Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVHCUDAGUR 20. FEBRUAR1985. Skýrsla öryggismálanef ndar um Kef lavíkurf lugvöll: 11 milljaróar í fram- kvæmdir á næstu árum Framkvæmdir á vegum bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á næstu árum munu kosta rúma 11 milljarða íslenskra króna. Þá er ótalinn kostn- aöur við fyrirhugaðar ratsjárstöðvar á Vestfjörðum og Noröausturlandi. Þetta kemur fram í skýrslu öryggis- málanefndar, Keflavíkurstöðin: Áætlanir og framkvæmdir, sem Gunn- ar Gunnarsson starfsmaöur nefndar- innar hefur tekið saman. I skýrslunni er yfirlit yfir þær fram- kvæmdir sem fyrirhugaðar eru, bygg- ingu oliugeyma og olíuhafnar í Helgu- vík, nýjar orrustuflugvélar, byggingu styrktra flugskýla, endurnýjun rat- sjárstöðvanna, byggingu stjómstöðv- ar og aörar byggingarframkvæmdir. Um olíugeyma og olíuhöfn í Helgu- vík segir að gert sé ráð fyrir byggingu 11 geyma sem að hluta verða grafnir i Þær framkvæmdir Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli, sem greint er frá hér á síðunni, eru ýmist greiddar af mannvirkjasjóöi Atlantshafsbanda- lagsins, Bandaríkjunum eöa báðum aöilum í sameiningu. Mannvirkjasjóðurinn hefur starfað síðan 1951 og er fjármagnaður af bandalagsríkjunum. Samkvæmt jörö og útbúnaöi til aö dæla eldsneyti þaðan til Keflavíkurflugvallar. Um miðbik næsta áratugar á að verða birgðarými fyrir 186 þúsund rúmmetra af eldsneyti sem er rúmlega sjöfalt það rými sem nú er fyrir hendi. Þar af verður 85% þotueldsneyti. Áætlunin er við það miðuð að hafa birgöir til 45 daga. Framkvæmdir við geymana eru sem kunnugt er hafnar en fram- kvæmdir við oiiuhöfnina eiga aö hef j- ast á þessu ári. 1 skýrslunni segir aö þetta aukna birgðarými sé við það miðað að hafa til staöar birgðir til lengri tíma ef til ófriðar drægi. Eldsneytið yrði þó ekki aöeins notað af þeim herstyrk sem fyrir væri í landinu heldur einnig af þeim flutninga- og orrustuvélum sem færu um Keflavíkurflugvöll á ófriðar- tímum. ákvörðun sem tekin var á síðasta ári mun sjóðurinn hafa til umráða jafn- virði 318 milljarða íslenskra króna á næstu sex árum. Bandaríkin leggja fram mestan hluta af fjármagninu eða 27,42% en Vestur-Þýskalandi 26,54%. Bretland leggur fram 12,08% og aðrar þjóðir minna. Island leggur ekki til fjármagn í sjóðinn. Nýjar orrustuþotur Á yfirstandandi ári er ráðgert aö skipta um orrustuþotur á Keflavíkur- flugvelli. Vélar af gerðinni F-15 Eagle eiga að koma í stað F-4E Phantom og verður vélunum jafnframt fjölgað úr 12 í 18. F-15 eru mun fullkomnari vélar og sagðar langhæfustu orrustuþotur fyrir loftorrustur sem völ er á. Níu styrkt flugskýli eru í byggingu á Keflavíkurflugvelli. Byggingu þeirra á að vera lokið fyrir komu F-15 vélanna. Hugsanlegt er að byrjaö verði á bygg- ingu fjögurra skýla til viðbótar. Áætlaður kostnaður við byggingu níu flugskýla er á bilinu 800 til 900 milljónir íslenskra króna. Ef heimild íslenskra stjórnvalda fæst er fyrirhugað að endurnýja þær tvær ratsjárstöðvar sem staösettar Olíugeymamir og olíuhöfnin í Helguvik er greidd til helminga af Bandaríkjunum og mannvirkjasjóðn- um. Flugskýlin eru greidd af mann- virkjasjóðnum eingöngu. Bandaríkin fjámiagna byggingu stjómstöðvarinn- ar aö fjóröungi en búnað hennar greiða þau algerlega svo og aðrar framkvæmdir sem getið hefur verið hér um. Óef eru hér á landi og setja upp tvær nýjar. Nú em