Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1985, Blaðsíða 15
DV. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR1985. 15 FRELSIEÐA FJÁRMAGN! ■ 1984 (107. löggjafarþing) — 198. mál. |Ed. 224. Frumvarp til útvarpslaga. Flm.: Sigríöur Dúna Kristmundsdóttir. I. KAFLI Ríkisútvarpið. >■ gf- Rikisútvarpiö er sjálfstæð stofnun í eign íslenska ríkisins. Rfkisútvarpið hefur einkarctt á útvarpi. þaö er útsendingu til viötöku ulmcnnings á tali. 1 I tónum. myndum eöa öðru efni. hvort sem er þráölaust. meö þrteöi eöa á annan hátt. í þessu Iskyni reisir Ríkisútvarpiö sendistöövar og endurvarpsstöövar eftir þörfum. | Heimilt er Ríkisútvarpinu að flytja inn tollfrjálst til eigin þarfa. eiga og reka senditæki. I viötæki og önnur slik tæki sem eru sérstaklega framleidd fyrir útvarp. enda fullnægí tiekin þcim skilyrðum um öldutíðni. útgeíslun og fleira sem ákvcöiö er skv. alþjóöasamþykktum og reglugeröum varðandi fjarskipti sem ísland er aðili að. •1. gr- Ríkisútvarpiö skal stuðla aö almennri menningarþróun þjóöarinnar og efla íslenska tungu. Aö minnsta kosti helmingur af útsendu efni á hverri rás skal vera íslenskur. Ríkisútvarpiö skal meðal annars flytja efni á sviöi lista. bójímennta. vísindti og trúarhragöa efla alþýðumenntun og skilning á mismunandi viöhorfum og menningarheimum. Þaö ska veita fra-öslu í cinstökum greinum og kappkosta að halda uppi rökrxðum um hi málefni. sem almenning varöar, á þann hátt að mcnn geti gert sér grein fyrir m I skoöunum á þeim. Þaö skal halda uppi fréttaþjónustu og vcita fréttaskýringar Iflytja fjölbreytt skémmtiefhi viö hæfi fólks á öllum aldri. „Frelsið býr í frumvarpi Kvennalistans en ófrelsið i frumvarpi ríkisstjórnar og frjólshyggjumanna." f vetur hafa verið lögð fram á Alþingi tvö frumvörp til útvarpslaga. Bæði eru þau lögð fram i því skyni að auka frelsi. Það liggur hins vegar ólfkur skilningur að baki frelsinu. í fumvarpi rikisstjórnarinnar ræður ferðinni skiln- ingur frjálshyggjumanna: Að frelsi þýði frelsi til að græða, frelsi fjár- magnseigenda til að stækka sinn hluta kökunnar, frelsi til að hafa áhrif á skoðanir annarra i krafti fjármagns. í frumvarpi frá Kvennalista er gert ráð fyrir að allir landsmenn fái jafnan aðgang að útvarpi til að koma þar á framfæri efni. Skal hér stiklað á stóru í efni frum- varpanna: Frumvarp rikisstjórnarinnar Pólitískt skipuð nefnd á að ákveða hverjir fái leyfi til að stofna útvarps- stöð. Búið er þannig um hnúta að aðeins peningamenn geta stofnað stöðvar sem ná útbreiðslu. Þeir geta t.d. sameinast um stöð og auglýst í henni og ekki i öðrum stöðvum. Klásúiu er um að stuðla skuli að því að í dagskrá stöðva komi fram rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Bæði Mogginn sem háflokks- pólitiskt blað og DV birta greinar sem eru andstæðar skoðunum eigendanna. Dæmi um það er þessi grein. Aftur á móti munu andstæðar skoðanir stefnu forráðamanna útvarpsstöðvar jafnt sem blaðs einfaldlega drukkna i flóði af öðru efni; auglýsingum, einlitum áróðri og afþreyingarefni. Rikisútvarpinu eiga pólitískt kjörnir fulltrúar áfram að stjóma en þeir eiga þó að skipta sér minna af einstökum dagskrárliðum en nú er raunin. Ekki er