan. dollar 30,675 30,759 30.254
Dönsk kr. 3,5958 3,6056 3.6166
Norsk kr. 4.4560 4,4681 4.4932
Sænsk kr. 4,5126 4,5249 4.5663
Fi. mark 6,1991 6,2160 6.2574
Fra.franki 4,2011 4,2125 4.2485
Bclg. franski 0,6417 0,6434 0.6463
Sviss. franki 15.6005 15,6428 15.8111
Holl. gyllini 11,3848 11.4157 11.5336
V þýskt mark 12,8656 12,9006 13.0008
It. lira 0,02089 0.02095 0.02104
Austurr. sch. 1,8327 1,8377 1.8519
Port. Escudo 0,2388 0,2394 0.2425
Spá. peseti 0,2333 0,2339 0.2325 |
Japanskt yen 0,16184 0,16228 0.16301
Írskt pund 40,145 40,254 40.470
SDR (sérstök 39,7031 39,8112
1dráttarrétt. 0,6395 0,6413
Símsvari vegna gengisskráningar 22190
Pósthólf 369
200 Kópavogur
Opið mánudaga til iaugardaga
kl.18-20. Simsvari á öðrum timum.