ratsjárstöðvar á vegum banda- ríska hersins á Stokksnesi við Homa- fjörð og á Miðnesheiði. Nýju stöðvarnar yrðu staðsettar á Vest- fjörðum og á Norðausturlandi. Ekki er ljóst hver kostnaöur af þessum fram- kvæmdum yrði. Þá er áætlað að byggja á Kefla- víkurflugvelli sérstaklega styrkta stjórnstöð til stjómar á aðgerðum í gagnkafbátahernaði og loftvörnum ásamt björgunarsveitum. Stjómstöðin á að vera þannig útbúin að starfslið á að geta verið innilokaö í stöðinni í sjö daga. Hreinsistöðvar og útbúnaður vegna mengunar frá eiturefna- og líf- efnavopnum verður innbyggður í stöð- ina. Heildarkostnaður vegna bygging- ar og tækjabúnaöar er áætlaður um 2,2 milljaröar íslenskra króna. Styrkari loftvarnir Auk framangreindra framkvæmda er gert ráð fyrir ýmsum byggingar- framkvæmdum í Keflavík sem allar tengjast þeirri áætlun bandariskra hermálayfirvalda að efla styrk stöðvarinnar til loftvarna. Þar er um að ræða byggingar fyrir viðhalds- og viðgerðarverkstæði orrustuflugsveit- arinnar, geymslur fyrir varahluti og annan tækjakost og rafstöð ásamt fleiru. Heildarkostnaður við þessar framkvæmdir virðist áætlaður um 1,4 milljaröar íslenskra króna aö því er segir í skýrslunni. Að því er segir f skýrslunni hefur þróunin í Sovétrikjunum á sviði lang- drægra sprengjuflugvéla og stýri- flauga leitt til þess aö Bandaríkjamenn hafa tekið ákvörðun um að efla vem- lega loftvamir sínar í samráði við Kanada. Bandarikjamenn lita svo á aö þeir hafi í meira en áratug vanrækt að efla loftvamir sínar og þessi van- ræksla hafi þær afleiðingar aö stór göt séu i ratsjárkerfinu sem sovéskar sprengjuflugvélar i lágflugi geti nýtt sér. Einnig telja þeir að flugvélakostur þeirra til loftvarna sé úreltur. Fyrir- hugaðar framkvæmdir á Keflavíkur- flugvelli eru liður í áætlun sem gerð var í ljósi þessa mats. ÓEF Breytingar hjá víkinga- sveitinni — Arnórfærðurtil vegna óánægju undirmanna „Það má segja að þetta sé upp- stokkun á verkaskiptingu,” sagði Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn f samtali í DV aðspurður um tilfærsl- ur hjá víkingasveit lögreglunnar. Bjarki sagði að miklu meira væri að gera hjá víkingasveitinni en áður og því væru þessar breyt- ingar nauðsynlegar. Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn mun annast þjálfun víkinga- sveitarinnar. Amór Sigurjónsson mun nú aðeins hafa með höndum þjálfun á nýliðum sveitarinnar. Þá munu báðir mennimir annast lög- regluskólann sem fyrr. DV hefur það eftir áreiðanlegum heimildum að þörf hafi þótt á þvi að breyta verksviði Arnórs vegna mikillar óánægju sem gætt hefur meðal undirmanna hans. Um þetta atriði vildi Bjarki Elíasson hins vegar ekki tjá sig í samtali við blaðið. -eh. Ingímund; n, stjórnar maflur i Samtökum eigenda myndbandaleiga. Myndabrengl Þau leiðu mistök uröu við birt- ingu kjallaragreinar eftir Ingi- mund Jónsson, undir fyrirsögninni „Myndbandastríðið” íDVsl. mánu- dag, að myndin með greininni var ekki af höfundi hennar heldur al- nafna hans. Em hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. Nýju flugskýlin sem verifl er afl byggja ð Keflavikurflugvelli fyrir nýjar orrustuþotur sem þangafl eru væntanlegar. FJÁRMÖGNUN FRAMKVÆMDA I dag mælir Dagfari_____________í dag mælir Dagfari____________j dag mælir Dagfari Bankaþjónusta án heimildar DV skýrir frá þvi i gær að Blóð- bankinn neiti nú að framkvæma vefja- flokkarannsóknir sem