gert ráð fyrir neinum sér- stökum áhrifum almennings á útvarps- efni, hvorki i Ríkisútvarpinu né í peningastöðvunum. Frumvarp Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur Útvarpsrekstur sé i höndum einnar sjálfstæðrar og óháðrar stöðvar i eigu íslenska ríkisins, þ.e. Ríkisútvarpsins. Rekstur þess lúti ekki yflrráðum póli- tikusa. Þar er rækilega tekið fram að „menning og reynsla minnihlutahópa fái sambærilega umfjöllun og meiri- hlutahópa”, en á þetta hefur skort. INGÓLFUR Á. JÓHAIMNESSON SAGNFRÆÐINGUR OG KENNARI Gert er ráð fyrir a.m.k. þremur hljóðvarpsdagskrám og a.m.k. einni sjónvarpsdagskrá er allir nái til lands- ins alls auk staðbundinna stöðva, íbúar hvers og eins sveitarfélags geta i almennum kosningum ákveðið að stofna slika stöð. Ein rásanna, rás þrjú, verður opin almenningi fyrir hvers kyns efni. Leggur Rikisútvarpið þá fram hljóðver og tækniaðstoð við gerð þátta. Daglegum rekstri Ríkisútvarpsins skal stjórnað af starfsmönnum sem kjósa sér yfirmenn til mest þriggja ára i senn. Notendaráð skal skipað 14 einstakl- ingum sem á að velja með hlutkesti úr hópi kjörgengra landsmanna til tveggja ára I senn. Það á að leggja drög að skiptingu efnis í höfuðdráttum. Það skal og skipa umsjónarmenn að föstum þætti á hverri útvarpstöð þar sem taka skal fyrir gagnrýni notenda á útsent efni stöðvarinnar. Hugmyndin um notendaráð er at- hyglisverð tilraun til að auka bein áhrif almennings sem eru of Iítil nú. Deila má um hvort hlutkestiskosning sé besta aðferðin við að velja I það. Meira fre/si í frumvarpi S/gríöar Samkvæmt minum skilningi á frelsi er óheftur aðgangur almennings að út- varpi sem fólk á sjálft meira virði en snöp I stöðvum peningavaldsins. „Frelsi” frjálshyggjumanna löghelgar aftur á móti rétt hins sterkari án þess að gæta að rétti þess sem ekki á peninga og er í engu samræmi við lýðræðishug- myndir stjórnarskráinnar. í frumvarpi Kvennalista er leitast við að tryggja og auka tjáningarfrelsi allra einstaklinga, ekki bara fjármagnseigenda. Keyra átti frumvarp ríkisstjórnar- innar í gegnum Alþingi í haust, á ólög- legum (a.m.k. ósiðlegum) hraða. Nokkru síðar kom frumvarp Kvenna- listans fram og hefur verið reynt að gera það hiægilegt enda hyggi það of nærri frelsi fjármagnsins yrði það að lögum. Frelsið býr i frumvarpi Kvenna- listans en ófrelsið i frumvarpi rikis- stjórnar og frjálshyggjumanna. Ingólfur Á. Jóhannesson. ^ „Samkvæmt mínum skilningi á frelsi er óheftur aögangur almennings að útvarpi sem fólk á sjálft meira virði en snöp í stöðvum peninga- valdsins.” Hverfafundir borgarstjóra 1985 Hvað hefur áunnist? Hvert stefnum við? Davíd Oddsson borgarstjóri flytur rœbu og svarar fyrirspurnum fundargesta. Á fundinum verba til sýnis líkön og skipulagsuppdrœttir. Háaleitishverfi, Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfi. Miðvikudagur 20. febrúar kl. 20.30 í Félagsheimili Hreyfils v/Grensápyeg/ Fellsmúla. Reykvíkingar! r Fundarstjóri: Hannes Þ. Sigurðsson deildarstjóri. Fundarritari: Stella Magnúsdóttir ritari. Fjölmennið á hverfafundi borgarstjóra. Komið sjónarmið- um ykkar á framfœri og kynnist umhverfi ykkar betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.