notaðar eru til úrskurðar i erfiðum barnsfaðernismál- um. Þegar rýnt er f fréttina kemur þessi ákvörðun bankans raunar ekki á óvart. Hann fær nefnilega engar greiðsiur fyrir þessi aukaverkefiti fýrir nú utan þaö aö þau eru unnin i algjöru heimildarleysi. Þaö er erfitt að geta sér til um hvers Blóðbankinn á að gjalda. Meöan aðrir bankar f landinu taka stórfé fyrir hvert viövik mcð fullri heimild opinberra aðila er Blóðbankanum einum banka ætlaö að halda uppi ókeypis þjónustu fyrir dómsvaldið f landinu og þaö i leyfis- leysi. Nú kann vel að vera að sum af þessum verkefnum sem bankinn hefur annast á fyrrnefndu sviði séu tilkomin án þess að spurt hafi veriö um leyfi áður en látið hefur verið til skarar skríða. Allavega cr það ekki ótrúlegt aö sum þessara erfiðu barnsfaðernis- mála séu sprottin upp úr ósamkomu- lagi sem hafi byrjað áður en máliö varö að dómsmáli. Í sumum tilfellum er ef- laust deilt um hvort eitthvað hafi gerst og hafi eitthvað gerst þá hver hafi átt þar hlut að máli og jafnvel með hvaða hætti þau kynni hafi farið fram sem sfðar kalla á leyfislaus afskipti Blóð- bankans án greiðslu. Ekki er vafi á að f mörgum af þessum erfiðu málum hefur reynst erfitt aö koma við sönnun og af- sönnun um staö og stund. Það getur reynst jafnerfitt að sanna að viss maöur hafi verið á vissum stað viö vissa iöju eins og að sanna að sá hinn sami hafi ekki veriö á nefndum stað á tilgreindri stundu og jafhvel þó hann hefði verið þar, hvað hafi þá gerst. Þaö mætti imynda sér að eitthvað á þessa lund sé málatilbúnaður f erfiöum barnsfaðernismálum og þvf eru tilhneigingar dómstóla til að leita til bankavaldsins um úrskurð auðskildar. En það sleppur enginn við að láta fé af hendi rakna sem leitar aðstoðar banka nema þá bankinn sé beinlfnis beðinn um aðstoð við að varðveita fjármuni. En þvi er ekki til að dreifa f máU Blóö- bankans. Hann er ekki beðinn að taka neitt til varöveislu sem gefur einhvern arö af sér. Þvert á móti er ætlast til að bankinn taki að sér verkefni og skili þeim fullunnum án þess að fá krónu i sinn hlut. Þetta er svona álfka og maður kæmi með fullan plastpoka af gömlum reikningum inn i Landsbanka og bæöi um aö þeir yrðu flokkaðir og metnir þvi viðkomandi hyggðist rukka þetta inn með einhverjum hætti þótt óljóst væri hver ætti að borga. Hætt er viö að Jónas Haralz yrði ekki upprif- inn. Það er þvl deginum Ijósara að okkur ber öllum að styðja kjarabaráttu Blóðbankans þvf ekki er nema sann- gjamt að hann fái eitthvað fyrir sinn snúð meðan aðrir bankar hafa spennt svo upp gjaldskrár sfnar að segja má að þaö séu nokkurs konar blóð- peningar sem viö verðum aö borga þar yfir borðið. Enn hefur ekki frést af viðbrögðum yfirvalda við aðgeröum bankastjóra Blóðbankans. Og þó. Einn aðili lét þegar til skarar skrfða. Kvikmynda- eftirlit rfkisins sendi fjölmennt lögreglulið á allar myndbandaleigur borgarinnar og lét gera allar ofbeldis- myndir upptækar. Hvort þetta er gert til að freista þess að fækka erfiðum bamsfaðernismálum er ekki gott að segja en óneitantega gæti Blóðbanka- málið átt sinn þátt f þessari rassfu. En erfiðu málin halda eflaust áfram aö koma upp og þvi ætti að drifa f að út- búa gjaldskrá fyrir bankann við Barónsstfg og veita honum leyfi til að starfa við þessar rannsóknir svo allir séu nú rétt feðraðir fyrir Hagstofuna. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.